Morgunblaðið - 10.04.1985, Side 29

Morgunblaðið - 10.04.1985, Side 29
wím .iis'TA oi h jOAcnnnvaiw xjiaAJflvtiiauoM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Tölvuvæðing á íslenskum auglýsingastofum í samstarfi við Norðmenn og Dani: Samstarfsmöguleik- ar metnir í sumar Rætt við Ólaf Stephensen formann Sambands íslenskra auglýsingastofa og Lars Bruusgaard aðstoðarframkvæmdastjóra Sambands norskra auglýsingastofa LARS Bruusgaard, aðstoöarframkvæmdastjóri RRF, sambands norskra auglýsingastofa, er nú staddur hér á landi, en hann var sérstakur gestur á aðalfundi Sambands íslenskra auglýsingastofa sem haldinn var í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Að fundinum loknum héldu Lars Bruusgaard og Knut Straume, framkvæmdastjóri tölvuþjónustu Norrænu auglýsingastofanna, erindi um tölvuvæðingu og upplýsingabanka auglýsingastofa, en undanfarin ár hafa tölvurnar rutt sér til rúms á norskum auglýsingastofum og aukið til muna alla hagræðingu í starfsemi þeirra. Norðmenn hafa átt samvinnu við Dani, sem eru hvað lengst komnir á þessu sviði af Norðurlöndunum. „Danir fóru að huga að tölvuvæðingu á auglýsingastofum um 1969, en við tókum upp samstarf við þá 1975 og á undanförnum tveimur árum höfum við tölvuvætt flestall- ar auglýsingastofur í RRF í Noregi, en alls eru um 150 auglýsingastofur í Noregi," sagði Lars Bruusgaard er blaðamaður Mbl. hitti hann að máli á föstudaginn. Á aðalfundi Sambands is- lenskra auglýsingastofa var stjórn sambandsins endurkjörin og er formaður þess Ólafur Stephensen. Hann sagði eftir fundinn að nú væru 14 auglýs- ingastofur í samtökunum og að á aðalfundinum hefði mikið verið rætt um menntun íslendinga í auglýsinga- og fjölmiðlafræðum, en eins og kunnugt er, eru menntunarmöguleikar í þeim greinum takmarkaðir hér á landi. 1 Noregi hafa einkaaðilar tekið sig saman um að bæta úr þessum málum með dag- og kvöldskólum þar sem boðið er upp á umræddar námsgreinar, en norsk yfirvöld hafa ekki sinnt þeim að marki. Sagði Lars Bruusgaard að nemendur væru mjög ánægðir með þetta fram- tak forráðamanna skólanna. Hugsanlegt samstarf norskra, danskra og ís- lenskra auglýsingastofa Hver er kostnaðurinn við tölvu- væðingu eins og þá sem átt hefur sér stað á norskum auglýs- ingastofum? „Heildarkostnaðurinn nam um það bil fimm milljónum norskra króna, en eins og ég minntist á áðan, var þetta gert í samvinnu við Dani sem greiddu helming kostnaðarins, en við notum sama kerfi og þeir,“ segir Lars Bruusgaard. „Slíkt sam- starf er ákaflega jákvætt og nú er til umræðu að við tökum upp svipað samstarf við íslenskar auglýsingastofur. Þannig er I fyrsta lagi hægt að deila kostn- aðinum og upplýsingabankinn, sem er sameiginlegur, verður augljóslega mun stærri og viða- ir.eiri, ef fleiri „leggja inn“ upp- lýsingar. Einn liðurinn í tölvu- kerfinu tengist rekstri fyrir- tækjanna og með góðri sam- vinnu næst einnig betri heild- aryfirsýn yfir reksturinn hjá auglýsingastofum á Norðurlönd- um. Með slíkri tölvuvæðingu er ennfremur auðveldara að auka starfsemi fyrirtækjanna án þess að fjölga starfsfólki í verulegum mæli.“ Hvaða reynsla er komin á þessa tölvuvæðingu í Noregi? „Að sjálfsögðu komu upp ýms- ir byrjunarörðugleikar í þessu eins og öðru, en nú erum við að byrja að sjá árangur og mér virðist sem starfsfólk á auglýs- ingastofum sé upp til hópa af- skaplega ánægt með þessa þróun mála.“ íslendingar kröfuharöir þegar auglýsingar eru annars vegar ólafur Stephensen var inntur eftir því hvort hann teldi mögu- legt að tölvuvæða þannig ís- lenskar auglýsingastofur og eiga samstarf við Norðmenn í því efni. „Fyrstu skrefin í þeim efnum hafa nú þegar verið stigin á ís- Morgunblaðift/Árni Sæberg Lars Bruusgaard og Ólafur Stephensen. „íslenskar auglýsingar eru skemmtilegar án þess að þær missi upplýsingagildi sitt. Þær eru mjög góóar og á alþjóðlegum mælikvarða,“ segir Lars Bruusgaard. lenskum auglýsingastofum, þó í litlum mæli sé. En til að vel megi takist verða menn að taka sig saman og með sameiginlegu átaki og samstarfi við aðrar Norðurlandaþjóðir ættum við að geta aukið starfsemi og gæði auglýsinga hér á landi. Við ís- lendingar gerum strangar kröf- ur til auglýsinga og viljum raunhæfari auglýsingar en margar aðrar þjóðir. Því er mik- ill kostur að geta haft aðgang að góðum upplýsingabanka, en þær upplýsingar sem eru í tölvukerfi Norðmanna og Dana er einnig hægt að nota hér á landi." Hvað ímyndarðu þér að langt sé í að íslenskar auglýsingastof- ur verði tölvuvæddar í samvinnu við Norðurlöndin? „Að svo stöddu er ómögulegt að svara því, en við vonumst til að geta metið möguleika okkar á samstarfi nú í sumar. Auglýs- endur hér á landi nýta sér í auknum mæli ýmiskonar sér- þjónustu sem auglýsingastofur bjóða upp á. Siðanefnd SÍA fer eftir alþjóðlegum siðareglum og veitir mikið aðhald sem kemur sér vel bæði fyrir auglýsendur og auglýsingastofur. Mér virðist auglýsingagerð hér á landi sí- fellt vera að þróast meira í átt að upplýsingamiðlun," sagði ólafur að lokum. Lars Bruusgaard sagði að það hefði komið sér á óvart hversu góðar auglýsingar væru gerðar hér á landi. „Skemmtilegar án þess að missa upplýsingagildi sitt,“ segir hann. „Þær auglýs- ingar sem ég hef séð hérna eru mjög góðar og á alþjóðlegum mælikvarða," sagði Lars Bruusgaard að endingu. Btom. C0MM0D0RE 64 FERMENGARITLBt® Nú um páskana bjóöum við einstakt fermingartil- boö á vinsælu COMMODORE 64 heimilistölvunni og fylgihlutum. COMMODORE 64 er hentug tölva jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Við hana er fáanlegur fjöldi forrita af ýmsum geröum fyrir flestra þarfir, enda býöur COMMODORE 64 upp á eitt stærsta úrval forrita sem fáanlegt er á eina heimilis- tölvu. Viö COMMODORE 64 heimilistölvuna er til fjöldi fylgitækja, svo sem segulband, diskettudrif, prentari, teiknari, skjár, stýripinnar og fleira. Þaö sem meira er: öll tengi fyrir jaöar- tækin eru innbyggö í COMMODORE 64! Kynnið ykkur fermingartilboð okkar á COMMODORE 64. Býður nokkur betur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.