Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 48
48_____________________________ fyrir að árangur hans fyrir mótið hafi lofað góðu. Það var raunar sama hvar Oliv- er tók til hendinni, allstaðar stóð hann upp úr. í félagsmálum var hann iðulega í forsæti. Bókaútgáfa hans *Skuggsjá“ var ein menning- arlegasta útgáfa landsins, þjóðleg og listræn. Ung skáld fengu þar úrlausn. Verk eldri og virtra lista- manna voru gefin út í bókaformi á stórbrotinn hátt og þjóðlegar bókmenntir voru snyrtilega vel unnar samanber Saga Hafnar- fjarðar. Allstaðar þar sem Oliver kom fram var sami stíllinn og reisnin yfir honum. Okkur í FH er nú síð- ast mjög minnisstætt, er hann stjórnaði 55 ára afmælishófi FH nú í haust með glæsibrag eins og honum var einum lagið. -«• Við FH-ingar erum þakklátir fyrir störf og íþróttaferil Olivers Steins. Hann sat í aðalstjórn FH í mörg ár. Var í ótal nefndum og störfum fyrir félagið. Sat í fyrstu stjórn FRÍ og var fulltrúi í íþróttanefnd Hafnarfjarðar um tíma. Við lútum höfði og kveðjum okkar mikla íþróttakappa og vin hinstu kveðju. FH-ingar votta frú Sigríði og fjölskyldu dýpstu samúð. Blessuð sé minning Olivers Steins Jóhannessonar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar >Kveðja Ætli það séu ekki í kringum sautján ár síðan ég hitti vin minn Oliver Stein í fyrsta sinn; ég var eitthvað að erindast hjá honum fyrir aðra, en af því að maðurinn var svo glaðbeittur og hressilegur og svo alls ólíkur þrúguðum bóka- útgefanda og af því að ég var með gamlan draum í farteskinu, þá endaði ég á að stynja upp með miklum andþyngsium einhverju um smásagnasafn sem ég ætti heima og „hvort nokkuð þýddi að — hérna að“ og einhvers staðar þar minnir mig að kjarkurinn hafi bilað og botninn dottið úr ræð- unni. En Oliver lét sér hvorki bregða við stam né ræskingar enda heimsmaður með sveita- manninn á réttum stað og hann hélt nú það og alveg endilega og „blessuð komdu með það“ eins og hann hefði aldrei heyrt neitt um að smásögur væru óseljanlegar og því síður um tapreksturinn á ís- lenska höfundaflotanum eða of- fjölgunina þar. Ég held ég hafi aldrei orðið eins hissa á ævi minni. Mér varð maðurinn minnisstæð- ur og þó ég teldi ruslakörfuna lengi vel besta bókaútgefandann fór það svo að ég laumaðist einn góðan veðurdag suður í Hafnar- fjörð með smásagnahandrit undir hendinni til að athuga hvort þessi maður væri raunverulegur. Hann var það. Alveg jafn glaðbeittur og mig minnti og alveg jafn kærulaus gagnvart vandkvæðunum á að gefa út íslenskar smásögur og fyrr. Okkur varð fljótt vel til vina þótt við hefðum ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Kannski af því að við vorum bæði dálítið sérvitur, og af því við töldum bæði Bókina svo mikilvæga og vildum veg hennar sem mestan, og kannski síðast en - ekki síst af því að við gátum verið sammála um að vera ósammála þó bæði værum ákafamanneskjur ef því var að skipta. Þrjár bækur gaf hann út eftir mig og á það sam- starf bar aldrei skugga. Frá því á ég ekkert nema góðar minningar. Og það segir kannski ekki svo lítið um manninn Oliver Stein, því fyrir honum var bókaútgáfa ævintýri, spennandi og skemmti- legt ævintýri sem hann gekk upp í af lífi og sál, eins og reyndar öllu sem hann gerði, en fyrir mér var þetta þrautaganga, píslir sem ®*hann hjálpaði mér í gegnum með fádæma þolinmæði, alltaf jafn elskulegur, alltaf með spaugsyrði á vör á hverju sem gekk. Og með ákafa sínum og lífsfjöri var hann stundum farinn að fá mig til að trúa á ævintýrið sitt áður en ég vissi af; ég tala nú ekki um ef hann bætti eins og einni góðri sögu við eða tveim, því hann var MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 snjall sögumaður. Það er ekki lít- ils virði óreyndum höfundi að lenda hjá slíkum manni. Hann sagði oft við mig að hann hefði alltaf verið gæfumaður. Og ég vissi að það var satt. Ekki af því að ég vissi svo nákvæmlega um ævi hans, þó ég heyrði af því hvernig hann talaði um fjölskyldu sína, um Sigríði konu sína, um líf sitt og starf að hann hafði átt gæfu að fagna, heldur kannski frekar af hinu að gæfa fer ekki eftir atburðum heldur því hvernig atburðunum er tekið. Gagnvart dauðanum getum við ekkert sagt. Oliver hafði átt við erfið veikindi að stríða nú um nokkra hríð. Nú er hann allur. Ég votta Sigríði konu hans og börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um samúð mína í sorg þeirra. Þrjár urðu þær ferðirnar okkar Olivers í hringekju bókaútgáfunn- ar. Ég vildi óska þess þær hefðu orðið fleiri. Fríða Á. Sigurðardóttir Ég sat við skrifborð mitt að starfi í ársbyrjun 1975. Varlega er knúð dyra. Ég býð gestinn velkom- inn og vísa til sætis andspænis mér við skrifborðið. Gesturinn kynnir sig: Oliver Steinn Jóhann- esson. Nafnið þekkti ég, manninn hafði ég ekki séð fyrr, en ég vissi vel um hans gjörvileik í gamla daga á vettvangi íþrótta, það svið var mér hugleikið á yngri árum mínum og starfssvið um skeið. Fyrrum var viðmælandinn einatt í fylkingarbroddi meðal ungmenna þjóðarinnar á leikvangi. Nú var hann í fararbroddi bókaútgefenda, það vissi ég. En erindið við mig? — Á vegum bókaforlags síns kom hann strax að efninu spyrjandi hvort ég væri fáanlegur til að skrá æviferil minn til útgáfu í bókarformi. Ég svaraði um hæl, að það efni myndu fáir telja þess virði að lesa og því fjarri lagi að gera bók um það. Það taldi hann sitt mál, en óbein og bein kynni af frammi- stöðu minni, sérlega í viðræðum við fólk á víðum vettvangi, með hljóðnema Ríkisútvarpsins, tjáði hann tilefni að Ieita fanga um fer- il minn allan til birtingar. Viðræðurnar fóru fljótt inn á aðrar leiðir og það varð að ráði, að með okkur tækist samstarf á vettvangi ritmennsku og útgáfu og árangur af því varð strax. Sama ár kom út bókin „Faðir min bónd- inn“ og næstu árin hélst í horfi með efnissöfnun og búning bóka til útgáfu uns þrek mitt þvarr svo að þau verkefni hlutu að liggja kyrr, en árangurinn varð samtals 6 bækur. Hitt er svo annað mál, og fyrir mig miklu þyngra á metaskálun- um, að hér var ég í samstarfi kom- inn í náin tengsl við aðila, sem með hverjum degi og hverjum mánuði féll mér betur í geð og fann andlega samstöðu á ýmsum leiðum lífsviðhorfa, og ég hygg að gagnkvæmt hafi verið frá hálfu Olivers. Samstarfið færði okkur inn á vegu vináttu, sem hjá mér eiga svo djúpar rætur í vef minn- inganna, að þær munu ekki visna þótt vinurinn sé horfinn af vett- vangi okkar jarðnesku tilveru. Það skal hér sagt, að samstarf okkar hafði frá upphafi slétt og fágað yfirborð, og undir yfirborð- inu fann ég fljótt hlýju streyma til mín og ylja hug minn við hvert tækifæri, er leiðir lágu saman til umræðu eða ákvarðana. Á of skömmum æviferli Olivers Steins hafði hann unnið á ýmsum sviðum, sem ég veit að aðrir rekja nánar við brottför hans frá tilveru þessa lífs, en sá skeiðvöllur lífsins, sem leiðir okkar lágu um sam- ferða, um fárra ára skeið, færðu mér innsýn í víðan hugarheim samferðamannsins og beindu sjónum að veglegum verkefnum samfélagsins. Með orðum, en án málalenginga, lyfti hann stundum tjaldi er faldi fortíðina og öðru, er beindi sjón- um inn á nýjar brautir. Það er gott að eiga samferðamenn af því tagi. Þannig get ég nú, að honum horfnum, skyggnst inn á ýmis svið um hóla og dali lands og þjóðar, sem einatt voru umræðuefni. Minn vettvangur á sviði útgáfu með Oliver var frá víðum verk- sviðum almennings. Þar fann ég í fari útgefandans sterka viðleitni til að koma á framfæri sérstak- lega sögulegum atriðum og menn- ingarþáttum af þjóðlegum upp- runa og þá ekki síst af þeim akri lífsins, sem uppruni okkar á dýpstar rætur. Hreinskipti í öllu samstarfi, vinsamlegt, hlýtt og alúðlegt við- mót, er mótaði sanna vináttu, munu í mínum huga geymd og aldrei gleymd. Miningin um sam- ferðamanninn Oliver Stein Jó- hannesson mun mér rík í huga svo lengi sem hugurinn starfar. A leikvelli íþróttanna kom hann jafnan fyrstur að marki. Á skeið- velli lífsins náði hann endamark- inu of snemma. Samúðarkveðjur mínar tjái ég hér með allri fjölskyldu hins horfna. Og síðasta ávarp mitt við brottför hans, er: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Gísli Kristjánsson Fyrir um það bil 18 árum birtist mynd ein í Morgunblaðinu, en undir henni stóð m.a.: „Það var fríður hópur frjálsíþróttafólks, sem var mættur. 34 íþróttamenn og 1 íþróttakona tóku á móti garpsmerkinu svokallaða í 20 ára afmælishófi Frjálsíþróttasam- bands íslands." Þar á meðal var Oliver Steinn Jóhannesson og sú, sem þessar línur ritar. Við vorum einu Hafnfirðingarnir, bæði úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Upp úr þessu varð skemmtilegt samstarf okkar við formann frjálsíþróttadeildar FH varðandi unga fólkið. Upp frá því lágu leiðir okkar saman, m.a. í félagsmálum, og síð- ar varð ég aðnjótandi vináttu fjöl- skyldunnar. Oliver Steinn var fæddur í ól- afsvík 23. maí 1920, sonur Jóhann- esar Magnússonar sjómanns og konu hans, Guðbjargar Olivers- dóttur. Þau hjón fluttu til Hafnar- fjarðar árið 1933 ásamt fjórum börnum sinum. En þremur árum síðar verður fjölskyldan fyrir því áfalli, að fyrirvinnan, faðirinn, ferst ásamt elsta syninum með línuveiðaranum Erninum. Eftir stendur ekkja með þrjú börn. „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark." Þessi reynsla markaði spor í sál 16 ára unglings. Hann hóf baráttu við hlið móður sinnar og studdi hana dyggilega. Ekki skorti hann andlegt at- gervi til að ljúka langskólanámi, svo hörkugreindur og fljóthuga sem hann var. En eftir gagn- fræðapróf við Flensborg var stað- ar numið. Hann sagði síðar á ævinni: „Ég held að ég hefði ekki orðið betur settur þó ég hefði lokið langskólanámi." Viljinn, ósérhlífnin og kröfu- harkan við sjálfan sig var mikil. Þessir eiginleikar í fari Olivers skiluðu góðum arði og farsælu starfi. Eins og kunnugt er rak hann eigin bókaverslun og bóka- forlag, Skuggsjá, í Hafnarfirði, með miklum myndarbrag. í sjón var hann hinn vörpu- legasti, hár og spengilegur og létt- ur í spori. Ákveðinn í framkomu, hispurslaus og sló oft á létta strengi með hnitmiðuðum spaugs- yrðum. En á bak við sló hjarta alvörumannsins. Vorið 1967 var Sálarrannsókn- arfélagið í Hafnarfirði stofnað. Oliver Steinn var einn af forvígis- mönnum þess. Hann var í fyrstu stjórn og gjaldkeri í 10 ár. Auk þess hefur félagið vissa aðstöðu í bókaversluninni. Sem núverandi formaður Sálarrannsóknarfélags- ins í Hafnarfirði, flyt ég alúðar- þakkir fyrir þau störf. Á vegum Skuggsjár hafa komið út margar bækur um dulræn efni. Fyrir stuttu sagði Oliver mér frá bók, sem væntanlega kemur út í haust. Sú bók verður um frú Guð- rúnu Sigurðardóttur, miðil frá Akureyri, sem lést á sl. ári. Þeirri ágætu konu kynntist Oliver og mat mikils. Hann sagði við mig: „Mundu það, að þú átt eitt eintak, hvort sem ég verð til að afhenda þér það eða annar í fjölskyldunni. Titill bókarinnar er ákveðinn „Birtan að handan". Þegar sá sjúkdómur, sem lagði vin minn að velli, hafði gert vart við sig, kom hann að máli við mig og sagðist vera á förum til lækn- inga erlendis. Sárafáir vissu þá hvers kyns var. Hann var hóflega bjartsýnn. Orð hans voru á þessa leið: „Þú veist mín viðhorf. Ég er því viðbúinn og ég er sáttur við lífið. Ég hef verið lukkunnar pamfíll." Oliver gekk að eiga yndislega konu, Sigríði Þórdísi Bergsdóttur, sem svo sannarlega hefur staðið við hlið manns síns I blíðu og stríðu. Þau eignuðust þrju mann- vænleg börn, Jóhannes, sem býr í foreldrahúsum, Guðbjörgu Lilju og Berg, sem eru gift og búsett í Hafnarfirði. Sigríður sýndi manni sínum umhyggju og umvafði hann kærleika í trúarvissu. Ég veit að þetta var gagnkvæmt. Nú er leiðir skilja að sinni vil ég þakka Oliver góð kynni og vináttu, og bið honum blessunar á þeirri vegferð sem nú er hafin. Ég mun ávallt sakna vörpulega mannsins með léttu tilsvörin. Ástvinum hans sendi ég alúð- arkveðjur og minni á orðin úr heilagri ritningu: „Trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. — Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ Guðlaug Elísa Kristinsdóttir Hinn 15. þ.m. andaðist vinur minn og samstarfsmaður Oliver Steinn Jóhannesson, bóksali og bókaútgefandi í Hafnarfirði, eftir langan aðdraganda þess sem nú er skeð, en hetjulega baráttu við ofureflissjúkdóminn er fáir máttu merkja í daglegum viðskiptum, hvert stefndi með líkamiegt heil- brigði hans. Nú er þessi náni og góði félagi horfinn úr samstarfinu og þeim mannlegu tengslum er gerast manna I milli við dagleg áhugamál samkvæmt „ferðaáætl- uninni“ eða amstri daganna. Þótt Oliver hafi átt sína „trú“ gagnar hún fæstum til þess að halda hinu hefðbundna sambandi manna í milli. Þótt trúin sé ómetanleg er „vissan“ hin trausta undirstaða. Þetta hvorttveggja átti hann í far- teski sínu. Það veit ég. Fyrstu kynni okkar Olla urðu við brauðstritið í ísafoldar- prentsmiðju, en hann gerðist starfsmaður bókaverslunar fyrir- tækisins í Austurstræti, miðsum- ars árið 1942. Fljótlega setti hann svipmót sitt á starfsemi þessarar verslunar með þeim dugnaði og því kappi er alla tíð einkenndi alit það er hann lagði hönd að. Þessum höfuðþáttum í fari Oliv- ers auðnaðist mér að kynnast náið er fram liðu stundir. Kom þar til fjöldi þátta í samvinnu okkar, bæði á hinu faglega sviði og hinu félagslega. Mér er vandi á höndum að skilgreina svo margþætt efni í þesum fáu kveðjuhugleiðingum mínum, við hið alltof snögga frá- fall þessa góða vinar og hugþekka samstarfsmanns. Mér flaug í hug á þeirri stund, að það þyrfti stund- um hetjur til þess að lifa samfé- lagi sínu, vinum og fjölskyldu til gagns. Það getur einnig verið dáð að hafa hin síðustu vistaskipti við lífið „að deyja". Mér hefði átt að vera það ljóst að hverju fór með heilsu Olivers. Ég hygg að fátt lýsi betur mannin- um, að honum tókst með hugar- jafnvægi hetjunnar, að villa okkur samferðamönnunum sýn, með hinu ótrúlega jafnvægi I allri framkomu og daglegri breytni. Enginn efaöist þó um hina sterku skaphöfn Olivers. Þegar ég nú I þessari andrá lít til baka um nokkuð á fjórða tug ára samskipta og kynna er það mér ekki svo mikið undrunarefni hver þróunin hefur orðið í lífi og athöfnum Olivers Steins. Sem ungur maður varð hann heillaður af íþróttum, svo sem gerist um ungt fólk og hefur gerst á öllum tímum. Hann var óvenjulega glæsilegur ungur maður, hávaxinn, vilja- sterkur og þróttmikill, enda stóð hann til afreka á þessu sviði sem öðru. Kannski var það einmitt þess vegna er kynni okkar urðu nánari, að hann kom mér fyrir sjónir sem persóna er eygði tak- mark og tilgang með lífi sínu og umhverfi, hann fyndi sig ef til vill sem fyrirbúinn þátt í ákveðnu lífs- mynstri. Ég held að óhætt sé að taka svo til orða eins og stundum er gert, að lífsframi þessa vinar míns hafi verið hraður og litríkur. Frá því að Oliver lýkur námi í Flensborg- arskólanum í hafnarfirði árið 1936 stundar hann verslunarstörf hjá KRON í Hafnarfirði og Reykjavík hjá ísafold sem verzlunarstjóri, sem fyrr er getiö, til 1957. Stofnar hann þá eigin bókaverslun, sem ber nafn hans sem kunnugt er. Þar að auki stofnar hann bókaút- gáfuna Skuggsjá. Bæði þessi fyrir- tæki hefur hann starfrækt fram á þennan dag af frábærum dugnaði og hagsýni. Þessi fyrirtæki eru rekin í eigin húsnæði, stórhýsi við Strandgötu 31 i Hafnarfirði, sem tekið var í notkun árið 1968. Bygg- ing þessi er með fallegustu stór- hýsum í Hafnarfirði. Gjarnan mætti ég rekja öll þau félags- og trúnaðarstörf Olivers, en vona að því verði gerð fyllri skil af öðrum. Það yrði fyrir mér löng saga í þessum kveðjudraumi, vegna þess að á tímabili vináttu okkar skipta þau tugum, allt frá íþróttafélögum til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar, er hann unni heitt, að mér fannst. Þó mun ég ekki alveg leiða hjá mér þau félög og stjórnir er mest snertu sam- starf okkar og náin kynni. í stjórn Félags íslenskra bóka- verslana mun hann hafa verið 1953—1955 og stjórn Bóksalafé- lags íslands er núna heitir Félag íslenskra bókaútgefenda frá árinu 1959 og formaður þess frá 1964 til 1969 og frá 1980 til 1984. Með starfi Olivers I þessum hóp sem hvað mest tengist bókaútgáfu, bókaverslun og bókagerðinni allri. Hann var auk þess um stutt skeið rekandi prentverks, en hvarf frá því eftir stuttan tíma. Hygg ég að það hafi orðið honum nokkur lærdómur um tengslin milli prent- verks og útgerð forlagsstarfsemi ásamt sölu prentaðs máls. Ég kynntist Oliver Steini og hans innsta manni og manndómi einmitt í gegnum starf hans í þágu samtaka þessara félaga. Ég mun ávallt líta til hans með þakklæti og aðdáun fyrir það hvernig honum með einstakri lagni og fórnfýsi tókst að hnýta og samtengja skoðanir sem stundum virtust vera ósamrýmanlegar. Til þess þurfti mannkosti og framar öllu vit og skilning á mjög óiíkum hagsmunum og viðhorfum. Að kunna skil á slíku hefði einhvern tímann verið skilgreint sem afrek, ekki síst þar sem hann var þá orð- inn helsjúkur maður en fæstir átt- uðu sig á, sem ég hefi áður getið. Kannski hefur eitt atriði orðið til þess að við áttum mjög auðvelt með að skynja hvers annars skoð- anir. Það kom í minn hlut að að- stoða Olla við frágang nokkurra verka, en honum var annt um að útlit samsvaraði efni verksins. t því samstarfi bar okkur aldrei nokkuð á milli og er mér ekki kunnugt um að ég hafi þurft að bera skoðanir hans ofurliði í einu eða neinu. Við kynni svo náin sem vinátta okkar Olivers Steins voru fer ekki hjá því að maður einstöku sinnum rekist á viðkvæmustu þætti i lífi manna. Fjölskyidu sína held ég að hann hafi haft oftar i huga en hann kærði sig um að flíka við nokkurn nema sína nánustu. Hamingja hans var fólgin I velferð fjölskyldunnar. Árið 1946 kvæntist Oliver Steinn eftirlifandi konu sinni Sig- ríði Þórdísi Bergsdóttur, bæjar- fógeta í Hafnarfirði. Þau eignuð- ust þrjú börn, Guðbjörgu Lilju, Jó- hannes Örn og Berg Sigurð. Um leið og ég þakka Oliver Stein samfylgdina og vináttu hans alla við mig og hugðarefni mín, er það heitasta ósk mín að blessun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.