Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 72
KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 BTT MMT MIS SIABAR ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Landsnefnd Alþjóða verslunarráösins: Kannar kosti fríverslunar- samnings við Bandaríkin Á VEGUM landanefndar Alþjóða verslunarráðsins á íslandi er nú verið að kanna möguleika á því, svo og kosti þess og galla, að gera fríverslunarsamn- ing við Bandaríkin. Að sögn Árna Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs Is- lands, hefur talsverð vinna þegar verið lögð í þetta mál og viðræður ' farið fram við fulltrúa bandaríska "sendiráðsins og aöra fulltrúa bandariskra stjórnvalda sem hingað hafa komið síðustu mán- uði. Bandaríkin hafa þegar gert einn friverslunarsamning á breiðum grundvelli sem segja má aö nái til allra vörutegunda og er það við tsrael. Sá samningur er nú fyrir bandaríska þinginu til staðfest- ingar, en að sögn Árna hafa full- trúar Verslunarráðsins hér þegar kynnt sér efni samningsins og haft til hliðsjónar við athugunina á kostum þess og göllum að leita eftir slíkum samningi. Ein meginástæðan fyrir því að slikur samningur getur þótt væn- legur er að vitað er að Kanada- Aukið smygl fíkniefna með sendi- bréfum Verðmæti sendinga allt að hálfri milljón kr. Kíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur að undanfornu fundið nokkur bréf með fíkni- efnum í. Að sögn Arnars Jens- sonar, lögreglufulltrúa við fíkni- efnadeildina, er algengt að þessi bréf séu stfluð á tilbúin nöfn í fjölbýlishúsum þar sem eigend- ur þeirra taka þau. Lögreglan befur haft hendur í hári nokk- urra manna sem við slík mál hafa verið riðnir. Eiturlyfin hass, amfetamín, kókaín og LSD voru í þeim bréfum sem náðst hafa, að sögn Arnars. Sagði hann auð- velt að koma til dæmis 15 grömmum af kókaíni fyrir í bréfi sem eftir blöndun hér gæti verið að söluverðmæti hér á götunum um hálf milljón kr. Fíkniefnabréfin eru flest frá Amsterdam, en einnig eru dæmi um slík bréf frá Kaup- mannahöfn og Bandaríkjun- um. Sendendur bréfanna gæta þess í flestum tilvikum að senda einungis efnin og láta engar upplýsingar fylgja sem hægt væri að ráða af sendanda eða móttakanda. Sagði Arnar erfitt að fást við þessi mál af þeim sökum. Arnar sagði að þessi þróun benti til að smygl fíkniefna til landsins með sendibréfum væri að aukast og biður hann fólk að vera á verði gagnvart slíkum sendingum. Það gæti til dæmis verið hættulegt ef börn kæmust í fíkniefnabréf í stigagöngum. menn hafa áhuga á að gera frí- verslunarsamning af þessu tagi við Bandaríkjamenn, sem gæti haft áhrif á samkeppnisstöðu kan- adískra sjávarafurða gagnvart ís- lenskum fiskafurðum, ef íslend- ingar nytu þarna ekki sömu kjara. Aðalfundur landsnefndar Al- þjóðaverslunarráðsins var haldinn í gær. Meginmál fundarins var skýrsla sem tekin hefur verið saman á vegum landsnefndarinn- ar um ríkisstyrki í sjávarútvegi nágrannalandanna. Áthygli manna á fundinum beinist einkum að ríkisstyrkjum í norskum og kanadískum sjávar- útvegi og þeir ráðherrar sem sátu fundinn töldu að berjast yrði gegn, þótt varlega bæri aö fara í sakirnar. Halldór Ásgrímsson skýrði frá því að á næstunni myndi viðskiptaráðherra Matthí- as Á. Mathiesen fara til Noregs í boði viðskiptaráðherrans þar og taka þetta mál upp við hann, með- an Halldór kvaöst sjálfur vera boöinn til Kanada af starfsfélaga sínum þar og hyggðist hann einnig taka þar upp þetta mál. Víðir Friðgeirsson landar fiski á Stöðvarflrði eftir velheppnaöan handfæraróður. Morgunbl&ðið/Steinar. Stöðvarfjörður: Fékk 2 tonn á handfærin Verðmæti dagsaflans 36 þúsund HUMrarfirM, 21. *rrfi. VÍÐIR Friðgeirsson gerir það betra en margir aðrir. Hann gerir út trilluna Rós SU 17. Um daginn fékk hann einn tvö tonn af þorski á handfærin og nokkrum dögum áður fékk hann 2,4 tonn á línu, en fyrir eitt tonn af þorski fást um 18.000 krónur. Mjög stutt er fyrir smábáta að róa frá Stöðvarflrði og er olíukostnaður í veiðiferðinni 150 til 200 krónur. Mánuður er nú liðinn síðan annar togari Stöðfirðinga, Krossanes SU 4, varð fyrir al- varlegri vélarbilun, en áætlað er að skipið verði frá veiðum í 4 til 6 mánuði. Næg atvinna hefur þó verið í hraðfrystihúsinu þar sem trillubátar hafa aflað mjög vel undanfarið á handfæri og lfnu. Uppistaðan í aflanum er bolta- þorskur, kjaftfullur af loðnu og muna elstu menn ekki eftir svona góðu vorhlaupi. Á síðast- liðnu ári voru 10 trillur gerðar út frá Stöðvarfirði, en vitað er að þeim fjölgar mikið í sumar. Steinar Kjaradómur dæmir BHM-R félögum 14,5% meðaltalshækkun: „Fjölmargir munu nú segja upp störfum“ — segir formaður samninganefndar BMH — kennarar fengu 4—6 % meira en aðrir MEDALTALSHÆKKUN launataxta BHM-félaganna 24, sem dómur Kjara- dóms á sunnudagskvöldið tekur til, er um 14,5%. Mestar hækkanir fá hjúkrunarfræðingar og kennarafélögin fjögur, eða 16—20%, en nokkur félög fá allt niður í um tíu prósent hækkun frá desemberlaunum, að því er Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við Mbl. í gær. Meðaltalshækkunin er nokkru lægri, eða um 12% ef kennarafélögin eru ekki tekin með í meðaltalinu. Gjaldaauki ríkissjóðs vegna dóms Kjara- dóms er áætlaður 15 milljónir kr. á mánuði. Kennarafélögin fjögur eru Hið íslenska kennarafélag, Félag há- skólakennara, félag Kennarahá- skólakennara og félag Tækni- skólakennara. Meðal félaganna, sem minnstar hækkanir fá, eru fé- lög arkitekta, lögfræðinga, mat- vælafræðinga, náttúrufræðinga, tæknifræðinga og verkfræðinga. Launataxtar þessara félaga hækka með dómnum um 10—14% frá í desember. Indriði H. Þorláksson sagði I gær, að þessar hækkanir væru nokkru meiri en samninganefnd- armenn ríkisins hefðu reiknað með. Hann sagði að BHM-menn í þjónustu ríkisins hefði vantað 6—8% uppá að vera með sam- bærileg laun og aðrir hafa eftir samningshækkanir síðustu mán- aða. Stefán Ólafsson, formaður samninganefndar BHM, sagði i gær að hækkun á töxtum félag- anna væri mun minni en menn hefðu gert sér vonir um. „Sannast sagna töldum við að við fengjum um 40% hækkun og höfðum þá í huga yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði hann. „1 viðurkenningu á dagvinnulaunastefnu okkar felst hinsvegar mikill sigur þótt dóm- urinn hafi ekki viljað fylgja þeirri stefnu eftir alla leið.“ Stefán sagði að á fundi launa- málaráðs BHM I gær hefði komið fram mikil reiði og óánægja með niðurstöðu Kjaradóms. Hann sagðist telja að fjölmargir ríkis- starfsmenn innan BHM myndu segja upp störfum sínum í fram- haldi af dóminum, til dæmis verk- fræðingar og kennarar, sem myndu „einfaldlega flosna upp“. Hann sagði ennfremur, að Kjaradómur hefði fengið „átyllu til að vísa gögnum okkar frá með skýrslu Þjóðhagsstofnunar um efnahagsmál á árinu 1983 og svo erindi Ásmundar Stefánssonar forseta ASl og Vilhjálms Egils- sonar, hagfræðings Vinnuveitend- asambandsins, sem fundu hjá sér þörf til að senda greinargerð inn í Kjaradóm á föstudaginn. Ég tel þá greinargerð meðal annars haft áhrif á, að við fengum ekki metið launaskrið sem varð hjá félögum í Alþýðusambandinu á siðasta ári. Við erum mjög óánægðir með að þeir skuli hafa blandað sér á þenn- an hátt í málið og teljum þessa afskiptasemi óskiljanlega," sagði Stefán Ólafsson. Auðna Ágústsdóttir, fulltrúi Fé- lags háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga í launamálaráði BHM, sagði sína félaga mjög óánægða með dóm Kjaradóms og að sér þætti sem „Kjaradómur hafi valið þá leið, að ýta vandanum á undan sér.“ Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags, sagði niðurstöðu dómsins vera „eins og svartsýnustu menn bjuggust við.“ Hann sagði enn- fremur að nú myndi HÍK knýja á að nefnd sú, sem ríkisstjórnin hét að sett yrði á laggirnar í vetur, myndi hefja störf hið fyrsta. Hann sagðist eiga von á að kenn- arar yrðu tregir til að mæta til kennslu á hausti komanda. Sjá ennfremur forsendur Kjaradóms og fréttir um við- brögð forsvarsmanna BHM-fé- laganna á bls. á bls. 36 og 37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.