Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 t Ástkær móöir min, LÁRA J. SCHRAM, Vesturgötu 36 B, veröur jarösunginfráDómkirkjunnimánudaginn 18. marskl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Jónfna Vigdls Schram. t Útför eiginkonu minnar, móöur og fósturmóöur, ÓLAVÍU INGIBJARGAR DANÍELSDÓTTUR snyrtisérfræöings, Engihlfö 14, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. mars kl. 15.00. Siguröur Sveinsson, Linda Hrönn Siguröardóttir, Margrét Ágústsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og tengdasonur, JÓN GRÉTAR ÓSKARSSON, Melbæ 28, verður jarösunginn frá Langholtskirkju þriöjudaginn 19. mars kl. 13.30. Kristfn Jónsdóttir, Óskar Örn Jónsson, Arna Björk Jónsdóttir, Örvar Jónsson, Óskar Ágústsson, Anna Jónsdóttir, Jón Hjaltalfn Gunnlaugsson, Jóna Bjarnadóttir. t PÉTUR GUÐFINNSSON bflstjóri, Freyjugötu 32, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 18. mars kl. 15.00. Guöbjörg Guömundsdóttir, Guöfinnur H. Pétursson, Karl H. Pétursson, Pétur H. Pétursson, Una H. Pétursdóttir, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞÓRARINN GUOMUNDSSON vélsmföameistari, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. mars kl. 10.30. Guörún Sigmundsdóttir, Alda Þórarinsdóttir, Béra Þórarinsdóttir, Lilja Gréta Þórarinsdóttir, Hallgrfmur Þórarinsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, fósturmóöur, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÚNAR JÓNASDÓTTUR fré Húsavfk. Guófinna Jónsdóttir, Marteinn Sigurösson, Helga Jónsdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Sigrún E. Sigurjónsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS HJÁLMARSSONAR frá Svarfhóli, Vesturbergi 48, Reykjavfk. Lfna Arngrfmsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Aöalgötu 11, Ólafsfiröi. Kristjén Hulda Kristjénsdóttir, Snjólaug Kristjénsdóttir, Gfsli Kristjénsson, Siguröur Krístjénsson, Gunnlaug Kristjénsdóttir, Friöriksson, Sigurjón H. Sigurösson, Kristjén Garðarsson, Guórún Ormsdóttir, Erna Ólafsdóttir, og barnabörn. Kveðjuorð: Guðrún Soffía Gunnarsdóttir Fædd 8. október 1896 Dáin 11. (ebrúar 1985 Hún Guðrún mágkona, hún var nú sannur fulltrúi hinna eftir- minnilegu aldamótakvenna, enda alin upp á sveitaheimili þar sem allt var í föstum skorðum og forn- ar dyggðir í heiðri hafðar: stjórn- semi, vinnusemi, nýtni, greiða- semi og gestrisni eins og best get- ur. Þessi heimili voru sjálfnæg um flest, fjölskyldan vann saman og hafði að mestu sameiginlegra hagsmuna að gæta. Börnin lærðu bænir og vers við móður- og föð- urkné og var kennt að fara með ljóð og segja sögu. Orðheldni var sjálfsögð og hverskonar lausung jaðraði við glæp. Orðið „mengun" var ekki til í málinu. Kannski kom þetta eins og af sjálfu sér og var afleiðing gróinna lifshátta og sambýlis við landið. í flestum til- vikum voru þetta rótsterk heimili. Og þannig voru Keflavíkursystk- inin fimmtán að tölu, öll gervileg og mannvænlegt fólk, bræður sjö, systurnar átta, glæsilegar konur. í þessum fríða hópi á bænum undir blágrýtisklöppinni ólst Guðrún Soffía upp, dóttir hjónanna Sigur- laugar Magnúsdóttur og Gunnars Ólafssonar, bónda að Keflavík í Hegranesi. Stóðu að þeim Kefla- víkurhjónum sterkar ættir. Svo er að sjá að sumt fólk sé fætt undir heillastjörnu. Mér er nær að halda, að svo hafi háttað til um Guðrúnu, lengst af naut hún góðrar heilsu. Hjónaband hennar var farsælt, enda var eig- inmaður hennar, Páll Stefánsson, giftudrjúgur maður og traustur. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi og nýtir þjóðfélags- borgarar. Elst er Sigurlaug, hús- móðir á Akureyri. Maður hennar er Þorkell Eggertsson. Næst er Aðalfríður húsmæðrakennari í Reykjavík. Fyrri maður hennar var Eyjólfur Pálsson, síðari maður Steinn Sveinsson. Yngstur er Stef- án útgerðarmaður á Sauðárkróki, kvæntur Rannveigu Sturludóttur. Og hjá þeim Stefáni og Rannveigu naut Guðrún skjóls og öryggis, er ævisólin tók að lækka á lofti. Heimili þeirra hjóna, Guðrúnar og Páls, að Suðurgötu 18b og Guð- rúnar að Öldustíg 5 á Sauðárkróki, eftir að hún missti mann sinn, bar ávallt svipmót þeirra fornu dyggða, sem að framan getur. Á þessu heimili var hvorki fátækt né auðæfi, en allir höfðu sinn „deilda verð“, sem heilög Ritning telur mannkindinni hollast. Líkt og hjá höfðingjum fortíðar var þar jafn- an opið hús og gestum og gang- andi heimill greiði og raunar meira en það, því þar var gestum mætt á þann veg, að ekki varð annað séð en húsráðendum væri stór greiði ger, ef gestur vildi Minmng: Pétur Guðfinns- son bifreiðastjóri Fæddur 13. febrúar 1899 Dáinn 10. mars 1985 Mig langar að minnast afa míns, Péturs Guðfinnssonar, vöru- bílstjóra, Freyjugötu 32, lítils háttar. Upp í hugann koma brot úr bernsku minni. Á jólunum þeg- ar við systkinin biðum við gluggan spennt eftir að sjá ljósbláa Ford- bílinn sem afi átti, því allt var tilbúið, við biðum bara eftir jólun- um og viti menn, þarna kom bíll- inn með afa, ömmu og Unu inn- anborðs. Þá var nú gaman og margt annað var gaman sem ég minnist frá liðnum árum. Oft kom ég á Freyjugötuna og gisti um helgar. Það voru indælar stundir sem ég ekki gleymi. Ég svaf inni hjá afa og fannst mér viss upphefð í því, ég leit upp til hans. Hann var var alltaf rólegur og skipti sjaldan skapi, góður við mann og hlýr. Hann fór ætíð snemma fram úr á morgnana og þá ætíð beint í skápinn, fékk sér þar vænan lýs- issopa og brauð, sem amma var búin að smyrja kvöldinu áður vegna þess að það var nú sunnu- dagur og síðan kom hann aftur inn í herbergið og þá oft með blað til að glugga í. Afi reyndist mér vel og á ég það honum aö þakka að hann leigði mér íbúð á Bergstaðastræti sem hann átti. Alltaf var húsaleigan í lágmarki sem kom sér vel þegar ég hugði á lítilsháttar nám í Iðnskól- anum og eins núna þegar við hjón- in stöndum í byggingarfram- kvæmdum og á ég honum þar þakkir að gjalda. Afi kom oft niðrá Bergstaða- stræti og þótti mér alltaf vænt um að sjá hann, mér fannst hann passa svo vel inn í umhverfið, hann var jú búinn að búa í hverf- inu í mörg ár. Við röbbuðum stundum saman um sveitina, sem ég hafði verið í og fann ég að hon- um þótti vænt um sveitina. Hann þekkti líka af eigin raun búskap- inn, frá árum sínum í Flóanum. Núna, stuttu fyrir andlát sitt, dvaldi hann á Hvíta bandinu og kom ég þangað stundum, ég fann hvað hann gladdist þegar hann sá dóttur mína sem með mér var. Honum þótti vænt um börnin. standa við og þiggja veitingar og hefur verið einkenni íslenskrar gestrisni af bestu gerð. Þarna var hjartarúm nóg, þótt ekki mældust salir í tugum eða jafnvel hundruð- um fermetra. Frá slíkum heimil- um stafar birtu. Við hjónin og dætur okkar vor- um talsvert tíðir gestir á heimili þeirra hjóna og síðar Guðrúnar og mættum ávallt góðvild og hlýju, enda var Guðrún greind og ræðin og kunni frá mörgu að segja. Þarna mætti manni sá notalegi heimilisylur, sem veitir öryggi og endurnærandi hvíld. Að leiðarlokum þakka ég Guð- rúnu mágkonu minni trygga vin- áttu og móðurlega nærgætni og óska henni blessunar á nýjum veg- um í ókunnum heimi. Loks sendi ég eftirlifandi ástvinum samúð- arkveðju. Guðmundur L Friðfinnsson Heilsan var farin að gefa sig og eftir langa ævi er hvíldin oft kærkomin. Guði veri með afa mínum og fylgi honum yfir í annan heim. Eg votta þér, amma mín, pabbi, Una og ykkur systkinunum samúð mína. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber guð í alheims geimi guð í sjálfum þér. Sonardóttir Minning: Karl Á. Ólafsson frá Stóra-Skógi Föstudaginn 8. marz sl. andað- ist á Borgarspítalanum föðurbróð- ir minn, Karl Ágúst Ólafsson, á 91. aldursári. Karl Á. Ólafsson var fæddur að Harrastöðum í Miðdölum 30. ág- úst 1894. Foreldrar hans voru Ólafur Jóhannesson, bóndi þar og síðar að Stóra-Skógi, og kona hans, Guðbjörg Þorvarðsdóttir. Hann var níundi í röðinni af fjór- tán systkinum og einni uppeldis- systur. Nú eru á lífi yngsti bróðir- inn, Gústaf, og uppeldissystirin, Kristín Kristvarðsdóttir. Hann ólst upp í föðurhúsum og árið 1929 tók hann við búi föður síns að Stóra-Skógi og býr þar til ársins 1938. Hann hættir þá búskap og flyst suður til Reykjavíkur og hef- ur fljótlega störf hjá heildverzlun frænda síns, Sigurðar Þ. Skjald- berg, að Laugavegi 49. Hann þjón- aði frænda sínum vel og dyggilega þar til hann fór að reskjast en réðst þá til innheimtustarfa hjá H. Benediktsson & Co. hf. og síðar Sjóvá hf. Er ég á þessari stundu minnist Kalla frænda, eins og við systkin- in og annað frændfólk kölluðum hann jafnan, koma upp í hugann margar ljúfar minningar. Mörg voru þau ferðalögin, sem fjöl- skyldurnar héldu í hér á árum áð- ur. Alltaf var vinsælt að heim- sækja æskustöðvarnar vestur í Dölum, en einnig var farið norður í land og austur á Firði. Jafnan var gist í tjöldum og var Kalla frænda sérstaklega lagið að ná upp hinni sönnu útilegustemmn- ingu með sínu græskulausa gamni. Ófá voru þau heimboðin, sem við áttum á heimili hans, einkum á jólum og um áramót. Á slíkum stundum var Kalli hrókur alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.