Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 64
tfgtmlilflfttfeí öfut 9. OD-06.30 SIADRST iAnstraiist SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Hyggjast ná 18-20 djúpsprengjum ur flaki E1 Grillo KAFARAR LandhelgisgKzlunnar munu í vikunni freista þess að ná djúpsprengjum upp úr flaki olíu- skipsins El Grillo, sem liggur á hafs- botni í miðjum Seyðisfirði. Er ætlun- in að sprengja þær á hafi úti er þeim hefur verið náð. Olíuskipið El Grillo var skotið i kaf af þýzkri flugvél í seinni heimsstyrjöldinni, er það lá inni á Seyðisfirði. I skipinu voru geysi- öflugar djúpsprengjur. Vegna taeringar af völdum sjávar hefur verið talin mikil hætta á spreng- ingum í E1 Grillo og talin nauðsyn á að fjarlægja djúpsprengjurnar. Undanfarin ár hafa kafarar náð upp nokkrum sprengjum en eftir eru 18—20 sprengjur. Varðskipið Týr mun í næstu viku fara til Seyðisfjarðar til þessa verkefnis. í förinni verða 6 sérfræðingar frá Varnarliðinu og tveir kafarar og einn sprengjusér- fræðingur frá Landhelgisgæzl- unni. Aðaldalur: Fimm í sjúkrahús eftir harðan árekstur FIMM manns voru fluttir slasaðir í sjúkrahúsið á Húsavík á föstu- dagskvöld eftir árekstur við félags- ____.beimilið Ýdali í Aðaldal. Ekki var fyllilega kunnugt um meiðsli fólks- ins, en einn var talinn alvarlega slasaður. Það var um klukkan 19 á föstu- dagskvöld aö jeppi og fólksbifreið skullu saman í blindbyl á veginum við félagsheimilið og er veðrið tal- ið hafa byrgt ökumönnum sýn. Einn maður var í jeppanum en fjögur ungmenni í fólksbifreið- inni. Ökumaður fólksbifreiðarinn- ar festist í henni við áreksturinn og tók nokkurn tíma að losa hann. Veðrið gerði lögreglunni erfitt fyrir og var ökumaðurinn því orð- inn mjög kaldur áður en hann var losaður. Þá olli veðrið útafakstri á Tjörnesi, en þar urðu hvorki meiðsli á mönnum né skemmdir á bifreiðinni. Flóttamönnum veitt húsaskjól og aðstoð „GJÖRÐU svo vel að koma inn fyrir. Konurnar þarna sjá um að skrá þig og síðan færðu aðhlynn- ingu,“ sagði vingjarnleg kona við blaðamann við Langholtsskóla í gærmorgun. Að þeim töluðum orðum límdi hún blátt merki á hægri öxl viðmælanda. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands var með almanna- varnaæfingu og hafði fjóra skóla í Reykjavík sem bæki- stöðvar. Til þessara skóla streymdi fólk, sem orðið hafði að flýja heimkynni sín vegna eldgoss. Formaður neyðar- nefndar Reykjavíkurdeildarinn- ar, Viðar Ágústsson, sagði að Morgunblaðið/Ólafur K. Maxnússon Arinhjörn Kolbeinsson, læknir, skráir sig á æfíngu Kauða krossins í gærmorgun. þetta væri fyrsta æfingin af þessum toga í þrjú ár. Hann kvað allt hafa gengið vel, en þó væri ýmislegt sem betur mætti fara og yrðu þeir agnúar sniðnir af á næstu æfingu. Stefnið snyrt og málaö í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúsaon Hluti kennara til starfa á morgun — margir nemendur ad hætta námi „ÉG ER vongóður núna því ég trúi ekki öðru en að kennarar snúi til starfa. Það fylgir því enginn þrýstingur lengur af hálfu kennara að vera frá störfum fyrst Kjaradómur á að fjalla um mál þeirra,“ sagði Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík, í samtali við blm. Guðni sagði, að nú þegar hefðu tveir kennarar við MR tilkynnt að þeir muni hefja kennslu að nýju á morgun. „Það munar um hvern einn, því allir sem geppi út kenna Æ' Islandslaxi hf. heimiluð vatnstaka á Suðurnesjum MIKIL ólga er meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum vegna samnings, sem landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, undirritaði 7. marz sl. við fyrirtæk- ið íslandslax hf. við Grindavík, sem Samband ísl. samvinnufélaga er eigandi að. Samningurinn heimilar fyrirtækinu m.a. að bora eftir heitu vatni og nýta *Ht að 20 sekúndulítra af 100 gráða heitu vatni, auk þess sem því er heimilað *að nýta allt að 350 sekúndulítra af fersku köldu vatni, en það er u.þ.b. 100 sekúndulítrum meira en Hitaveita Suðurnesja notar til þess að hita og dreifa um allar byggðir Suðurnesja. landbúnaðarráðuneytið, með samningi þessum, gefa íslandslaxi fáheyrð forréttindi. Taldi einn við- mælandi Mbl. úr hópi forustu- manna sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum, að fyrirtækið fengi með þessu móti heitt vatn á verði sem næmi um 10% af því sem aðr- ir Suðurnesjabúar þurfa að greiða. Samningurinn heimilar um- rædda vatnstöku i landi jarðar- innar Staðar í Grindavik en fs- landslax fær um 95 hektara úr jörðinni til afnota. Óttast sveitar- stjórnarmenn samkvæmt heimild- um Mbl. afleiðingar þessarar vatnstöku á vatnsbúskap á Suður- nesjum, ennfremur telja þeir Hitaveita Suðurnesja er eini að- ilinn sem selur heitt vatn á Suður- nesjum í dag. Forráðamenn fs- landslax hf. hafa í nokkurn tíma staðið í samningaviðræðum við stjórn hitaveitunnar um kaup á vatni og samkvæmt heimildum Mbl. lágu fyrir drög að sölusamn- ingi við fyrirtækið, þegar samn- ingurinn við landbúnaðarráðu- neytið var gerður. Samkvæmt heimildum Mbl. er samningur landbúnaðarráðuneytisins háður því skilyrði skv. lögum, að viðkom- andi sveitarfélag, þ.e. Grindavík- urkaupstaður, veiti samþykki sitt. Sú heimild mun ekki liggja fyrir. meira en 30 tíma hver á viku,“ sagði Guðni. „Það er aldrei að vita hve margir snúa aftur á morgun. Eg get ekki trúað öðru en að skynsemin verði látin ráða, því skaðinn fyrir nemendur er mikill." Guðni staðfesti að leitað hefði verið eftir kennarastöðum við MR undanfarið, en ekki hefði verið mik- ið um slíkt. Ingólfur Halldórsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Suð- urnesjum, sagði, að einn kennari hefði þegar staðfest að hann myndi snúa aftur til starfa og hann væri bjartsýnn á að fleiri gerðu hið sama. „Nú hefur bæst við vanda- málin hjá okkur, því jafnvel þótt kennarar komi aftur til starfa i næstu viku, þá eru fjölmargir nem- endur hættir námi, eða að hætta. Önnin er að mestu ónýt og nemend- ur sjá sér engan hag í að bíða eftir kennurum lengur.“ Tryggvi Gíslason, rektor Mennta- skólans á Akureyri, sagðist ekki hafa fengið það staðfest að neinn kennari sneri aftur til starfa. „Það er þó hugsanlegt að nokkrir kenn- arar geri það innan tíðar, en það verður varla á morgun," sagði Tryggvi. „Kennarar eru að vonast til að ríkisstjórnin kveði fastar að oröi í bókun sinni svo þeir sjái sér fært að hefja störf aftur." Að sögn Tryggva er áberandi að móður nemenda er farinn að minnka og nokkrir þeirra hafa þeg- ar hætt námi. Hann kvaðst vonast til að allir kennarar sneru aftur, svo ekki þyrfti að auglýsa stöður þeirra lausar, því mikíu skipti að halda velmenntuðum og hæfum kennurum við skólann. Tryggvi sagði, að engar Jormleg- ar umsóknir hefðu borist um störf kennara við MA enda hefðu engar stöður verið auglýstar. Páskalömb á leiðinni Fyrstu páskalömbin í ár verða á boðstólum verslunarinnar Víðis eftir þ. 27. þ.m., að því er Sigurður Jóhannsson kjötiðnaðarmaður tjáði Mbl. Lömbin koma frá verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga og verða a.m.k. fimmtíu skrokkar af nýslátruðu sendir suður. Ekki er búið að ákveða end- anlegt verð á páskalömbunum, en búast má við að þau verði eitthvað dýrari en lambakjöt í hefðbundinni sláturtíð. Hins vegar sagði Sigurður að slátrun og sala á lömbum fyrir páskana væri að verða árviss viðburður, sem neytendur virtust kunna vel að meta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.