Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1985 1 A .i> v■ i 'f.‘ ■■ ■ *j*.■ ■ >*‘ * ■>' ■ ■■■■» Norræn víka á Austurlandi i lok þessa mánaöar veröur efnt til „Norrænnar viku“ á Austurlandi. Dagskrá fyrstu daganna fylgir hér á eftir: MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL: Finnski Ijóðasönghópurinn „Nelipolviset" syngur í há- deginu í Alþýðuskólanum á Eiöum. Um kvöldið kl. 20.30 efna Norræna félagiö og Norræna húsiö sameiginlega tii samkomu í Valaskjálf á Egilsstöö- um. Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins, og Sig- hvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins, ræöa um norræna samvinnu. Skáldin Einar Bragi og Knut ðdegárd lesa frumort og þýdd Ijóö. Sönghópurinn „Nelipolviset“ syngur. Jafnframt veröur opnuö bóka- og veggspjaldasýning i hliöarsal. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. FIMMTUDAGUR 25. APRÍL: Samkoma á Seyöisfiröi á vegum féiagsdeildar Norræna félagsins. Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri, ræöir um Norræna félagiö og norræna samvinnu. Einar Bragi, skáld, les Ijóö og „Nelipolviset" syngur Ijóöa- söngva. Nánar í götuauglýsingum. FÖSTUDAGUR 26. APRÍL: Samkoma á Neskaupstaö á vegum félagsdeildar Nor- ræna félagsins. Karl Jeppesen, gjaldkeri NF, ræöir um Norræna félagiö og norrænt samstarf. Einar Bragi, skáld, les Ijóö og „Nelipolviset“ syngur. Nánar í götu- auglýsingum. LAUGARDAGUR 27. APRÍL: Stofnfundur félagsdeildar Norræna félagsins á Fá- skrúösfirði. Karl Jeppesen, gjaldkeri Norræna félagsins, mætir á fundinn. Nánar í götuauglýsingum. Fleiri staö.r á Austurlandi veröa heimsóttir síöar. Norræna félagiö Markmið: Tilgangur námskeiðsins er að kynna grundvallarþætti áætlanaaerðar í fyrirtækjum og að gera grein fyrir hvaoa hlutverki áætlana- gerð gegni i stjórnun og rekstri fyrirtækja. Efni: Efnisskipan verður fjölþætt en m.a. verður fjallað um eftirfarandi: — Markmið með áætlanagerð. — $kipuleg áætlanagerð i fyrirtækjum. — Ymsartegundiráætlana, s.s. rekstraráætlun, efnahagsáætlun, stefnuáætlun. — Eftirlit með áætlanaaerð. — Tölvutækni sem hjálpartæki við áætlanagerð. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru mótandi um stefnu tyrirtækja sinna, fást við áætlanagerð eða þurfa að hafa innsýn í framangreind mál. Leiðbeinandi: Gísli Arason, rekstrarhaqfræðinqur, lauk prófi við viðskiptadeild Háskóla Isiands 1980 og cand. merc. profi frá Verzlunarháskólanum í Kaupmannahöfn 1983. Starfar nú sem rekstrarráð- giafi hjá Hagvangi hf. auk þess sem hann er stundaKennari við viðskiptadeild Háskóla íslands. Tími: 6.-9. maí kl. 9—13. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ASTJÓRNUNARFÉLAG Æk ÍSLANDS tŒ£23 Afmæliskveðja: Helgi Benónýs- son Vesturhúsum Helgi Benónýsson, kenndur við Vesturhús í Vestmannaeyjum, er 85 ára í dag. Meðal eldri og yngri Vestmann- eyinga er Helgi ekki þekktur undir öðru nafni en Helgi á Vesturhús- um, þar sem hann bjó ásamt konu sinni, Nönnu Magnúsdóttur, í 40 ár. Helgi er mér undirrituðum og okkur sem ólumst upp í nágrenni við hann og með börnum hans minnisstæður. Hann var hinn sí- kviki og reifi maður með skjala- töskuna undir hendi; reykti mynd- arlega vindla og vék ætíð góðu að okkur krökkunum. Að Vesturhús- um var gott að koma. Á hlaðinu og túninu fyrir sunn- an Vesturhús var ákjósanlegt leiksvæði og stundum kom það fyrir, að fullorðna fólkið brá sér með í leikinn, m.a. Helgi, Einar Bjarnason skipstjóri á Ernu og Guðmundur Ingvarsson, sem þá bjuggu á Vesturhúsum. Á vetr- arkvöldum og um hátíðir var eng- inn duglegri að spila á spil en Helgi, en spilamennska hefur ásamt fleiru verið mikið áhuga- mál Helga og var hann mjög lið- tækur bridgespilari. Helgi bjó á ættaróðali Nönnu konu sinnar og tengdaforeldra, Magnúsar Guðmundssonar, út- vegsbónda og formanns, sem þekktur er í útgerðarsögu Vest- mannaeyja fyrir sjómennsku sína og aflasæld. En Magnús á Vestur- húsum var mikill merkismaður og hóf línuveiðar við Vestmannaeyj- ar árið 1897, eftir að þær veiðar höfðu legið þar niðri i fleiri aldir. Auk þess var hann góður bóndi, fjalla- og veiðimaður; frammá- maður, sem sat í fyrstu bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Eiginkona Magnúsar og tengdamóðir Helga var Jórunn Hannesdóttir Jónsson- ar lóðs frá Miðhúsum. Allt þetta góða fólk kemur fram í hugann, þegar ég sendi Helga Benónýssyni afmæliskveðju með þessum línum. Helgi féll vel inn í þennan hóp fólks, sem með vinnu- semi og hagsýni hafði komist í all- góð efni eftir því sem þá gerðist. En árið 1927 kom Helgi fyrst til Vestmannaeyja á vegum búnað- armálastjóra til að efla jarðrækt og mjólkurframleiðslu í Eyjum. Hann var þá nýútskrifaður bú- fræðingur frá Hólum í Hjaltadal og hafði lokið framhaldsnámi í Danmörku. Helgi var glæsimenni, fimleika- og glímumaður, og annálaður kraftamaður. Stuttu eftir komuna til Vestmannaeyja hóf hann mikl- ar jarðræktarframkvæmdir á Heimaey með nýtísku tækjum og áhöldum. Helgi ræktaði t.d. upp Helgafellsdal og fleiri stórar sáðslettur á Heimaey, sem nú eru komnar undir mannvirki eða spilltust í náttúruhamförunum 1973. Á fyrstu árum sínum í Eyj- um stóð Helgi einnig fyrir endur- ræktun eldri túna og búið á Vest- urhúsum, sem stóð á gömlum merg, var stækkað og byggð mikil hlaða og fjós, en íbúðarhúsið var byggt upp að nýju. Helgi tók upp nýja tækni við búskapinn og fyrsta mjaltavélin i Vestmanna- eyjum var notuð við búið á Vestur- húsum. Mjólkinni var dreift til kaupenda í lokuðum flöskum og var það nýlunda. Ýmis ljón urðu þó á vegi Helga og stórhuga áformum hans í kjöl- far heimskreppunnar miklu árið 1930. Áratugurinn frá 1930 og fram að síðari heimsstyrjöldinni 1940 var öllum landsmönnum mjög erfiður og atvinnurekstur i landinu var að meira eða minna leyti lamaður. Fór svo að Helgi hætti búrekstri og sneri sér að út- gerð. Hann gerði út bátinn Nönnu og síðar bátana Hrafninn og Haf- dísi. Á styrjaldarárunum síðari, þeg- ar mikill hluti af afla Vestmann ■ eyinga var fluttur isvarinn til Englands, var Helgi verkstjóri hjá ísfisksamlagi Vestmannaeyja og var þetta mikið starf og erilsamt. Hann var vel liðinn af starfsfólki, dugmikill og úrræðagóður verk- stjóri. Ég minnist þess, að þegar ég löngu síðar kom til Færeyja og heimsótti skipstjóra á færeysku skútunum, en þar um borð vorum við Eyjapeyjar alltaf eins og gráir kettir til þess að fá lánaða létt- báta og sníkja beinakex, þá spurðu Færeyingarnir strax eftir Helga og minntust hans með hlýju. 1 endurminningabók sinni „Fjörutiu ár í Eyjurn", 350 bls. bók, útgefin 1974, sem er frásagnir um líf Helga og atvinnulífið í Vest- mannaeyjum, er fróðlegur þáttur um ísfiskflutningana og styrjald- arárin í Vestmannaeyjum. Auk þessarar bókar hefur Helgi sent frá sér bók, sem hann nefnir „Þætti" og er þar að finna brot úr dagbókum hans. Þetta eru fjör- lega ritaðar bækur og af miklu hispursleysi eins og Helgi er sjálf- ur, hreinn og beinn. Skoðanir hans falla þó ekki ætið í kramið hjá öllum, en hann greinir þarna frá athafnalífi, fjármálaumsvifum og viðskiptum við oft harðdræga ríkisbanka. Eins og Helgi á Vest- urhúsum segir sjálfur: „Þetta er lífsmynd Vestmannaeyja eins og hún lítur út frá mínum sjónarhól." 1 lokaþætti endurminningabók- arinnar lýkur hann miklu lofsorði á íslenska sjómenn og helgar þátt- inn farmönnum styrjaldaáranna, afla- og athafnamönnum í Vest- mannaeyjum. Á styrjaldarárun- um 1940—1945 munu að staðaldri hafa siglt allt að 50 íslensk skip með ísaðan fisk frá Vestmanna- eyjum og voru þau öll lítil, 60—200 lestir að stærð, en auk þess tóku að jafnaði um 30 erlend skip fisk af bátaflotanum og voru þau flest og nær öll færeyskar skútur. Helgi kallar íslenska sjómenn, sem sigldu þessum drekkhlöðnu skip- um yfir hættusvæði heimsstyrj- aldarinnar „þjóðhetjur, er skipað var í fremstu víglínu í baráttu fyrir landshag og heillum". Hlut þeirra álítur Helgi stærstan í gróða stríðsáranna og er það rétt mat. Helgi tók mikinn þátt í félags- málum og pólitík í Vestmannaeyj- um. Hann átti hlut að stofnun Bif- reiðastöðvar Vestmannaeyja og var formaður stöðvarinnar í 8 ár. Þá tók hann virkan þátt í Búnað- arfélagi Vestmannaeyja og starfi Fiskifélagsdeildarinnar í Eyjum. Var hann trúnaðarmaður Fiskifé- lags íslands og umboðsmaður Æg- is og sat á Fiskifélags- og Búnað- arþingum í mörg ár. Um 1970 fluttu þau Nanna og Helgi til Reykjavíkur, en þá voru öll börn þeirra uppkomin og höfðu stofnað heimili. Bjuggu þau i nokkur ár i Reykjavík, en Nanna átti lengi við mikla vanheilsu að stríða og and- aðist árið 1975. Hún var jarðsung- in í heimahéraði Helga að Lundi í Lundarreykjadal og var þessi ljúfa og góða kona harmdauði öll- um. Þó að Helgi hafi komið nokkuð við sögu Eyjanna og látið þar til sín taka á mörgum sviðum, þá er hann alltaf hinn mikli Borgfirð- ingur, og römm sú taug er bindur hann við það fagra hérað. Hann fæddist þar að Stóru- Drageyri í Skorradal 23. apríl 1900 og ólst upp í hópi sex systkina að Háafelli í sömu sveit, þar sem for- eldrar hans bjuggu rausnarbúi. Hinn mikli eldmóður og hug- sjónir ungmennafélaganna hafa haft óafmáanleg áhrif á Helga á Vesturhúsum. Hann stundaði ung- ur nám í Hvítárbakkaskóla og i 4 ár var hann formaður Ungmenna- félagsins Dagrenningar. Auk þeirra bóka sem fyrr er getið hefur Helgi skrifað margar blaðagreinar. Er dró að kosning- um færðist hann fyrr á árum allur í aukana og fylgdi Framsóknar- flokknum mjög ákveðið að málum. Þá var Helgi oft grunnreifur og hló þá sínum sérstaka og karl- mannlega hlátri, ef að honum var vegið. Hann getur nú með ánægju litið yfir farinn veg. Helgi og Nanna eignuðust fimm mannvænleg börn, öll hið mesta ágætis- og tryggðarfólk eins og þau eiga ætt- ir til. Afkomendahópurinn er orð- in stór. Eftir andlát Nönnu bjó Helgi einn í nokkur ár og fannst mér alltaf skemmtilegt að hitta hann á förnum vegi hér í borg; hressan og alúðlegan mann, sem alltaf sá hin- ar björtu og gamansömu hliðar á tilverunni. Þegar heilsa hans tók að bila flutti hann aftur til Vestmanna- eyja og þá á heimili elstu dóttur sinnar, Jórunnar, og eiginmanns hennar, Gunnars Haraldssonar. Þar átti hann góð ár, þangað til hann varð að fara á Sjúkrahús Vestmannaeyja, þar sem hann hefur dvalið í nokkurn tíma. Hann er andlega hress og reifur og fylg- ist vel með öllu. Margir hugsa hlýtt til Helga á Vesturhúsum á þessum merkis- degi hans. Ég og kona mín sendum honum og fjölskyldunni bestu árn- aðar- og heillaóskir. Megi hann eiga fagurt ævikvöld. G.Á.E. Menningarvaka Dalamanna MENNINGARVAKA Ilalamanna verður haldin dagana 25. til 27. aprfl næstkomandi. Vakan verður sett formlega í Dalabúð fimmtudagskvöldið 25. apr- íl klukkan 21.00. Meðal efnis það kvöld er spurningaleikur sem Einar Karl Haraldsson mun stjórna, Ómar Ragnarsson mun skemmta gestum og dans verður stiginn. Þá mun Ásgeir Bjarnason flytja erindi um Björn Bjarnason sem var sýslu- maður Dalamanna 1891—1914. I til- efni af aldarafmæli Listasafns ís- lands verður sýning frá safninu í Grunnskólanum í Búðardal og má þar m.a. finna myndir eftir Mugg. Á föstudeginum verður kvöldvaka í Dalabúð, en á laugardag hefst dagskráin klukkan 10.00 í Lauga- skóla með hinni árlegu skákkeppni Dalamanna. Þar verður einnig sýn- ing frá Heimilisiðnaðarfélagi Is- lands og síðdegis verður dagskrá er skólar sjá um. Kaffisala verður í höndum kvenfélagsins Guðrúnar Ósvífursdóttur og Byggðasafn Dala- sýslu verðu opið. Klukkan 14.00 á laugardeginum mun forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpa minnis- varða um Snorra Sturluson. Minnis- varðinn er gjöf til Dalamanna frá Borgfirðingum og mun sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Rúnar Guðjónsson, afhenda minnisvarð- ann fyrir hönd sýslunefndar. Um kvöldið verður sýnt leikritið „Ingiríður Óskarsdóttir" eftir Trausta Jónsson og er það leikdeild ungmennafélagsins Skallagrlms í Borgarnesi sem sýnir. Gleðinni lýk- ur svo meö dansleik í Dalabúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.