Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 1

Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 1
72 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 91. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sigur Duartes er staðfestur S»» Sahador. 22. ajwfl. AP. KRISTILEGI demókrataflokkurinn í El Salvador, sem er flokk- ur Jose Napoleon Duarte forseta landsins, fékk hreinan meiri- hluta á þjóðþinginu í kosningunum 31. mars sl. Það var lands- kjörstjórn, sem greindi frá þessu í dag, en fyrri fréttir um úrslit voru ekki byggðar á opinberum tölum. Dr. Mario Samayoa, formaður landskjörstjórnar, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi, að Kristilegi demókrataflokkurinn hefði fengið 33 fulltrúa kjörna á þing, en samtals eru þingmenn 60. Hefur flokkurinn því bætt við sig níu þingsætum frá því síðast var kosið. Hinn hægri sinnaði Arena- flokkur fékk 25 þingmenn kjörna. Tveir aðrir flokkar fengu sinn hvor þingmanninn kjörinn. Nýr forseti Brasilíu: Ætlar að treysta lýðræðið í sessi Sm Paalo, 22. aprfl. AP. JOSE Sarney, sem tekið hefur við embætti for.seta Brasilíu að Tancre- do Neves látnum, bét því í útvarps- ávarpi til þjóðarinnar í morgun, að fylgja þeirri stefnu sem hinn látni forseti markaði og treysta lýðraeði i landinu í sessi. „Ég mun berjast gegn spillingu, verðbólgu, hungrí og ofbeldi," sagði forsetinn í ávarpinu. Tancredo Neves var 75 ára að aldri er hann lést á sunnudag. Hann hafði átt við alvarleg veik- indi að stríða undanfarnar sex vikur. Hann veiktist sama dag og hann átti að sverja embættiseið, sem fyrsti borgaralegi forsetinn í röska tvo áratugi. Mörg gífurlega erfið úrlausnar- efni bíða hins nýja forseta. Bras- ilíumenn eru taldir vera skuldug- asta þjóð „þriðja heimsins“ og nema erlendar skuldir ríksins rúmlega 100 milljörðum banda- ríkjadala. Verðbólgan í landinu er 230 prósent og atvinnuleysi um 40 prósent. Sjá „IJmdeildur arftaki..." á bls. 32. * » Simamynd AP. Gyðingamorðanna minnst Shima Sack frá Los Angeles var í hópi þeirra, sem brustu í grát við athöfn í Philadelphiu á sunnudag, þar sem minnst var þeirra sex milljóna gyðinga, sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöld- inni. Fjórír áratugir eru nú líðnir frá lokum styrjaldarinnar og af þvf tilefni befur gyðingamorðanna verið minnst víða um heim að undanfornu. Þremur Rússum vísað frá Bretlandi Lmdiium, 22. aprfl. AP. BRESKA utanríkisráðuneyt- ið tilkynnti í kvöld, að þrem- ur sovéskum sendiráðs- starfsmönnum í Lundúnum hefði verið vísað úr landi „fyrir athafnir, sem samrým- ast ekki stöðu þeirra.“ Með slíku orðalagi er yfírleitt átt við njósnir. í vikunni sem leið var tveimur öðrum sov- éskum sendifulltrúum vísað frá Bretlandi. Sendiráðsstarfsmennirnir, sem um er að ræða, eru Victor Zaiken, aðstoðarflotafulltrúi, Va- din Cherkasov, aðstoðarhermála- fulltrúi, og Oleg Belaventsev, þriðji sendiráðsritari, sem fer með mál vísinda og tækni. Sovétstjórnin tilkynnti í dag, að þremur breskum stjórnarer- indrekum hefði verið vísað úr landi, og virðist það vera hefnd- arráðstöfun fyrir brottvísun Sov- étmannanna tveggja í fyrri viku. Var „frysting“ Sovétmanna aðeins áróðursbragð? Reisa áfram skot palla fyrir SS-20 Jose Sarney Símamynd AP Washiniflon, 22. aprfL AP. SOVÉTMENN halda áfram bygg- ingu sjö skotpalla í Evrópu fyrir meóaldrægar kjarnorkueldflaugar af gerðinni SS-20 þrátt fyrir yfirlýs- ingu Mikhails S. Gorbacbev á páska- dag, að ákveðið hefði verið að hætta uppsetningu flauganna fram f nóv- ember. Það var Kenneth L Adel- man, forstöðumaður Afvopnunar- stofnunar Bandaríkjanna, sem Skoðanakannanir að loknum verkíaUsátökum í Danmörku: Ríkisstjórnin nýtur stuðn- ings meirihluta kjósenda K»ypm»nn*h«ri,. 22. aprfl. Frá Ib Björnbak. MIKIÐ er nú um skoðanakannan- ir í Danmörku í kjölfar laganna, scm bundu enda á vinnudcilurnar, og verkfallanna, sem efnt var til af þeim sökum. Niðurstaða þeirra er öll á einn veg eða sú, að ríkis- stjórnin stendur vel að vígi meðal þjóðarinnar þrátt fyrir, að launþeg- ar muni verða að sætta sig við kaupmáttarrýrnun á næstunni. rrrtlarhara Morpinblaömna. í könnun, sem Vilstrup- stofnunin gerði fyrir dagblaðið Politiken, kemur fram, að 55% kjósenda telja stjórnina hafa staðið sig vel þann tíma, sem hún hefur setið, en 24% voru á öndverðri skoðun. Jafnaðar- mannaflokkurinn, sem leggur ofuráherslu á, að ríkisstjórn Schlúters verði að fara frá, kem- ur illa út úr könnuninni því að 61% kjósenda telur flokkinn hafa staðið sig illa i stjórnar- andstöðunni og í þessum hóp er helmingur kjósenda flokksins í síðustu kosningum. Aðeins 14% töldu flokkinn hafa staðið sig vel. í könnun, sem Observa- stofnunin gerði fyrir dagblaðið Jyllands-Posten, kemur fram, að 52% kjósenda eru sammála því, að launin hafi aðeins mátt hækka um 2% eins og í lögum stjórnarinnar sagði, og ná- kvæmlega jafn margir voru and- vígir verkföllunum á dögunum. 46% kjósenda voru hins vegar meira eða minna hlynntir verk- fallsátökunum. greindi frá þessu í dag. „Þetta er það sama og þeir hafa áður gert. Þeir senda frá sér yfir- lýsingar um einhliða aðgerðir til að takmarka vígbúnað, en á sama tíma eykst sú hætta sem okkur stafar af þeim,“ sagði Adelman. Þegar Gorbachev tilkynnti um hina einhliða „frystingu" Sovét- manna 7. apríl sl. sögðu talsmenn Bandaríkjastjórnar að um áróð- ursbragð væri að ræða. Var m.a. á það bent að 70 kjarnorkueldflaug- um hefði verið settar upp eftir að Leonid Bresnjef, þáverandi leið- togi Sovétríkjanna, skýrði frá sams konar „frystingu" fyrir þremur árum. Jafnframt benti Bandaríkjastjórn á, að verið væri að gera tilraunir með nýja og mun fullkomnari gerð SS-20 flaugar- innar. Bandaríkjamenn segja að Sov- étstjórnin hafi nú yfir að ráða 414 kjarnorkueldflaugum af gerðinni SS-20. Segja þeir að 100 þeirra sé miðað á skotmörk i Asíu, en hin- um á skotmörk í Evrópu. Adelman sagði að bygging skotpallanna sjö hefði hafist fyrir páska og verkinu síðan verið hald- ið áfram. Jafnframt væri unnið að gerð skotpalla fyrir SS-20 kjarn- orkuflauear austan við (Jralfjöll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.