Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Minning: Þorgrímur G. Guðjóns son húsasmiður Fæddur 18. nóvember 1920 Dáinn 11. npríl 1985 Kveðja frá barnabornum Hann afi okkar er dáinn. Við áttum erfitt með að trúa þvi, þegar okkur var sagt að hann Þorgrímur afi í Rofabæ væri dá- inn. Hann sem var með okkur öllum í afmælinu hennar Ásdísar daginn áður í nýju fötunum sínum. En enginn veit hvað morgun- dagurinn ber í skauti sínu. Við minnumst þess sérstaklega hvað afi gaf okkur alltaf mikinn tíma, þegar hann kom til okkar eða við heimsóttum hann og ömmu í Rofabæ. Hann las fyrir okkur, spilaði fótbolta og kenndi okkur að spila og gerði allt sem hann gat til að gleðja okkur. Við hlökkuðum því alltaf mikið til að heimsækja afa og ömmu i Rofabæ. Einnig eru okkur mjög minn- isstæðar þær stundir sem við átt- um með afa og ömmu við silungs- veiðar á Hrauni á Skaga og annars staðar. Við þökkum elsku afa fyrir allar gleðistundirnar, sem hann gaf okkur, og biðjum góðan Guð að varðveita hann og minningu hans. Ásdís Margrét, Ólafur Þór og Lilja. Þorgrímur var fæddur í Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu og voru foreldrar hans Ragnheiður Björnsdóttir og Guð- jón Guðmundsson. Systkini Þor- grims voru 7 og eru 6 þeirra enn á lífi. Þorgrimur fluttist frá heimili foreldra sinna þegar hann var 17 ára og vann fyrstu árin við sveita- störf, en fluttist til Reykjavíkur 1941. Fyrst stundaði hann al- menna verkamannavinnu og síðan sjómennsku. Á stríðsárunum var hann kyndari á togurum sem sigldu milli landa. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Lilju Björnsdóttur, ættaðri frá Neðri- Þverá í Vesturhópi 1945 og eignuð- ust þau 3 mannvænleg börn sem öll eru gift og hafa stofnað heim- ili. Ragnheiður er þeirra elst, gift Mats Andersen og eru þau búsett í Svíþjóð; Hrafnhildur er gift Rafni Kristjánssyni og búsett í Reykja- vík; Björn Ingi er kvæntur Jó- hönnu Jósefsdóttur og eiga þau heima á Hvammstanga. Barna- börn Þorgríms og Lilju eru 3. Þorgrímur hóf nám í húsasmíði árið 1946. Hann veiktist af berkl- um á námstímanum og var frá störfum í tæpt ár. Hann stundaði húsasmíðar frá 1941—1964 en þá varð hann að hætta því starfi vegna veikinda í baki, en hóf þá störf hjá heildsölufyrirtækinu Járn & Gler, og starfaði þar upp frá því og fyrir nokkrum árum gerðist hann meðeigandi í fyrir- \ tækinu og var forstjóri þess síðan. Kynni okkar Þorgríms hófust snemma árs 1947 er við sátum báðir í fyrsta bekk Iðnskólans i Reykjavík sem þá var til húsa í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörn- ina. Það var eitthvað í fari þessa Húnvetnings sem vakti athygli mína, og tókust þar kynni með okkur sem héldust óslitið í 37 ár. Nú þegar við blasir sú staðreynd að þessi vinur minn er allur þá hrannast upp minningar sem tengjast samskiptum okkar og skal hér fátt eitt nefnt. Ég minn- ist kærkominnar aðstoðar og upp- örvunar þegar ég var að basla við að koma þaki yfir fjölskylduna f Sogamýrinni. Þau voru mörg handtökin hans Þorgríms f þvf húsi, handtök sem hvorki voru færð til tekna eða skulda í venju- legum skilningi um tekjur og gjöld. Hins vegar má telja að þessi vinna Þorgríms hafi verið stofn- framlag í lífeyrissjóð, sem byggir afkomu á vináttu og gagnkvæmu trausti en ekki krónum. Þessi innistæða hefur sífellt aukist með árunum, enda óháð gengisfelling- um og verðbólgu. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum saman með fjölskyldum okkar norður á æskustöðvarnar sumarið 1957, átta manns í 5 manna bíl að viðbættum farangri. Þá sagðist Þorgrímur hafa veitt sinn fyrsta fisk á stöng, sem varð upphafið að ólæknandi veiðidellu að hans eigin sögn. Ég minnist þess þegar þau hjón- in fluttust hingað í Árbæjarhverf- ið. Þá fékk ég kærkomið tækifæri til að vera þátttakandi i að undir- búa komu fjölskyldunnar f nýja húsið i Hlaðbænum. Þá er ekki síður hugstætt að minnast þeirrar gleði sem það vakti hjá öldruðum föður minum, blindum og rúmliggjandi, þegar Þorgrimur kom í heimsókn og settist við rúmstokkinn hjá hon- um og ekki skorti umræðuefnið þvi báðir höfðu frá mörgu að segja og ekki alltaf sammála, en það lífgaði bara upp á samræðurnar. Eg minnist þess þegar við f sam- einingu tengdumst starfsemi íþróttafélagsins hér f hverfinu stuttu eftir að það var stofnað. Þorgrímur átti sæti í stjórn Fylkis í nokkur ár og var dyggur stuðn- ingsmaður ætíð síðan. Við hjónin eigum margar ánægjulegar minningar sem tengjast heimsóknum f sumar- bústaðinn okkar. Þorgrimur og Lilja voru jafnan fyrstu gestirnir sem komu að Langavatni þegar fór að hilla undir sumarið og oft höfðu þau meðferðis eitthvað sem kom sér vel í frumbýlinu og það var næstum föst regla að áður en kvatt var gerði Þorgrfmur úttekt á eldiviðarforðanum og bætti úr ef þurfa þótti. Þegar eitthvað markvert er að gerast innan fjölskyldunnar þá var talið sjálfsagt að Þorgrímur og Lilja væru þar nærstödd þvi i vitund okkar eru engar afmarkað- ar línur dregnar milli vináttu og ættartengsla hvað snertir sam- skipti við þessi agætu hjón. Þorgrímur var gæddur fjölhæf- um eiginleikum. Hann var glað- sinna og skarpskyggn á allt sem sneri að mannlegum samskiptum. Hann hafði frjálslegt fas og óþvingaða framkomu og átti auð- velt með að blanda geði við fólk og halda uppi liflegum samræðum, enda sjálfur hnittinn f tilsvörum og kunni að taka glensi. Hann var rökfastur og hafði mótaðar skoð- anir i flestum málum og óragur við að setja þær fram og fylgja þeim eftir ef með þurfti. Engu að siður virti hann skoðanir annarra og var fús til málamiðlunar ef það gat leitt til farsællar lausnar, hreinskilni og heiðarleiki ein- kenndu samskipti hans við aðra. Hann var kappsamur við allt sem hann tók sér fyrir hendur og fljótur að taka ákvarðanir ef með þurfti. Hann var félagslyndur og trúði á mátt samtaka og sam- vinnu, en sóttist ekki eftir titlum eða vegsaukum á þeim vettvangi, en þau verk sem honum var falið að vinna komust jafnan i höfn. Hann tók virkan þátt f félags- starfi í Trésmiðafélagi Reykjavik- ur á því tímabili sem hann var þar félagi. Hann aðhylltist róttækar lífs- skoðanir og var félagi i Sósíalista- flokknum á meðan hann var og hét. Ekki er hægt að ljúka þessari upprifjun án þess að minnst sé á fjölskyldulíf. Þau hjónin voru einkar samrýnd og samtaka um að gera hlut fjölskyldunnar sem best- an. Börn sóttust eftir félagsskap við Þorgrím enda skorti hann aldrei tíma til að sinna þeim. í samræðum var honum tamt að vitna í börn og dáðist að athöfnum þeirra og tilsvörum og eftir að barnabörnin komu til sögunnar, þá er af miklu að taka þegar rifjuð eru upp samskiptin við þau. Þorgrímur hefur á lífsleiðinni eignast marga trausta vini og ég hygg að enginn af þeim hefði vilj- að glata trausti hans. Ég vil hér minnast á félaga minn Árna Guð- mundsson málara og eiginkonu hans, Katrinu Kristjánsdóttur, sem hafa um all langt skeið verið mikið vinafólk þeirra Þorgrims og Lilju. Við Árni vorum nýbúnir að lífga upp á íbúðina f Rofabænum því von var á dótturinni sem bú- sett er í Svíþjóð í heimsókn um páskana. Hvorugum okkar né öðrum sem umgengust hinn látna síðustu dagana sem hann lifði, hafði hugkvæmst að dauðinn biði við næsta leiti svo glaður og hress var hann að vanda, enda von á sam- fundum við alla fjölskylduna. Þeir samfundir fengu skjótan og óvæntan endi. Sviplegt fráfall þessa mæta manns munu valda þáttaskilum í lifi þeirra er næst honum stóðu. En hér gildir það lögmál sem allir verða að lúta þvi enginn ræður sínum næturstað og þegar djúpt er skyggnst þá virðist sem ekki sé æskilegt að allt sem snertir líf okkar hliti mannlegri forsjá. Ég og min fjölskylda sendum Lilju og hennar nánustu hugheilar samúðarkveðjur. Okkur er vel ljóst hvað þið hafið misst en eftir stendur sjóður minninganna sem er að stærstum hluta ykkar eign en við munum þó gera tilkall til hans líka. Hjálmar Jónsson Þorgrímur G. Guðjónsson, fyrr- um húsasmiður (meistari), síðar starfsmaður fyrirtækisins Járn & Gler hf. og lengst af forstjóri þess og aðaleigandi, lézt af hjartaslagi 14. aprfl 1985. Kom skyndilegt fráfall hans mjög á óvart, bæði fjölskyldu, samstarfsmönnum og öðrum. Margir hafa við lát hans misst mikils, og margir munu sakna hans. Ég kynntist Þorgrimi fyrst á Vífilsstaðahæli árið 1951. Feður okkar, sem báðir hétu Guðjón, höfðu kynnzt í Hvítárbakkaskóla (um 1912), og voru þeir af öðrum og þriðja frá Guðmundi Diðriks- syni í Kjarnholtum. Tókst nú und- ireins nokkur kunningsskapur með okkur, sem átti eftir að verða varanlegri en okkur hefur þá víst órað fyrir — enda sáumst við eftir þetta mjög sjaldan næstu 16—18 ár. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hlutverk okkar hér er að græða peninga fyrir fyrirtækið” Með þessum hispurs- lausa og hressilega formála setti Þorgrímur mig nýkominn inn í starfið hjá Járni og Gleri árið 1969, en fyrirtækið var þá í eigu Guðmundar S. Guðmundssonar. Það vantaði mann til að skrifa út- lendu bréfin og þess háttar og ég tók boði Þorgríms um það starf. I apríl 1974 lézt hinn fyrri aðaleig- andi, og rak Þorgrímur fyrirtækið með umboði til áramóta, en keypti það af erfingja í ársbyrjun 1975. Rak hann það síðan sjálfur að mestu til dauðadags, siðustu árin þó í nánu samstarfi við Kjartan Ágústsson, bróðurson Lilju Björnsdóttur, konu Þorgríms. Én hún lifir nú mann sinn ásamt þremur börnum og þremur barna- börnum. Starfsmenn hjá Þor- grími, eftir að hann tók við Járni og Gleri, voru Ásmundur Ásgeirs- son (þá hluthafi) i mörg ár, síðan kom Kjartan, sem nú er forstjóri, og loks Heiðar Bjarnason, sem starfar þar nú. Ef spurt væri hverjir úr fjölskyldu Þorgríms hafi misst mest við fráfall hans, þá gæti ég hugsað mér að auk frú Lilju séu það barnabörnin, því barngóður var Þorgrímur að sönnu. Mig langar til að senda allri fjölskyldu hans og tengda- börnum, góða kveðju frá vinnu- staðnum Járni og Gleri. Vissulega eigum við samstarfsmenn hins látna, miklum vinnumanni, góðum félaga og öruggum stjórnanda á bak að sjá. Það sem mér fannst einkenna Þorgrím mest í hinu daglega starfi hans var áreiðanleikinn. Að standa við sitt var honum eitt hið allra mikilvægasta. í verzlunar- starfinu ávann hann sér traust og viðskiptasamböndin urðu stöðug. Það var ekki með miklum efnum eða stuðningi, sem lagt var út f þennan rekstur í fyrstu. En með ötulu og sívakandi starfi tókst Þorgrími að gera þetta litla fyrir- tæki, sem hann keypti árið 1975 fyrir nær því aleiguna, að þó nokkuð öflugri miðstöð viðskipta. Þorgrímur hafði lengi verið erf- iðismaður og iðnaðarmaður, en kom að verzlunarstörfum fyrst vegna bakveiki og skertrar vinnu- getu, enda þótt verzlunarstarfið væri þá að nokkru f andstöðu við stefnu hans i lífinu. Hann hafði verið baráttumaður í verkalýðs- hreyfingunni og var sannfærður jafnskiptamaður (sósíalisti) frá unga aldri. Á þessum árum var andstaða milli stétta töluvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.