Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 2
2________________ Þorsteinn Pálsson: MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Fulltrúi sjálf- stæðismanna í þrí- hliða viðræðum ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að hann mun fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins taka þátt í þeim þríhliða viðræðum samningsaðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins sem nú standa fyrir dyrum. „Ég tilkynnti ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins þessa ákvörðun mína sl. fimmtudag, og í dag greindi ég þingflokknum frá þess- ari ákvörðun,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður hvenær þessi ákvörðun hefði verið tekin. Aðspurður hvort hann tæki þátt í þessum viðræðum fyrir hönd ráðherranna eða þingflokks Sjálfstæðisflokksins: „Að sjálf- sögðu er ég fulltrúi þingflokksins í þeim viðræðum," sagði Þorsteinn, „og að því er okkar flokk varðar, þá fer þátttaka okkar fram á veg- um þingflokksins." Utgerðarfélag Akureyringa: Gert við Hrímbak fyrir 17 milljónir ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur nú ákveðið að ganga að til- boði Stálvíkur hf. í Garðabæ í við- gerð og endurnýjun á togara fé- lagsins Hrímbak, áður Bjarna Herjólfssyni, sem keyptur var af Landsbankanum. Tilboð Stálvíkur hljóðar upp á 17,1 milljón króna. Gísli Konráðsson, annar fram- kvæmdastjóra ÚA, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að veru- legra viðgerða væri þörf áður en skipið yrði hæft til veiða. Áætlað er að viðgerð á Hrímbak ljúki eftir 8 vikur og hann verði kom- inn á veiðar um mánaðamót júní-júlí. Ekki verða sett um borð tæki til frystingar, heldur á skipið að sjá frystihúsi ÚA fyrir hráefni eins og önnur skip þess. Tilboð í verkið bárust frá tveimur aðiljum öðrum en Stál- vík. Eftir samræmingu tilboð- anna var tilboð Stálvíkur lægst eða 17,1 milljón króna, næst var þýzkt tilboð upp á 19,1 milljón og loks tilboð frá Noregi upp á 22,4 milljónir. Starfskjör bankastjóra ríkisbankanna: Baldri Möller falin úttekt og tillögugerð Matthías Á. Mathiesen, ráðberra bankamála, befur falið Baldrí MölL er, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, að gera athugun á og meta starfskjör bankastjóra ríkisbankanna. Jafn- framt fól ráðberra honum að gefa ábendingar um, hvernig þessum mál- um verði bezt komið fyrir í framtíð- iuL Stjórnarfumvarp um viðskipta- banka var til framhaldsumræðu í neðri deild Alþingis í gær. Einstak- ir þingmenn gagnrýndu launakjör bankastjóra ríkisbankanna, eink- um kaupauka í tengslum við fyrri bílafríðindi og hlunnindi tengd eft- irlaunagreiðslum, sem lúta allt öðrum reglum um iðgjöld og starf- stíma en hjá öðrum starfsmönnum banka eða ríkisstofnana. Ráðherra bankamála, Matthias Á. Mathie- sen, greindi í umræðunni frá þvf, að hann hefði falið Baldri Möller, fyrrum ráðuneytisstjóra, að fara ofan í þessi mál öll. Sjá nánar á þingsíðu Morgunblaðs- ins í dag, bls. 40. Morgunblaöið/Guömundur Theódórs Klakkur að veiðum í gærmorgun á bannsvæðinu umdeilda á Selvogsbanka um það leyti sem Landhelgisgæslu- flugvélin TF-SÝN stóð hann að meintum ólöglegum veiðum. Veiðar á friðuðum svæðum: Bátar dæmdir og togari tekinn Bera fyrir sig frétt Vestnunnaejjum, 22. aprfl. FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, stóð togarann Klakk VE- 103 að meintum ólöglegum veiðum á Selvogsbankatá, eða svokölluð- um „Tómasarbaga“, um klukkan 6.30 í morgun. Töldu landhelgis- gæslumenn að togarinn hefði verið að veiðum 1,3 sjómílur inni á af- mörkuðu línu- og netasvæði sem lokað er fyrir togveiðum frá 9. apr- fl tfl 15. maí. Skipstjóra togarans var skip- að að hætta veiðum þegar í stað og halda strax af stað til hafnar í Vestmannaeyjum. Þar var mál skipstjórans tekið fyrir hjá Sakadómi Vestmannaeyja síð- degis í dag. Við rannsókn málsins kom það fram hjá skipstjóra Klakks að hann taldi sig hafa verið á lög- legum veiðum, því til stuðnings vitnaði hann í frétt Morgun- blaðsins frá 27. mars sl. þar sem skýrt var frá reglugerð sjávar- útvegsráðuneytisins um þetta ákveðna svæði, en fréttin hefur reynst vera í ósamræmi við reglugerð ráðuneytisins sem gef- in var út þann 26. mars og birt í Stjórnartíðindum. Skipstjórinn taidi sig hafa fengið vissu fyrir því að tölur í fréttinni um af- mörkun svæðisins væru réttar í Morgunblaðsfréttinni. Hann vitnaði í þessu sambandi til skipstjórans á Bergey VE sem hafði símasamband við sjávarút- vegsráðuneytið og taldi sig þar hafa fengið það staðfest að um- ræddar tölur væru réttar. Með vísan til þessa kvaðst skipstjór- inn á Klakki hafa verið í góðri trú um að hann væri að lögleg- um veiðum. Rannsókn málsins lauk síð- degis í dag og f kvöld gaf sak- f Morgunblaðinu sóknaraembættið út ákæru á hendur skipstjóranum fyrir ólöglegar veiðar í hólfi þar sem dragnótaveiðar eru bannaðar. Dómsuppkvaðningar er ekki að vænta fyrr en á morgun, þriðju- dag. - hkj. Ráðuneytið sagði tölurnar réttar Vegna ummæla skipstjórans á Klakki hér að ofan, ræddi Morgunblaðið við Sverri Gunn- laugsson, skipstjóra á togaran- um Bergey. Hann staðfesti þá að hann hefði fengið upplýsingar um það í sjávarútvegsráðuneyt- inu, að tölurnar í Morgunblaðinu um afmörkun svæðisins væru réttar. Hann sagði það hafa verið í vikunni fyrir páska, sem hann talaöi við mann að nafni Stefán í sjávarútvegsráðuneytinu. Hefði það verið vegna þess, að menn hefðu ekki verið fyllilega vissir um hvernig skilja bæri frétt Mbl. um lokun veiðihólfa eins og „Tómasarhagans". Stefán hefði sagt að hólfið lokaðist þann 9. apríl en ekki 27. marz eins og sumir höfðu haldið. Þá hefði hann borið undir hann þær töl- ur, sem í fréttinni voru um markalínur og punkta vegna hólfanna og Stefán sagt að þær væru réttar. „Hann lofaði enn- fremur, að koma reglugerðinni í kvöldfréttir, en þar hefur ekki heyrzt af henni enn. Eins og af- mörkun svæðisins er sýnd í Morgunblaðinu, kemur dágóður fleygur inn í svæðið, þar sem ágætis svigrúm er til togveiða," sagði Sverrir Gunnlaugsson. Fimm bátar dæmdir Morgunblaðið hefur einnig aflað sér frétta af dómum , sem kveðnir voru upp í vikunni eftir páska yfir skipstjórum fimm togbáta. Voru þeir dæmdir í 80.000 til 180.000 króna fjársekt og afli þeirra og veiðarfæri gerð upptæk vegna meintra ólöglegra veiða á lokuðu netaveiðihólfi út af Stafnesi þriðjudaginn 9. apríl. Verjandi þeirra allra bar meðal annars fyrir sig áðurnefnda frétt Morgunblaðsins, sem hann taldi veita rangar upplýsingar. Var ekki tekið tillit til þeirra raka á þeim forsendum að stjórnartíðindi væri eini löggilti birtingarstaðurinn fyrir reglu- gerðir af þessu tagi. Ollum dóm- unum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Skipstjórar bátanna töldu frétt Mbl. gefa það til kynna, að svæðinu yrði ekki lokað fyrr en 12 á hádegi fyrsta dag eftir páska eins og hafði verið árið áður, en ekki á miðnætti eins og var í reglugerð ráðuneytisins. Jónas Haraldsson, hdl. var verj- andi skipstjóra bátanna fimm. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið fullviss um það, að skipstjórar bátanna hefðu ekki brotið gegn reglugerðinni vísvit- andi. Þeir hefðu farið eftir frétt Morgunblaðsins og ennfremur hefði það haft sín áhrif, að ráðu- neytið hirti ekki nægilega vel um að kynna reglugerðina og þá breytingu, sem á henni hefði orðið frá siðasta ári. Taldi hann ráðuneytið verða að nýta sér þá möguleika, sem mestum árangri skiluðu, Tilkynningaskylduna og talstöðvasamband, til að koma upplýsingum til skipstjórnar- manna. Stjórnartíðindi sem eini löggilti birtingarstaðurinn dygði hvergi. Á jeppum yf- ir Vatnajökul NÍU Keflvíkingar fóni á laugardaginn sl. á fjórum jeppum yfir Vatnajökul, fri Jökulheimum að vestan og niður í kverkina við Eyjabakkajökul. Er þetta í fyrsta skipti svo vitað sé, að ekið er á bifreiðum yfir þveran Vatna- jökul. Tveir félaganna, Guðjón Ómar Hauksson og Sævar Reynisson, sögðu í samtali við Morgunblaðið að ferðin hefði verið í undirbúningi í um það bil eitt ár og hefðu ferða- langarnir verið vel útbúnir og gætt þess að flana ekki að neinu, enda hefðu þeir, sem stjórnuðu leiðangr- ínum, margra ára reynslu í fjalla- ferðum að vetrarlagi. Lagt var upp frá Jökulheimum um klukkan 6.00 að morgni laugardags, ekið á Há- bungu og um Grímsvötn og þaðan á Breiðubungu og komið niður I kverkina á milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls um klukkan 18.00 um kvöldið. Að sögn þeirra félaga var ferðin ævintýri líkust enda bjart og fagurt veður allan tímann. Meðfylgjandi mynd tók sá yngsti í hópnum, Sig- urður Haukur Guðjónsson, 16 ára, á Breiðubungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.