Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, mððir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Þetta var viðeigandi hinsta kveðja Guðmundar Jónassonar í yfirfullri Dómkirkjunni. í ljóð- inu er kveikjan að þvi að hann varð landnámsmaðurinn sem í broddi fylkingar leiddi landa sína á vit þessarar ættarjarðar í mildi sinni og hörku, að þeir mættu af nánum kynnum lifa í sátt við hana. Brottför hans minnir á lok landnáms hins nýja. í rauninni tók það merka landnámstímabil i sögu þessarar þjóðar ekki nema svo sem hálfa öld. Og Guðmundur var i broddi fylkingar frá upphafi til enda þess. Guðmundur nam ekki með liði sinu land með hástemmdum ættjarðarræðum, fremur með þvi bókstaflega að ryðja lands- mönnum veginn á vit fósturjarð- arinnar, fyrst á láglendi milli byggðra staða, færandi varning- inn heim. Og þegar hver byggðin af annarri hafði verið innlimuð i vegasamband, þá var lagt á há- iendið, ávallt sótt á brattann, hærra og upp á jökulbungur. I hálfa öld var hver staðurinn af öðrum tengdur með „færri leið“. „Þannig braust maður fyrst eftir vegleysum milli staða,“ sagði Guðmundur einhvern tíma er hann var að lýsa bílferðunum um og upp úr 1930. „Og eftir að fyrsti maður hafði komist þetta á farartæki, var farið að ýta á um vegabætur. Maður leitaði færra leiða og þess vegna liggja vegir víða enn þann dag i dag uppi á brúnum þar sem nútíma- fólki þykir stundum dálítið und- arlegt vegastæði. Milli holtanna var kannski hlaðið torfusnudd- um en ekkert á þau og bilstjór- inn bar grjót í keldurnar.“ Áratugum seinna sá maður ósjaldan kempuna Guðmund mjaka bil með fullfermi fólks og dóts eftir leiðum á hálendinu, sem aldrei áður voru farnar á fjórum hjólum — yfir blautar keldur, vatnsrásir að vori, kram- an snjó, óbrúaðar ár, lausan sand, grjóturðir og hraun. Velj- andi af íhygli leiðir, krókinn fyrir kelduna og háu brekkuna, ellegar stjórnandi liði sinu að kasta í hana grjóti og ýta upp brattann, vaðandi upp undir hendur með stafinn Gríðarvöl að kanna vað yfir fljót i vexti eða bardúsandi við að koma aftur snjóbíl á beltin eftir að hliðar- halli hafði ýtt þeim af. Á sama hátt mjökuðu fyrstu bílstjórarn- ir með kraftlitil tæki bílum sin- um yfir nær ósnortið land í byggðum. Völdu skástu leiðirn- ar, mynduðu slóðir sem siðar var farið að lagfæra og urðu með tímanum að nútímavegum — þar sem hægt er að kalla þá það. Þegar kappinn Guðmundur hreppstjóri jöklafara i Grims- vatnahreppi kveður, hrekkur maður við og sér að heilum kafla i sögu íslands er lokið, landnámi hinu nýja — allir komast nú óskemmdir i sína sveit og sinn fjallasal. Víða um heiðar liggja leiðir landsins besta ferðamanns, Jökulskalla okkar alla ætl’ ég þekki Gusi hans kvað Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og kapelán Grímsvatnahrepps eitt sinn sem viðlag á hátiðastundu um Guð- mund Jónasson og sjóbilinn hans Gusa. Orti raunar fleiri hetjukvæði um kappann, sem fyrir löngu var orðinn þjóð- sagnapersóna og af ýmsum frægðarferðum. Svo sem skondið ljóð um köttinn Brand sem dó og gekk aftur i verkstæði Guð- mundar, söguljóðið Gvendar- karga um hrakningaferð á Vatnajökul þar sem „Gvendur horfir hjarnbrekkunni móti“ og ferðaþuluna í stíl Gilsbakkaþulu um för Guðmundar og kappa hans með leikkonuna Mai Zett- erling á Vatnajökul, hvar segir m.a.: Ég er Mai Zetterling. Ætla i Jðkuiheim. Fýsir mig aö fara i fjallabilum þeim. Fýsir mig að fara, ef ferð þú með mér. Sigurður minn Þðr hefur sagt mér af þér. Sigurður minn Þór hefur sagt mér frá því að annar eins bflstjórí ei sé hér i bý, að annar eins bflstjóri eigi sárafá lönd. Brosir hún til Guðmundar og réttir honum hönd. Brosir hún til Guðmundar, hann brosir f mót. ,How do you have it, hýreyga snót? How do you have it? Ýkt mjög það er, sem kapelánstutlan kjaftar af mér, sem kapelánstutlan kann að hafa sagt En ég skal aka á jökul með pompi og prakt. Og jöklapíur eiga frá Sigurði i sínum lofsöng til karlanna við- eigandi Guðmundarþátfc Þeir sem á snjóbil um firnindin fara, fjandi eru það kaldir menn. Guðmundur og Gusa menn, þeir eru kaldir, þeir eru kaldir. Guðmundur og Gusa menn, þeir eru kaldir og klárir enn. En nú er Guðmundur kominn á aðrar slóðir, þar sem væntan- lega þarf ekki að brjótast af slfku harðfylgi um klungur. Snemma var Guðmundur orðinn hetjan mikla, sem allt komst á farartækjum sínum ef við lá. Hafði aflað sér orðstfrs land- könnuða þeirra er fyrstir manna komast á áfangastaðinn. Og þá var í atganginum nauðsynlegt að ryðjast yfir hvað sem fyrir verð- ur. Ekki fyrir að synja að fóst- urjörðin hafi á þeim fyrstu árum hlotið sár og ör. En það var ekki sist merkilegt við ákafamanninn og hetjuna sem allt komst, hve snemma Guðmundur áttaði sig á þeim þætti málsins og nýjum viðhorfum eftir að fjöldinn tók að fara f slóð landnámsmannsins og skemmda tók að gæta á landi af örtröðinni. Þá varð hann sá sem gekk á undan með að hlífa þvi sem hlífa skyldi. Var allra manna gætnastur i umgengninni við þetta viðkvæma land sitt. Að það yrði ekki fyrir sárum af völdum bílhjóla eða óhreint af drasli. Þessi aðkallandi við- horfsbreyting varð nokkuð snögg fyrir marga þá sem höfðu alist upp við nauðsyn þess að komast á áfangastað með hvaða ráðum sem væri. En ekki fyrir ferðahetjuna Guðmund. Þar varð ástin til landsins öllu yfir- sterkari. Sagt hefur verið að hver þjóð eignist rétta menn á réttri stundu. Hvað sem til er í því, þá hefur þessi þjóð á hrjóstrugri eyju norður í höfum verið heppin að eignast Guðmund og hans líka á landnámsöld hinni seinni. Og nú stendur eftir: Austan undir húsinu fjallabilafans. Allt bílar Guðmundar, útgerðin hans. Allt bílar Guðmundar, eigulegt safn. Stórum meður stðfum á þeim stendur hans nafn. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! AFMÆLISÞAKKIR Hjartans þakkir færi ég ykkur sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu meö heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Guö blessi ykkur öll. Sigríður Jónsdóttir frá Norðurgötum, MýrdaL íbúö til leigu Til leigu er 2ja herb. kjallaraíbúö í Hlíöunum. Leigutaki fær íbúöina án greiöslu gegn aöstoö 4—5 tíma á dag viö öldruð hjón, sem búa í sama húsi. Fyrir þá aöstoð veröur einnig greitt. Svar óskast sent auglýsingadeild Morgunblaösins fyrir 25. mars merkt: „I — 2757“. — seiðandi sólskinseyjan 50% Barnaafsláttur Brottför: apríl: 3. og 17. maí: 6. og 27. júní: 17. júlí: 8. og 29. ágúst: 19. september: 9. og 30. október: 21. ••• mmmmm!! Umboö a Islandi tyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL mdivm FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.