Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1985 >, 0ara Pi'mm mírwitur í i/i&bót. Afi er böinn cÁ stanoUi i allan dag• • BréfríUrí segir búnað hafnarinnar alian eins í megindráttum og gerist i nýjum hafnarmannvirkjum annars staðar hérlendis. Góðan daginn. Getum við þá byrj- að , mamma? Hafnaraðstaða á Grundartanga Pétur Baldursson, flutninga- stjóri hjá íslenska járnblendifé- laginu hf., skrifar: „I dálkum Velvakanda 14. þ.m. er sagt frá símhringingu frá „sjó- mannskonu", þar sem því er hald- ið fram, að við bryggjuna á Grundartanga „sé einhver örmur- legasta hafnaraðstaða, sem sést hafi“. Spurt er sérstaklega um ör- yggisútbúnað og hafnarvakt, þeg- ar skip liggja við bryggju. Þvi er til að svara, að gerð og búnaður hafnarinnar er f öllum megindráttum eins og gerist á nýjum hafnarmannvirkjum hér- lendis. Laus björgunarbúnaður er hinn sami og annars staðar tíðk- ast. Skip sem leggjast að bryggju eru með landgöngubrýr eins og önnur vöruflutningaskip, ásamt öryggistækjum, en höfnin hefur talið að landgöngubrýr séu á ábyrgð skips og forráðamanna þess. Um hafnarvakt er það að segja, að um hana er ekki að ræða á bryggjunni á Grundartanga frem- ur en almennt í höfnum hér á landi. Hinsvegar er eðli skipa- koma og vinnu við skip á Grundar- tanga þannig að oftast eru skip losuð og lestuð strax og þau koma. Þannig er unnið við skipin nær 80% af legutíma þeirra. I þessu er verulegt öryggi umfram aðrar hafnir. Sérstök opinber nefnd fjallar um öryggi í höfnum og Slysa- varnafélag íslands lætur þau mál einnig til sín taka. Járnblendi- félaginu er mjög umhugað um, i þessu tilliti sem í öðrum rekstri sínum, að beita öllum tiltækum ráðum til að koma I veg fyrir slys.“ HÖGNI HREKKVÍSI ÉO ER. AP UCRA „ /HORGUNBLÁSTORIMN ". Bréfritari vill að Islendingar semji við varnarliðið um afnot af Keflavíkursjónvarpinu heldur en að fá lélega dagskrá frá hinum Norðurlöndunum. Afnot af Keflavíkursjónyarpi E.K. skrifar: „Virðulegi Velvakandi: Þú hvetur okkur utanbæjar- menn að senda þér línur og verður það hér með gert. Mikið hefur ver- ið rætt um útvarps- og sjónvarps- málin hér í dálkum þínum og sýn- ist sitt hverjum að vanda og vil ég með þessu bréfi segja mitt álit á málunum. „Mannanna verk eru mörg hver skrítin" stendur á einum stað og á það sannarlega við um sjónvarps- mál okkar fslendinga. Fyrir rúm- um tíu árum var endanlega lokað fyrir Keflavíkursjónvarpið og áttu kommúnistar þar stærstan hlut að máli enda voru þeir þá I ríkis- stjórn. En hvers vegna þegir fólk yfir svona hlutum og lætur svona vitleysu viðgangast? Ég tel að dagskrá Keflavíkursjónvarpsins sé mun betri en dagskrá íslenska sjónvarpsins. Fjölbreytnin er miklu meiri og þar að auki er þar sjónvarpað allan sólarhringinn í staðinn fyrir þrjá til fjóra klukku- tíma á sólarhring. Heimsfrægir þættir eru í Kefla- víkursjónvarpinu eins og „Falcon Crest“, „Skemmtiþáttur Johnny Carson“ og þar að auki eru sýndar tvær kvikmyndir á sama sólar- hringnum alla daga vikunnar. Þá má geta þess að barnatimar Keflavíkursjónvarpsins eru stór- góðir og er það meira en hægt er að segja um barnatíma íslenska sjónvarpsins. Mikið hefur verið rætt um hérlendis að undanförnu að auka fjölbreytni í sjónvarps- málum og er það vel. Ég tel að við íslendingar ættum að semja við varnarliðið um afnot af Keflavík- ursjónvarpinu enda er það miklu skárri kostur en leiðinlegt norskt sjónvarp. Að lokum vil ég segja að engin þjóð stendur Bandaríkja- mönnum framar I sjónvarpsmál- um. Við íslendingar viljum sjá sjónvarpsdagskrá á heimsmæli- kvarða en ekki lélega dagskrá frá hinum Norðurlöndunum." Kollgátan Sigurjón Sigurbjörnsson skrif- ar: „Það hlýtur að vera lágmarks- krafa til þeirra sem stjórna spurningaþáttum að þeir viti rétt svör við þeim spurningum sem þeir leggja fyrir keppendur. Svo var þó ekki í síðasta spurn- ingaþætti í sjónvarpinu 13. apríl sl. þar sem spurt var um hvenær Henrik Ibsen hefði andast. Til leiðbeiningar var sagt að sama ár hefði orðið mikill jarð- skjálfti í Kaliforníu og að lokum var sýnd mynd frá mótmæla- göngu bænda að stjórnarráðinu 1. ágúst 1905. Rétt svar taldi spyrjandi árið 1905, en það er rangt. Ibsen dó 23. maí 1906 og jarðskjálftinn var 19. apríl 1906.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.