Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 43
.iíjha oi fluoAaunvQiM .QKiAjaKuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL1985
Minning:
Ágúst Gíslason
Siglufirði
Fæddur 29. ágúst 1897
Dáinn 12. mars 1985
Svipmikið ankeri Siglufjarðar,
Gústi guðsmaður, kvaddi þetta líf
þann 12. mars sl., á 88. aldursári.
Gústi fæddist í Hvammi, Dýra-
firði, árið 1897, sonur hjónanna
Gísla Björnssonar útvegsbónda
þar og konu hans, Sveinbjargar
Kristjánsdóttur. Ungur að árum
hóf Gústi að stunda sjóinn heima í
Dýrafirði. Sjómennskan var hon-
um í blóð borin, en hana stundaði
hann allan sinn starfsdag á meöan
heilsa og kraftar leyfðu.
Til Siglufjarðar kom hann í sjó-
mennsku, en síðar lá leiðin til Ak-
ureyrar, en þar gerðist atburður í
lífi hans, sem átti eftir að móta
allt hans líf. Sjálfur notaði Gústi
eftirfarandi orð um þennan at-
burð: „Ég hitti Guð á Akureyri ár-
ið 1948, og þar samdist svo með
okkur, Guði og mér, að ég keypti
bát með honum, og færi í útgerð
þar sem öllum afla yrði varið til
kristniboðs."
Þessi orð kynnu að virðast vera
brosleg hjá þeim sem ekki þekktu
til Gústa. Én það eru þau ekki
vegna þess að Gústi réðst í þessa
útgerð, keypti bát sinn, Sigurvin.
og gerði hann út fyrir kristniboð. I
nærri fjörutíu ár stundaði Gústi
kristniboðið, bæði á sjó og á landi.
Hann prédikaði Guðs orð
ómengað, hreint og klárt, í nær
fjóra áratugi. Hann stóð á Ráð-
hústorginu og prédikaði.
í viðtalsgrein, sem birtist í
Morgunblaðinu 11. september
1977, var ritað:
„Það var laugardagskvöld, úr-
hellisrigning, og enginn á ferli um
miðbæ Siglufjarðar. Gústi Guðs-
maður var þó mættur til leiks,
með svörtu snjáðu leðurtöskuna,
ræður og Guðsorð í bunkum. í lið-
lega klukkustund flutti hann mál
sitt með miklum tilþrifum, og inn-
blásturinn þaut upp, einn maður
hrópandi á Torginu. Húsin voru í
kvöldmat og létu ekki raska ró
sinni. Hann lifði sig inn i orðið og
frásögn hans varð spennandi og
athyglisverð. Svo söng hann há-
stöfum, hærra en óperusöngvarar
á bezta aldri."
„Sunnudagurinn rann upp, úr-
hellið gengur yfir, og það var tært
og bjart í firðinum. Gústi kom
stássklæddur á Torgið, seltan úr
yfirskegginu, sixpensarinn á sín-
um stað, og innan tíðar hóf hann
upp orðið: „Þeir sem frelsaðir eru
og frjálsir í dag og trúa á Jesúm,
þeir eru í raun frjálsir, eiga frið og
gleði hvernig sem heimurinn velt-
ir sér. Þekkir þú Jesúm Krist, er
hann nú í hjarta þínu?“
Svo vatt prédikarinn sér yfir í 3.
kapítula Danielsbókar og ræddi
um draumfarir Nebúkadnesar
konungs í Babel. Eins og áreldur
undan jökli brauzt orðið fram af
vörum þessa sjómanns og kristni-
boða, hvergi hik, hvergi hailað ís-
lenzku máli.“
Guð sem birtist í Jesú Kristi á
svar við öllu, og kærleikur hans er
hið lifandi smyrsl, sagði Gústi.
Hann bauð, boðaði og hlýddi kall-
inu. „Verið gjörendur orðsins,"
sagði hann, en einmitt þau orð
hefir hann haft í huga er hann hóf
að styrkja fátæk, munaðarlaus
börn um allan heim. Sjálfur hafði
hann áður siglt um öll heimsins
höf, kynnst mannlífinu, og sér-
staklega veitti hann eftirtekt allri
þeirri eymd sem víða virtist vera
til staðar. Hann ákvað því að
styðja lítilmagnann, munaðarlaus
börn. Hann hóf að senda peninga
til margra landa, Afríku, Asíu,
Suður-Ameríku, Astraliu og víðar.
Til dæmis styrkti hann 50 indí-
ánaborn til náms í Bólivíu. Hóf
hann að styrkja þau kornung, en
mörg þeirra hafa nú lokið stúd-
entsprófi. Eitt sinn kom hann
heim á Hvanneyri til að biðja mig
að þýða nokkur bréf utan úr
heimi. Þar var verið að þakka hon-
um aðstoðina, og greindu þeir sem
bréfin sendu frá því hvernig að-
stoð hans hefði hreinlega bjargað
þeim í lífinu, gert þeim fært að
lifa því á mannsæmandi hátt.
Svar hans var ávallt það, að það
bæri ekki að þakka honum, heldur
þeim sem allar gjafir gæfi, hinum
lifandi Guði og Föður.
Sjálfur neitaði Gústi sér um öll
lífsþægindi og bjó lengst af í
bröggum við höfnina (Antons-
bragga) við fábrotið atlæti. Hann
sagðist ekkert hafa að gera með
það sem svo margir eru allt lífið
að keppast við að eignast. Þegar
hann var spurður hvort hann
hefði ekki síma, sagði hann að það
verkfæri þyrfti hann ekki, hann
væri í beinu sambandi við heilag-
an anda og meira þyrfti hann ekki.
Ungur að árum frelsaðist Gústi,
sá hann þá Jesúm á krossinum, en
þá orti hann eftirfarandi ljóð:
Lofaður veri og lofsunginn
mannkynsfrelsarinn Jesú minn.
Huggi og hressi mig hverja
stund
efli og magni hvika lund
Hann styrki minn vilja svo
ég sjái
að stærsta sælan er að honum
ég nái
og veki mér skilning og sér-
hvern minn þrótt
í hans heilaga orði dag hvern
og nótt
Lofsyngi síðan minn munnur
og mál
þann himneska föður
af alhuga sál
Lofa þeim dásemdum hönd mín
og fætur
tökur og blóðæð um daga og
nætur
Svo að mig hungri og þyrsti
í hans vilja
í huganum áköllun Drottins
að skilja
Því að lifa þér hér
í heimi
æðsta mark, sáiin frá
henni streymi
Orð þitt að lesa, gefi mér
hjarta,
er hjá mér bærist
í Ijósinu bjarta
Og þig að finna, í hjartanu
búa,
vekja mér skilning,
að sálinni hlúa
Það er sá straumur af sæt-
leikans friði,
sem sál minni lyftir á há-
leitara sviði
og mátt þann svo stóran, sem
hana í heldur,
himneski Jesú við sál mína
stendur.
Við getum ekki neitt, heilagur
andi getur allt.
Auðvitað varð Gústi fyrir mót-
stöðu, og reynt var að eyðileggja
prédikun hans með spotti. En þeg-
ar það bar við (kraup hann á kné),
og bað, fór síðan aftur til þeirra
sem gerðu gys að málstaðnum rétt
eins og Páll postuli, sem snéri
ávallt aftur til þeirra sem ofsóttu
hann. „Að snúast gegn hinu and-
lega og veraldlega grjótkasti,
hvort sem er í borg eða bæ, í fjöru
eða á fjalli, það er að leggja Guðs
orð fyrir fólk og fá það til að með-
taka það,“ sagði Gústi.
Biblíuþekking hans var einstök.
Hvern dag las hann hið helga orð,
og oft var lesið daglangt, frá
morgni til kvölds. Ekki lét hann
sér nægja að lesa biblíuna á móð-
urmálinu, heldur las hann enskar
þýðingar, gerði hann oft saman-
burð á hinum íslensku þýðingum
og enskum.
Þegar biskup íslands, herra Pét-
ur Sigurgeirsson, heimsótti Siglu-
fjarðarsöfnuð á fimmtíu ára af-
mæli Siglufjarðarkirkju, hitti
hann Gústa að máli á ellideild
sjúkrahússins, hvar hann bjó hin
síðari ár. Áttu þeir gott samtal og
langt, reyndar svo langt að við lá
að biskupinn missti af flugvél
þeirri sem átti að flytja hann til
Reykjavíkur. Umræða þeirra
snérist einkum og sér í lagi um
biblíuna, notkun hennar og biblíu-
þýðingar. Hafði biskup það á orði
að fátítt væri að kynnast svo mik-
illi biblíuþekkingu hjá leikmanni.
Oft styrkti Gústi Hið íslenska
Biblíufélag á liðnum árum, en það
gerði hann enn á nýjan leik með
að arfleiða það félag að öllum eig-
um sínum, að honum látnum.
Margar góðar sögur þekkjum
við í Siglufirði af Gústa. Hann var
mjög fastur fyrir og vissi hvað
hann vildi og hvert hann stefndi.
Oft hafði hann komist í hann
krappan á fleytunni sinni Sigur-
vin. Góðvinir hans siglfirskir sjó-
menn, einkum og sér í lagi báta-
sjómenn, hafa oft þurft að leita
Gústa uppi á hafi úti, í hinum
verstu veðrum. Á hverju sem gekk
sigldi hann særokinn sólstafa
vind, jafnvel í svörtustu þoku.
Einu sinni í kolsvarta þoku hafði
Gústi verið týndur á kænunni
sinni í þrjá sólarhringa. Flotinn
var gerður út og átti hann að
kemba hafflötinn. Þegar þeir voru
----\
komnir nokkuð út fjörðinn kom á
móti þeim sótsvartur þokubakki,
en innan úr bakkanum heyrðist
sungið hástöfum: „Hærra minn
Guð til þín, hærra til þín.“
„Einu sinni var ég í brotsjó,"
sagði Gústi. „Þá reis gafl úr haf-
inu og aldan hóf sig svo hátt, að
leit ekki út fyrir annað en að hún
myndi gleypa allt, þá er það engu
líkt, aldan klofnar eins og bók
opnist, og ég sigli lciðina í gegnum
öldudalinn sem opnaðist með
þverhnípta veggi á bæði borð.
Skrúfan gekk lengi í lausu lofti og
það öslaði og braut allt um kring.
Þannig bjargaði Guð okkur þá,
mér og Sigurvin, eins og venju-
lega. Ég var viss um að allt færi í
kaf, en þá opnaðist brimskaflinn
eins og lófi.“
Þannig var öllu hans lífi varið,
hann var í fylgd með Kristi*
Hvergi vildi hann fara án þeirrar
fylgdar. Hann var sannur í sinni
trú — hann var heill í trúnni —
gjörandi orðsins.
Hið svipmikla ankeri Siglu-
fjarðar er ekki lengur á meðal
okkar. Margir munu sakna hans,
bæði á Ráðhústorginu, á hafi úti, á
samkomum og í messum. í síðustu
messunni sem hann hlýddi á, fékk
hann að segja nokkur orð, prédika,
en þá voru honum einmitt hug-
stæð orðin úr Litlu biblíunni sem
segja: „Að svo elskaði Guð heim-
inn að hann gaf sinn eingetinn son
til að hver sem á hann trúir, glat-
ist ekki heldur hafi eilíft líf.“ í
þeirri messu söng hann sem fyrr
af mikilli innlifun, en margir kór-
félagar höfðu yndi af.
Gústi er horfinn af braut, en
verk hans, og það orð, hið lifandi
orð sem hann boðaði, mun lifa um
alla framtíð, því án þess er engin
von, engin framtíð.
Það á vel við sem kveðja, ljóðið
sem Bragi Magnússon í Siglufirði
orti um Gústa.
Maríuleiði
Blessaðu drottinn bátinn
á bylgjum hafsins og straumum
meðan hann sækir saðning
sjúkum bræðrum og aumum
og veittu likn þeim sem lifa
og látnum frið til að sofa
hvort sem þeir horfa til himins
frá höll eða svertingjakofa.
Þannig við reiðarann ræðir
raular sálm eða kveður
formaður lítillar fleytu
þá fárlegust drynja veður
en í hinni seinustu sjóferð
mun sólin Ijóma í heiði,
þá sitja þeir vinirnir saman
siglandi maríuleiði.
Vigfús Þór Árnason
Kveðjuorð:
Arngrímur Jóhann
Ingimundarson
Fsddur 25. júlí 1920
Iláinn 9. mars 1985
Otför hans fór fram laugardag-
inn 16. mars að Kaldrananesi að
viðstöddum fjölda samferðafólks,
frænda og vina í dásamlegu veðri,
logni og heiðríkju.
Er ég minnist í fáeinum orðum
Adda frænda er mér efst í huga
hans góða skap og elskuleg við-
mót.
Þrem vikum fyrir andlátið hitti
ég hann er hann gisti hjá Svani
bróður mínum og var á heimleið
eftir spítalavist á Vífilsstöðum.
Við vorum þar þrír bræðurnir
ásamt konum okkar og áttum með
Adda þægilega kvöldstund. Rætt
var margt og Addi var bjartsýnn á
bata. Er við kvöddum hann sagði
hann. Verið blessuð, það var gam-
an að sjá ykkur. Síst grunaði mig
þá að þetta væri síðasta samveru-
stundin í þessu lífi.
Foreldrar hans voru Ólöf Ingi-
mundardóttir og Ingimundur
Jónsson búendur á Svanshóli. For-
eldrar Ólafar voru Sína Vilhelm-
ína Jóhannsdóttir Söbeck beykis í
Kúvíkum en hann var fæddur á
Sjálandi. Faðir hennar var Ingi-
mundur Sæmundsson Veiðileysu
Björnssonar Gautshamri. Foreldr-
ar Ingimundar Jónssonar voru
Guðríður Pálsdóttir Jónssonar
bónda í Kaldbak og Sigríðar
Magnúsdóttur. Frá þeim er Páls-
ætt komin. Faðir Ingimundar var
Jón Arngrímsson bóndi Svanshóli
Jónssonar bónda Krossnesi.
Er minnast skal frænda og vin-
ar er maður hefur verið samvist-
um frá bernsku er margs að minn-
ast. Samvinna föður míns og Adda
hefur ávallt verið góð og því mikill
samgangur þar á milli. Áhuga-
málin voru ekki ólík og unnu þeir
báðir saman að félagsmálum.
Fystu minningar um íþróttir eru
bundnar sundi og skíðamótum. Þá
var líf og fjör í Bjarnarfirði og oft
gestkvæmt. Fremstur í flokki við
undirbúning þessara móta var
Addi. Hann lagði yfirleitt allar
svig- og göngubrautir og stjórnaði
í samvinnu við aðra skíðamótun-
um.
Oft undrast fólk á þeim mikla
íþróttaáhuga sem ég hef. Ég sé er
ég íhuga málið að uppvaxtarár
mín hafa að vissu marki verið lif-
andi félagsmálaskóli þar sem
samvinna og samheldni réð ríkj-
um.
Þegar við krakkarnir í Bjarn-
arfirði fórum að læra á skíðum
var Addi okkar fyrsti kennari.
Hann hafði farið á Skíðaskólann á
ísafirði 1944 og síðan verið helsti
áhuga- og hvatamaður um iðkun
skíðaíþróttarinnar á Ströndum.
Nú þegar ég hef kennt íþróttir í
mörg ár sé ég hversu góður kenn-
ari og leiðbeinandi Addi var.
Hann var þolinmóður og jákvæður
í allri tilsögn. Hvatti hann okkur
og hughreysti er illa gekk. Ekki
man ég eftir því að hann þyrfti
nokkurntíma að byrsta sig við
okkur.
Er ég varð eldri og fór að hafa
áhuga á áðurliðnum atburðum
spurði ég hann einu sinni um „dag
Strandamanna" á skíðum. Það var
á skíðalandsmóti íslands er haldið
var við Kolviðarhól 1947. Þar sigr-
uðu þeir Jóhann Jónsson í 16 km
göngu og Ingibjörn Hallbjörnsson
í 10 km göngu. Það var auðheyrt
að hann var stoltur af þessari
frægarför. Keppendur voru aðeins
tveir af Ströndum ásamt farar-
stjóra.
Á þessum uppvaxtarárum var
eins og áður kom fram mikil sam-
vinna milli heimilanna Odda og
Svanshóls. í smalamennsku og
leitum var Addi oftast með hóp
unglinga undir sinni stjórn. Ég
lenti oft í þeim hópi og hann
stjórnaði okkur af festu og leið-
beiningar hans voru glöggar og
hnitmiðaðar.
Á þeim árum er túnið í Goðdal
var nytjað af Bakka, Odda og
Svanshóli á maður margar minn-
ingar. Þá kom sér vel að Addi átti
vörubíl. Margar minningar eru
tengdar ferðum í „Nallanum"
hans Adda.
Þegar við strákarnir fórum að
sparka bolta var Addi og aðrir
fullorðnir með okkur. Um tíma
voru árlegar keppnir í knatt-
spyrnu milli þeirra eldri og yngri
og ýmis skemmtileg atvik áttu sér
stað. Er ég man fyrst eftir var
Addi í marki og lék fyrstu árin
með okkur yngri strákunum.
Hann hafði mikinn áhuga á
íþróttum og hvatti sína menn vel.
Þó að Addi hafi verið ljúfur í
lund var hann ekki skaplaus. En
hann fór vel með skap sitt og var
sáttfús og vildi leysa hvers manns
bón ef hann átti þess kost. ^
Árið 1944 kvæntist Addi Þórdísi
Loftsdóttur frá Skarði. Foreldrar
hennar voru Loftur Bjarnason og
s.k. Helga Jónsdóttir, Hólmavík.
Börn þeirra eru: Erna, gift Baldri
Sigurðssyni frá Klúku búsett á
Baldurshaga. Jón, giftur Þor-
steinsínu Gestsdóttur frá Víði-
dalsá, búsett á Hólmavík. Jóhann
Björn, sambýliskona Sólveig Hall-
dórsdóttir búsett á Framnesi.
Ingimundur, sambýliskona Þor-
björg Haraldsdóttir búsett í
Garði. Guðjón Hjörtur, sambýlis-
kona Signý Hermannsdóttir bú-
sett í Garði. Helga Lovísa, unnusti
er Haraldur V. Ingólfsson, Bæ.
Um leið og ég þakka góðum
frænda og vini samfylgdina á lífs-
leiðinni votta ég öllum aðstand-
endum mína innilegust samúð.
Guð blessi minningu frænda míns.
Sigvaldi Ingimundarson