Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 37 NORSKIR HAGIR/Jóhannes Helgi Bergen 1 BJÖRGVIN BERGEN Quinque civitates: Fimm bæir — eru meðfram strandlengju Noregs, Bergen, Konghelle, Kaupangur (Niðarós), Borg (Sarpsborg) og Osló, reit Ordericus Vitalis í klaustri í Normandí árið 1135. En Túnsberg er sá sjötti, bætir munk- urinn við. Hann virðist því sæmi- lega upplýstur og hefur sennilega stuðst við latneskt handrit, sem nú er glatað. Ordericus greinir frá för Magnúsar berfætts til írlands 1098 og fléttar inn í þá frásögn stuttorðri lýsingu á Noregi og Norðmönnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Bergen er getið í samtímaheim- ildum, svo vitað sé. Sama ár og Ordericus reit frásögn sína i klaustrinu dró raunar til tíðinda í Bergen eitt sinn sem oftar. Haraldur Gilli kom með skipaher á þrettándan- um til að herja á keppinaut sinn um krúnuna, Magnús Sigurðs- son, sem sat í Björgvin, Bergen. Magnús girti af Voginn, þar sem byggðin stóð og fylkti her sínum í Kristskirkjugarðinum norð- austanmegin við Voginn og hafði áður girt hann af með skipasnör- um. En Haraldur Gilli breytti stefnu flotans í norðaustur og tók land í Hegravík og kom land- veginn með ofurefli liðs. Hlupu menn þá undan merkjum Magn- úsar til fjalls, í kirkjur og kjall- ara. Magnús freistaði undan- komu um Voginn, en festi skip sitt í eigin snörum. Hann var handtekinn og limlestur. Hét uppfrá þvi Magnús blindi og lifði án mannvirðinga. Ári seinna drap svo Sigurður nokkur, auk- nefndur slembir, Harald Gilli staddan í herbergi hjá frillu sinni í bænum. Og er þá margt ósagt um krúnustríðið í Noregi á tólftu öld. íslendingar beindu löngum, svo sem hvert mannsbarn veit, sjónum sinum til Noregs, og að vonum. Átökin í Björgvin bak jólum 1135 eru skráð tæpum hundrað árum síðar i þrem ís- lenskum sagnabálkum um norska konunga, Morkinskinnu, Fagurskinnu og Heimskringlu Snorra, og ber skýran svip sjón- arvotta, manna þaulkunnugum staðháttum, enda frumheimildin talin vera glatað handrit íslend- ingsins Eiriks Oddssonar, sem dvaldi langdvölum í Noregi um miðja tólftu ðld, m.a. i Björgvin, og var þar öllum hnútum kunn- ugur. II Skiptar skoðanir eru um hve gamll bær Björgvin er. Við upp- gröft eftir eldsvoða á vöggu stað- arins 1955, Bryggen, Bryggjunni, meðfram Voginum austanverð- um, þar sem Hansaminjarnar standa, var komið niður á bruna- rústir og mannvistarleifar níu bæja. Þvi er það svar Bergena, þegar þeir eru spurðir hve gam- all bær Bergen sé, að það ráðist af þvi hve djúpt þeir grafi. Fæð- ingarárið er þvi á huldu, enda teygjanlegt hugtak hvenær húsaþyrping nær því umfangi að geta kaílast bær. Þarf því að svipast um eftir ársettum lög- gerningi. Og hann er til. Úr- skurðaraðilinn er Snorri Sturlu- son. Hann kveður bæinn stofn- settan árið 1070. „ólafr konungr (kyrri) setti kaupstad í Bjorgyn," stendur skýrum stöfum í einu helsta handriti að Heimsjcringliv Og þarf þá ekki frekar vitn- anna við, enda lögðu Bergenar ártal Snorra til grundvallar 900 ára afmælinu 1970. Bergenar hófust handa við undirbúning hátíðarhaldanna af fáheyrðum stórhug og rausn, enda stórtækir og rikir og borgin þeim meira hjartans mál en al- mennt gerist. Og ekki að undra. Umgerðin er einhver sú fegursta sem um getur á jarðarkringl- unni, oft líkt við Kairo og Rio de Janero, og umgengnin við nátt- úruna og ræktarsemin við gaml- ar minjar með fádæmum góð. III Bergenar gerðu sér lítið fyrir og héldu uppá afmælið í 364 daga samfleytt. Þarna er Bergenunum rétt lýst. Þeir hafa aldrei verið með öllum mjalla þegar Bergen er annars vegar, kvað við um allan Noreg. Bergenarnir, sem líta á borg sína sem drottningu meðal norskra borga og telja Noreg hafa sett ofan með flutningi konungsseturs til Osló, svöruðu því til, snöggir uppá lagið, að ógerningur væri að dagsetja af- mælið og því ekki um annað að gera en halda uppá það i 364 daga samfleytt. Var ekki líka margs að minnast, bættu þeir við og hlakkaði í þeim. Hvar var það nema i Skútuvfkinni i Berg- en sem Sverrir konungur bauð Róm birgin og neyddi þrjá bisk- upa til að krýna sig. Og það sem allra best var: Hann gerði Berg- en að höfuðstað Noregs. Og var það ekki hér sem Ibsen, Holberg, Björnstjerne Björnsson og Grieg gengu um garða. Og var það ekki einmitt hér sem Hákon konung- ur Hákonarson eftir járnburðinn settist í hásætið og hélt hátíð- legt brúðkaup sonarins með slíkri promp og prakt að sjálfur sendimaður páfa fékk glýju í augun. f stuttu máli: Bergenar vorkenna þeim hluta mannkyns- ins sem ekki er svo lánsamur að vera barnfæddur í Bergen. IV 1299 deyr Eiríkur konungur Magnússon í Bergen. Arftakinn er bróðir hans, og fljotlega eftir erfðahyllinguna flytur konungur sig um set, nær Danmörku, til Osló, sem þá verður sjálfkrafa höfuðborg. Enn þann dag i dag hefur enginn Bergeni sætt sig við þá ráðstöfun og enn siður skilið hana, enda er hún höfð til marks um að uppfrá því seig á ógæfuhliðina fyrir Noregi. 400 ára nótt sameiningarinnar við Danmörk fór brátt á Noreg. Á ævafornu skjaldarmerki Bergen er þessi áletrun: Dant Bergis Dignum Mons Urbs Navis Mare Signum. Fjallið, borgin, skipið, sjórinn. Skreiðin er ekki nefnd á nafn. ólafur konungur stofnsetti Bergen, segir Snorri, en allir Bergenar vita að það var skreið- in frá Lófóten sem í raun stofn- aði borgina, og spruttu þar skjótt upp, að sögn Snorra, margir ríkismenn, sem öldum saman hafa guði sé lof óhikað látið auð sinn snúa út engu siður en inná við, sjálfum sér til vegs- emdar meðan þeir voru á dögum og niðjum sínum og borgarbúum til ánægju og eftirbreytni. Enn þann dag í dag verður hvergi vart ósættis milli náttúrufars og bygginga; gömul hús sem ný eru snar þáttur náttúrunnar og náttúran snar þáttur húsanna. V Það hefur löngum verið lenska í sveitum og við sjávarsíðuna að væna borgarbúa um að þeir væru ómagar á undirstöðuat- vinnuvegunum. Nokkuð grunn- færin skilgreining það. Henni var vísað til föðurhúsanna hér í borg, nánar tiltekið í fylkisfull- trúarveislu sumarkvöld eitt. Norðanmaður kvaddi sér hljóðs og vændi Bergen um að hafa féflett norðanmenn. Að Bergen skyldi vera rík og voldug, það væri vegna þess að norðurhéruð- in hefðu verið hlunnfarin í háa herrans tíð. Það dimmdi yfir veisluborðinu og mönnum varð nokkuð and- þungt, uns sunnanmaður bað um orðið og sagði sögu sem hann kvað líkjast mjög samskiptum Bergen og þeirra landsvæða sem borgin þjónaði. Stúlka nokkur fór á rall með strák, sagði sunn- anmaður, og þar kom þeirra samskiptum að herrann hnupl- aði hundraðkrónuseðli frá döm- unni. Málið kom fyrir rétt og dómarinn spurði stúlkukindina hvar hún hefði varðveitt seðil- inn. Undir sokkabandinu á lærinu, sagði stúlkan. En þá hljótið þér að hafa veitt því athygli þegar herrann fjar- lægði seðilinn, sagði dómarinn. Já, en herra dómari, æpti stúlkan hneyksluð. Ég hélt að maðurinn hefði heiðarlegar fyrirætlanir á prjónunum. Veislunni í Bergen var borgið. Heimildir: Heimskringla; Knut Tjönneland: Tale for Bergen; Knut Helle: Bergen Bys Higtqrie. eldu vandaðan millivegg! Pantaðu millivréggjaplötumar í síma (91)685006 Steinavcrksmiðja Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík B.M.VALLÁ H F * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. ---------- DAGSKRÁ ------------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14.gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. TiUögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 12. apríl. Reykjavík, 16. mars 1985 STJÓRNIN EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.