Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Hinn kunni rússneski kvikmyndaleikstjóri Andrej Tarkovsky ákvað nylega að snúa ekki aftur til Sovétríkjanna frá Ítalíu, þar sem hann hefur um skeið unnið að gerð nyrrar kvikmyndar. „Ég mun sakna Rússlands mikið.. Irína Ilovajskaja segir frá blaðamannafundi, sem Tarkovsky hélt í þessu tilefni í Mílanó Þaö vakti að vonum mikla at- hygli, þegar hinn frægi rússneski kvikmyndaleikstjóri Andrej Tar- kovsky lýsti því yfir á blaða- mannafundi í Mílanó fyrir nokkru, að hann hygðist ekki snúa aftur til Sovétríkjanna heldur setjast að fyrir fulít og allt á Vesturlöndum. Hann kvaðst ætla að biðja um hæli sem pólitískur flóttamaður í ein- hverju þeirra vestrænu landa, sem þegar hafa lýst sig reiðubúin til að veita þessum fræga listamanni landvist og full þegnréttindi. Hinn afar sérstæði stíll, sem einkennt hefur kvikmyndir Andrej Tark- ovskys, og sá listræni blær, sem hvílir yfir verkum hans, hefur orð- ið til þess, að Tarkovsky er sem listamaður gjarnan borinn saman við hinn heimskunna sænska kvik- myndaleikstjóra, Ingmar Berg- man. Með þeirri erfiðu ákvörðun að snúa baki við föðurlandi sinu, hef- ur Andrej Tarkovsky bæst í fjöl- mennan hóp rússneskra lista- manna, sem á undanförnum árum hafa séð sig tilneydda til að yfir- gefa Sovétríkin fyrir fullt og allt. Að blaðamannafundinum með Tarkovsky í Mfianó stóðu kaþ- ólska hreyfingin „Movimento Pop- ulare“ á Ítalíu, „Alþjóðlega and- spyrnuhreyfingin“ og „Alþjóða- samtök frjálslyndra". Forseti „Movimento Populare", Roberto Formigoni, var fyrir skömmu kjörinn fulltrúi Kristi- lega demókrataflokksins ítalska á Gvrópuþingið, en eitt af þeim mál- um, sem verða á dagskrá þessa þings, er einmitt spurningin um þátttöku Rússlands og annarra austur-evrópskra ríkja í fram- kvæmd ýmissa mála, sem varða Evrópu alla. Formigoni telur, að Evrópa sem heild geti ekki átt sér neina tilveru án þessara landa, en í því sambandi hefur hann ekki í huga hið kommúníska alræðis- vald, sem kúgar þessar þjóðir, heldur öllu fremur þá fjölmennu hópa Austur-Evrópubúa, sem eru andsnúnir þvf stjórnarfari, er rík- ir í löndum þeirra, en fá hins veg- ar aldrei tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, vegna þess ofrfkis, sem stjórnvöld beita þegna þessara rfkja. Áhugi Formigonis á hlutskipti Tark- ovskys er því mjög skiljanlegur. Það var Roberto Formigoni sem setti blaðamannafundinn f sal Biaðamannaklúbbsins f Mílanó, er var þéttskipaöur áheyrendum. Þar voru samankomnir fréttamenn frá meira en tíu sjónvarpsstöðvum, fulltrúar fjölmargra dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva í ýms- um löndum heims. Í stuttri inn- gangsræðu bauð Formigoni And- rej Tarkovsky velkominn og sagði, að hann væri vel þekktur á Ítalíu, bæði sem kvikmyndastjóri og sem persónuleiki. (í fyrra hafði Tark- ovsky sótt alþjóðlegt friðarþing í Rimini og hitti við það tækifæri marga meðlimi „Movimento Pop- ulare“; eins og Tarkovsky komst sjálfur að orði, þá hefði það veitt honum sérstaka ánægju að sjá svo mörg ungmenni á þessu þingi, og þetta unga fólk hefði sýnt, að það væri fullt af áhuga og væri leit- andi í andlegum efnum.) Ráðstjórnin gerir fremstu listamenn landsins útlæga „Þær jaunir, sem Andrej Tark- ovsky hefur ratað í við ákvörðun sfna, hryggð hans sem manns og listamanns, vegna þess að hann hefur þannig neyðst til að skiljast við flesta af sinum nánustu ætt- mennum heima í Rússlandi, við föðurland sitt og allt það sem hon- um var þar kært, neitun sovéskra yfirvalda að veita 13 ára syni þeirra hjóna brottfararleyfi frá Sovétríkjunum — allt eru þetta viðkvæm vandamál, sem snerta okkur öll, sem byggjum hinn frjálsa hluta heimsins. Þessi pers- ónulegu vandamál Tarkovskys eigum við að gera að okkar vanda- máli og láta þaö verða málstað samvizku okkar f sffellt ríkari mæli,“ sagði Roberto Formigoni f ávarpsorðum sínum við upphaf blaðamannafundarins. Því næst tók til máls rússneski rithöfundurinn Vladimir Max- imov, sem flutti þakkir til allra þeirra ftölsku aðilja, sem staðið höfðu að boðun þessa blaða- mannafundar með Tarkovsky, og þakkaði jafnframt öllum þeim mörgu Vesturlandabúum, sem sýnt hefðu máli Tarkovskys áhuga og verið reiðubúnir til að koma honum til hjálpar. Þá var röðin komin að hinum fræga rússneska sellósnillingi Mstislav Rostropovitsj að kynna Andrej Tarkovsky fyrir viðstödd- um með nokkrum orðum. Rostr- opovitsj hóf mál sitt með því að segja, að hann áliti þennan dag vera Rússlandi sorgarefni. Eftir 10 ára útlegð frá föðurlandi sfnu kvaðst hann stöðugt lita á sig sem Rússa og þess vegna tæki hann þennan harmleik, sem enn einu sinni væri að gerast, sér mjög nærri. Harmleikinn kvað Rostr- opovitsj fólginn i þvi, að Rússland hefði á þennan hátt sagt skilið við enn einn af sfnum framúrskarandi og mikilsverðu listamðnnum. „Lít- ið á þá, sem sitja hérna við borð- ið,“ sagði Rostropovitsj. „Þið sjáið hérna fyrir framan ykkur alls ekki andstæðinga sovétkerfisins, held- ur fulltrúa rússneskrar menning- ar, sem hraktir hafa verið frá föð- urlandi sínu, sviptir þeim rétti að mega búa í sínu heimalandi og starfa þar.“ Hann sagði því næst frá þvf, að á hljómleikaferðalagi, sem þau hjónin, söngkonan Galína Visjn- évskaja og hann, hefðu farið f til Parísar árið 1969, hefðu þau eitt sinn farið að sjá kvikmynd Tark- ovskys, „Andrej Rúbljov". „Það var einkum tvennt, sem hreif okkur: Hinn listræni styrkur myndarinnar og meistaralegt handbragð á allri gerð hennar, og eins sagði hann, að það hefði snortið þau illa, að þau gátu ekki séð þessa sovézku kvikmynd í Sov- étríkjunum, heldur hafi þau þurft að fara til Parísar til þess. „Hvernig stendur á því,“ spurði Rostropovitsj, „að stjórnvöld okkar hegða sér þannig, að maður skuli þurfa að skammast sfn, jafn- vel tuttugu árum síðar, þegar maður les blöðin frá þeim tfma?“ Hann sneri sér því næst að þeim hjónunum Larisu og Andrej Tark- ovsky, heilsaði þeim og óskaði þeim „léttbærrar útlegðar"; jafn- framt lofaði hann þeim fullri sam- stöðu og öllum þeim stuðningi, sem á hans færi væri að veita. í stöðugu stríði viö stjórnvöld Þá tók Andrej Tarkovsky til máls, og engum gat dulizt sú mikla geðshræring, sem hann var í, þegar hann gerði í fáum orðum grein fyrir því, af hverju hann áræddi að taka þetta mjög erfiða skref, sem veldur honum sársauka og kvöl: Föðurland sitt hefur hann misst, tengslin við þjóð hans eru rofin, samband hans við rússneska áhorfendur og velunnara er slitið. Hann skýrði frá stirðum sam- skiptum sínum við sovézk stjórn- völd og lagði sérstaka áherzlu á, að á þeim 24 árum, sem hann hefði starfað að kvikmyndagerð, hefði honum aðeins tekizt að gera 6 kvikmyndir. Það væri með öðrum orðum hægt að segja, að á þessum tæpa aldarfjóröungi hafi hann fengið að vinna við kvikmynda- gerð í sex ár, en hafi aftur á móti verið atvinnulaus í 18 ár. Auðvitað hafi hann þó verið að vinna við ýmislegt annað á þess- um tíma eins og að velja úr efni til kvikmyndunar og við að semja kvikmyndahandrit. Drög að kvik- myndum hafi hann svo sffellt ver- ið að reyna að fá samþykkt hjá öllum þeim mörgu opinberu aðil- um, sem hafa úrslitavald i leyfis- veitingum til handa sovézkum kvikmyndagerðarmönnum. Að fá öll tilskilin leyfi sovézkra yfir- valda til að mega hefja tökur á einhverri tiltekinni kvikmynd sé þannig tímafrek og niðurdrepandi þrautaganga. Eftir að öll slik leyfi voru loks komin í höfn tók svo við ný barátta meðan á sjálfri mynda- tökunni stóð, og enn undir lokin hófst ný atrenna eftirlitsaðilanna, þegar myndin var tilbúin til sýn- ingar af hálfu kvikmyndagerðar- mannanna. Yfirleitt fengu myndir Tarkovskys háa einkunn og lofs- verð ummæli hjá þeirri stjórn- skipuðu nefnd, sem á að leggja blessun sfna yfir tæknileg gæði hverrar kvikmyndar. Slfkur gæða- stimpill ætti í raun réttri að tryggja viðkomandi kvikmynd stórt upplag og þar af leiðandi góðar sýningartekjur. En að því er kvikmyndir Tarkovskys varðar, þá voru þær ýmist aldrei teknar til sýningar f Sovétríkjunum eða að einungis örfá eintök voru gerð af hverri mynd. Kvikmyndir hans voru hins vegar alltaf seldar til útlanda á mjög háu verði, en Tarkovsky sjálfur fékk þó aldrei eina einustu rúblu f sinn hlut af þvf fé, sem kom inn fyrir kvik- myndir hans erlendis. Fjárhagur þessa fræga kvikmyndaleikstjóra var iðulega svo bágborinn heima í Rússlandi, að hann átti ekki einu sinni 5 kópeka f vasanum til þess að borga fargjaldið með strætis- vagni. Hann sagðist ekki geta skilið hvað það var, sem sovézk yfirvöld fundu kvikmyndum hans svo mjög til foráttu, því að verk hans eru ekki pólitísk og fjalla ekki um nein þau viðkvæmu vandamál f daglegu lífi, sem efst eru á baugi hverju sinni. Hið einasta neikvæða i um- fjöllun opinberra málgagna stjórnvalda um kvikmyndir Tar- kovskys hafi jafnan verið vissar gagnrýnisraddir um að myndir hans væru „þungar, greinilega ætlaðar þröngum hópi afburða- manna, en með öllu óskiljanlegar venjulegum sovézkum áhorfend- um.“ Staðreyndirnar töluðu hins veg- ar öðru máli, sagði Andrej Tark- ovsky, því að það reyndist gjör- samlega ómögulegt að fá miða á þær sýningar ’ á kvikmyndum hans, sem fram fóru í Moskvu, og þá var brugðið á það ráð að hafa sérstakar morgunsýningar á kvikmyndum hans, og hófust þær sýningar kl. 7 á morgnana. Nýjasta kvikmynd Tarkovskys, „Nostalgia", sem hann tók að mestu á Ítalíu, var send á kvik- myndahátíðina í Cannes í Frakk- landi með fullu samþykki sovézkra yfirvalda og samkvæmt beinum fyrirmælum frá Moskvu. En jafn- framt gerðu sovézk yfirvöld þó út af örkinni alveg sérstakan fylgi- fisk sinn til eftirlits og til að ann- ast hagsmuni sovézkra yfirvalda á kvikmyndahátíðinni. Það var kvikmyndaleikstjórinn Sergej Bondartsjúk, sem f snatri var sendur þessara erinda frá Moskvu til Cannes. Að sögn Andrej Tark- ovskys er Bondartsjúk maður, sem vart getur talizt hafa vit á neinum sköpuðum hlut, „nema ef vera skyldi að hann hefði vit á kollótt- um eldhússtólum". Mælirinn fullur Dánumanninum Bondartsjúk var troðið upp á hina frönsku að- standendur kvikmyndahátfðar- innar í Cannes sem sérstökum listrænum fulltrúa sovétstjórnar- innar. Og hann „barðist líka eins og ljón“ gegn því, að kvikmynd Tarkovskys, „Nostalgia", hlyti nokkur verðlaun á hátiðinni. Þrátt fyrir harðvituga baráttu Bond- artsjúks hlaut kvikmyndin þó þrenn verðlaun dómnefndar. Þeg- ar Andrej Tarkovsky frétti, að Sergej Bondartsjúk hefði verið sendur í þessum erindagerðum til Cannes af sjálfum Érmasj, for- stjóra Kvikmyndastofnunar Sov- étríkjanna, þá skildi hann, að hans biði ekkert nema atvinnu- leysið, þegar hann sneri heim til Rússlands aftur, og hann myndi því ekki einu sinni geta séð fjöl- skyldu sinni farborða í framtíð- inni. Tarkovsky greip því til þess ráðs að sækja um leyfi sovézkra yfirvalda — fyrst hjá sínum eigin yfirmanni í Kvikmyndastofnun- inni en einnig hjá hærra settum sovézkum embættismönnum, allt til sjálfs aðalritara Flokksins, Andropov, og svo síðar til Tsjérn- enkos — að hann mætti dvelja um kyrrt á Vesturlöndum í allt að þrjú ár til viðbótar. Hugðist hann þá setja upp óperuna „Boris Godu- nov“, kvikmynda „Hamlet" eftir. W. Shakespeare, auk ýmissa ann- arra verkefna. Tarkovsky sótti jafnframt um brottfararleyfi fyrir 13 ára gamlan son sinn og fyrir áttræða móður Larisu, eiginkonu sinnar. Þessi beiðni hans var einn- ig í fyllsta samræmi við ákvæði í sovézkum lögum, sem kveða á um, að sá sem þarf að stunda vinnu í útlöndum lengur en 9 mánuði, eigi fullan rétt á aö fá til sín þá fjöl- skyldumeðlimi sína, sem þurfi á hjálp hans að halda. Larisa, eig- inkona Tarkovskys, hefur um ára- bil unnið með manni sínum sem aðstoðarleikstjóri. Að þessum þremur árum liðnum ætlaði Tark- ovsky sér að hverfa aftur heim til Rússlands. „Ég hélt,“ sagði hann, án allrar gamansemi í röddinni, „að Érmasj, forstjóri Kvikmynda- stofnunar Sovétríkjanna, myndi á þeim tíma ef til vill hafa hlotið stöðuhækkun og vera orðinn mið-t stjórnarfulltrúi í flokknum eða þá, að hann hefði loks verið rekinn úr embætti fyrir öll sín mörgu og stórkostlegu „afrek" í forstjóra- starfinu, þannig að andrúmsloftið kynni að hafa batnað í sovézkri kvikmyndagerð að þessum þremur árum liðnurn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.