Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Lára Jónsdóttir Schram — Minning Fædd 30. október 1896 Dáin 9. marz 1985 Herra Jesús láti oss lukku henda, lífíö gott og langt, en beztan enda. Með hverju ári fækkar nú hin- um gömlu vesturbæingum af alda- mótakynslóðinni svokölluðu, fólk- inu sem setti svip á umhverfi sitt á fyrra hluta og um miðbik þess- ara aldar. Einn hinn elzti úr þessum hópi, Lára Jónsdóttir Schram, móður- systir þess, er þetta ritar, kvaddi þennan heim á sjúkradeild elli- heimilisins Grundar, eftir langa og oft stranga baráttu, að morgni laugardags 9. marz síðastliðins á 89. aldursári. Segja má, að enginn héraðs- brestur verði, sizt hér í ys og þys fjölmennisins, þótt háaldrað og þreytt gamalmenni hverfi yfir móðuna miklu. Hitt er þó engu að síður satt, að öllum þeim mörgu, sem þekktu hina látnu konu, muna hana í blóma lífsins eða ekki sízt ólust upp í skjóli hennar, er slíkur atburður tímamót, jafnvel sem aldahvörf, er vekja ótal góðar minningar um liðna daga. Lára Jónsdóttir fæddist 30. október 1896 á heimili foreldra sinna í litlu steinhúsi, Vesturgötu 36, sem nú er horfið fyrir rúmum 30 árum. í þá daga gerðist ekki slíkur atburður sem barnsfæðing á neinum sjúkrahúsum, heldur á heimilum fólks, oft við erfiðar að- stæður og fátæklegar, að því er nú mundi þykja. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Magnúsdóttir, Vigfússonar, útvegsbónda á Mið- seli í Reykjavík, ættaður frá Grund I Skorradal, og Jón Þórð- arson frá Gróttu, af ætt Engeyj- armanna. Jón var bæði sjósóknari og skipasmiður, eins og þeir ætt- ingjar fleiri og siðustu ár sín skip- stjóri á fiskiskútunni Palmen. Hafði sjósókn og útgerð verið að- alstarf þessara ættmenna kyn- slóðum saman og má um það geta þess, að afi Vigdísar, Jón Þórðar- son i Hlíðarhúsum, eignaðist fyrsta þilskipið til fiskveiða frá Reykjavík í félagi við Geir kaup- mann Zoega. Af Jóni, föður sínum, hafði Lára heitin stutt kynni. Var hún aðeins á þriðja ári, yngst fimm systkina, er skip föður hennar kom í höfn með skipstjórann látinn. Hafði hann þá um skeið kennt sjúkdóms og dauða hans borið að með svip- legum hætti á hafi úti. Fóru nú í hönd erfið ár hjá hinni ungu ekkju með fimm börn í ómegð að við- bættum tveimur ungum systkin- um sínum, sem þá voru móðurlaus orðin, en styrkir þá engir né líf- tryggingar, ekkju- né barnabætur, sem nú þykja sjálfsagðar. Er raunar lítt skiljanlegt, hvernig fólki tókst að framfleyta sér og sínum í slíkum tilvikum. Hlut- skipti ungra og gamalla varð vinna og aftur vinna myrkranna á milli við öll fáanleg störf, oft fyrir kaup, sen nú þætti sultarlaun. Varð fiskvinnan þar mörgum drýgst. Og Vigdís Magnúsdóttir lét ekki deigan síga. Hún tók nú að sér fiskverkun fyrir útgerðar- menn, þvoði, saltaði og þurrkaði og á fjörukambinum, þar sem Slippurinn er nú, varð hinn sól- þurrkaði þorskur að fyrsta flokks útflutningsvöru, eftirsóttur langt suður í einhverjum fjarlægum sól- arlöndum, sem fæstir þekktu þá nema af óljósri afspurn. í öllu þessu starfi tóku börnin þátt, þeg- "ar er þau höfðu aldurinn til, og með þeirri góðu samvinnu tókst að halda fjölskyldunni saman og er frá leið að vera jafnvel fremur veitandi en þiggjandi, þótt með ólíkindum kunni að þykja. En þótt mikið væri unnið, var góð fræðsla engan veginn van- rækt. Magnús á Miðseli, faðir Vigdísar, hafði sent hana og síðan tvær yngri systur hennar til náms i I nýstofnuðum Kvennaskóla I Reykjavík og greitt skólagjald allra þriggja, um leið og hin fyrsta hóf þar nám. Slíka rausn gat fá- tæk ekkja að vísu ekki sýnt, en tvær dætur kostaði hún þó i sömu menntastofnun, Guðrúnu, hina elztu, og síðar Láru, systur henn- ar. Synina tvo, Guðmund, síðar aflakóng á bv. Skalla-Grími og Reykjaborg, og Jón Otta á togur- unum Walpole og Max Pemberton, studdi hún einnig eftir mætti, er þeir hófu nám sitt í Sjómanna- skólanum, ungir að árum, en þá þegar vel þjálfaðir í sjómennsku allt frá fermingaraidri. 1 lengst skólanám þessara systkina komst þó næstyngsta dóttirin, Ásta, síð- ar kona Bjarna Ásgeirssonar, al- þingismanns á Reykjum í Mos- fellssveit. Var hún ung í fóstri góðra granna við Vesturgötuna, er kostuðu hana til náms í Hinum almenna menntaskóla í Reykjavík allt til stúdentsprófs. Á unglingsárum var Lára nokk- ur sumur við sveitastörf á Stóra- Kroppi í Borgarfirði hjá frænku sinni, Snjáfríði húsfreyju, og manni hennar, Kristleifi Þoreins- syni, hinum kunna fræðimanni Borgfirðinga. Átti hið fagra hérað og vinafólkið þar alla tið siðan ást hennar og tryggð og hún vináttu þess. En nú voru skammt undan tímamótin miklu í lífi Láru Jóns- dóttur, ævintýrið, sem entist í rúm 62 ár. Á Stýrimannastíg 8, upp af Vesturgötu, ólst upp ungur myndarpiltur hjá foreldrum sín- um, Magdalenu Árnadóttur og Ellert K. Schram, skipstjóra. Kristján hét hann og var réttu ári eldri en Lára. Fór hann þegar um fermingu að stunda sjó með föður sínum og beygðist þar fljótt krók- urinn til þess, sem verða vildi. Er ekki að orðlengja það, að brátt hneigðust saman hugir þessara ungmenna, og 3. október 1921 hófst það samlff, sem dauðinn einn fékk rofið með andláti Krist- jáns 8. febrúar á síðastliðnu ári. Var sú hamingjusaga að nokkru rakin hér í blaðinu við fráfall hans og skal því ekki endurtekin að neinu ráði hér. En fullyrða má það, að allan búskap þessara ágætu hjóna féll aldrei skuggi á sambúð þeirra. Á þessum fyrstu áratugum ís- lenzks sjálfstæðis tók efnahagur landsmanna að vænkast mjög frá því, sem áður var. Meðal annars efldist staða fiskimanna, einkum togaramanna, með stórauknum afla. Varð nú mörgum það kleift, sem áður hafði verið draumur einn. Hófst þá að marki öld steinhúsa á íslandi. Eftir þriggja ára sambýli með tengdamóður sinni og fjölskyldu Guðrúnar, mágkonu sinnar, réðst Kristján í það stórvirki að reisa tveggja hæða íbúðarhús með dyggilegum stuðningi konu sinnar. Sá hún að mestu um allt eftirlit með þeim framkvæmdum, en bóndinn á skipi sínum úti á miðum að afla fjár til útgjaldanna. Átti Lára jafnvel hugmyndina að ytra útliti sem innri gerð hússins og hefur því væntanlega létt húsameistar- anum starf hans. Fluttust ungu hjónin í hin nýju og glæsilegu hí- býli sin haustið 1925 með dóttur á þriðja ári, Jóníu Vigdísi. Ári síðar fæddist þeim síðara barnið, dóttir, er hlaut nafn Magdalenu, ömmu sinnar. Mátti hin unga húsfreyja nú muna tímana tvenna sem margir fleiri á þessum uppgangs- árum. Hitt verður ekki með nein- um sanni sagt, að velgengnin stigi þeim hjónum til höfuðs, og alla ævi létu þau aðra njóta góðs af, ekki síður vandalaus en ættingja og vini. Hef ég ekki kynnzt heim- ili, sem fremur mætti um hafa hina fornu lýsingu, að reist væri um þjóðbraut þvera, ævinlega opið gestum og gangandi. Á þessum tímum tíðkaðist að vísu útivinna húsmæðra við ýmis störf, en að sönnu ekki í sama mæli sem nú á dögum. Einkum virðast mér hinar betur stæðu húsfreyjur hafa þá haft meiri tíma aflögu en oft nú. En Lára heitin var kona bæði starfsfús og félagslynd og auk þess þeirrar gerðar, að hún mátti ekkert aumt sjá. Leiddi þetta til þess, að hún hóf snemma ævinnar þátttöku i ýmsu mannúðarstarfi. Gekk hún ung í Thorvaldsensfélagið og vann því margt gagnið um áratugi. Al- þingishátíðarárið 1930 stofnuðu nokkrar konur Kvennadeild Slysa- varnafélags Islands. Var Lára í stjórn þess fyrstu 25 árin, en heið- ursfélagi frá 1966 fyrir margvisleg störf i félagsins þágu. Þá var hún formaður sérstakrar fjáröflunar- nefndar félagsins um árabil. Má gjarnan rifja það upp nú að henni látinni, hve einstakt lag hún hafði á að virkja ólíkasta fólk til lið- veizlu við hin góðu málefni á stefnuskrá þeirra slysavarna- kvenna. Sjálf átti hún lengi eigin- mann og tvo bræður við hættuleg sjómannsstörf, og var þvi engin furða, að einmitt slikar konur hefðu forystu í slysavörnum. Eftir nokkurra ára fjársöfnun kvenna- deildarinnar voru fyrstu skip- brotsmannaskýlin reist árið 1944 á eyðisöndum hinnar hafnlausu suðurstrandar landsins. Mun von- andi á engan hallað, þótt ég leyfi mér að halda því fram, að þar hafi meira um hana munað en flesta. Og ekki gerði hún endasleppt við þetta hugsjónamál sitt, heldur lauk verkinu með því að leggja til á eigin kostnað allt efni og sauma siðan úr því allan sængurfatnað í fyrra skýlið, það sem reist var á Mýrdalssandi. Það, sem mér er þó minnisstæð- ast og mun ævinlega þykja að- dáunarverðast í fari frænku minn- ar, er frábært minni hennar, ljúf og létt lund og jákvætt hugarfar til allra manna. I minni sér fannst mér hún oft varðveita hafsjó fróð- leiks um menn og ættir og hvers konar málefni, og það ekki einung- is liðins tíma, því að allt fram undir hið síðasta hafði hún, svo háöldruð, furðumikinn áhuga á at- burðum líðandi stundar og var minnug á allt, sem í tal barst. Gestrisni hennar átti sér ef til vill einhver takmörk, þótt aldrei yrði ég slíks var. Ber þar hæst í minn- ingunni öll jólakvöldin, er þau hjónin söfnuðu til sín ættingjum og vinum og gerðu ekki sízt börn- unum hina miklu hátíð ógleym- anlega. Við eitt slíkt tækifæri gerðist atburður einn, sem lýsir hinni látnu húsfreyju vel, þótt fleiri dæmi mætti nefna. Hún hafði brugðið sér fram i eldhús að sækja gestum slnum eitthvert góðgæti, er bjöllu var hringt bak- dyramegin. Uti í myrkrinu stóð ungur og að henni virtist eitthvað umkomulaus maður. Spurðist hann fyrir um stúlku ofan úr sveit, sem Lára kannaðist við, að dveldist þennan vetur i nálægu húsi. Varð hún nú að segja hinum unga manni sem var, að stúlka þessi væri nýfarin heim í sveit sína til þess að vera með fjöl- skyldu sinni um jólin. En eitthvað hefur ilmurinn úr eldhúsinu verið lokkandi, því að ungi maðurinn virtist óráðinn, hvað gera skyldi. Kvaðst hann vera nýkominn frá námi í Svíþjóð og vera einn síns liðs í bænum. Hafði þá Lára engin umsvif, heldur bauð manninum til stofu, og var hann þar með öðrum gestum í góðum fagnaði fram á nótt. Nokkru síðar gat ein vin- kvenna hennar frætt hana á því, kankvís á svip, að þarna hefði hún, þessi eindregni kjósandi Sjálf- stæðisflokksins, boðið á heimili eitt „eldrauðum" róttæklingi frá Svíþjóð. En ekki varð hún hið minnsta uppnæm við þessi tíðindi. Svar hennar var aðeins þetta: „Hvaða máli skiptir það? Aum- ingja maðurinn stóð þarna svo einmana og uppburðarlaus. Var ekki sjálfsagt að reyna að gera honum blessuð jólin hátíðleg?" Þurfti svo ekki fleiri orð um það að hafa. Síðast verður að nefna það, sem ég hygg hafa verið henni hvað dýrmætast I lífinu. Það var einlæg og fölskvalaus trú, sem aldrei brást henni. Sjálf kallaði hún þennan trúarstyrk, að sér hefði aðeins auðnazt að varðveita barnstrú sína. Má það vel vera rétt, svo langt sem sú skýring nær, enda mun víst enginn koma fyrir föðurinn á himnum nema sem barn. En hér var áreiðanlega um meira að ræða. Henni auðnaðist einnig það, sem svo mörgum brezt, því er verr, að sýna ævinlega trú sína bæði í huga og verki, orðum og athöfnum. Og er mest á reyndi, varð ljóst, hvert gildi slík trúar- vissa hefur. Hér er ekki einungis átt við eigin erfiðleika, margra ára tæpa heilsu og sjúkrahúsleg- ur, heldur einkum mestu sorg hennar við missi ástkærrar yngri dóttur fyrir þrettán árum. Það er því, þrátt fyrir allt, gott að hafa lifað svo langan dag og orðið svo mörgum til gæfu og fyrirmyndar. Nú að ævilokum hennar þökkum við systkinin og fjölskyldur okkar henni allt hið góða, sem hún hefur okkur gert, allar samverustundirnar, hjálp- semi hennar og kærleika. Afkom- endum þeirra hjóna á ég ekki til handa betri ósk en þá, að minning- in um þau verði þeim ævina á enda leiðarljós á lífsins vegum. Megi hinni góðu konu nú verða að göfugri trú sinni. Jón S. Guðmundsson Er samferðamaður kveður, hvarflar hugur manns jafnan að fyrstu kynnum. Það er svo mis- jafnt hve samferðamaðurinn hefir verið gjöfull við umhverfi sitt. 1 dag kveðjum við hugljúfa, gjöfula höfðingskonu. Heimili hennar hefur yfir 60 ár staðið á bernskuslóðum að Vesturgötu 36b við hliðina á litla húsinu, þar sem hún ólst upp, en nú er það horfið. Það eru yfir 40 ár, síðan ég fyrst kynntist þessari elskulegu konu og eiginmanni hennar, Kristjáni Schram, er lést á síðasta ári. Frá okkar fyrstu kynnum hefur mér og börnum mínum æfinlega verið tekið sem foreldrahús væru og þökkum við að leiðarlokum alla umhyggjuna og vináttuna. Heimili þeirra hefir staðið um þjóðbraut þvera í orðsins fyllstu merkingu öll þessi ár, því frænd- garðurinn og vinahópurinn var stór. Ein var sú vöggugjöf er henni hlotnaðist, glaðværðin og þýðleikinn, þetta milda geð, sem allt græddi og lífgaði við svo von- leysið hopaði og brautin varð greiðari. Lára og Kristján, vart var hægt að nefna annað þeirra, án þess að hins væri getið, eru nú bæði horfin til feðra sinna. Þau skilja eftir sig djúp og merk spor í lífssögu sinni, þessi elskulegu hjón, þeim fylgdi svo mikið traust og hlýja og allra vanda vildu þau leysa. Þau eignuðust tvær dætur, Jón- ínu Vigdísi og Magdalenu. Jónina Vigdis er ekkja Ragnars T. Árna- sonar er lést fyrir ári og Magda- lena er var gift Ara Gíslasyni, en hún lést langt um aldur fram frá eiginmanni og þremur börnum og var hún mjög hörmuð af allri fjöl- skyldunni. Barnabörn þeirra Láru og Kristjáns eru 8 á lífi og barna- barnabörnin eru glæsilegur hópur. Þetta síðasta ár var þessari elskulegu konu erfitt, en margt gerði henni lífið léttara, sú um- hyggja sem dóttir þeirra veitti foreldrum sínum síðustu árin og elskusemi og ástúð barnabarn- anna mun geymast með okkur sem eftir stöndum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Unnur Á mánudaginn, 18. mars, verður gerð útför hinnar öldnu heiðurs- konu Láru Jónsdóttur Schram, sem lést í Reykjavík aðfaranótt hins 9. mars sl. rúmlega 88 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 30. október 18% á Vesturgötu 36 og á Vesturgötunni var hún búsett alla sína löngu og farsælu ævi, að sið- asta ári undanteknu er heilsan var svo farin að hún gat ekki lengur hugsað um sitt eigið heimili sjálf. Arið 1921,3. október, giftist hún þeim ágæta manni Kristjáni Schram skipstjóra og bjuggu þau saman I einstaklega ástúðlegu hjónabandi þar til hann lést fyrir rúmu ári, þá einnig 88 ára að aldri. Lára, móðursystir mín, var af gömlum og góðum reykvfskum ættum komin í báðar ættir. Faðir hennar var Jón Þórðarson skip- stjóri frá Gróttu og ættaður frá Engey og fleiri jörðum í Reykjavík og nágrenni. Móðir hennar var Vigdís Magnúsdóttir frá Miðseli í Reykjavík og var hún einnig ættuð frá fleiri gömlum útgerðarbýlum í Reykjavík og nágrenni. Móðir Vígdísar var í föðurætt frá Grund í Skorradal og lengra aftur m.a. af Víkingslækjarætt, er móðurætt Vigdísar m.a. frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi og Hlfðarhúsum í Reykjavík. Lára var mjög ættrækin og vel að sér í ættfræði okkar og var hægt að leita til hennar ef upplýs- ingar vantaði og þau mál bar á góma. í þeim efnum sem öðrum var minni hennar einstakt, alveg fram til síðustu daga. Undraðist ég mjög minni hennar sem ég gat ekki merkt að væri farið að dofna er ég heimsótti hana síðast, aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hennar, enda þótt þá ætti hún orð- ið frekar erfitt með mál. Þó var ljóst að hún fylgdist vel með því sem við hana var sagt og það sem á góma bar í herbergi hennar, þar sem hún lá rúmföst og veikburða. Miklir kærleikar voru með þeim systrum, Ástu móður minni og Láru, og heimilum beggja á allan hátt. Er mér Lára minnisstæð frá því ég fyrst man eftir mér. Til Láru og Kristjáns var alltaf gott að koma. Heimili þeirra stóð alla tíð á sömu lóð við Vesturgötuna þar sem Lára fæddist. Skömmu eftir að þau giftust reistu þau sér fallegt og myndarlegt steinhús á lóðinni og hlaut það númerið Vest- urgata 36b. Þessi reitur við Vesturgötu 36 var mikill ættarreitur á þeim ár- um er ég var að alast upp og sam- komustaður ættingja og vina. Lára og Kristján eignuðust tvær dætur, Jónínu Vigdísi, fædda 1923, og Magdalenu, fædda 1926, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Afkomendur Láru og Kristjáns eru orðnir margir, allt hið mesta afbragðs fólk, sem alltaf átti ör- uggt skjól hjá þeim á Vesturgöt- unni þegar á þurfti að halda. Hélst Ifka mikil tryggð afkomendanna við gömlu hjónin alla tfð meðan þau lifðu og sýndi það hve vel þeir kunnu aö meta þau. Á þessari kveðjustund minnist ég ótal ánægjustunda með Láru, Kristjáni og fjölskyldum þeirra. Fyrir þær vil ég þakka af heilum hug og veit ég að þar mæli ég einnig fyrir munn systkina minna og maka okkar. Tel ég að Lára og Kristján hafi verið gæfumann- eskjur sem fengu að lifa langa og góða ævi og að síðustu aðeins að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.