Morgunblaðið - 10.04.1985, Side 32

Morgunblaðið - 10.04.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Kína: Bábilja að trúar- brögðin séu bara „ópíum fólksinsu Peking, 9. apríl. AP. VIRTUR, kínverskur frædimaöur hefur opinberlega mælt í mót þeirri gömlu kenningu marxista, að trúarbrögðin séu „ópíum fólksins“, og segir hann, að miklu skipti fyrir framtíð- arþróun þjóðarinnar, að þessari bábilju sé varpað fyrir róða. Zhao Fusan, sem sæti á í póli- tísku ráðgjafarþingi Kínverska al- þýðulýðveldisins, lét þessi orð falla í ræðu, sem hann hélt fyrir þingiheimi sl. mánudag, en hann var áður aðstoðarframkvæmda- stjóri félagsvísindaakademíunnar, þeirrar deildar hennar, sem fjall- ar um trúarbrögð. „Trúarbrögðin eru samofin and- legri menningu allra þjóða,“ sagði Frá síðustu heræfingu Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. Tillagan gerð til að njörva niður yfirburði Sovétmanna — segir talsmaður Bandaríkjastjórnar um tillögu Gorbache vs Zhao, „og þess vegna er nauðsyn- legt að líta þau raunsæjum aug- um. Bókmennir allra þjóða, listir, byggingarlist, heimspeki, siðir og lífshættir endurspegla trúarlega reynslu á einn eða annan hátt. Sú skoðun, að trúin sé aðeins andlegt ópinm er því bæði óvísindaleg og frumstæð." Frá því var skýrt um páskana, að heimssamband biblíufélaga hefði verið beðið um að hjálpa til við prentun biblía og annarra kristilegra rita fyrir kristna Kín- verja. Var samið um þetta í Hong Kong í mars sl. að sögn Han Wenzao, framkvæmdastjóra Sam- bands kristinna safnaða í Kína. Verður komið upp prentsmiðju í Nanking, sem prentað getur hálfa milljón biblía á ári. Mikið hefur verið um, að biblíum hafi verið smyglað til Kína því að þær hafa löngum verið bannaðar í landinu. SuU Barbara, Washinifton. London. 9. april. AP. BANDARÍKJASTJÓRN sagði í gær um þá ákvörðun Sovét- stjórnarinnar að hætta í bili uppsetningu meðaldrægra eld- flauga í Austur-Evrópu að hún væri „ófullnægjandi“ og til þess eins gerð að „staðfesta“ hvað varðaði kjarnorkuvopn. í viðtali við Gorbachev, leiðtoga Sovétmanna, sem TASS-frétta- stofan greindi frá, kvaðst hann vilja finna Reagan, Bandaríkja- forseta, að máli og að hann hefði einnig ákveðið að ekki yrði komið fyrir fleiri meðaldrægum eld- flaugum í Austur-Evrópu þar til í nóvember nk. Sagði hann fram- haldið ráðast af því hvort Banda- ríkjastjórn færi að dæmi Sovét- manna og hætti uppsetningu samskonar eldflauga í Vestur- Evrópu. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, mánudag, að yfir- burðir Sovétmanna væru nú þeir, að þeir hefðu 10 eldflaugar á móti hverri einni, sem Vesturveldin réðu yfir, og að þess vegna virtist tillaga Gorbachevs ekki vera ann- að en tilraun til að njörva þessa yfirburði niður. Því kæmi ekki til mála, að Bandaríkjamenn féllu frá ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins um að koma upp 572 meðal- drægum eldflaugum í Vestur- algera yfirburði Sovétmanna Evrópu. Viðbrögðin í Vestur-Evrópu hafa verið með ýmsu móti. Flestir þjóðarleiðtogar hafa enn ekkert um tillögu Gorbachevs sagt en Margaret Thatcher sagði um hana, að hún væri fáránleg og til þess eins fallin að ákveða að Sov- étmenn ættu að bera höfuð og herðar yfir vestræn ríki í vopna- búnaði. Denis Healey, talsmaður Verkamannaflokksins breska, fagnaði hins vegar tillögunni. Stjórnmálaskýrendur margir telja tillögu Gorbachevs gerða til að reka fleyg á milli Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu. Var raunar búist við tilraunum i þá átt samfara viðræðum stórveldanna í Genf en bandarískir embættismenn telja.a ð Sovétmenn þykist aðeins eiga eitt erindi í þessar viðræður og það er að koma í veg fyrir geim- varnaráætlanir Bandaríkjastjórn- ar. Til að ná því markmiði hyggist þeir sýna sveigjanleika í samning- um um meðaldrægu flaugamar að Grikkland: Harðskeytt kosninga- barátta fer í hönd AþeDU, 6.—9. mpr. AP. STJÓRNMÁLASÉRFR/EÐINGAR spá því, að í hönd fari mjög harðskeytt kosningabarátta í Grikklandi, eftir fjölmennan útifund Nýja Lýðræðisflokks- ins á Syntamagtorgi í Aþenu á föstudag. Konstantin Mitsotakis, formaður flokksins, gerði þar harða hríð að Adreas Papandreou, forsætisráðherra, fordæmdi óstjórn hans á kjörtímabilinu, hringl og vingulshátt í utanríkis- málum og síðast en ekki sízt lögleysu við forsetakosningarnar á dögunum. Papandreou hafði í miðri síð- ustu viku óskað eftir því við Zartz- etakis forseta, að hann ryfi þing svo að hægt væri að boða til kosn- inga í júní eða um það bil 4 mán- uðum fyrr en áætlaö hafði verið. Búizt hafði verið við því að Pap- andreou tæki ákvöruðun um að flýta kosningum, eftir það sem á undan var gengið. Þegar þetta er ritað hefur kosningadagur ekki verið ákveðinn, en samkvæmt óstaðfestum heimildum segir að líklegast sé að kosningarnar verði 2. eða 9. júní. AP-fréttastofan segir að óhætt sé að fullyrða að mikill hiti sé í mönnum í upphafi kosningabar- áttu og þar sem Mitsotakis for- maður Nýja lýðræðisflokksins, njóti vaxandi fylgis geti orðið mjótt á mununum. því marki, að Vestur-Evrópuþjóð- irnar leggi að Bandaríkjastjórn að semja um geimvarnirnar. Tillaga Gorbachevs kemur mán- uði áður en Reagan og aðrir leið- togar vestrænna þjóða hittast á árlegum fundi í Bonn í Vestur- Þýskalandi og minnir um sumt á „friðarsókn" Sovétmanna árið 1983, sem hafði það að markmiði að hindra uppsetningu meðal- drægu eldflauganna. Var þá ekki síst höfðað til friðarhreyfinganna, sem eru margar fjölmennar á Vesturlöndum en bannaðar aust- antjalds. Þegar þessi áætlun Sov- étmanna fór út um þúfur hættu þeir viðræðunum um kjarnorku- vopnin. Tillaga Gorbachevs nú er ekki síður en fyrr stíluð til friðarhreyf- inganna og viðbrögð forystu- manna hennar hafa ekki látið á sér standa. Hafa þeir skorað á Bandaríkjastjórn að ganga að til- lögu Gorbachevs. Japanir boða nýjar efnahagsráðstafanir Tókýó, 9. »prfl. AP. YASUHIRO Nakasone, forsætisráð- berra Japans, skoraði á Japani í dag að vinna með stjórnvöldum að fram- gangi nýrrar þriggja ára áætlunar, sem miðar að því að opna japanskan heimamarkað meira fyrir erlendum framleiðsluvörum, með því að kaupa meira af innfluttri vöru. Áætlunin var kynnt fyrr í dag og samkvæmt henni verða gerðar ýmsar ráðstafanir í viðskiptamál- um til að koma til móts við kröfur Bandaríkjamanna og annarra helztu viðskiptaþjóða Japana. Það sýnir hve mikla þýðingu japanska stjórnin telur þetta mál hafa að Nakasone kynnti áætlun- ina í ræðu, sem var sjónvarpað, og á blaðamannafundi. Hann skoraði á viðskiptaþjóðir Japana að falla ekki í þá freistni að taka upp verndarstefnu og hét því að hrinda hinni nýju við- skiptaáætlun í framkvæmd án taf- ar. Við Japani sagði hann: „Ég bið ykkur alla að vera opnir fyrir er- lendum vörutegundum til þess að bæta afkomu ykkar." Hann lét einnig í ljós þá von að kaupsýslumenn gerðu sér grein fyrir því að útflutningur einn gæti ekki leitt til stöðugt aukinna viðskipta og snurðulausra sam- skipta við aðrar þjóðir á sviði efnahagsmála og að þeir reyndu að auka innflutning á fullunninni framleiðsluvöru. Nakasone minnti á að Japanir hefðu hagnazt mikið á frjálsri verzlun eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Hann sagði að tæknibreyt- ingar væru að færa heiminn inn á „nýtt þróunarstig" og að vernd- arstefna fæli í sér þá hættu að Japanir misstu af tækifærum, sem gætu leitt til slíkrar nýrrar þróun- Banel, Svíhh, 8. aprfl. AP. FRAMLEIÐENDUR tveggja gigtar- lyfja tilkynntu í dag, að hætt yrði sölu þeirra vegna gruns um, að lyfin geti valdið ýmsum óæskilegum aukaverkunum. Talið er, að um 200 milljónir manna víða um heim noti þessi lyf, sem heita Butazolidin og Tanderil. Talsmenn svissneska lyfjafyr- irtækisins Ciba-Geigy skýrðu frá því í dag, að framleiðslu og sölu Hann sagði að nýja áætlunin kæmi ekki aðeins Bandaríkja- mönnum til góða, heldur þjóðum um allan heim. Þetta er sjöunda áætlun Japana af þessu tagi síðan 1981. Hin nýja áætlun bendir til þess að Japanir hafi gengið að nokkr- um kröfum Bandaríkjamanna um aukinn aðgang að miklum fjar- skiptamarkaði Japans. Ekki er gert ráð fyrir nýjum tollalækkun- um, en sagt að þeim verði komið á síðar á þessu ári. þessara lyfja yrði hætt en víða en einkum þó f Bandaríkjunum og Svíþjóð hefur verið varað við þeim og því haldið fram, að þau hafi valdið dauða allt að 10.000 manna. Talsmenn fyrirtækisins lögðu þó áherslu á, að engin hætta væri á ferðum fyrir gigtarsjúklinga, sem nota þessi lyf, og bentu á, að þau hefðu verið notuð um áratuga- skeið. Framleiðsla tveggja gigtarlyfja stöðvuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.