Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 41
 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 41 ingu. Lífræn og brennanleg efni í mó eru aðeins 40—45%, miðað við þyngd. Námagröftur Á íslandi hefur námagröftur lítt verið stundaður, enda er land- ið fátækt af þeim verðmætum, sem jafnan eru sótt í jörðu. Þ6 hafa hér verið gerðar virðingar- verðar tilraunir til námareksturs og einu sinni hefur verið borað eftir gulli, eins og frægt er orðið. En snúum okkur nú að þeim stöð- um helstum þar sem námavinnsla hefur átt sér stað. Silfurbergið við Helgustaði: Allt frá því á 17. öld hefur silf- urberg verið sótt í námu þá, sem er skammt undan bænum Helgu- stöðum við norðanverðan Reyðar- fjörð. Náman hefur um aldir verið talin ein besta sinnar tegundar í heiminum, vegna tærleika silfur- bergsins. Silfurbergið frá Helgu- staðanámunni var notað í ýmis nákvæm tæki, eins og smásjár. Náman var nytjuð fram á þessa öld, en þá var farið að nýta ýmis gerviefni í stað silfurbergsins. ís- lenskt silfurberg er til á flestum steinasöfnum heims, en á erlend- um málum er silfurberg jafnan kennt við ísland og heitir t.d. á ensku, Iceland Spar. Surtarbrandsnám Þegar líða tók á heimsstyrjöld- ina fyrri hækkuðu vörur mjög í verði og þótti verð á kolum hækka fram úr hófi. Vegna þessa var gripið til ýmis8a úrræða og var eitt þeirra að nema surtarbrand úr jörðu, en honum svipar nokkuð til steinkola, en brennslugildið er líkt og hjá brúnkolum. Á þessum árum var surtarbrandur unninn á nokkrum stöðum, t.d. í Bolungar- vík, Súgandafirði, Stálfjalli, Skarðsströnd, Reyðarfirði, en þekktustu og stærstu námurnar voru á Tjörnesi. Kolanámurnar á Tjörnesi voru tvær, Hringversnáman, sem var einkafyrirtæki, og Tungunáman, sem rekin var af hinu opinbera. Námurnar munu hafa þótt fremur óaðlaðandi vinnustaður, en Theó- dór Friðriksson lýsir staðnum svo í bók sinni í verum: „Óslétt er undir fótum og dimmt í öllum göngum, þar til kveikt er á lýsiskolum, sem reknar eru inn í bergið á ýmsum stöðum um alla námuna. Frá kolunum leggur mik- inn reyk og sterkju, en lýsingin er draugalegri en sjálft myrkrið. Innst í námunni er hitasvækja og þungt loft, en framan til er svo mikil gufa, að varla sést handa- skil, þó kveikt sé á ðllum ljósum. Það er svo mikill leki ofan úr loft- inu, að menn verða að vera klædd- ir olíustðkkum til að verða ekki gegndrepa, en á gólfinu safnast saman stórar frostkúlur, sem öðru hvoru verður að brjóta burtu til þess að þær verði ekki fyrir vögn- unum, sem renna á sporum." Haustið 1918 var öllum kola- greftri hætt í Tjörnesnámum og sjást nú engar menjar þessarar atvinnugreinar, nema gjallhaugar framan við námagöngin, sem fall- in eru saman fyrir löngu. Ein- hverntíma komst eldur í kolasor- ann framan við göngin og er sagt að þar hafi logað í tvö ár. Kalknáman í Esjunni Að lokum ber að geta kalknámu þeirrar í Esjunni, sem var í landi Mógilsár í Kollafirði, en kalkið úr henni var um árabil flutt til Reykjavíkur og brennt þar. Brennslan fór fram í ofni einum miklum, sem stóð undir rótum Arnarhóls, en Kalkofnsvegur dregur einmitt nafn sitt af ofni þessum. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt með myndum þeim sem hér eru birUr, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ljósmynda- safnið í síma 17922, en þar eru slfk- ar upplýsingar þegnar með þökkum. Freistandi páskaíilboð á Nordmende myndbandstækjum Nú áttu kost á að eignast Nordmende myndbandstæki, árgerðl985, á sérstökum páskakjörum: Staðgreitt 39.980.- GREIÐSLUKJÖR Utborgun er kr. 8.000.- og eftirstöðvar greiðast á 8 mánuðum! NORDMENDE er heimsþekkt gæðamerki. Mjög góð reynsla af NORDMENDE-tækjum á íslandi skipar þeim í forystusveit. Orugg þjónusta Gott verð Ending Gæði Iinimmr Skiphotti 19. Reykjavlk, S 29800' ___ WOMT LOAONG ' jfl| F -\ PW. secam a ijH.; 'ki--M- VHS kl'll'J '¦____1 - » ¦ • í 1 r i i i i n l MOMOMMMCMt .... V » 1 - »*¦ _ «£&0 OSS^ítfe f«C«ND«A L rJ NORDMENDE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.