Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Tvö skip staðin að ólöglegum veiðum Landhelgisgæzlan stóð síðastlið- inn miðvikudag tvö skip frá Eskifirði að meintum ólöglegum veiðum. Ann- að á loðnuveiðum, en hitt á þorska- netum. Jón Kjartansson SU 111 var staðinn að loðnuveiðum á lokuðu hólfi norðaustur af Vestmanna- eyjum, en þar eru veiðar bannaðar vegna sæstrengja. Vöttur SU 3 var staðinn að veiðum í þorskanet á Lónsbug án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Voru mál beggja skipanna kærð til bæjarfógetans á Eskifirði. Bogi Nilsson, bæjarfógeti á Eskifirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að embættið hefði tekið bæði málin fyrir. Ljóst væri að Vöttur hefði ekki haft tilskilið þorskanetaleyfi, en kæra hefði ekki verið gefin út. Niðurstaða máls Jón Kjartanssonar lægi hins vegar ekki fyrir enn. Neyddur til að afhenda filmuna Hamingjusamir aóstandendur myndarinnar að lokinni frumsýningu á Seyðisfirði. F.v. Ragnhildur Gísladóttir leikkona, Ásgeir Emilsson, einn þeirra fjölmörgu Seyðfirðinga sem komu við sögu við gerð myndarinnar, Jakob Magnússon leikstjóri, Valgeir Guðjónsson aðstoðarleikstjóri og handritshöfundur, Anna Ástvaldsdóttir úr hópi seyðfirsku leikaranna og Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri. Morgunbiaðið/Kjartan Seyðisfjörður: — segir Jón Isaksson, sem tók mynd af farþegaflugvélum á flugvellinum í Bergen Þriðjungur bæjarbúa á frumsýningu Hvítra máva „ÉG TÓK tvær myndir af farþega- vélum á flugvellinum í Bergen með- an við biðum þar. Ég varð því væg- ast sagt hissa, þegar náð var í mig Listafélag Verzlunarskólans: Frumsýnir Rauð- hettu og úlfinn LISTAFÉLAG Verzlunarskóla íslands frumsýnir í kvöld, sunnudagskvöld, leikritið Rauðhettu og úlfinn í ný- tízkulegum búningi. Sýningin hefst klukkan 20.30 í húsakynnum skólans. Leikritið er eftir Sovétmanninn Evgeny Szchwartz og byggist á hinnu einu og sönnu sögu um Rauð- hettu og úlfinn, þó umhverfið sé annað en lesendur sögunnar þekkja. Leikstjóri er Helgi Björnsson leik- ari, en með aðalhlutverk fara Ólöf Ýr Wright og Þorsteinn Bachmann. Stefán Baldursson þýddi verkið og lýsingu annast Lárus Björnsson. Höfundur leikmyndar er Helgi Björnsson. rétt á eftir og mér skipað að af- henda filmuna eða koma til yfir- heyrslu ella. Ég sá mitt óvænna og afhenti filmuna,“ sagði Jón ísaks- son í samtali við Morgunblaðið á föstudag. „Ég var að koma með Flug- leiðavél frá Kaupmannahöfn með millilendingu í Bergen. Farþeg- um var sagt að sitja í vélinni, en ég fékk leyfi til þess að fara út. Þar tók ég mynd af Flugleiðavél- inni og tveimur öðrum farþega- vélum. Ég var rétt setztur inn, þegar náð var í mig út. Ég fékk aðeins þá skýringu, að þetta væri NATO-flugvöllur og myndatökur væru bannaðar. Það hafði ég ekki hugmynd um enda völlurinn mjög sakleysislegur. Flugvallar- stjórinn hefði komið auga á mig og hefði heimtað filmuna eða mig til yfirheyrslu. Þeir neituðu að bæta mér skaðann eða framkalla filmuna og senda mér hinar myndirnar á henni. Mér finnst mjög merkilegt að svona skuli geta gerzt, en það virðist einhver titringur i þessum frændum okkar,“ sagði Jón ísaksson. „VIÐ skulum gefa þeim fjórfalt húrra!“ sagði Þorvaldur Jó- hannsson, bejarstjóri á Seyðis- firði er frumsýningu á kvikmyndinni Hvítir mávar lauk þar á föstudagskvöld. Myndin var frumsýnd að viðstöddum um 300 Seyðfirð- HUNDRUÐ BSRB-félaga lögðu það á sig aðfaranótt laugardagsins að standa í biðröð við söluskrifstofu Samvinnuferða — Landsýnar til að fá farmiða í afsláttarferðum SL og BSRB til Kaupmannahafnar í sumar. Þeir hörðustu hófu biðina ingum, sem mörgum hverjum sást bregða fyrir á hvíta tjald- inu og ekki nema von, þar sem myndin var að mestu kvik- mynduð á Seyðisfirði sl. haust. Vildu aðstandendur myndar- innar með frumsýningunni upp úr klukkan 3 um nóttina og um tíma náði biðröðin eftir Austurstræt- inu allt yfir í Aðalstræti. Ferðir þess- ar kosta um 7.000 krónur fram og til baka og flogið verður með Flugleið- um, en lægsta apex-fargjald á þess- ari leið er nú um 13.000 krónur. Helgi Daníelsson, starfsmaður Samvinnuferða — Landsýnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að til þess að jafna aðstöðumun BSRB-félaga úti á landi, hefðu verið tekin frá sæti fyrir þá í hlutfalli við fjölda þeirra. Þeim hefði svo gefizt kostur á því, að panta farmiða símleiðis á laug- ardagsmorguninn. Helgi sagði, að þetta væri í annað sinn, sem SL og BSRB stæðu saman að slíkum ferðum, það hefði fyrst verið reynt í fyrra og gefið góða raun. Vanda- málið væri að geta ekki annað eft- irspurn, því þeir, sem byrjað hefðu biðina eftir 6.30 hefðu orðið að láta sér lynda biðlista. Helgi sagði, að innifalið í þessu verði væri aðeins fargjaldið án flugvallarskatts. Hér væri um tveggja og þriggja vikna ferðir að ræða og gæti fólk síðan valið ýmsa þakka heimamönnum „ómet- anlegan stuðning og skilning á uppátækjum þessa brjálaða fólks að sunnan", eins og að- stoðarleikstjórinn og hand- ritshöfundurinn, Valgeir Guð- jónsson, komst að orði. kosti til viðbótar, svo sem bíla- leigubíla, sumarhús og rútuferðir, allt eftir óskum hvers og eins. Ferðir þessar yrðu farnar í sumar og sætafjöldi alls um 550. Vegna hagstæðra samninga í ljósi fjölda farþega hefði reynzt unnt að ná svo hagstæðum samningum, þess- ar ferðir væru á engan hátt ’niður- greiddar af ferðaskrifstofunni eða BSRB. Fjölmennt á ráðstefnu um atvinnumál UM 180 manns sóttu ráðstefnu at- vinnumálanefndar Reykjavíkur- borgar og Háskóla íslands í gær um nýsköpun atvinnulífsins og há- skólamenntað fólk. Færri komust að en vildu því um 100 manns voru á biðlista og margir hættu við að láta skrá sig er þeir fréttu um bið- listann. Morjfunblaöiö/RA X Beðið eftir því að fá farmiða til Kaupmannahafnar í afsláttarferð Samvinnuferða — Landsýnar og BSRB. Þeir fyrstu hófu biðina klukkan 3 aðfaranótt laugardagsins. Afsláttarferðir Samvinnuferða og BSRB: Hundruð manna í biðröð aðfaranótt laugardagsins Vilja ekki að baráttu minni sé veitt athygli — sagði Tarkovskí um sovésk stjórnvöld „NAFN mitt hefur verið afmáð úr sovésku alfræðibókinni. Þetta er skylt því, sem gerist í bókum Orwells," sagði rússneski kvikmyndagerðarmað- urinn Andrej Tarkovskí á fjölmennu máMiingi í hátíðarsal háskólans í gærmorgun. Tarkovskí, sem búsettur er á ftalíu ásamt konu sinni, yfirgaf Sovétríkin fyrir þremur árum. Hann er hér staddur vegna sýningar á kvikmyndum hans. Tarkovskí var spurður álits á túlkun sovéska sendiráðsins í Reykjavík á höfundarrétti á kvik- myndum hans og tilraunum sendiráðsins til að stöðva sýn- ingar á þeim. Hann kvaðst ekki vita með vissu hverjar röksemdir sendi- ráðsins væru og til hvaða laga- króka væri verið að vísa. Aftur á móti teldi hann að hvaða land sem væri mætti efna til yfirlits- sýningar á verkum sinum, enda hefðu kvikmyndir hans verið sendar til Vesturlanda. Tarkovskí kvaðst álíta, að ástæðan fyrir því að sovésk stjórnvöld reyndu að stöðva sýn- ingarnar hér væri sú, að þau teldu hann ekki lengur vera „sinn mann“ og kærðu sig helst ekki um að hann væri lengur til sem lista- maður. Hann taldi enn fremur líklegt, að sovésk stjórnvöld vildu ekki að fólk á Vesturlöndum veitti þeirri aðstöðu, sem hann er nú í, athygli, en sem kunnugt er hafa 14 ára gamall sonur Tarkovskí hjónanna og tengdamóðir Tar- kovskís ekki fengið að flytjast frá Sovétríkjunum og beiðnum þar að lútandi ekki einu sinni verið svar- að. „Þetta er óeðlilegt ástand og ómennskt," sagði Tarkovskí. Morgunblaðið/ölafur k. Magnússon Á MÁLÞINGI Tarkovskí og túlkur hans, Árni Bergmann ritstjóri, á málþinginu í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.