Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 VANDI ÍBÚÐARKAUPENDA OG HÚSBYGGJENDA: Skil ekki að ég skuli enn vera ofaniarðar — Ibúðarkaupandi í Kópavogi segir frá við- skiptum sínum við byggingasamvinnufélag „VIÐ byrjuöum á þessu basli fyrir tveimur árum og þetta er fyrsta íbúðin okkar,“ sagði kennari í Kópavogi í samtali við Morgunblaðið. Fjölbýlishús við Ástún í Kópavogi Morgu n blaðið/ Fr iðþj ófu r Húsið selst ekki og skuldir hlaðast upp UM FIMM þúsund manns hafa nú látið skrá sig hjá Samtökum áhuga- manna um úrbætur í húsnæðismálum, en allt þetta fólk hefur lent í erfiðleikum vegna íbúðarkaupa eða húsbygginga. Erfiðleikar er ef til vill of vægt orð í mörgum þessara tilfella. „Þetta eru neyðaróp sem glymja í eyrum okkar og fólkið hrópar á hjálp,“ sagði einn forsvarsmanna samtak- anna í samtali við Morgunblaðið. Einn þeirra, sem höfðu samband við samtökin, hafði komið sér upp einbýlishúsi í sjávarplássi á Vestfjörðum. Af sérstökum ástæðum varð hann að taka sig upp og flytja suður. Hann setti húsið í sölu fyrir rúmu ári, en það er enn óselt. Á meðan hafa skuldirnar hlaðist upp og honum eru allar bjargir bannaðar í húsnæðiskaupum hér fyrir sunnan. Síðan hann kom suður hefur hann verið á þvælingi á milli leiguíbúða. Maðurinn kvaðst ekki sjá fram á neitt annað en að húsið fyrir vestan yrði selt á nauðungaruppboði án nokkurra möguleika til að hafa upp í skuldir, sem sífellt fara vaxandi. Hann kvaðst að vonum vera niðurbrotinn og í raun- inni búinn að gefast upp. Hjón í Mosfellssveit neyddust til að selja einbýlishús fyrir tveimur árum vegna greiðsluerfiðleika. Þau komust í tveggja herbergja íbúð en skulduðu eftir sem áður álíka mikið. „Þeir peningar sem við vorum búin að eyða í húsið hreinlega gufuðu upp,“ sögðu þau. Hjónin höfðu beðið í tvo mánuði með að festa nýja íbúð þar sem kaupin á húsinu voru í óvissu og gengu til baka á tímabili. Verðbólgan var í hámarki og þegar upp var staðið komust þau með herkjum í þessa tveggja herbergja íbúð án þess að hafa losaö sig við skuldirnar. »Við bjuggum úti í Svíþjóð í samskonar húsnæði og Búseti hefur í huga að koma upp hér, og ég hef ekki nema gott eitt um það fyrirkomulag að segja. Hins veg- ar þegar við komum hingað fyrir tveimur árum rak maður sig á það, að maður var í rauninni til- neyddur til að kaupa eitthvað. Maður sá þetta hjá kunningjun- um, að ef þeir fóru ekki út í að rembast við að kaupa, þá náðu þeir sér aldrei á strik. Við geng- um því í byggingarsamvinnufélag og fengum úthlutað 100 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi. f tvö ár höfum við greitt mán- aðarlega 20 til 30 þúsund krónur og átti þeim greiðslum að ljúka um síðustu áramót. Við höfðum því lengi beðið eftir þessum tíma- mótum að vera laus við þessar greiðslur. Þá gerist það, að okkur er tilkynnt að næstu 22 mánuði verðum við að greiða áfram 30 þúsund krónur á mánuði. Skýr- ingarnar sem við fengum voru þær, að fyrrverandi fram- kvæmdastjóri félagsins, sem hætti á síðasta ári, hafi ekki haft nægilega yfirsýn yfir bókhaldið og greiðslur okkar áður hefðu verið of lágar. Verðið á íbúðinni er auðvitað orðið langt umfram það sem upphaflega var talað um EINSTOK BOKAMESSAI as og raunar höfum við aldrei fengið skýr svör um hvert endanlegt verð yrði. Enn höfum við ekki fengið upp gefið endanlegt verð en okkur skilst að það sé einhvers staðar í kringum 3 milljónir króna. Lánamálin eru svo auðvitað komin í hnút. Við höfum verið að velta lánunum á undan okkur, bæði bankalánum og húsnæðis- lánum. Þessar mánaðarlegu greiðslur gerðu það að verkum að það var ekkert afgangs til að greiða af stærri lánunum og því hugsuðum við gott til þess að geta byrjað að hreinsa upp þá súpu nú um áramótin. í upphafi gerði ég mér enga grein fyrir því hvernig lánin áttu eftir að þróast, að þau myndu hækka svona mikið miðað við kaupið. Þetta er í raun- inni orðið svo yfirgengilegt að ég skil ekki að ég skuli enn vera ofanjarðar. Núna falla lánin hvert um annað óg við sjáum enga leið út úr þessu. Þessi „glaðningur" sem við fengum nú um áramótin frá byggingarsam- vinnufélaginu gerir það að verk- um að allir okkar útreikningar og greiðsluáætlanir eru fallin. Og skýringarnar hjá þeim eru þær, að þeir hafi ekki séð 12 milljónir króna sem uppá vantaði í bók- haldinu hjá sér í sumar. Og ég veit, að þeir sem eru að byggja hjá öðrum byggingarsamvinnuf- élögum hér í sömu götu hafa fengið rosalegar summur í haus- inn allt í einu og öllum að óvör- um. Það halda margir að það sé auðveldara að byggja hjá þessum félögum, en eftir þessa reynslu mína get ég ekki ráðlagt nokkr- um manni að byggja hjá bygg- ingasamvinnufélagi." Greiði andvirði tveggja íbúða — ef ég klóra mig fram úr þessu, segir íbúðarkaupandi á Reykjavíkursvæðinu „ÉG HEF reiknað út, að með sama áframhaldi verð ég búin að greiða sem svarar andvirði tveggja íbúða fyrir þessa einu sem ég er að kaupa, það er að segja ef mér tekst þá að klóra mig fram úr þessu. Vextir af lánunum verða þá komnir hátt í andvirði heillar íbúðar," sagði ung- ur íbúðarkaupandi á Reykjavík- ursvæðinu. „Mér hætti að lítast á blikuna þegar ég greiddi af lífeyrissjóðs- láninu i apríl í fyrra. Nú er aftur komið að þessari greiðslu og þetta lítur enn verr út. Afborgun- in núna verður hátt í tvenn mán- aðarlaun og þetta er aðeins brot af greiðslubyrðinni. Ég keypti upphaflega 60 fermetra íbúð, en síðan fjölgaði í fjölskyldunni og við erum nú orðin fimm. Ég varð því að stækka við mig i haust og taka lán i viðbót og er að byrja að fá það í hausinn núna. Mesti vandinn er auðvitað fólg- inn í því að launin halda ekki í við lánskjaravísitöluna og með sama áframhaldi fæ ég ekki séð hvern- ig ég kemst fram úr þessu þegar kemur fram á sumar. Ofan á þetta bætist svo að lánamarkað- urinn er orðinn mjög erfiður og þar sem ég var búinn að taka húsnæðisstjórnarlán áður fyrir gamalli íbúð fæ ég ekki nema helminginn af því sem veitt er mest til kaupa á eldra húsnæði. Fyrir fimm manna fjölskyldu er það nú 130 þúsund krónur þannig að það er lítil hjálp í því. Eg á þess kost að selja skulda- bréf núna, sem eru eftirstöðvar af gömlu íbúðinni sem ég seldi. Þetta eru skuldabréf til fimm ára, verðtryggð, og ég á kost á að selja þau með 20% afföllum. Ég neyðist víst til að ganga að þessu þótt það leysi engan veginn þá erfiðleika sem blasa við fram- undan." Bókamenn. nú verðlð þlð aldeUls hlessa því í foriagsverslun okkar að Síðumúla 11 verður á næstunnl haldln alveg eln- stök „bókamessa". Þar gefst ykkur tækifæri til þess að eignast margar úruals- bækur við vægu verði. með allt að 50% afslætti og í stöku dæmum jafnvel meira. Og hver skyldi svo ástæðan vera fyrir þessu örlæti? Jú. við eigum í fórum okkar talsvert magn af útlitsgölluðum bókum. sem standa þó í raun fyllilega fyrir sínu, rétt eins og Ld. heimilistæki sem seld eru með afslætti af sömu ástæðu. en gera fyltilega sitt gagn. nú er tækifærið til þess að auka verulega við heimilis- bókasafnið á ótrúlega hag- kvæman hátt. Þessi nýstárlega .bókamessa'' okkar hefst 18. mars og stendur meðan birgðir endast Daglega verður bætt „nýjum' bókum á borðin. BOKAUTGAFAN ORN 8t ÓRLYGUR Síðumúla 11. stmi 84866 Höfum velt þessu áfram með skammtímalánum en nú er allt komið í hnút — segir húsbyggjandi í Breiðholtinu „ÞE7TTA fer sífellt versnandi og húsið sem við byrjuðum á vorið 1981 er enn ekki nema rétt tilbúið undir tréverk,“ sagði ung kona í Breiðholtinu. „Við áttum tveggja herbergja íbúð fyrir og seldum hana strax þegar við byrjuðum á húsinu, sem er 179 fermetra einbýlishús. Við erum með þessi húsnæðisstjórn- arlán og lífeyrissjóðslán og síðan höfum við velt þessu áfram með skammtímalánum. Nú er hins vegar svo komið að við eigum erf- itt með að standa í skilum á skammtímalánunum og þetta hefur verið sérstaklega slæmt allt síðasta ár. Við höfum getað haldið okkur á floti með því að vinna 16 til 18 tíma á sólarhring, en nú virðist það ekki duga til lengur. Svo vindur þetta alltaf upp á sig með dráttarvöxtum og innheimtuaðgerðum. Ég hef leitað til ráðgjafarþjón- ustu Húsnæðismálastjórnar og fæ svör frá henni í apríl.Þetta stendur sennilega allt og fellur með því sem þeir ætla að gera. Hins vegar verður maður að gera sér ljóst að það þýðir ekkert að bæta á sig lánum þegar maður stendur ekki í skilum á þeim sem fyrir eru. Það verður einhvern veginn að fá þessum lánum breytt eða gera einhverjar ráð- stafanir til að stöðva þessa þróun. Hvað okkur snertir verð- um við að losna úr þessari súpu sem skammtímalánin eru orðin að öðrum kosti eigum við enga von. En það er sama hvernig maður reynir að borga af þessu, skuldirnar aukast jafnt og þétt fyrir því. Og það er fyrirsjáan- legt, að við munum búa áfram í húsinu tilbúnu undir tréverk, ef við hðldum því þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.