Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRH)JUDAGUR 23. APRÍL 1985 íöðru húsinu er rætt um hitt Hér má sjá hið nýja hús Seðlabanka íslands í horni Arnarhóls, en það hús sem og starfskjör bankastjóra ríkisbankanna hafa verið mjög til umræðu í fjölmiðlum undanfarið, m.a. í húsinu sem sést til hægri á myndinni, sem hýsir RÚV þangað til það flytur í veglegri „höll“ í nýja miðbænum. Bankastjórar komu enn við sögu f umræðu á Alþingi í gær, sem ekki lauk, og framhald verður væntanlega nk. miðvikudag, þ.e. á morgun. Guðmundur Einarsson um starfskjör bankastjóræ Lítt breytt í bankaráðherra- tíð allra gömlu flokkana Baldri Möller ialin úttekt og tillögugerð um framtíðarfyrirkomulag Starfskjör bankastjóra ríkisbankanna settu svip á störf Alþingis í gær, er stjórnarfnimvarp um viðskiptabanka kom til framhaldsumræðu í neðri deild . Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðu starfskjör bankastjóra ríkisbank- anna, einkum kaupauka, sem leysir af hólmi fyrri bflafríðindi, sem og hlunnindi tengd eftirlaunagreiðslum. Það kom fram í þessari gagnrýni að aðalbankastjórar eru ekki í lífeyrissjóðum viðkomandi bankastarfsfóiks, greiða ekki iðgjöld til þeirra og skila mun styttri starfsævi til fullra eftir- launa. Þingmannafrumvarp: Lífeyris- sjóður sjómanna Fram hefur verið lagt frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyr- issjóð sjómanna. Flutningsmenn eru Pétur Sigurðsson (S), Stefán Guð- mundsson (F), Garðar Sigurðsson (Abl.), Karvel Pálmason (A) og Guð- rún Agnarsdóttir (Kvl.). Meðal efnis- atriða er: • Til grundvallar stigútreikningi skal fyrir hvert almanaksár til árs- loka 1984 reikna árslaun miðað við fast dagvinnukaup 52 vikur á ári, samkvæmt 2. taxta Dagsbrúnar með fullri starfsaldurshækkun. Frá 1. janúar 1985 skulu grundvallarlaun vera 14.100 kr. á mánuði miðað við þáverandi kauplag. Sjóðstjórn ákveður, að fenginni umsögn Kjara- rannsóknanefndar, breytingar á grundvallarlaunum þessum í sam- ræmi við breytingar á launum verkamanna samkvæt kjarasamn- ingum... • Hver sjóðfélagi, sem orðinn er fullra 65 ára að aldri, á rétt á ellilíf- eyri úr sjóðnum. • Heimilt er sjóðfélaga að fresta tðku ellilífeyris til 75 ára aldurs og hækkar þá upphæð Hfeyris vegna réttinda sém áunnin vóru fram til 65 ára aldurs um 'k % fyrir hvern mánuð sem töku hans er frestað fram yfir 65 ára aldur. Hafi sjóðfé- lagi öðlast rétt til töku ellilífeyris frá 60, 61 eða 62 ára aldri, skv. 3. mgr. 12. gr., hækkar upphæð ellilíf- eyris vegna réttinda, sem áunnin vóru fram að þeim tíma, um Vz% fyrir hvern mánuð sem töku hans er frestað fram yfir þann aldur. • Haldi sjóðfélagi áfram að ávinna sér réttindi eftir að hann hefur haf- ið töku ellilifeyris skulu stig hans reiknuð á ný er hann hefur náð 65 ára aldri og síðan aftur við 70 og 75 ára aldur, en reiknað skal með sama meðaltali launa, sbr. 2. mgr., og gert var við fyrri úrskurð. • Andist sjóðfélagi, sem greitt hef- ur iðgjald til sjóðsins og eöa notið úr honum örorkulifeyris a.m.k. 6 mán- uði á undanfarandi 12 mánuðum, eiga þá börn hans og kjörbörn rétt á lífeyri úr sjóðnum til 18 ára aldurs. • Falli iðgjaldagreiðslur niður i meira en 6 mánuði samfleytt af öðr- um ástæðum en veikindum eða at- vinnuleysi telst hlutaðeigandi ekki lengur til sjóðfélaga. HALLDÓR BLÖNDAL (S) kvað bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, sem veitt eru árlega, leggja þær kvaðir á þátttökuþjóðir, að ieggja fram tvö skáldverk á þeim tungum, sem talaðar eru i Dan- mörku, Noregi eða Svíþjóð. Halldór taldi Finna hafa sér- stöðu með tvö ríkismál, finnsku og sænsku. Færeyingar skrifuðu fær- eysku og dönsku jöfnum höndum enn sem komið er. Mál horfðu öðru visi við íslendingum. Við hljótum að minna á, sagði Halldór, að íslenzkan geymir, ein lifandi mála, elztu skáldverk og bókmenntir norrænna manna. Fyrir þá sök ætti metnaður allra norrænna þjóða að standa til þess að islenzk tunga sér virt til jafns við aðrar norrænar tungur, þegar úthlutun bókmenntaverðlauna JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR (A), Svavar Gestsson (Abl.) og Guð- mundur Einarsson (BJ) gagnrýndu einkum óhóflegan kaupauka, kr. 450.000.—, sem aðalbankastjórar Norðurlandaráðs á i hlut. Skiptir í því efni ekki máli þó við séum færri að tölunni til en Danir, Norðmenn eða Svíar. Halldór harmaði það að nokkrir íslenzkir þingmenn hafi vanhugsað sett fót fyrir það á þingi Norður- landaráðs, að réttur íslenzkrar tungu og islenzkra skálda verði að þessu leyti virtur. Þýðing úr ís- lenzku yfir á aðrar þjóðtungur sé vandasöm og skili oftlega ekki því sem skila þurfi. PÁLL PÉTURSSON (F) sagði tillögu þessa óþarfa. Þegar sé heimilt að leggja fram verk á ís- lenzku. Hinsvegar hefur venjan verið sú, eins og Páll komst að orði, „að verkin hafa verið þýdd á ein- hverja granntunguna". Núverandi framkvæmdi hafi auk þess þann kost að íslenzkar bækur séu á fengju í stað fyrri bilafriðinda, sem og fríðindi varðandi lifeyrisgreiðsl- ur. Aðalbankastjórar Seðlabanka fengju full eftirlaun eða 90% launa eftir 12 ára starf sem slikir og aðal- hverju ári þýddar yfir á annað Norðurlandamál, „höfundum að kostnaðarlausu". GUÐRÚN HELGADÓTTIR (Abl.) sagði tvær ástæður liggja til þess að íslenzkar bækur lagðar fram í Norðurlandaráði væru „þýddar á eitthvert hinna norrænu mála“. í fyrsta lagi til þess að „dómnefndin eigi auðveldara með að lesa þær“. f annan stað til þess að þær séu þá þegar tilbúnar til útgáfu á Norðurlöndum. Ekkert bannar viðkomandi höfundum að leggja verk sín auk þess fram á ensku, ef þeir kjósa svo að gera. ÁRNI JOHNSEN (S) kvað hér um að ræða reisn, rétt og virðingu íslenzkrar tungu. Hann vitnaði til greinar ungs rithöfundar, Jakobs Ásgeirssonar, í Morgunblaðinu, þar sem hann tiundaði viðhorf Jóns Sigurðssonar forseta og Grims Thomsen skálds, sem fyrr á tíð héldu fram jafnrétti íslenzkrar tungu gagnvart öðrum Norður- bankastjórar viðskiptabanka i eigu ríkisins eftir 15 ár. Hin almenna regla í þjóðfélaginu væri hinsvegar að miða við 35 starfsár til fullra eftirlauna, sem fólk þar að auki keypti rétt til með ákveðnum ið- gjöldum í eigin lífeyrissjóði. GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) spurði m.a., hvers vegna er Al- þingi að kjósa bankaráð? Er verið að búa til fylgsni fyrir „lífskjara- pot“ og „hákjarabaráttu”? Hvers vegna gilda ekki sömu Hfeyriskjör um bankastjóra og aðra starfsmenn landamálum. Þeir hafi rökstutt sitt mál með svipuðum hætti og flutn- ingsmenn þeirrar tillögu, sem nú væri rædd. Guðrún Helgadóttir heldur því fram, sagöi Árni, að íslendingar hafi fengið nógu mörg verðlaun á þessum vettvangi. Verðlaunin skipta ekki öllu máli. Það er staða okkar sem þjóðar og staða tungu okkar gagvart öðrum norrænum þjóðtungum sem skiptir megin- máli. Árni kvað metnað Páls og Guðrúnar fyrir hönd móðurmálsins minni en verðugt væri. HALLDÓR BLÖNDAL (S) kvaðst hafa átt á ýmsu von vegna þessarar tillögu sinnar þegar málið kom til umræðu á þingi Norður- landaráðs. Þó ekki orðum eins og hroki og þjóðremba, þegar það eitt er lagt til, að hlutur íslenzkrar tungu sé gerður jafn öðrum þjóð- tungum á samnorrænum bók- menntavettvangi. Fleiri tóku til máls, þó ekki sé frckar rakið að sinni. bankanna? Hann taldi fara betur á því að bankaráðherra skipaði bankaráð, sem siðan bæru ábyrgð gagnvart honum. Hlunnindi banka- stjóra standa rótum langt aftur i tíma, sagði GE efnislega, og breytt- ust i raun ekki, þó bilafríðindi væru reiknuð i kaupauka. Þau hafa verið þessi í bankaráðherratið manna úr öllum gömlu flokkunum, hvort heldur þeir eru nú í stjórnaraðstöðu eða stjórnarandstöðu. STEFÁN VALGEIRSSON (F) sagði friðindi bankastjóra, sem nú væri deilt um, vera meir en hálfrar aldar gömul. Þeim hafi að vísu ver- ið breytt í bankaráðherratið Gylfa Þ. Gislasonar, formanns Alþýðu- flokksins, og staðið lengst af siðan, eins og þá var gengið frá þeim. Stefán krafðizt þess að frumvarp um Seðlabanka verði lagt fram áð- ur en þingnefnd afgreiðir framkom- ið frumvarp um viðskiptabanka. Einnig þurfi að liggja fyrir, áður en nefnd afgreiðir frumvarpið, hvort og þá hvernig fækka eigi viðskipta- bönkum. MATTHÍAS Á. MATHIESEN, ráðherra bankamála, kvað Alþingi kjósa bankaráð ríkisbanka. Hug- myndin að baki þess fyrirkomulags væri eflaust sú að löggjafinn, sem setur bönkunum laga- og starfs- ramma, gæti í gegnum bankaráðin fylgst með starfsemi ríkisbank- anna. Skiptar skoðanir væru hinsvegar um, hvort bankaráð ættu að hafa ákvörðunarvald um starfskjör bankastjóra. Ýmsir héldu því fram að Kjaradómur ætti þar um að fjalla eins og kjör ýmissa aðila, sem sérstöðu hafa í embættiskerfinu. Hann gat þess að þegar síðast var ráðinn bankastjóri f Seðlabanka hafi viðkomandi sezt á bekk með öðrum starfsmönnum bankans, að því er Hfeyrisréttindi varðar. Sfðan gat ráðherra þess að hann hefði fal- ið Baldri Möller, fyrrum ráðuneyt- isstjóra, að gera athugun á og meta starfskjör bankastjóra og fyrir- komulag þeirra, sem og að gefa ábendingar um framtíðarfyrir- komulag. Umræðu lauk ekki. Kvöldfundur var ráðgeröur í gær um frumvarp til lánsfjárlaga, sem efri deild hefur þegar afgreitt. Halldór Blöndal í umræðu á Alþingi: íslensk tunga virt til jafns yið önnur Norðurlandamál viö úthlutun bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Halldór Blöndal (S) mælti nýverið fyrir tillögu til áskorunar á ríkisstjórn- ina, þess efnis, að hún beiti sér fyrir því að íslenzka verði jafnrétthá sænsku, dönsku og norsku þegar verk eru lögð fram og metin til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.