Morgunblaðið - 17.03.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.03.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 55 varð. Þannig var hlutfall útflutn- ingsverðs af innanlandsverði 75% 1963 en er nú komið niður undir 30%. Það var óðaverðbólgan, sem kom í kjölfar vinstri stjórnar 1971 og skekið hefur íslenzkt þjóðarbú síðan, sem skekkti svo stöðu ís- lenzkrar búvöru í verðsamkeppni á erlendum mörkuðum, að þar fæst aðeins brot af kostnaðarverði fyrir afurðirnar. Það var óðaverð- bólga gengins áratugar og fram á árið 1983 sem greiddi íslenzkum landbúnaði og útflutningi búvöru þyngsta höggið. Með tilkomu hennar hækkuðu útflutningsbæt- ur upp í óviðráðanlegar fjárhæðir. Fleira kom til, ekki sízt niður- greiðslur V-Evrópuríkja á eigin búvörum. Flestar þjóðir, einnig þær sem byggja hagkerfi sitt nær alfarið á lögmálum markaðarins, styrkja landbúnað sinn verulega. Það gildir m.a. um Bandaríkja- menn og V-Þjóðverja, svo dæmi séu tekin. Byggð í landinu öllu Bændur hafa sjálfir haft for- göngu um að laga framleiðslu hefðbundinna búgreina að innan- landsmarkaði og náð umtalsverð- um árangri, þó umframfram- leiðsla sé enn of mikil. Þeir hafa í því sambandi styrkt hliðarbú- greinar, svo sem loðdýrarækt, fiskeldi í ám, vötnum og eldisstöðvum, sem og ýmsan hlunnindabúskap — til þess að varðveita byggð i strjálbýli, sem er mjög mikilvæg. Strjálbýlið horfir nú í vaxandi mæli til iðnað- aruppbyggingar, jafnvel orkufreks iðnaðar, og aukins hlutar í þjón- ustugreinum, margvíslegum. Sjávarútvegsplássin, sem mynda verðmætakeðju á strand- lengjunni, hringinn í kringum landið, hið næsta fiskimiðunum (og leggja til þrjá fjórðu af út- flutningsverðmætum þjóðarbú- skaparins), standa öðrum fæti, at- vinnulega og efnahagslega, í nær- iiggjandi landbúnaðarhéruðum. Staðir eins og Akureyri, Húsavík og Sauðárkrókur, svo þrjú dæmi séu nefnd, byggja helft tilveru sinnar á landbúnaði. Annað þétt- býli, svo sem Selfoss, Egilsstaðir og Blönduós, byggja tilveru sína nær alfarið á nærliggjandi land- búnaðarhéruðum og þjónustu við þau, úrvinnslu- og þjónustuiðnaði sem og verzlun. Höfuðborgin hef- ur og marga matarholuna land- búnaðarmegin tilverunnar. Sann- leikurinn er sá að ísienzkir atvinnuvegir skarast svo, að þeir geta ekki án hvors annars verið. Þeir sem þrástagast á því að landsfólkið flytjist, eins og það leggur sig, á suðvesturhornið hafa ekki hugsað dæmið til enda, ýmis kjarnaatriði málsins: • samspil sveita og sjávarplássa í verðmætsköpun þjóðarbúsins • það arðsemissjónarmið að nýta fjárfestingu og verðmæti sem þeg- ar eru til staðar í margskonar að- stöðu í byggðarlögum vítt og breitt um landið • kostnaðarþátt þess að byggja upp húsnæði og samfélagslega þjónustu fyrir hundrað þúsund manns á nýjum stað Breytinga er þörf Landbúnaðurinn verður hins- vegar, eins og aðrar atvinnugrein- ar og aðrir þjóðlífsþættir, að laga sig að breyttum aðstæðum og fyrirsjáanlegri markaðsfram- vindu hérlendis og erlendis. Það er eðlilegt að skattborgarar og kjörnir fulltrúar þeirra á Al- þingi hugi að jafn stórum kostnað- arþætti í ríkisbúskapnum og út- flutningsbætur og niðurgreiðslur eru. Það er heldur ekki verjandi, ef rétt reynist, að stór hluti þeirra fjármuna, sem fjárlög verja í út- flutningsbætur, verði eftir með einum eða öðrum hætti hjá milli- liðum (SÍS & Co.), en nái ekki til bænda. Það er heldur ekki eðlilegt að fjármunir, sem í raun eru hluti af launum bænda, hafi skemmri eða lengri viðdvöl í vinnslu- og sölukerfi búvörunnar. Það er af þessum sökum sem þingmaðurinn Eyjólfur Konráð Jónsson hefur árum saman barizt fyrir því að þessi stuðningur samfélagsins verði skilvirkari, m.a. með því sem hann kallar „beinar greiðslur til bænda". fsienzkur landbúnaður er þýð- ingarmikill þáttur þjóðarbúskap- ar okkar, sem njóta á réttsýni og sannmælis. (Illa hefði íslenzk þjóð verið stödd á árum síðari heims- styrjaldarinnar, hefði hún ekki búið að sinu um búvörufram- leiðslu.) Hann verður hinsvegar að þróa sig, eins og annar atvinnu- rekstur, að framvindu í samtíma og fyrirsjáanlegri framtíð. En bezt fer á þvi í fámenni okkar að stétt vinni með stétt. Sturlunga stéttastyrjalda er marxísk meinloka, tímaskekkja, hugmyndafræði horfinnar aldar. Hljómtækjasamstæöa Magnari: Öflugur 30 watta magnari, sem sómir sér vel hvar sem er. Plötuspilari: Hálf sjálfvirkur, 33 og 45 snúninga. Hátalarar: Tveir hátalarar fylgja meö í veröi og eru þeir mjög hljómgóöir. Skipholti 19. S. 29800. NORRÆN SAMVINNAIVERKI: 20% IÆKKUN Á ELECIROLUX BW 200 UPPÞVOTTAVÉLUM Kt:26.900t Vörumarkaðurinn og Electrolux hafa með samvinnu sinni lækkað allverulega verð á hvítum uppþvottavélum af gerðinni Electrolux BW 200 - sem kemur þer til góða. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öflugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfallsöryggi. - Ryðfrítt 188 stáí í þvottahólfi. - Barnalæsing á nurð. - Kúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðs- verði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit í að hafna. VÖRUMARKAEXJRINN ÁRMÚLA1A SÍMI686117 *«us»«ui mnv/HTOvo wmvth
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.