Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Morgunblaðið/Ámi S*berg Þröstur ÞórhullssoD, skólaskák- meisUri Reykjavíkur 1985 f eldri flokkL Skólaskák- móti lokið SKÓLASKÁKMÓTl Reykjavíkur er nýlokió. Keppendur voru um 710 að tölu í tveimur flokkum, um 180 í eldri flokki, þ.e. 7.-9. bekk grunn- skólans og um 530 í yngrí flokki, þ.e. 1—6. bekk. Úrslit urðu þau að skólaskák- meistari Reykjavíkur í eldri flokki varð Þröstur Þórhallsson, Hvassa- leitisskóla, með 8'A vinning, í 2. sæti varð Tómas Björnsson, Hvassaleitisskóla, með 6V4 vinn- ing og I 3. sæti varð Baldur A. Kristjánsson, Laugalækjarskóla, með 6V4 vinning. Þröstur Árnason, skólaskákmeistari Reykjavíkur 1985 í yngrí flokki, er til hægri á myndinni að tafli við Andra Björnsson, Austurbæjarskóla. Þröstur vann skákina og tryggði sér yfirburðasigur í yngrí flokki, fékk m vinning af 9 mögulegum. í yngri flokki varð Þröstur Árnason, Seijaskóla, skólaskák- meistari Reykjavíkur með 8'A vinning, í 2. sæti varð Hannes H. Stefánsson, Fellaskóla, með 7 vinninga og í 3. sæti Sigurður D. Sigfússon, Seljaskóla, með 7 vinn- inga. Tveir efstu piltarnir í hvorum flokki komast áfram á landsmót skólaskákar, sem fram fer í Al- þýðuskólanum á Eiðum dagana 25.-28. april nk. Hljómleikar í Neskirkju „HAF í DROPA“ nefnast hljómleik- ar sem haldnir verða í Neskirkju miðvikudagskvöldið 24. apríl og hefjast kl. 20.30. Bera tónleikar þessir yfirskriftina „Eitt mannlegt samfélag, kærleikur, skilningur, um- burðarlyndi". f fréttatilkynningu frá forráða- mönnum hlómleikanna segir að þar verði flutt trúartónlist frá ólíkum menningarsamtökum. Flutt verður frumsamin íslensk trúartónlist eftir Bergþóru Árna- dóttur og Jónas Þóri, indverskur jógi syngur indverska trúartónlist ásamt litlum sönghóp og flutt verða verk eftir J.S. Bach í nýjum búningi. Á milli tónlistaratriða verða lesin stutt stef úr ýmsum helgiritum mannkyns, tengd yfir- skrift tónleikanna og lesin verða upp ljóð Sigvalda Hjálmarssonar. Umsjón með tónlistarflutningi hefur Jónas Þórir en ásamt hon- um spila þeir Graham Smith, Bjarni Sveinbjörnsson og Stefán Jökulsson, að því er segir í frétta- tilkynningu. Vindur í stað kjarnorku — eftirPétur Pétursson Sænski orkumálaráðherrann Birgitta Dahl lagði fyrir nokkru fram frumvarp að langtímaáætl- un í orkumálum. Þar er gert ráð fyrir að öll kjarnorkuver verði lögð niður ekki síðar en árið 2010 og er það í samræmi við ákvörðun er sænska þingið hafði áður tekið. Ekki eru samt allir á eitt sáttir um hvernig að þessu skuli standa og enn síður hvað eigi að koma i staðinn fyrir þau 12 kjarnorkuver sem nú eru í notkun. Það er stórt fjárhagslegt og þjóðhagslegt at- riði hvenær á tímabilinu fram að 2010 kjarnorkuverin verða lögð niður. Hér kemur einnig til álita hvernig túlka beri niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 1980 um tilvist kjarnorkunnar sem orkugjafa í Svíþjóð. Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafði afstaðan til kjarn- orkunnar verið eitt aðaldeilumálið í stjórnmálunum um árabil. Af- staðan til málsins fór ekki eftir flokkslínunum og foráðamenn flokkanna tóku það ráð að lokum að vísa málinu til úrskurðar þjóð- arinnar til að skera á þann póli- tíska hnút sem málið var komið í. Flokkarnir voru að nafninu til 1 forsvari fyrir ákveðnum leiðum úr vandanum. Á bakvið leið 1 stóð forysta Móderataflokksins (íhaldsflokksins) sem vildi að þau kjarnorkuver sem í notkun væru, og þau sem hafin væri bygging á, skyldi nota og reka samkvæmt áætlun. Þessi leið fékk 18,9% greiddra atkvæða. Sósíaldemó- kratar og frjálslyndir stóðu að leið 2 sem einnig vildi að kjarnorku- verin tólf yrðu rekin áfram, en að þau yrðu tekin úr umferð fyrr en leið 1 gerði ráð fyrir eða ekki seinna en eftir 25 ár. Þessi leið gerði einnig ráð fyrir að orkuverin yrðu eign þjóðarinnar, þ.e.a.s. yrðu þjóðnýtt. Þessi stefna fékk 39,1% greiddra atkvæða. Þriðja leiðin, stutt af Miðflokknum, kommúnistum og kristilegum demókrötum, fól í sér að hætt yrði tafarlaust við byggingu allra Birgitta Dahl orkumálaráðherra Svía hefur lagt fram ítarlega fram- tíðaráætlun í orkumálum. nýrra kjarnorkuvera og þau sex sem í notkun voru þá skyldu lögð niður innan 10 ára. Þessi leið (sem töluvert margir jafnaðarmenn studdu opinberlega) fékk 38,7% fyigí- Öryggid stærsta vandamálið Áætlun orkumálaráðherrans tekur ekki fram hvenær á tímabil- inu fram að 2010 kjarnorkuverin verði lögð niður og ekki ( hvaða röð. Það á að ákvarðast af öryggis- þættinum sem hefur verið aðal- málið í þessari umræðu frá byrj- un. Ráðherrann bendir á að fram- farir á þessu sviði hafi orðið og að taka verði tillit til þeirra niður- staðna semn vænta megi f fram- tíðinni af rannsóknum þeim sem í gangi séu. Eins og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýna er töluvert stór hluti þjóðarinnar algerlega á móti kjarnorku sem orkulind. Þessi hópur sem mikið bar á seinni hluta áttunda áratug- arins var i raun þess valdandi að málið varð tekið upp til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hann hefur mestar áhyggjur af slysa- og mengunarhættu. Talsmenn þess- ,.1>AD ERIBM S/36 OG PC AÐ ÞAKKA AÐ VÖRUBIRGÐIR OKKAR ERU ÁKJÓSANLEGAR“ Kristinn Jörundsson, Hildu hf. „Ef þú þarft að geyma 600 vörutegundir í 1—6 stærðum frá 30 framleiðendum ullar- vara er þér vandi á höndum nema þú getir treyst tölvunni þinni og starfsliði.“ „Hér hjá Hildu tölum við um „biblíuna okkar“. Hún er hjálpar- gagnið okkar við stýringu á framleiðslu og ein meginforsenda þess að framhald verði á vexti síðustu ára. Sjáðu til, hérna hjá Hildu not- um við ekki aðeins IBM tölvur við fjárhagsbókhald, viðskiptamanna- bókhald, lagerbókhald og launabókhald (þetta er hvort eð er nokkuð sem sérhver tölva ætti að geta leyst nú á tímum). Nei, sem ég segi, mergur málsins er „biblían44 sem við fáum frá S/36 og vinnum áfram í PC vinnustöðvunum okkar. Þannig fáum við fullkomna mynd af öll- um pöntunum fram á daginn í dag. Jafnframt veitir hún okkur ná- kvæmar upplýsingar um vörubirgðir og allt sem við eigum von á að fá afhent næstu þrjá mánuði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.