Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 57 Minning: Ólöf Sigurðardótt ir hjúkrunarkona F«dd 29. desember 1898 Dáin 7. mars 1985 Ólöf Sigurðardóttir, hjúkrun- arkona, fæddist 29. dag desember- mánaðar árið 1898 að Túnprýði á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Eiríksson regluboði (f. 1857 d. 1925) og kona hans Svanhildur Sigurðardóttir (f. 1858 d. 1917) hafnsögumanns í Naustakoti á Eyrarbakka, Teits- sonar. Faðir Ólafar, Sigurður Eiríks- son, var þjóðkunnur fyrir störf að félagsmálum. Hann var um árabil formaður í hinni brimasömu verstöð Eyrarbakka. Hann var trúaður maður og unnandi tónlist- ar. Þannig lá leiðin inní kirkjurn- ar, hann var lengi organisti í Arn- arbæliskirkju hjá séra ísleifi Gíslasyni. Tók hann þátt í kórsöng á Eyrarbakka. Þá var organisti við kirkjuna Jón Pálsson, fv. banka- gjaldkeri, mikill vinur Sigurðar. Jón skrifaði Austantórur og margt margt fleira. Á einum stað segir hann: „Einhverju sinni ætl- aði söngfélagið „Bára“ á Eyrar- bakka að halda opinberan sam- söng. Geir Sæmundsson í Hraun- gerði var kominn og ætlaði þá sem oftar að syngja einsöng. En nú stóð svo á að enginn þeirra, er syngja áttu bassann, var mættur nema einn. Hinir voru á sjó og höfðu lent í lúabarningi. Sigurður Eiríksson var þannig einn mættur úr því liði. Þegar um var rætt hvernig á stóð, og samsöngurinn átti að byrja að nokkrum mínút- um liðnum, leit svo út að við yrð- um að hætta við allt saman. Gefur Sigurður sig þá fram og segir: „Það er velkomið að ég reyni það einn að syngja bassann og skal þá gera sem ég get“. Þetta var þegið. Samsöngurinn fór fram og þótti takast vel að vanda. Að honum loknum sagði Geir Sæmundsson: „Þetta er nú meiri raddmaðurinn, þessi Sigurður Eiríksson, og svo syngur hann svo hreint og vel að ég hefi aldrei heyrt jafnfagra bassatóna, svo djúpa og milda, og nú innir hann hlutverk 5 annarra manna af hendi einsamall, svo vel að engin lýti voru á söngnum þessvegna." Því er frá þessu sagt hér að Jón Pálsson var þekktur fyrir nákvæmni í skrifum sínum. Líka vegna þess að séra Geir Sæ- mundsson, síðar vígslubiskup i Hólabiskupsdæmi, var landskunn- ur fyrir undurfagra tenórrödd. Þá má líka geta þess til fróðleiks að einn þeirra sem var á sjó og vant- aði í bassann var Jón Einarsson i Mundakoti, faðir Ragnars i „Smára", hins mikla velunnara listamanna og nú er nýlátinn. Eft- ir að Jón Pálsson fluttist til Reykjavíkur og gerðist m.a. organisti við Fríkirkjuna, settist Sigurður í sæti hans sem organisti í Eyrarbakkakirkju. Eftir að Sig- urður gerðist templari gekk hann i þjónustu Góðtemplarareglunnar, ferðaðist um landið og stofnaði fjölmargar stúkur. Árið 1909 var hann af kónginum útnefndur Dannebrogsmaður. Faðir Sigurðar regluboða var Eiríkur (f. 1833 d. 1859), bóndi á Ólafsvöllum, Ei- ríksson Dbrm. og hreppstjóra á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, Gislasonar prests á Ólafsvöllum, Erlingssonar lögréttumanns í Saurbæ á Kjalarnesi, Eyjólfsson- ar. Eiríkur (f. 1807 d. 1893) bóndi og Dbrm. á Reykjum, afi Sigurðar og langafi Ólafar var mætur maður, dugmikill og fámáll, en hagorður vel. Um hann sagði Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður Ár- nessýslu og síðar dómstjóri í Reykjavík: „Eiríkur talar ekki margt, en hvert orð hans vegur fjórðung." Eiríkur orti m.a. Sé ég eftir sauðunum, sem að fara úr högunum og étnir eru í útlöndum. Alkunnugt er hve fátt var um lækna á 19. öldinni. Ólæknislærðir menn og konur áttu þá oft holla hönd. Eiríkur langafi ólafar var einn í þeim hópi. Hann var „ljós- faðir" að um 300 börnum á Skeið- um og nærliggjandi sveitum. Við lát hans sagði sálmaskáldið séra Valdimar Briem í húskveðjunni: „Ein af hinum fjölhæfu gáfum hans fór i þá átt að vera nærfær- inn við sjúka, sérstaklega var hon- um sýnt um að hjálpa konum á barnsæng. Jafnvel eftir að hann var blindur orðinn og hrumur af elli var hans vitjað og teymt undir honum milli bæja. Móðir þessa Eiríks, sem kallaður var Eiríkur „yngri“, var Guðrún (f. 1760 d. 1838). Hennar faðir var séra Kol- beinn Þorsteinsson prestur í Mið- dal, Laugardal. Séra Kolbeins verður lengi getið fyrir það af- reksverk að snúa Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á latínu. Furðulegt hvað gat gerst í mold- arkofum þeirra tíma, köldum og dimmum. Séra Kolbeinn varð líka þekktur fyrir Gilsbakkaþulu sína: „Kátt er um jólin, koma þau senn u Móðir ólafar var Svanhildur (f. 1858 d. 1917) Sigurðardóttir í Óseyrarnesi, síðar Neistakoti á Eyrarbakka fæddur 1828, Teits- sonar hafnsögumanns á Eyrar- bakka fæddur 1798, Helgasonar Oddagörðum fæddur 1757, ólafs- sonar Gröf í Grímsnesi Grímsson- ar í Öndverðarnesi. Kona Teits hafnsögumanns var Guðrún fædd 1798 Sigurðardóttir bónda á Hrauni í Ölfusi fæddur 1762 Þorgrímssonar s. st. Bergssonar í Brattsholti Sturlaugssonar. Frá Bergi í Brattsholti er afarmikil ætt komin frá í Árnessýslu: Bergs- ætt. Um móðurætt ólafar er ég lítið fróður. En af öllu því er ég heyrði hana minnast á móður sína, og það gerði hún oft, mátti glöggt skilja, að henni taldi hún sig eiga mikið að þakka, að hún hefði í ríkum mæli verið gædd þeim hlýja kærleika og fórnar- lund, sem jafnan hefur einkennt ágætustu mæður þessa lands. For- eldrar hennar hefðu að vísu verið fátæk að fjármunum, en rík af A umhyggju og ást, — og fús til sérhverrar fórnar fyrir þau systk- inin. Systkini ólafar voru 5: Sig- ríður (f. 1885 d. 1961), hjúkrunar- kona við Vífilstaðahæli um skeið, fluttist til Kaupmannahafnar 1917, giftist A.L. Madslund verk- fræðingi, Sigurgeir (f. 1890 d. 1953), prestur á ísafirði, síðar biskup, kvæntist Guðrúnu Pét- ursdóttur frá Hrólfsskála á Sel- tjamarnesi; Sigurður, búfræðing- ur (f. 1892 d. 1918) dó af slysaskoti á Kotströnd í Ölfusi; Sigrún (f. 1893 d. 1953), verkakona í Reykja- vík; Elísabet (f. 1896 d. 1935) rak veitingastaðinn „Heitt og kalt“ í Hafnarstræti í Reykjavík. Staður- inn varð þekktur fyrir „krónumál- tíðirnar“, þ.e. allir málsverðir kostuðu það sama, eina krónu. El- ísabet drukknaði í Ljósafossi i Sogi. Með láti ólafar nú er allur systkinahópurinn horfinn af sjón- arsviði. „Kynslóðir koma, kynslóð- ir fara, allar sömu æfigöng,“ segir þar. Frændlið Ólafar á Eyrarbakka og nærsveitum var geysifjöl- mennt. í hugann koma nöfnin séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur. Bróðir hans Ásgeir skipstjóri á „Esju“ og frændinn Grímur Þor- kelsson, en þessir tveir skipstjórn- armenn stýrðu skipum Skipaút- gerðarinnar í hringferðunum í blíðu og stríðu. Lítilla sanda, lít- illa sæva, lítil eru geð guma. Þetta átti nú aldeilis ekki við um ungu mennina sem ólust upp í verstöðv- unum við brimótta suðurströnd- ina með dyn æðandi úthafsöld- unnar í eyrum. Eitt mesta yndi Ólafar síðari árin var að keyra austur fyrir fjall — er sól skein í heiði. Fjaran, hafflöturinn, fjalla- hringurinn, já, og kannski belja á beit, allt þetta heillaði og rifjaði upp endurminningar frá fyrri ár- um. Svo var e.t.v. komið við hjá sveitarhöfðingjanum og frændan- um Sigurði Öla og hans ágætu konu, en mæður Sigurðar og ðlaf- ar, Þorbjörg og Svanhildur, voru systur. Það mun hafa verið árið 1905 sem Sigurður regluboði flytur með fjölskyldu sína frá Eyrarbakka til Reykjavíkur. ólöf þá 6 ára. Fljót- lega eftir komuna til Reykjavíkur flytur fjölskyldan 1 nýtt hús sem Sigurður lét smíða, húsið á Grett- isgötu 59B. Það hún er nú bakhús við Kjötbúðina Borg á Laugavegi. Á þessum árum er heimilisfaðir- inn á sífelldum ferðalögum um landið á vegum Góðtemplararegl- unnar og stofnar stúkur. Það fór vel um fjölskylduna I nýja húsinu. fagnaðar og smitaði út frá sér með sinni léttu lund. Sérstaklega lað- aði hann okkur krakkana að sér, enda barnagæla hin mesta. Eftirlifandi eiginkona Kalla er Guðný Björnsdóttir Helgasonar frá Eskifirði. Áttu þau gott heim- ili, sem ætíð stóð mér opið, nú síð- ast í mörg ár að Grænuhlíð 16, þar sem þau byggðu. Guðný reyndist honum mikil stoð og stytta, sem hvað best sýndi sig i veikindum hans, þrátt fyrir hennar heilsu- brest. Þau eignuðust einn son, Björn Unnstein, aðalbókara Verzl- unarbanka íslands hf. Kalli frændi var maður glað- lyndur og hispurslaus, samvisku- samur mjög og staðfestu átti hann næga, ef því var að skipta. Nú er hann kominn yfir móðuna miklu á vit feðra sinna. Áldurtila eiga sér allir vísan, það eitt er óbrigðult í þessum heimi. En við eigum minn- inguna um góðan mann, blessuð sé minning hans. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp úngur einhvern daginn með eilífð glaða kríngum þig. Nú opnar fángið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. Þ.E. Olafur Gústafsson Mikill gestagangur. Margir að austan komu við og gistu í gesta- herberginu. Oft var þröngt, en all- ir glaðir og kátir. Guðmundur skólaskáld var heimagangur, en Sigurður og hann voru vildarvinir. Þarna var sannkallaður vormorg- unn í lífi systkinanna, öll vinnu- söm og vildu bjarga sér sjálf. . Nú verða tímamót í lífi Ólafar. Hún ákveður að sigla til Kaup- mannahafnar til náms í hjúkrun- arfræðum, undir verndarvæng systur sinnar Sigríðar sem um þær mundir var að setjast að þarna ytra. Það var ung, glæsileg, falleg og aðlaðandi stúlka, sem fór útí heim til þess að læra og undir- búa sig fyrir erfitt lífsstarf. Þá var stúdentspróf ekki skilyrði til þeirrar námsbrautar. En Ólöf átti sál ávið mörg stúdentspróf. Til viðbótar venjulegu hjúkrunar- námi lauk hún sérnámi í barna- hjúkrun á Dronning Louise, barnaspítalanum. Og öllum próf- um lauk hún með sérlega lofsverð- um vitnisburði. Á Hafnarárunum kynntist Ólöf ungum læknastúd- ent og síðar lækni, Erik Als f. 1903, syni Alfreds Als skattstjóra og síðar sparisjóðsstjóra í Ála- borg. Þau eignuðust einn son, Em- il f. 6. janúar 1928, í Hróarskeldu, en hjónabandið stóð stutt og þau slitu samvistir. Erik lést af slys- förum árið 1950. Heim til íslands komu svo feðginin árið 1936. Son- urinn Emil gekk námsbrautina. Það var stór dagur 30. janúar árið 1958 er hann lauk læknisprófi frá Háskóla íslands (og síðar einnig sænsku læknaprófi í Lundi). Síðan hefur Emil verið starfandi læknir hér í borg. Einnig oft tímabundið starfandi læknir á sjúkrahúsinu í Jönköbing í Svíþjóð. Kvæntur er Emil Auði Steinþórsdóttur, Ás- geirssonar og eiga þau tvo upp- komna syni, Olaf og Steinþór. Áð- ur átti Emil son, Pétur Emil og dótturina Dóru Kristinu. Fljótlega eftir heimkomuna ræðst ólöf til starfa á Kleppsspít- alanum sem deildarhjúkrunar- kona. Sérstaklega var henni kært samstarfið við yfirlækninn dr. Helga Tómasson og yfirhjúkrun- arkonuna Guðríði Jónsdóttur frá Seglbúðum. Þarna upphófst merk- ur starfsferill Ólafar. Mætti um það allt skrifa langt mál, en verð- ur ekki gert hér. Enda eru þau störf í fersku minni margra er til þekktu og nutu starfskrafta ólaf- ar, aðeins verður stiklað á stóru. Árið 1949 opnar Reykjavíkur- borg fyrstu vöggustofuna, að Hlíð- arenda við Sunnutorg. og Ólöf ráð- in þar forstöðukona. I þessu starfi komu fram margir bestu eiginleik- ar Ólafar: stjórnsemi og ráðsnilld. Mæður barnanna, sem koma þurfti fyrir á vöggustofunni, höfðu margar hverjar lent á köldum klaka. Þarna naut sín hjálpsemi og velvilji ólafar. Hún lét af störf- um við vöggustofuna árið 1961. En önnur störf voru þegar í gangi og ný bættust við. Á árum áður þegar Sesselja Sigmundsdóttir vann hörðum höndum við að koma upp Sólheimaheimilinu í Grímsnesi, kom þjóðkirkjan eitthvað þar við sögu. Það var þannig á vegum kirkjunnar sem ólöf fór ótalmarg- ar ferðir þangað austur til að lita til með störfum þar, og lauk hún oft lofsorði á dugnað Sesselju og atorku. í mörg ár starfaði hún í Orlofsnefnd húsmæðra, tók þar við störfum af frú Herdísi Ás- geirsdóttur. Orlofsferðimar veita þreyttum húsmæðrum tækifæri til hvíldar. ólöf skipulagði ferðir og fór oft sem fararstjóri út á landsbyggðina. Árið 1944 var ólöf skipuð í Barnaverndarnefnd Reykjavikur, var einnig starfs- maður nefndarinnar um langt árabil. Ef rétt er munað var hún einn af stofnendum Geðverndarfé- lags íslands árið 1949, en aðal- stofnandinn og fyrsti formaður var dr. Helgi Tómasson. Að við- bættum öllum þessum störfum má bæta því við, að inn á milli tók Ólöf oft að sér einkahjúkrun þegar illa stóð á eða neyð bar að hönd- um. Langholtskirkja í Reykjavík, helguð Guðbrandi Þorlákssyni, er nú risin af grunni, gnæfir hátt til himins og sést víða að úr borginni. Þarna er áreiðanlega glæsilegasta starfsstöð íslensku þjóðkirkjunn- ar. Frá fyrstu tíð var Ólöf þarna í forystusveit, þeirri sveit karla og kvenna sem sannarlega vann kraftaverk. Frá þessu er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Af þeim manni sem best þekkir til um upp- haf og stofnun Langholtssafnaðar. Að leiðarlokum skal kveðja og þakka. Við hjónin og börnin öll áttum Lóu frænku mikið að þakka, margar voru gleðistundirn- ar. Og þegar eitthvað bjátaði á, eins og verða vill í barnmörgum fjölskyldum, varð allt gott þegar Lóa birtist, þá hlaut allt að gara vel. Hafi hún hjartansþökk. Við fráfall móður ólafar árið 1917 orti Guðmundur skólaskáld „Kveðju" frá eiginmanni og börn- um, að þeirra tima sið. Eitt erind- ið er þannig: „Þú ljettir mörgum mæðustund, og meinum smælingjans dró sviðann úr þín líknarlund i ljósi kærleikans.“ Útför Ólafar fór fram frá Dómkirkjunni 12. mars. Kveðju- mál flutti sr. Þórir Stephensen. Jarðsett var í hinum nýja Gufu- neskirkjugarði. Veður var kyrrt, alhvít jörð og sól á heiðum himni. Sigurður Sigurgeirsson Ólöf Sigurðardóttir hjúkrun- arkona verður ógleymanleg se.m stofnandi og fyrsti formaður Kvenfélags Langholtssafnaðar í Reykjavík. Hún gekk sannarlega á vegum guðsríkis,. hins starfandi kristin- dóms, til eflingar hinu góða, sanna og fagra, sem lætur kirkjuna koma til fólksins. Langholtssöfnuði var hún veg- ljós til hærra og æðra lífs í sam- starfi og forystu kvenna til markvissari framkvæmda hinnar frjálsu íslenzku þjóðkirkju í anda og krafti Jesú frá Nazaret, hins mikla meistara friðar og kærleika. Þar sveif hinn frjálsi andi bróð- ur hennar Sigurgeirs biskups sannarlega yfir vötnum til fram- tíðarheilla. Megi svo æ verða og hún lifa heil í ljósi eilífðar. Hjartans þakkir. Árelíus Níelsson Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaup, sími 82895.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.