Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 23. APRÍL1985 57 Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Leitaðu hans með áhugamál þín. Því að það er hans að uppfylla þðrf þína, en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist. Kristín fylgdist vel með nýjung- um í skólamálum og tók virkan þátt í umræðum um það sem efst var á baugi hverju sinni, allt til þess er hún hætti störfum með hálfrar aldar starfsferil að baki. Kristín og Anna systir hennar voru mjög samrýndar. Eins og áð- ur er tekið fram var Anna einnig kennari. Hún stundaði fram- haldsnám við Kennaraskólann i Kaupmannahöfn í norrænu og þýsku. Anna kenndi m.a. við Kvennaskólann á Blönduósi og var skólastjóri þar 1919—1923, en vann lengst af við skrifstofustörf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kristín undi vel hag sínum á efri árum. Hún las mikið og sagði að sér leiddist aldrei. Hún naut þeirrar gæfu að gleymast ekki, en var umvafin hlýju ættingja og vina. Kvödd er heiðurskona eftir langan og farsælan starfsferil. Henni eru færðar þakkir þeirra fjölmörgu hússtjórnarkennara sem hún miðlaði af reynslu sinni og vísaði veginn í námi, sem æf- ingakennari Húsmæðrakennara- skólans. Kennarar, sem unnu með Krist- ínu í skólaeldhúsi Austurbæjar- skólans, kveðja félagslyndan og traustan samstarfsmnn, merkan brautryðjanda i þágu heimilis- fræða. Fjölskyldu hennar sendi ég samúðarkveðj ur. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Blessuð sé minning mætrar konu. Bryndís Steinþórsdóttir í barnæsku hvíldi sá skuggi á tilveru minni að annar afi minn og báðar ömmur voru látin þegar ég fór að muna eftir mér. í þá daga var ennþá sú hefð úr bænda- og fiskimannaþjóðfélagi okkar ríkj- andi, að fjölskyldur voru hnýttar föstum böndum og ættrækni var í heiðri höfð. Afi minn, sá sem lifði, var Helgi Guðmundsson, málara- meistari, fæddur að Brekkum í Mýrdal árið 1877. Eftir að hafa búið sem ekkill með dætrum sín- um um nokkurra ára skeið, kvænt- ist hann aftur 28. maí 1938 Krist- ínu Þorvaldsdóttur, sem fædd var 12. mars 1888 að Flugumýri í Skagafirði, Þorvaldar bónda þar og síðar að Víðimýri. Var mjög kært með þeim hjón- um, afa og Kristínu, og einhugur, og þá varð ég þess ekki síður var að minn hagur hafði vænkast. Ég var þá á níunda árinu og hændist mjög að þessari nýju ömmu og Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. varð strax tíður gestur hjá henni og afa við hvert tækifæri. Þó að mér væri það fljótt ljóst að hún væri snillingur á sviði mat- argerðar, minnist ég þess þó ekki frá æsku minni að ég hefði á henni sérstaka matarást. Mannkostir Kristínar voru slíkir að allir hlutu að laðast að þessarri stórmerku konu. Hún var svo hæversk, að eftirmæli mundu ekki vera henni að skapi, en þó get ég ekki látið vera að lýsa henni nokkuð. Hún var með meðalstór kona vexti og svipmikil en af persónu hennar stafaði göfugleika og hlýju. Skap- gerðin var stórbrotin að upplagi, uppeldi og þroska. Hún var gáfuð, næm og minnug. Þessir eiginleik- ar entust henni til hinstu stundar. Hún var fróð og víðlesin og hafi áhuga á nær öllum málefnum. Heimahagarnir voru henni alltaf mjög kærir og fylgdist hún ávallt með málefnum Skagfirðinga. Hún var skemmtileg viðræðu og afar umtalsfróm og vönduð í tali og minnist ég þess ekki að hafa heyrt hana halla nokkru sinni réttu máli. Eins og áður er sagt var hún víðlesin og hafði mótaðar skoðanir á flestum hlutum en var bæði víð- sýn og umburðarlynd. Kristín var mikil höfðingi og þó alveg laus við stórmennsku og gestrisin var hún með afbrigðum. Eftir að afi minn féll frá eftir langvarandi van- heilsu, árið 1943 heiðraði hún minningu hans árlega með mikl- um fjölskyldu- og vina mannfagn- aði. Hún var afar trygglynd kona og uppskar þá umbun að gamlir vinir hennar og börn þeirra héldu við hana tryggð í löngum ekkju- dómi. Hún unni öllu fögru og hafði mikla unun af ljóðalestri og á ég margar minningar fá stundum sem við áttum saman við lestur fagurra ljóða og var Kristín oftast komin með næstu ljóðabók í hend- urnar áður en ég lauk að lesa sfð- asta kvæðið, því að eitt minnti á annað og hún kunni ógrynni Ijóða utanað. Kristín var ákaflega ættrækin og fylgdist vel með högum ætt- ingja og vina og þá ekki síður áföngum í lífi yngra fólksins. Hún var stálminnug á menn og málefni fyrri daga og birtist við hana langt viðtal í Morgunblaðinu hálf- tíræða, þar sem hún m.a. rifjaði upp nákvæmlega atburði alda- mótakvöldsins. Lengst af bjó hún þar sem þau afi höfðu búið sér heimili, á Selja- vegi 27, og naut mjög umönnunar bróðurdætra sinna, Guðlaugar og Helgu, eftir að elli tók að mæða hana til líkamans; en andinn var hress til hins síðasta. Nokkur síð- ustu árin dvaldist hún þó á hjúkr- unarheimilinu í Hafnarbúðum þar sem hún undi sér vel, eins og hún raunar ávallt gerði heima á Selja- veginum. Hún andaðist svo í Hafnarbúð- um hinn 10. apríl sl., rúmlega 97 ára a aldri eftir mjög stutt veik- indi og hélt fullum sálarkröftum fram til sinnar dauðastundar. Ég er þakklátur hinum æðsta mætti fyrir að auðga líf mitt með náinni vináttu við svo stórbrotna og göfuga manneskju sem Kristín stjúpmóðir föður míns var. Landi Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Á sólbjörtum laugardegi haust- ið 1945 hitti ég frú Kistínu Þor- valdsdóttur fyrst. Við vorum send- ar tvær úr Húsmæðrakennara- skóla íslands til hennar í æfinga- kennslu í eldhús Austurbæjar- skólans í Reyjavík. En þar hafði hún starfað frá stofnun þess skóla. Frú Kristín heilsaði okkur með hlýju handtaki og brosi. Svo hófst kennslan undir henn- ar stjórn. Leiðsögn hennar var róleg og yfirveguð, sem var mikill fengur fyrir byrjendur. Hún hafði góðan aga án hörku og allir virtu hana og leiðbeiningar hennar. Þennan vetur fór ég í nokkur skipti í Austurbæjarskólann sömu erinda. Alltaf var mér tekið jafn- vel og leiðbeint af góðvild. Þegar kennslu var lokið settist hún stundum niður og benti á atriði sem betur mættu fara og gaf góð ráð. Var mér það ómetanlegt. Eftir að ég lauk námi í Hús- mæðrakennaraskólanum 1946 réðst ég að Húsmæðraskóla Suð- urlands að Laugarvatni. Vantaði þar tilfinnanlega prófdómara í heimilisfræðum. Leitaði ég þá til frú Kristínar og fór ekki bónleið til búðar. Kom hún tvisvar austur til min og lét ekki vetrarófærð á sig fá. Greiðslu vildi hún ekki heyra nefnda. Frú Kristín var óvenju fjöl- menntuð kona. Hún tók kennara- próf úr Flensborg 1906. Þá lá leið- in í Verslunarskólann 1907—1908. Eftir það fór hún að kenna í Reykjavík. sem stunda- og smá- barnakennari. Árin 1910—1914 er hún skólastjóri á Hesteyri í N-Isafjarðarsýslu, einnig var frú Kristín einn vetur barnakennari í Seyluhreppi í Skagafirði — en í Skagafirði var hún fædd. En 1915 langaði frú Kristínu að breyta til og hélt þá til Kaupmannahafnar til hússtjórnarnáms. Dvaldi hún þar til 1917 og lauk á þéim tíma prófi frá Statens Lærerhöjskole. Einnig fylgdist hún vel með á sínu kennslusviði og fór utan að afla sér fræðslu t.d. um kennslueldhús. Haustið 1952 réðst ég kennari við Gagnfræðaskóla verknáms. Hann var þá til húsa í Austurbæj- arskólanum. Var frú Kristín þar fyrir og beið sem vinur í varpa. Þó ég væri þar aðeins þann eina vetur í forföllum hélst vinátta. Við töl- uðum saman eða ég leit til hennar á Seljaveg 27. Var það þó of sjald- an. Heimilið á Seljaveginum var heimur út af fyrir sig. Þar voru vandaðir húsmunir, en einkum voru það bækur, myndir og mál- verk sem vöktu athygli mína. Kristín giftist 28. maí 1938 Helga Guðmundssyni málara- meistara, en hann lést eftir tæp- lega 5 ára hjónaband. Helgi var ekkjumaður með uppkomin börn er þau gengu í hjónaband. En sambandið milli barnanna og frú Kristínar var mjög gott og náið. Frændsystkini hennar slógu einn- ig hring um hana — fylgdust með henni eða höfðu hana hjá sér um helgar, ef heilsan leyfði. Á milli frú Kristínar og þessa hóps var gagnkvæm vinátta. Fyrir tæpum mánuði sátum við saman stundarkorn. Fór ég m.a. að minnast á að ég hefði vakað yfir bók Björns Th. Bjömssonar „Seld Norðurljós". Fór frú Kristín þá að segja mér frá brúðkaupi Einars Benediktssonar og Val- gerðar Zoega og glæsileik þeirra. Systirfrú Valgerðar var mikill fé- lagi Kristínar á þessum árum. Eftir að ég kom heim fór ég að hugleiða þetta samtal nánar. Ég gat og get ekki annaö en undrast og dáðst að minni hinnar 97 ára konu og frásagnarmáta öllum. I huga mér kom einnig að festa eitthvað á blað og spyrja nánar um þetta efni. En kveðjustundin kom fyrr en varði. Ég votta öllum vinum og skyld- mennum frú Kristínar innilega samúð. Kveðja mín verður þökk fyrir leiðbeiningar og vináttu allt frá haustdögum 1945. Vilborg Björnsdóttir oa fyl ríuj(#ift Þar sem hreinlœti og smekkvísi eru í öndvegi er góður gólfdúkur lausnin. Við bjóðum mikið úrval af fallegum og sterkum gólfdúkum sem henta heimilum og vinnustöðum. Við veitum fúslega upplýsingar og róðleggingar. Fallegur dúkur er djósn heimilisins. tærsta teppaverslun landsins SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 84850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.