Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Esperanto Vetrarbrautarinnar Fyrir nokkru birtist hér í bíaðinu grein um leit vís- indamanna að vitsmunalífi í Vetrarbrautinni. í rösklega tvo áratugi hafa vísinda- menn beitt útvarpssjónauk- um í því skyni að freista þess að nema einhver boð utan úr geimnum, sem væru þess eðlis að þau hlytu að rekja uppsprettu sína til viti bor- inna vera. Fram að þessu hefur þessi leit verið smá í sniðum og skipulagslaus, en nýlega voru þessi mál tekin traustum tökum af geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sem hefur gert víð- feðma áætlun um tilhögun leitarinnar næstu 15 árin. Leit af þessu tagi vekur auðvitað þá spurningu hvort og þá hvernig hægt sé að eiga sam- skipti við fjarlæg menn- ingarsamfélög. Því það er eitt að túlka reglubundin boð sem verk vitsmunavera, og annað að ráða í merkingu boðanna og hefja ein- hvers konar samræður við þessar verur. Hvernig er unnt að skilja mál sem engin mannleg vera hef- ur nokkru sinni talað og er sprott- ið upp úr gjörólíkum reynslu- heimi? f grein, sem maður að nafni Archie Roy skrifar í tímaritið The Unexplained, er reynt að svara þessari spurningu og rök færð fyrir því hvernig hægt sé að þróa nk. alstjörnu-Esperanto með því að leggja til grundvallar hið al- gilda mál stærðfræðinnar og und- irstöðusannindi eðlis- og efna- fræðinnar: Hugum fyrst að því, hefur Roy mál sitt, hvernig við jarðarbúar myndum gera okkar boð úr garði til að tryggja að þau skiljist sem verk vitsmunavera. Við gætum til dæmis látið öflugan útvarpssjón- auka senda út eftirfarandi runu: Eitt tif, hlé, tvö tif, hlé, þrjú tif, hlé, fjögur tif, langt hlé, sex tif. Eftir rununni kæmi langt hlé, en sfðan væru boðin endurtekin aftur og aftur. Við verðum að reikna með að vitsmunaverur, hvar í geimnum sem þær eru niður komnar, kunni að telja, segir Roy. Annars bera þær varla nafn með rentu. Það skiptir engu máli hvaða talnakerfi þær notast við, þær hljóta að vita að tveir eru meira en einn, þrír meira en tveir o.s.frv. Þessar ver- ur munu þvi skilja að boðið sem þær hafa tekið á móti saman- stendur af fyrstu sex tölunum. Og væntanlega munu þær átta sig á hvernig ætlast er til að boðinu sé svarað, nefnilega með því að senda til baka töluna „fimm“ sem vantar i röðina. Segjum nú að tekist hafi að ná sambandi við fjarlægt menning- arsamfélag með þessum hætti, ■ / - • Xéðjpi' * • Éð fbSt’ * **} V r\ n, rs n* 4 \J \J Hugsanlegt væri að senda fjarvinum okkar í Vetrarbrautinni mynd í töluformi, til dæmis með því að nota aðeins tvær tölur, 0 og I. Hvert tákn stæði fyrir einn reit í myndinni, 0 fyrir hvítan reit og 1 fyrir svartan. Vandinn er að koma pennavinum okkar í skilning um að táknaröðina eigi að túlka sem mynd. Einhverja vísbendingu yrði að gefa. Snjöll hugmynd væri að senda út 253 tákn, en stærðfræðilega sinnaðar verur kynnu að koma auga á að sú tala er einungis margfeldi af 11 og 23. Kannski það komi þeim á sporið, og fái þær til að stilla boðunum upp í ferhyrning, 11x23 reita. Útkoman úr þvígæti til dæmis verið tvær meðfylgj- andi myndir, og vonandi reynist það ekki of flókið mál fyrir kunningja okkar að velja réttu myndina! y , -/ ;* fyrstu tvö „bréfin" hafa komist á leiðarenda. Hvert yrði þá næsta skrefið? Er einhver grundvöllur fyrir frekari „bréfaskiftum" milli þessara fjarlægu pennavina? Vandamálið er auðvitað að byggja upp sameiginlegan forða útvarpsboða, sem hægt væri að nota sem undirstöðu i samræðun- um. Fyrsta skrefið væri að komast að samkomulagi um tákn fyrir .... ' TV ,r..y samlagningu, frádrátt, margföld- un, deilingu og jöfnuð. Ennfremur þyrfti að létta samskiptin með þvi að gera styttri tákn fyrir tölur og kæmi þá vel til greina að kenna pennavinunum tugakerfið, og fækka þannig tölutáknunum i tíu. Það væri tiltölulega einfalt mál, i kjölfarið á sex tifum væri sent jöfnunarmerki og siðan sérstakt merki fyrir töluna sex. Og svo framvegis. Á svipaðan hátt kenn- um við börnum tölurnar, við skrif- um gjarnan sex strik á blað og tðluna „sex“ við hliðina á og segj- um þetta tvennt sé jafngilt. Með þessu móti væri smám saman hægt að byggja upp umfangsmikið safn stærðfræðilegra tákna, sem gerði mögulegt að skiptast á stærðfræðilegum upplýsingum. Nú kynnu menn að halda að hingað og ekki lengra næðu sam- skiptamöguleikar þessara tveggja menningarsamfélaga. Stærðfræð- in er algild, 2 + 2 eru 4 hvar sem er í alheiminum, og þvi er skiljanlegt að hægt sé að halda uppi samræð- um á grundvelli hennar. En lík- lega eru reynsluheimar okkar og hinna nýju félaga gjörólíkir og skynfærin allt önnur, sem vekur efasemdir um að kostur sé á að koma til skila og meðtaka boð um önnur efni. En þessar efasemdir eru ekki á rökum reistar, segir Roy. Margir kannast við Rósettusteininn svo- kallaða, sem fannst við mynni Níl- ar árið 1799, og reyndist geyma lykilinn að ráðningu fornegypsks myndleturs (híeróglýfurs). Á steininn var sami textinn ritaður á grisku, hinu forna myndletri, og yngra egypsku letri. Með saman- burði á þessum textum var hægt að ráða í merkingu myndletursins. Greinarhöfundur telur að hægt sé að auka sameiginlegan táknforða okkar og hinna fjarlægu vina með þvi að finna slíkan „Rósettustein", sem gæti verið lykill að túlkun út- varpsboðanna. Lotukerfið er slíkur steinn. Vís- indin kenna að alheimurinn sé byggður upp af sömu frumefnun- um og að þau séu alls staðar í mjög svipuðum hlutföllum. Um 70 af hundraði eru vetni og 27 af hundraði helíum. Kolefni, nitur, súrefni og neon eru samanlagt um tveir af hundraði, natríum, magn- esium, ál, silikon, kalk og járn eru rétt innan við einn af hundraði, en restin er blanda af 80 frumefnum. Hvert frumefni hefur sína sér- stöku eiginleika, ákveðinn fjölda rafeinda, róteinda og nifteinda auk annarra sérkenna. Samfélag sem hefur náð því stigi að geta sent út og móttekið útvarpsboð hlýtur auðvitað að búa yfir þekk- ingu á frumefnunum og því er lotukerfið, sem er skipuleg flokk- un frumefnanna, kjörinn lykill sem samfélögin geta notað til að skiptast á upplýsingum og byggja upp yfirgripsmikið tungumál. Vegna þeirra miklu upplýsinga sem lotukerfið býr yfir er hægt að nota það til að skilgreina marg- vísleg hugtök, svo sem fjarlægð, massa, rafmagn og tíma. Og vegna hins gagnkvæma skilnings á stærðfræði væri hugsanlegt að senda myndir á svipaðan hátt og geimför senda myndir til jarðar i töluformi. Þegar þessu stigi er náð hafa menn látið sér detta í hug að tíma- bært væri að senda hinum fram- andi verum alfræðirit til að gefa sem gleggsta mynd af lífi okkar og sögu. Þvi fylgir auðvitað sú hætta að kunningjum okkar lítist ekki á blikuna þegar sjá hvers lags lffi við höfum lifað og slíti öllu sam- bandi við okkur. En við verðum að taka þá áhættu, segir greinarhöf- undur. Hvað sem öllu þessu lfður er ljóst að samskipti af þessu tagi eru illilega takmörkuð af hraða útvarpsbylgna. Það tekur nefni- lega tímann sinn fyrir hvert boð að komast á leiðarenda. Grund- vallarspurningin er þvf kannski sú, hvort tíminn útiloki ekki markviss samskipti af þessu tagi, jafnvel þótt svo ólfklega vildi til að við næmum einhvern tíma boð frá fjarlægu samfélagi. - GPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.