Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 9 HUGVEKJA „Það er fullkomnað“ eftir séra HEIMI STEINSSON Afleiðingin verður sú, að maður- inn villist af vegi Guðs, týnir skapara sínum, glatar jafnframt kærleikssamfélaginu við náunga sinn og uppsker fyllstu örvænt- ingu. Jörðin er ofurseld þeirri upplausn, baráttu og miskunn- arleysi, sem við þekkjum allt of vel. Þá ber lesandann að vatna- skilum: Hinn óhaggaði Guð tek- ur sér sjálfur fyrir hendur að hlíta stefnumarkinu í stað mannsins. Hann kemur í heim- inn sem maður, sonurinn Jesús Kristur, og beygir sig undir lögmálið, sem mér og þér var um megn: Jesús eymd vora alla sá, ofan kom til vor jörðu á, hæðum himna upprunninn af undir lögmálið sig hann gaf. Viljuglega í vorn stað gekk... Vanmáttur manna megnar ekki að brjóta ævarandi Guð á bak aftur eða eyðileggja fyrir- ætlun hans. Guð nær sjálfur því markmiði, sem hann setti börn- um sínum. Og í stað þess að krefjast nokkurs af mér gefur hann mér sín eigin sigurlaun, tilreiknar mér hlýðni Jesú Krists. Þessi gjöf nefnist „náð“. Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér, fullkomnað allt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð. í krossdauða Krists og upprisu er stefnumark það, sem Guð setti mannkyni, fullkomnað. Þín hlutdeild og mín er einungis i því Þessi orð hafa löngum verið lögð út með tilvísun til strangleika Guðs og refsigleði. Sú skýring nœr ekki inn að rótum. Hér er annað á ferð: Guð er einn, eilífur og óumbreytanlegur. Stefnu- marki hans verður ekki haggað. Ef Guð kysi að breyta frumáformi sínu vœri hann ekki lengur Guð. „Það er fullkomnað“ Trúin er leyndardómur. Á öll- um öldum leitast menn við að tjá þennan leyndardóm í orðum, gjöra honum skil með röklegum hætti. Sú viðleitni er löngum kennd við guðfræði eða trúar- heimspeki. Markmið þessara greina er að brjóta trúaratriði til mergjar og skýra frá sam- hengi þeirra, þannig að einn fái af annars máli numið hvað til trúar er haft. Maðurinn er í senn vitsmuna- vera oig trúvera. Eðlilegt er því að trúmaður kappkosti að gjöra grein fyrir viðhorfi sínu. Án skipulegrar hugsunar verður trúin óljós og þokukennd. Goð- sagnir úr heiðnum sið eru þess konar brotasilfur. Hjátrú á öll- um öldum vitnar um hið sama. Þar verða fjarstæð efni, heill- andi eða hrollkennd, ofarlega á baugi. Rökleg hugsun víkur og samhengi virðist ekki skipta máli. Játningar Kristin kirkja dregur upp heildarmynd trúarinnar í stuttu máli. Sú framsögn nefnist „trú- arjátning". Þar er í fáum orðum til skila haldið heimsrásinni í hendi Guðs frá upphafi vega til efsta dags. Fornkirkjulegar trú- arjátningar eru skilmerkileg greinargjörð fyrir kjarna krist- innar trúar. Jafnframt eru þær Játningar" í þess orðs eiginlegu merkingu fram fluttar í fyrstu persónu. „Ég trúi“ stendur þar í upphafi hverrar greinar. Trúarjátningar eru þannig hvort tveggja í senn, stuttaraleg trúfræði og innilegt eintal sálarinnar við Guð. Síðan er það verkefni hugsun- arinnar að útmála þennan kjarna í lengra máli. Játn- ingarnar eru sistæðar. En úr- vinnslunni lýkur ekki fyrr en við endi aldanna. Passíusálmar séra Hallgríms Meðal íslendinga rís útlegging trúarinnar hæst í Passissálmun- um. Einnig þar er hvort tveggja fléttað saman, hin röklega fram- setning og djúp trúarreynsla. Sen listaverk ber Passiusálma á köflum ofar öðrum blómkrónum í grasgarði kirkjunnar á jörðu. Viti borinn trúmaður gengur þar fram, — en jafnframt skáldsnill- ingur, sem fer einn. Trúarhugsun byggir á tiltekn- um forsendum. Þeir sem hyggj- ast meta hana af sanngirni verða að kynna sér forsendurn- ar, viðmiðunarrammann. Þetta á við um Passíusálma. Tilgangslít- ið er að nálgast þá á forsendum annarra lífsviðhorfa en þeir boða. Hugsun séra Hallgríms ber að vega á skálum þess innra samræmis, sem í sálmunum er að finna. Það sjötta orð Kristí á krossinum óvíða er kirkjuleg trú skýrari orðum skráð en í 43. Passíu- sálmi. Þar greinir fyrst frá því að Guð setti mannkyni stefnu- mark í upphafi. Þetta stefnu- mark nefnir höfundur „lögmál“ að hætti Ritningarinnar: Fyrst skaltu vita, að Guð út gaf greinilegt lögmál himnum af. Hann vill, að skuli heimi í hver maður lifa eftir því. Algjört réttlæti, ljóst og leynt, líkama, sál og geðið hreint, syndalaus orð og atvik með af oss lögmálið heimta réð. Þessi orð hafa löngum verið lögð út með tilvísun til strang- leika Guðs og refsigleði. Sú skýr- ing nær ekki inn að rótum. Hér er annað á ferð: Guð er einn, ei- lífur og óumbreytanlegur. Stefnumarki hans verður ekki haggað. Ef Guð kysi að breyta frum áformi sínu væri hann ekki lengur Guð. Maðurinn er þess að sínu leyti ekki umkominn að uppfylla lögmálið. „Gengur það langt yfir eðli manns" yrkir séra Hall- grímur í 7. erindi sama sálms. fólgin að þiggja gjöfina góðu. Gjöfiinni veitir þú viðtöku í trú. Trúin felst í iðrun og afdráttar- lausu trausti til gjafarans. Þetta merkir í reynd að máttvana maður víkur úr sæti sínu og læt- ur Guð koma í sinn stað. „Sjálf- ur lifi ég ekki framar, heldur lif- ir Kristur í mér.“ Ávöxturinn er sá, að örvæntingunni linnir, samvizkan verður hrein og þú hvílir hugrór í Guði. Um þetta yrkir séra Hallgrímur nær lok- um máls, en þar er að finna ein- hverja hreinræktuðustu mynd fagnaðarerindisins sem um get- ur. Krafan er þar ekki lengur á lofti. Hún hefur verið uppfyllt. SkáldiS biður þess eins að fá að una við þá fyllingu til æviloka: Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt hugsi jafnan um dæmið þitt og haldist hér i heimi nú við hreina samvisku og rétta trú. Sunnudagur í miðföstu I síðari ritningarlestri þessa Drottinsdags, sem er sunnudag- ur í miðföstu, segir postulinn Páll: „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ Þar er að finna rætur þess fagnaðarerind- is, sem séra Hallgrímur boðar í 43. Passíusálmi. Þó er upphafs- ins enn lengra að leita: I guð- spjöllum dagsins greinir frá því að Jesús mettar hungraða menn í óbyggð. Sá atburður verður frelsaranum tilefni til hugleið- ingar er nær hámarki í orðun- um: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ Hér safnaðst ígrundunarefnin að einum ósi: Stefnumark Guðs veldur manninum angist er hann stendur andspænis því í örmögn- un sinni. En þegar hann hefur numið lausnarorððið í trú lygnir í hugskoti hans. Hann er mettur og hungrar ekki framar né þyrstir. Hann hefur frið við Guð. í dagsins önn Friður við Guð, sáttargjörð við hinzta grundvöll lífs og veru, er ófrávíkjanlegt skilyrði farsælla samskipta manna á meðal. Ef þú ert sáttur við sjálfan þig og við stöðuna á taflborði allífsins héð- an i frá og að eilífu verður þú sjálfum þér og umhverfi þínu til blessunar. Þú gengur út að morgni, undir blæ himins blíðan, albúinn þess að takast á við verkefni þín með þeim hætti, sem órólegt hjarta, uppreisnar- hugur og særð samvizka aldrei fá áleiðis snúið. Þess vegna skiptir svo miklu að „dæmi Jesú“ sé boðað og með- tekið í „réttri trú“. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 18. mars!985 Spariskuteiní og bappdicetrislón nkissjoðs SókqmV Avbxturv DagafKMi Af-flokkur pr. kr. 100 arkrafa tll innl d 1971-1 19.727,47 7,50% 177 d 1972-1 17 684.44 7,50% 307 d. 1972-2 14255,12 7,50% 177 d. 1973-1 10.380,97 7,50% 177 d 1973-2 9.799.41 7,50% 307 d 1974-1 6291,61 7,50% / 177 d 1975-1 5.157,07 750% 292 d 1975-2 3 839,15 7,50% 307 d 1976-1 3.584,19 Irmtv t Seöiab 10 .0335 1976-2 2.857,23 7,50% 307 d 1977-1 2628,89 Inntv. i Settab 25.03.85 1977-2 2.171.14 7.50% 172 d 1978-1 1 782.39 Innlv. i Seðlab. 25.03.85 1978-2 1386,90 750% 172 d 1979-1 1 178.59 Inntv i Seðiab. 25.02.85 1979-2 900,01 750% 177 d 1980-1 808.19 7,50% 27 d. 1900-2 621.45 750% 217 d 1981-1 529,14 7,50% 307 d 1981-2 384,50 7,50% 1 ár, 207 d. 1982-1 369,97 Innlv i Seölab. 1.03.85 1962-2 274,83 750% 193 d 1983-1 210,06 750% 343 d. 1983-2 133,44 7,50% 1 ár, 223 d 1964-1 129,94 7,50% 1 ár, 313 d 1984-2 12335 7,50% 2 ár, 172 d. 1964-3 119,22 7,50% 2 ár, 234 d 1985-1 Nyttutboð 7,00 2ár, 292 d 197SG 3.150,39 8,00% 253 d 1976-H 2.876,38 8,00% 1 ár, 12 d 1976-1 2208,97 8,00% 1 ár, 252 d. 1977-J 1954,65 8,00% 2 ár. 13 d 1901-1FL 416,10 8,00% 1 ár. 43 d. 1905-ISIS 80,83 10,70% 5 ár, 13 d Veðskuldabrét - Teiðörjgð Lánsi Nafrv Sölugengl m.v. 2afb. vextir mlem ávöxtunar- áárl HLV krtfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2ár 4% 91 90 88 3ár 5% 90 87 85 4ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 70 6 ár 5% 83 79 76 7ár 5% 81 77 73 Bár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10 ár 5% 76 71 66 Nytt ó Terðbrelamaikaðl IB 1985-1 10% 11% 12% 10 Ar 69,06 67,10 64,52 Veðskuldabiél - arerðtryggð Sötugengim.v [Lánat 1 afbáárl 2afb.áár1 20% 20% 20% 20% 1 ár 79 84 85 89 2ár 66 73 73 79 3ár 56 63 63 70 4ár 49 57 55 64 5ár 44 52 50 59 I dag eru helstu vaxtakjörin á markaðnum þessi: Bankar og sparisjóðir 3-6 mánuðir Vextir umíram verðtryggingu......0-6^% Spariskírteini ríkissjóðs 6 mán. - 3 ár Vextir umíram verðtryggingu ..... Fjárvöxtun Fjárfestingarfólagsins og verðtryggð veðskuldabról 1-10 ár. Vextir umlram verðtryggingu .. 10-16% Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.