Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Kjöt yfir íslandsála: ÞINGBRÉF Umboðslaun og útflutningsbætur Samband íslenzkra samvinnufélaga fékk 10,5 m.kr. 1 um- boöslaun vegna útflutts kindakjöts á sl. ári, en alls vóru flutt út um 4.370 tonn af sauðfjárafurðum verölagsáriö 1983— 1984, fyrir tæplega 21,4 m.kr., að því er fram kom í máli Jóns Helgasonar, landbúnaðarráöherra, í Sameinuöu þingi sl. þriö- judag. Útflutningur á kindakjöti var óvenju mikill árið 1984 vegna uppsafnaðra birgða frá árinu áöur. Sambandið, eða fyrirtæki innan þess, fékk auk þess sinn skammt í slátur-, geymslu- og flutningskostnaði kindakjötsins á erlendan markað. Þingmenn deildu harðlega á það, að umboðslaun SÍS væru ekki reiknuð af söluverði erlendis, heldur mun hærra verði (innanlandsverði). Þannig tæki SÍS til sín drjúg- an hluta útflutningsbóta, sem sóttar væru í skattpeninga almennings. Útflutningsbætur/ niðurgreiðslur Áður en við gluggum nánar í SÍS-þátt búvöruútflutnings er rétt að fletta upp í fjárlögum líðandi árs og virða fyrir okkur nokkrar tölur — gjaldamegin fjárlaga- dæmisins: • Undir landbúnaðarráðuneyti er gjaldaliður sem ber yfirskriftina „Uppbætur á útfluttar landbúnað- arafurðir" að fjárhæð 380 m.kr. Þessi tala segir þó ekki alla sögu, varðandi þennan gjaldalið, þvi réttur til útflutningsbóta 1985 kann að standa til mun fleiri milljóna — eða allt að 550—600 m.kr. • Nokkru neðar á gjaldalista þessa ráðuneytis stendur „Lántökukostnaður vegna laga nr. 13/1981 og 13/1982“ að fjárhæð 81,5 m.kr. Hér er um að ræða af- borgun og vexti af lánum, sem tek- in vóru fyrr á árum til að standa undir útflutningsbótum á búvöru, umfram það sem lög stóðu til. • Þá er i fjárlögum, gjaldamegin hjá viðskiptaráðuneyti, liður sem heitir „Niðurgreiðslur í vöruverði" að fjárhæð 630 m.kr., sem kemur inn i landbúnaðardæmið. Að visu má allt eins skilgreina þessi niður- greiðsluútgjöld i þágu neytenda, þ.e. til þess að auka kaupmátt launa. En þá er á hvorttveggja að líta, að herkostnaðurinn er sóttur í vasa almennings, m.a. i formi hærra vöruverðs á öðrum nauð- synjum (þ.e. í tollum/vöru- gjaldi/söluskatti), — sem og að niðurgreiðslurnar auðvelda mark- aðsstöðu búvöru í samkeppni við aðra neyzluvöru hér innanlands. • Hér er þvi um 1.100 m.kr. ríkis- sjóðsútgjöld að ræða, hið minnsta, sem geta aukizt um 170—220 m.kr., ef útflutningsbætur ganga eftir líkum. Öll eru þessi útgjöld sótt til samfélagsins, þótt hins sé skylt að geta, að þau skila sér í einhverjum mæli aftur til baka. Hlutur bænda — hlutur SÍS Svo sem að framan greinir kom það fram í svari Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra, að Sam- band íslenzkra sveitarfélaga fékk 10,5 m.kr. i umboðslaun vegna út- flutts kindakjöts á sl. ári. Auk þess fékk SÍS kr. 465.000 í um- boðslaun vegna útfluttra mjólkur- afurða. SÍS og dótturfyrirtæki koma og við sögu varðandi slátur-, geymslu- og flutningskostnað bú- vörunnar. Þingmenn, sem þátt tóku í um- ræðu um þetta mál sl. þriðjudag, gagnrýndu m.a., að umboðslaun eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Sé ég eftir sauðunum .. Sé ég eftir sauöunum/ sem aö koma af fjöllunum/ og etnir eru i útlöndum. Svo segir í geymdum hendingum frá löngu liöinni tíö. Nú sýnist eftirsjáin fremur vera í skattheimtu/meögjöf meö útfluttum sauöfjárafurðum, sem eru í sölusamkeppni við niöurgreidda búvöru í verðbólgulausum löndum (eöa svo til) handan íslandsála. Sú meögjöf og SÍS-þáttur hennar komu til umræöu á Alþingi sl. þriöjudag. Þingbréf staldrar viö þetta mál i dag. vegna útflutts kindakjöts, reikn- ast ekki af söluverði þess erlendis, heldur af heimaverði. Þessir þing- menn létu að því liggja að SlS- samsteypan, sem heldur um vissa einokunarþætti i meðferð, vinnslu og sölu búvörunnar, taki þannig í reiknuðum umboðslaunum, geymslu- og flutningskostnaði til sín drjúgan hlut af útflutn- ings-meðgjöf skattborgara — á kostnað framieiðendanna, bænda. Þannig sagði Ellert B. Schram í umræðunni: „Það gefur augaleið að það er lítill hvati fyrir útflutningsaðila að fá hagstæðara verð á erlendum markaði, eða leita yfirleitt mark- aða, þegar hann getur fengið um- boðslaun af afurðinni af brúttó- verði, áður en búið er að greiða kjötið niður. Þetta er umtalsverð upphæð og nánast furðulegt að landbúnaðarstjórnvöld skuli ekki hafa breytt þessu fyrirkomulagi og látið greiða umboðslaun af söluverði, sem er hin viðtekna viðskiptaregla...“ Eiður Guðnason, fyrirspyrjand- inn, gagnrýndi ekki síður þennan umboðslaunaútreikning og bætti við: „Mér segir svo hugur um að þessum flutningum sé nú ekki beinlinis skipt jafnt milli Skipa- deildar SÍS, Hafskips og Eim- skips...“ Hann kvaðst og „sann- færður um það að hægt væri að vinna stórvirki varðandi útflutn- ing á íslenzkum landbúnaðaraf- urðum af ýmsu tagi, ef viðskipta- frelsi fengi þar að njóta sin í raun og framtakssamir menn fengju að beita sér að þvi að selja þessar vörur". Landbúnaðurinn og verðbólgan Afrakstur í landbúnaði fer að sjálfsögðu mjög eftir tíðarfari. Af- urðir í góðæri geta verið allt að fjórðungi meiri en í slæmum ár- um, veðurfarslega. Tæknin, sem flestar atvinnugreinar hafa til- einkað sér, veldur því og, að hægt er að framleiða meira og meira með færri og færri vinnandi ein- staklingum, en bændum hefur fækkað mjög siðustu áratugi. Fram undir 1970 var fram- leiðsla búvöru umfram eftirspurn innanlands viðráðanlegt „vanda- mál“, enda verðlag nokkuð stöðugt hér á viðreisnarárum (1959—1971) og verðsamkeppni íslenzkrar bú- vöru á erlendum mörkuðum þar af leiðandi ekki eins erfið og siðar Einar Jóhannesson klarinettleikari á tónleikum í London Flutningur á Reki Þorkels Sigurbjörnssonar 4. febrúar héldu Einar Jóhannesson klarínettleikari og Philip Jenkins píanó- leikari tónleika í Wigmore Hall í London. Efnisskráin var sú sama og þeir fluttu bér á þrennum tónleikum í janúar og fengu góða dóma fyrir. Þeir fluttu meðal annars nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Rek. Hér á eftir er snarað gagnrýni um tónleikana úr tveimur enskum blöðum frá 6. febrúar. Robert Hendersen segir í Daily Telegraph: Á meðal nokkurra stuttra verka á efnisskrá íslenzka klarínettleikarans Einars Jóhann- essonar í Wigmore Hall á mánu- dagskvöldið var verk, kailað Rek,. Drift á ensku, eftir landa hans Þorkel Sigurbjörnsson. Það er ekki allt sem sýnist, hefur á sér heill- andi og sérlega kröftugan blæ. Einar vakti tilfinningu af fljót- andi hreyfingu úr áframhaldandi „sekvensum", skarplega andstæð- um, af einmanalegri, varla grein- anlegri hreyfingu og hviðum af harðstrengdri ákefð. Lýsandi, skáldlegur blær verksins, studdur afar vekjandi og hugmyndaríkum píanóundirleik, virtist henta frá- sagnarkenndum stíl Einars ein- staklega vel. Sama er að segja um þrjú önnur verk. Þar var líðandi, hálfaust- urlenzkt einleiksverk fyrir klarínett eftir Bandaríkjamanninn Alan Hovhaness, ballöðukenndur megin- kafli og stuttaralegur niðurlags- kafli í stuttu Fantasistykke eftir Carl Nielsen, sem Einar flutti ásamt pianóleikaranum Philip Jenkins, og svo sónatína Honegg- ers. Það verk er stundum hreint og beint, stundum rykkjótt sýnkóper- uð músík á nýklassíska vísu tón- skáldsins. Þó tónn Einars sé ekki alltaf nægilega fágaður né blæ- brigðin mjúk, þá sýndu geðfelldur, hreinn og beinn leikur og vel mótuð, skýr lína hans í sónötu op. 167 eftir Saint-Saéns hreint, vel skólað vald á klassískum stíl þess, þar sem þó örlar á viðkvæmni. Þar gaf einnig að heyra sama vald á glæsilegum snillingsbrag fjörlegs lokakafla með fljúgandi fingrafimi. Flutning- ur hans á fyrstu Brahms-sónötunni op. 120 var ekki eins fullnægjandi. Það verk virtist fremur undirstrika veikleika en styrk leiks hans. Meirion Bowen segir í The Guard- ian: Á tónleikum Einars Jóhannes- sonar voru sýndir hefðbundnir, túlkandi eiginleikar klarínettsins. Það heyrðist t.d. í því í öilum sínum einfaldleika í Lament, eftir Alan Hovhannes, einleikslagi, sem sveig- ist og vindur sig áfram. Það er strax auðþekkjanlegt sem slöngu- temjaralag. Það var meira af þessari seið- kenndu dulúð í upphafskafla sónötu Honeggers fyrr klarínett og píanó, þar sem Kiingsor Wagners lagði enn einu sinni álög sín. f lokakafl- anum leitar Honegger þó til ný- tízkulegri og jazzkenndari ímyndar fyrir klarínetttið og bæði Einar og undirleikari hans, Philip Jenkins, fóru á kostum í villtum takti og „glissandi“, sem ríkulegt er af. í Fantasistykke Carls Nielsen og * *; Einar Jóhannesson sónötu op. 167 eftir Saint-Saéns er lögð aðaláherzla á mjúkfljótandi eiginleika klarinettsins. f síðast- nefnda verkinu eru öll registur not- uð á áhrifamikinn hátt, einkum það neðsta í hæga kaflanum. Sónata Saint-Saéns var byggð upp á hefð- bundinn en sannfærandi hátt og sýndi áhuga á margliða formum, þannig að allegretto úr upphafs- kaflanum batt endahnútinn á loka- kaflann. í verki sem kallast Rek, Drift á ensku, eftir íslenska tónskáldið Þorkel Sigurbjörnsson mátti greina formtilraun. Tónlistin var sett fram eins og röð andstæðra brota, en sameiginlegur háttur þeirra fékk þau til að sýnast þétt riðin. En það var f-moll-sónata Brahms sem dró að sér athygli sem stórbrotin sin- fónísk hugsun og sem í túlkun krefst bæði dirfsku í flutningi og samhæfingar flytjenda. Þar sýndu þeir með ágætum hvað í þeim býr. Það er forvitnilegt að bera saman þessa tvo dóma innbyrðis og svo tónlistargagnrýni hér. Bókmennta- og leiklistargagnrýni hefur verið rædd nokkuð, en lítið heyrist um tónlistargagnrýni, sem er þó svo sannarlega umhugsunarefni. En það er fleira forvitnilegt að huga að hér. Það er ekki allt sem sýnist þegar farið er milli landa og spilað. Píanó eru t.d. mun lægra stillt i Englandi en tíðkast hér. Konsert-a, tónninn sem stillt er eft- ir, er lægra þar en hér. Það er fátt afdráttarlaust í tónlist frekar en öðru. Árið 1939 var samþykkt á ráðstefnu hvar konsert-a ætti að liggja, en í framkvæmd er það mis- munandi eftir löndum. Mismunur- inn ljær m.a. hinum ýmsu hljóm- sveitum sinn sérstaka blæ. Til- hneiging hefur verið til að hækka þennan tón undanfarin ár. Mismun- urinn getur verið til óþæginda fyrir þá sem leika á blásturshljóðfæri, því þau eru ekki eins sveigjanleg að þessu leyti ogýmis önnur hljóðfæri. Góðir dómar um Einar þurfa varla að koma á óvart hér, eins vel og hann hefur oft spilað fyrir okkur. Gagnrýnendur hér hafa ekki verið sparir á lofið við hann. Lof- samleg ummæli um verk Þorkels eru ekki síður ánægjuleg. Við höf- um löngum kunnað að meta góða frammistöðu landa erlendis... — Sigrún Davíðsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.