Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Vindmyllum hefur þegar yeríA komiA upp f tilraunaskynL ara hluta telja i raun allt tal um öryggi í návist kjarnorku vera út í hött hvað sem öllum rannsóknum líður. Margt af þessu fólki vill heldur ekki fórna þeim ám sem ósnertar eru fyrir virkjanir. Nú eru aðeins eftir fjórar stórar ár í Norður-Svíþjóð óhreyfðar. Gróf- lega reiknað má segja að hver um sig geti framleitt álíka mikið raf- magn og eitt kjarnorkuver. Vinir hins óbeislaða vantsafls eru þess albúnir að verja þessar ár fyrir ágengni virkjanamanna. Ut í veður og vind Langtímaáætlun gerir ekki ráð fyrir að auka innflutning á olíu því sem nemur orkuframleiðslu kjarnorkuveranna sem lögð verða niður. Ráðherrann vill aftur á móti að sólarorkan verði nýtt í auknum mæli svo og kol. Gert er ráð fyrir nokkurri aukn- ingu í nýtingu vatnsorku, en stærstu vonirnar virðist hún þó binda við vindorkuver eða vind- myllur í stórum stíl. Þeim á að koma fyrir á Skáni, vesturströnd- inni, og Gotlandi þar sem vinda- samt er alla jafna. Forsvarsmenn orkuvera og orkufreks iðnaðar eru svartsýnir á að vindorkuver myndu fullnægja orkuþörf landsins í framtíðinni. Þeir benda á að þær vindmyllur sem settar hafa verið upp nú þeg- ar í tilraunaskyni geri vart betur en standa undir rekstrarkostnaði. Þeir halda því fram að kjarnorkan sé ódýrasti og öruggasti orkugjaf- inn og benda á útreikninga máli sínu til stuðnings. Nu þegar hefur 270 milljónum sænskra króna verið veitt til til- rauna með vindorkuver. Ráðherr- ann vill að orkuframleiðendur og iðnaðurinn taki á sig aukna byrði í sambandi við þessar tilraunir i framtíðinni, en undirtektir hafa enn sem komið er verið dræmar. Ráðherrann bendir ennfremur á að bygging og rekstur vindorku- vera krefjist meira vinnuafls en núverandi orkuframleiðsla og þetta komi til með að hafa jákvæð áhrif í atvinnumálum. Ef svo fer sem orkumálaráð- herrann vill munu íbúar Skáns og Gotlands innan fárra ára sjá vind- myllur rísa hér og hvar úr flötu landslaginu. Ekki virðast þær þó eins rómantískar ásýndum og píl- viðartrén sem prýða akurlendið og standa víða eins og vörður með- fram vegum. Fólk sem þegar hefur fengið vindmyllur í nágrenni við sig kvartar undan sífelldum hvin og skruðningum. Höfundur er fréttamaður Mbl. í Lundi. Svíþjóð. ,,Vöxtur fyrirtækisins hefur verið skjótur síðustu árin. . .“ Kristinn: „Og það væri ógerlegt að reka fyrirtækið án tölvunnar mið- að við núverandi. umsvif. Tökum útflutninginn sem dæmi. Allur út- flutningurinn fer í gegnum tölvuna. Við notum IBM PC sem skjástöð og einnig notum við Lotus 1,2,3 töflureikni. Hámarksskilvirkni náum við með fjarvinnsluskjástöð og símasambandi, fasttengdri línu. Nú erum við að skoða þess háttar samband við útlönd.“ "■„Eins og margir aðrir útflytjendur eigum við allt okkar undir þvi að veita góða þjón- ustu.“ „Réttar vörur á réttum tíma eru lykilorðin,11 segir Kristinn og heldur áfram: „Það er geysilega mikilvægt að geta séð fyrir að þetta sé unnt, geta síðan fylgt þessu eftir og séð hvort hægt sé að standa við þetta. IBM PC tölvurnar okkar eru notaðar til að fylgjast með tölfræðileg- um upplýsingum um sölu erlendis þ.e. hvaða vörur seljast best (gerðir, litir, stærðir) á hvaða tíma selst best, hvernig breytast hlutföll á stærð- arskiptingu eftir svæðum og milli ára. Þessar upplýsingar eru sífellt sendar fram og til baka, milli verslana erlendis og aðalskrifstofunnar okkar. Og þessar nákvæmu upplýsingar, sem IBM tölvukerfið flytur i og vinnur úr, tengjast beint framtíðarsölu okkar.“ Helmingur starfsliðs Hildu vinnur nú við IBM tölvurnar. Svo er IBM skólanum fyrir að þakka. Hilda hefur sent flest starfsfólkið á námskeið og IBM skólinn hefur borgað sig vel í vinnu. Þetta var bráðnauðsynlegt til að flýta því að tölvan kæmist í gagnið. Flestir fóru á almenna námskeiðið, á tölvu- kynningu. Þeir sem vinna við tölvuna sjálfa fóru á námskeið í stjórn- kerfum, vélstjórn og notkun á tölvuverkefnum. Mennskari heimur Kemur þú auga á fimm meginástæður þess að Hilda hf valdi IBM? A) Reynslan af IBM var góð almennt. B) IBM er þekkt fyrir að veita góða viðhaldsþjónustu. QHilda hf. hafði keypt 4 skjástöðvar og 3 prentara frá IBM. D) IBM tölvur voru þekktar fyrir að hafa hæst endursölugildi allra ef nauðsyn krefði. E) Hilda leitaði eftir sam- vinnu við þekkt og traust fyrirtæki. F) Hilda hf. hafði ágæta reynslu af S/34 og S/38 úr fjarvinnslunni. G) öll fjarvinnsla með IBM hafði gengið vel. H) Hilda hf. gat reitt sig á tölvuuppbyggingu með IBM í framtíðinni. I) IBM vörur eru ávallt í hæsta gæðaflokki. J)Upp- lýsingastreymi frá IBM hafði gefið góða raun — allt frá sviði hugbún- aðar til vélbúnaðar. K)Allar framleiðsluvörur IBM eru aðhæfðar notandanum — vinnuhollar og auðveldar í notkun jafnvel þótt unnið sé lengi í einu. Velkomin í mennskari heim. I------------------ ---------------------------------------------------1 Já takk. Mig langar til að vita meira um IBM leiðina til að betur vinnist með líðan starfsfólks að leiðarljósi. Vinsamlegast ___ hafið samband við mig vegna sýnikennslu ___ sendið mér upplýsingar um: ___ IBM PC ____ IBM S/36 ____ IBM S/38 ___ IBM PC AT ____________ IBM S/34 ____ IBM skólann Nafn og starfsheiti: ___________________________________________ Fyrirtæki: _______________________________________________- Heimilisfang: Sími:. Sendist til: IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, Reykjavík. Nemendur Revkhólaskóla: Syntu 30 kílómetra í þágu skóla- ferðalags RejkbóUsreit, 19. aprfl. í GÆR stóA nemendaráð Reykhóla- skóla fyrir 30 kflómetra sundi í sundlaug skólans. 30 nemendur syntu á 4 brautum undir eftirliti Skúla Einarssonar, kennara. Vega- lengdin var synt á tæpum þremur klukkustundum. Sá, sem synti lengst, synti 1.800 metra en aórir höfðu mismunandi langa sund- spretti. Áður en sundið hófst gekk nem- endaráð milli húsa á Reykhólum og safnaði áheitum og söfnuðust um 8.000 krónur. Þær fara í ferða- sjóð 7. 8. og 9. bekkjar skólans. í vetur hefur nemendum tekizt að safna í ferðasjóð sinn um 40.000 krónum og munu þeir ætla að fara til Vestmannaeyja í sumar. Nem- endaráð Reykhólaskóla skipa: Gústaf Ólafsson, Reykhólum, formaður, Margrét Ólafsdóttir, Reykhólum, gjaldkeri og Guðrún Hallgrímsdóttir, Skálanesi, ritari. Meðstjórnendur eru þau Eyþór Jónasson, Reykhólum og Inbjörg Reynisdóttir, Króksfjarðarnesi. Skólastjóri Reykhólaskóla er Hugo Rasmus. Sveinn Bandalag jafnaðarmanna: Alyktar gegn lífeyrisgreiðsl- um „toppanna“ ÞINGFLOKKUR Bandalags jafnað- armanna hefur sent frá sér ályktun um lífeyrisgreiðslur bankastjóra og fleiri. Ályktunin er svohljóðandi: „í Helgarpóstinum fimmtudag- inn 18. apríl er enn ein staðfesting þeirrar siðlausu misnotkunar stjornmálamanna á trúnaði kjós- enda, sem einkennir það banana- lýðveldi sem landið er orðið. Ofan á bílafríðindi njóta topp- arnir margfaldra lífeyrisgreiðslna úr öllu samræmi við kjör annarra launþega. Hvers vegna þögðu full- trúar kerfisflokanna um lífeyr- issvindlið þegar þeir fordæmdu bankaráðin sín vegna bílafríðind- anna? Hverja ætlar Alþýðuflokk- urinn að reka vegna þessa máls? Það er engin tilviljun að þing- menn og flokksbroddar hafa hreiðrað um sig í þessum embætt- um og það er heldur engin tilvilj- un að kerfisflokkarnir þegja. Þeir eru allir sekir. Það er ekki til neins að skella skuldinni á menn úti í bæ, sökin er Alþingis en þing- menn hafa notað aðstöðu sína og trúnað kjósenda til þess að skapa sér þægilegar aðstæður að hverfa að þegar kjósendur hafna þeim. Það er ekki til neins að skipta um menn. Þjóðin verður að kalla kerfisflokkana til ábyrgðar og taka af þeim það andstyggilega leikfang sem þeir hafa gert sér úr stjórnkerfinu." Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.