Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 69
69 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldason í flokki óbreyttra bfla, sem eru eins og þeir koma frá verksmiðju, sigruðu Ævar Sigdórsson og Ægir Ár- mannsson á Subaru 1600, eftir grimman akstur fyrri dag keppninnar þar sem þeir náðu afgerandi forystu. Búið spil. Brotinn framdempari endaði möguleika Bjarma Sigurgarðarssonar og Birgis Viðars Halldórs- sonar á kraftmesta keppnisbflnum. Félagar úr Hjálpar- sveit skáta eru hér komnir til aðstoðar, en þeir óku á eftir bflunum sem eftirfarar. Ómar og Jón unnu rall BÍKR og Skeljungs „ÉG VAR í góðu stuði fyrri daginn og náði mér vel á strik. Ég var því vongóður um að halda forystu síðari daginn, en engu að síður er þetta óvæntasti sigur sem ég hef unnið,“ sagði Ómar Ragnarsson, sem ásamt Jóni bróður vann sína átjándu keppni í rallakstri um helgina. Unnu þeir á sannfærandi hátt 10 ára Af- mælisrall BÍKR og Skeljungs hf. á .Toyota Corolla 1600. í öðru sæti eft- ir að hafa sýnt mikla akstursleikni og djarfan akstur urðu Birgir Braga- son og Gestur Friðjónsson á gamalli Toyota Corolla, sem flestir áttu von á að ienti í einhverju af botnsætun- um. Ásgeir Sigurðsson og Pétur Júlf- usson á Escort 2000 urðu þriðju, en þeir óku geysivel eftir óhapp í byrjun rallsins. Rallið hófst á föstudagskvöld og lögðu nítján keppendur af stað frá bensfnstöð Skeljungs f Oskjuhlfð. Strax á annarri leið bilaði gfrkassi í Toyota fyrrum íslandsmeistara, Halldórs Ulfarssonar og Hjörleifs Hilmarssonar, og voru þeir úr leik. Það var því undir Ómari komið að halda merki Toyota á lofti og það gerði hann svo sann- arlega og jafnframt nokkuð óvænt. Er keppendur komu f næt- urhlé á föstudagskvöld hafði ómar náð tæplega mínútu for- ystu, og enn óvæntara var að Birg- ir Bragason var f öðru sæti á Toy- ota, sem talinn hafði verið gat- slitinn og vélarvana. Bjarmi Sig- urgarðarsson og Birgir Viðar Halldórsson á kraftmesta bflnum, 240 hestafla Talbot, voru sfðan þriðju. Var búist við hörkuakstri frá þeim seinni daginn. En hann stóð þó ekki lengi, því framdemp- ari gaf sig hjá þeim á Reykjanes- leið á laugardagsmorgun og var bilunin rakin til of stffrar still- ingar á framfjöðruninni. Omar var því með þægilega stöðu á toppnum, Birgir stóð vel að vfgi í öðru sætinu, en hörku- keppni var um það þriðja og hefur líklega aldrei verið jafnspennandi keppni um verðlaunasæti í rall- keppni hérlendis. Fóru leikar þannig að efstu sætin héldust óbreytt en Ásgeir og Pétur á Es- cort nældu í þriðja sæti. Höfðu þeir þá unnið upp timatap vegna bilunar á fyrstu leið keppninnar, með góðum akstri. Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson á Talbot komu á eftir þeim en voru aðeins fjórum sekúndum á undan Eiríki Friðrikssyni og Þráni Sverrissyni á Escort. Þessar áhafnir kepptu grimmilega um fjórða sætið. Á tveim þeim síðustu sérstaklega, en á þeirri fyrri vorú ,Jæja gamli minn, þá er að komast ofan af bflþakinu ..." Ómar Ragnars- son gantast viö Jón bróöur eftir aö hafa fagnað sigri 1 átjánda skipti f rallkeppni. Þeir hafa sjaldan unniö jafnsannfærandi sigur. Þórhallur og Eiríkur jafnfljótir að aka bílum sfnum, en sá sfðar- nefndi var tveim sekúndum fljót- ari á síðari leiðinni, en það nægði ekki. I flokki óbreyttra bíla sigraði Ævar Sigdórsson ásamt Ægi Ármannssyni á Subaru 1600, en þrír bílar kepptu í þessum flokki, sem er fyrir bíla sem ekki eru sérsmíðaðir fyrir rallakstur. Eru þeir eins og venjulegir bílar, en með nauðsynlegum öryggistækj- um. Er meiningin að gera mikið úr þessum flokki í sumar, en mun ódýrara er að keppa á honum en á sérútbúnum keppnisbíl. Það hefur aldrei jafnmörgum tekist að ljúka rallkeppni hérlendis og f afmæl- israllinu miðað við fjölda kepp- enda, en 15 af 19 komust f mark. Eru það að vissu leyti tfmamót, því það sýnir að rallökumenn eru nánast hættir að koma með illa undirbúna bíla, sem hrynja fljót- lega úr keppni. Er þvf von á jafn- ari keppni í rallakstri en áður og harðri Islandsmeistarakeppni. „Islenska kartaflan leynirá sér“ íslenska kartaflan er meira en meðlæti. Hún er eitthvert besta hráefni sem völ er á og fullgild uppistaða í vandaðri máltíð, ódýr, holl og ljúffeng. Matreiðsla úr íslenskum kartöflum kostar þig litla fyrirhöfn en árangurinn kemur skemmti- lega á óvart, hvort sem stefnan er sett á einfaldan hversdagsmat, þríréttaða veislu eðafrísklegaskyndirétti. Hver kartöflumáltíð er full af mikilvægum næringarefnum og er auk þess fyrsta flokks megrunarfæða. Kyiuttu þér nýju kartöOuleiðina CGixenmetisverslun I landbúnaðaríns f Síðumúla 34 — Sími 81600 Kartöflugratin m/karríbeikoni fyrir 4-5 • 500 g kartöflur • 150 g spergilkál • 1 stk. laukur • 150 g beikon • 3A tsk. salt • örl. pipar • Vi tsk. karrí • 2 egg Skerið kartöflurnar og rífið á rifjárni. Sjóðið spergilkálið í saltvatni í 3-5 mín., skerið það niður, saxið laukinn. Skerið beikonið og steikið það á pönnu ásamt karríi. Smyrjið eldfast mót, blandið saman grænmeti og beikoni, allt sett í mótið. Þeytið saman egg, salt og pipar . Hellið eggjunum yfir grænmetið. Bakað neðst í ofni við 200°C í 30 mín. Borið fram sem sjálfstæður réttur með grófu brauði. Islenskar kartöflur eru auðugar af C-v(tamlnl, einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær innlhalda einnig B, og B^ vttamfn, niasfn, kalk, jám, eggjahvftuefni og trefjaefni. f 100 grömmum af íslenskum kartðflum eru aðeins 78 hitaeinmgar. Til viðmiðunar má nefna að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnurp eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og f hrökkbrauði 307.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.