Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Egilsstaðin Undirbúningi Héraðsvöku lokið Egilastödum, 21. aprfl. STJORN Menningarsamtaka Héraðsbúa hefur verið önnum kafin að undanförnu við að undir- búa árlega Héraðsvökuhátíð sem haldin hefur verið um sumarmál ár hvert hér á Egilsstöðum. Undir- búningi er nú lokið og hefst Hér- aðsvakan á fimmtudag, sumardag- inn fyrsta, og lýkur á sunnudag, 28. apríl. Héraðsvakan hefst að þessu sinni með opnun ljósmyndasýn- ingar — er Safnastofnun Aust- urlands hefur veg og vanda af. Ljósmyndirnar eru úr Ljós- myndasafni Austurlands og verður sýningin opin alla daga Héraðsvökunnar. Henni verður fyrir komið í anddyri Vala- skjálfar. Á sumardaginn fyrsta efnir Karlakór Fljótsdalshéraðs til söngskemmtunar í Egilsstaða- kirkju. Stjórnandi karlakórsins er Árni ísleifsson en undirleik- ari David Knowles. Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður síð- an sérstök unglingavaka í Vala- skjálf — þar sem grunnskóla- nemendur á Fljótsdalshéraði munu annast skemmtiatriði. Á föstudag verður sérstök dagskrá í Valaskjálf er brott- fluttir Héraðsbúar munu ann- ast. Má þar til nefna Hákon Að- alsteinsson, Silju Aðalsteins- dóttur, Þórhall Guttormsson og Jón Steinar Jónsson. Á laugardag verður dagskrá í Valaskjálf í revíu-stíl. Þar mun Lúðrasveit Tónskóla Fljótsdals- héraðs koma fram, þjóðdansa- flokkurinn Fiðrildin og galvask- ir harmonikkuleikarar auk stór- leikara úr Leikfélagi Fljótsdals- héraðs. Að dagskrá lokinni verð- ur almennur dansleikur í Vala- skjálf. Héraðsvöku mun síðan ljúka á sunnudag, 28. apríl, með dagskrá kl.16 — þar sem endur- tekin verða ýmis atriði undan- genginna daga. — Ólafur Doktorsvörn við verkfræði- og raunvísindadeild DOKTORSVÖRN fer fram vió verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands laugardaginn 27. aprfl nk. Páll Imsland jarðfræó- ingur mun þá verja ritgerð sína „Petrology, Mineralogy and the Evolution of the Jan Mayen Magna System“ til doktorsnafn- bótar í raunvísindum. Andmælendur af hálfu verk- fræði- og raunvísindadeildar verða Peter Baker, prófessor í jarðvísindum við háskólann í Nottingham, og prófessor, dr. Sigurður Steinþórsson. Deild- arforseti verkfræði- og raunvís- indadeildar, prófessor, dr. Þor- leifur Einarsson stjórnar at- höfninni. Doktorsvörnin fer fram í há- tiðarsal háskólans og hefst kl. 14. Öllum er heimill aðgangur segir í frétt frá Háskóla Is- lands. Snæfellsnes og Dalir: Gefa öllum kirkjum í prófastsdæminu sálmabækur Saurbæ, 20. apríl. NÝLEGA hefur Gísli Sigur- björnsson forstjóri á Elliheimilinu Grund í Reykjavík ákveðið að færa kirkjum í Snæfellsness- og Dala- prófastsdæmi, en þær eru 26 að tölu, sálmabækur að gjöf, 620 tals- ins, og kemur það sér mjög vel, þar sem víða var viðbótar þörf og i sumum tilfellum höfðu kirkjurnar ekki áður eignast nýju útgáfuna frá 1975. Hér er um sérlega góða gjöf að ræða og eru gefanda fluttar alúðarþakkir fyrir hlýhug hans og stuðning við kirkjulegt starf með þessari góðu gjöf, og jafnframt er þess minnst, að þetta framtak er þó aðeins liður í margvíslegri viðleitni hans til að styrkja kirkjur og söfn- uði víða um land. UH Fiskverkendur — útgerðarmenn Útvegum til afgreiöslu strax eftirfarandi notaöar vólar til fiskverkunar: ATLAS VD740 ísvél, sem framleiöir 20 tonn á dag. SABROE ísvél, sem framleiöir 40 tonn á dag. Lárétt „Jackstone“ frystitæki fyrir fiskiskip (20 stööva), notuö. Lárótt „APV“ frystitæki fyrir fiskiskip (30 stööva), not- uö. Arenco roðflettivélar. Verö mjög hagstætt. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Sjávarvörur hf. Bergþórugötu 21, símar 26204 — 26280. Morgunblaðid/Július Peysufatadagur í V erslunarskólanum Peysufatadagur var haldinn í Verslunarskólanum í fyrri viku með hefðbundnum hætti. Nem- endur fjórða bekkjar mættu prúðbúnir í skólann, stúlkurnar í upphlutum og peysufötum og drengirnir kjólfötum með pípu- hatta á höfði. Gengu nemendur síðan í fylkingu um bæinn með blóm í barmi og kættu vegfar- endur með söng sínum. Þá var tekið lagið fyrir utan Stjórnar- ráðið, Alþingi og Kvennaskólann og að síðustu sungið fyrir vist- menn á Elliheimilinu Grund. Peysufatadeginum lauk með dansleik á Hótel Sögu um kvöld- ið. Þrátt fyrir að tískan sé frá annarri ðld en stúlkurnar verður því ekki neitað að vel fer saman æskufegurðin og þjóðbúningurinn. í Hvort stúlkurnar hafa komizt í kast við lögin skal ósagt látið, en ekki virðist vörður laganna er ræðir við þær strangur á svip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.