Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985 5 Vinnslustöðin í Vestmaiuiaeyjum: Sjálfvirkt innmötun- arkerfí tekið í notkun Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um hefur látið setja upp sjálf- virkt innmötunarkerfí frá mót- töku að flökun en Marel hf. hef- Hækkun Bygginga- vísitölu: Verðbólgan hægir á sér VÍSITALA byggingarkostnaður mið- að við marsverðlag 1985 var 199,94 stig, og hefur vísitalan hækkað um 0,2% frá mars til aprfl 1985. Þessi hækkun svarar til 2,5% árshækkun- ar. Undangengna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,6%sem svar- ar til 15,2% árshækkunar, en hækk- unin undanfarna tólf mánuði er 24,2%, segir í frétt frá Hagstofu Is- lands. ur haft yfirumsjón með verkinu. Var kerfíð formlega afhent sl. föstudag. Ljóst þykir að rafeinda- og tölvutækni muni á næstu árum verða notuð í æ ríkara mæli í frystihúsum og öðrum fisk- iðnaðarfyrirtækjum, og kerfi það sem nú er komið í notkun í Vestmannaeyjum er eitt af fyrstu skrefunum í þessa átt og jafnframt einn hlekkur í tæknivæðingu Vinnslustöðvar- innar. Kerfið sér um að vigta fiskiskammtana og flytja þá á sjálfvirkan hátt frá þvottakör- um til flökunarvéla og hand- flakara en um leið og það flyt- ur fiskinn milli staða vigtar það og skráir fiskmagnið sem flutt er. Hjá verkstjóra er síð- an stjórnskápur og tölvuskjár þar sem hann getur skipulagt vinnsluna hverju sinni, haft yfirsýn yfir hvaða er að gerast og fengið viðvörun ef eitthvað fer úrskeiðis. Allar vogir og safnstöð 1 þessu kerfi eru frá Marel hf. og Þorkell Jónsson tæknifræðing- ur og Marel hf. hafa hannað rafbúnað og sjálfviknina í kerfinu en flutningskerfið sjálft er hannað af Bergi Olafssyni, tæknifræðingi. Um smiði færibanda sáu smiðir stöðvarinnar undir stjórn Sig- urðar Sigurbergssonar, vél- virkjameistara en Árni G. Gunnarsson rafvirkjameistari stöðvarinnar sá um raflagnir með aðstoð Geisla hf. MorgufíDiaoið/Sigurgeir Sjálfvirka innmötunarkerfíð í Vinnslustöóinni í Vestmannaeyjum. Hagstofan hefur reiknað vísit- ölu byggingarkostnaður eftir verðlagi í fyrri hluta apríl 1985. Reyndist hún vera 200,35 stig (desember 1982 = 100). Samsvar- andi vísitala miðuð við eldri grunn (október 1975 = 100) er 2969 stig. Engin hækkun varð á launalið- um vísitölunnar, en smávægileg hækkun á nokkrum efnisliðum. Tekið skal fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu Lyggingarkostnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitöiur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, sept- ember og desember, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísi- tölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikningsmánuði skipta hér ekki máli. Lánskjara- vísitala hækk- ar um 1,18% milli mánaða SEÐLABANKINN hefur reiknað lánskjaravísitölu fyrir maímánuð 1985 og reyndist hún vera 1119 stig og hafði hækkað milli mánaða úr 1106 stigum eða um 1,18%. Ef mælikvarði er lagður á verð- bólguhraðann út frá þessari hækkun lánskjaravísitölu, er verð- bólguhraðinn nú á einu ári 15,1%. Pétur Jónsson RE: Dómsátt með 50 þús. kr. sekt DÓMSÁTT varð í máli skipstjórans á nótaskipinu Pétri Jónssyni RE 14, sem tekinn var fyrir ólöglegar veiðar á miðjum Breiðafirði á föstudag. Skip- stjórinn viðurkenndi brot sitt og fékk 50 þúsund kr. sekt. Báturinn hafði ekki leyfi til þorskfiskveiða, en átti von á leyfinu. Gaf sjávarútvegsráðuneytið leyfi út klukkustund eftir að þyrla Land- helgisgæslunnar stóð hann að verki á Breiðafirði. Málið var tekið fyrir hjá sýslumannsembættinu í Stykkishólmi og gerði fulltrúi sýslu- manns dómsátt við skipstjórann sem áður segir, þegar hann viður- kenndi brot sitt. meö aukasýningu í Broadway síðasta vetrardag 24. apríl nk. Eins og alþjóö veit þá voru skemmtanirnar meö Ómari Ragnars- syni sl. vetur einhverjar þær allra hressustu og léttustu sem sviðsettar hafa verið hér á landi — þar sem ómar fór sannarlega á kostum og gladdi gesti af sinni alkunnu snilld. Vegna fjölda áskorana höldum viö nú áfram meö Ómari, Hauki Heiöari, Hljómsveít Gunnars, Björgvin og Þuríði á síöasta vetrardag og hvetjum fólk til aö tryggja sér miöa og borö í tíma í Broadway, sími 77500, sem allra fyrst því síöast þurftu hundruö frá aö hverfa. VERIÐ VELKOMIN A GLEÐIKVÖLD MEÐ GRÍNARANUM MIKLA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.