Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985 Strandkapteíni Kópavogs svarað eftir Richard Björgvinsson í Morgunblaðinu 20. mars sl. var birt viðtal við Kristján Guðmunds- son bæjarstjóra vinstri meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs um fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs Kópavogs, undir fyrirsögninni: „Fjárhagsstað- an er í réttu hlutfalli við fram- kvæmdirnar.“ Því miður hefur þetta greinar- korn mitt af þessu tilefni dregist af ýmsum orsökum undanfarið. Tilefni þessa viðtals virðist m.a. vera, að Davíð Oddsson borgar- stjóri nefndi réttilega slæma fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs Kópavogs í sjónvarpsþætti nýlega. Frásögn bæjarstjórans í Kópavogi um fjár- mál Kópavogs undir leiðsögn hans og vinstri meirihlutans í Kópavogi er með þeim hætti, að ekki verður hjá því komist að leiðrétta helstu rangfærslur hans og segja lesend- um Morgunblaðsins og þá fyrst og fremst Kópavogsbúum, sem málið er skyldast, sannleikann um fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs. Fyrsta heila árið, sem Kristján Guðmundsson var bæjarstjóri vinstri meirihlutans í Kópavogi árið 1983, snaraðist fjárhagsstaða bæjarsjóðs um 25—30 milljónir króna til hins verra. Vinstri meirihlutinn áætlaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 1984 að verja 19,2 millj. kr. til að bæta fjárhagsstöðuna, þ.e. greiða lausa- skuldir. Árangurinn að liðnu ár- inu 1984 er sá, að lausafjárstaðan versnaði um þrefalda þá upphæð. Þetta var annað heila árið, sem Kristján Guðmundsson var bæjar- stjóri vinstri meirihlutans í bæj- arstjórn Kópavogs. Bæjarstjóri segir, að fjárhags- staðan sé í réttu hlutfalli við framkvæmdir, eða með öðrum orðum, það hefur verið eytt svo miklu fjármagni í framkvæmdir, að það hefur skapað erfiða lausafjárstöðu. Samkvæmt þessu mætti ætla, að framkvæmdir hefðu farið fram úr fjárhagsáætl- un. Staðreyndin er hinsvegar sú, að framkvæmdir bæjarsjóðs urðu tæpum 14 millj. kr. minni en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, enda er ég viss um að mörgum Kópavogs- búum kæmi það mjög á óvart ef svo væri ekki. Bæjarstjóri segir að innheimta bæjargjalda hafi verið léleg. Ekki var hún léleg, því Kópavogsbúar eru skilvísir, en hún var aðeins verri en ráð var fyrir gert. Bæjar- stjóri segir að munað hafi 10 millj. kr. Það er leiðinlegt að geta ekki farið rétt með jafn einfalda tölu og staðreynd, það vantaði 5.916 þús kr. upp í áætlaða innheimtu bæjargjalda en ekki 10 millj. kr. Skorti þá á, að áætlaðar lántök- ur fengjust og lausafjárstaðan verri þess vegna? Nei, ekki var það svo, heildarskuldir bæjarsjóðs voru 30,7 millj. kr. hærri í árslok en ársbyrjun 1984. Þetta er fylli- lega sú upphæð, sem vinstri meiri- hlutinn í Kópavogi áætlaði að fá í nýjum lánum á árinu. Hinsvegar er meginhlutinn af þessum nýju Iántökum aðeins til skamms tíma og sum þeirra og ýmis önnur í vanskilum um sl. áramót. Heildarskuldir bæjarsjóðs voru í lok ársins 1984 167,9 millj. kr., þar af voru skuldir til skamms tíma rétt rúmar 102 millj. kr., svo á því sést hvað þessi lán eru flest óhagstæð, enda mikið af þessari upphæð vanskila- og óreiðuskuld- ir, skuldir við viðskiptamenn o.fl. þess háttar og því ekki lán í venju- legum skilningi þess orðs. Veltufjármunir bæjarsjóðs um sl. áramót námu aðeins um 68% af skammtímaskuldum og sést best af því að lausafjárstaðan var ekki góð. Þegar fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár, 1985, var afgreidd 3. apríl sl. var áætlað af meirihluta bæjarstjórnar að verja 54,2 millj. kr. til þess að greiða niður vanskil og skammtímaskuldir og ekki mun veita af þeirri upphæð, síður en svo. Bæjarstjóri segir hinsvegar í samtalinu við Mbl. að vanskila- skuldir bæjarins nemi 40 millj. kr. Það er ekki rétt, eins og sést af ofangreindu, þegar áætlaðar eru 54,2 millj. kr. til að greiða þau. Þessar 40 millj. kr. sem bæjar- stjóri nefnir er hinsvegar sú upp- hæð, sem hagsýslustjóri bæjarins nefndi allra brýnustu upphæðina, sem þyrfti að borga strax. Richard Björgvinsson Sannleikurinn er sá, aö fjárhagsstaða bæjar- sjóðs Kópavogs er kom- in í ógöngur vegna gegndarlauss rekstrar og eyðslu á öllum svið- um og hvorki bæjar- stjóri né vinstri meiri- hlutinn í bæjarstjórn hafa gert sér neina grein fyrir stöðu fjár- mála bæjarins. Á árinu 1984 greiddi bæjarsjóð- ur Kópavogs 15,4 millj. kr. í vexti, en í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur næmu 5,9 millj. kr., mismunurinn er 9,5 millj. kr. Af þessum 15,4 millj. kr. fóru 4,3 millj. kr. í vanskilavexti eingöngu og að auki 1,8 millj. kr. í vexti af yfirdráttarskuldum í bönkum, eða samtals í þessa tvo liði 6,1 millj. kr. Á þessu ári er áætlað að greiða 19,6 millj. kr. í vexti, eða að 8,2% af heildarútsvörum okkar Kópa- vogsbúa fara beint í vaxtagreiðsl- ur. Á tveim árum greiðir bæjar- sjóður Kópavogs 35 millj. kr. í vexti eða sem svarar andvirði tveggja fullbúinna dagheimila. Viturleg fjármálastjórn eða hitt þó heldur. Sannleikurinn er sá, að fjár- hagsstaða bæjarsjóðs Kópavogs er komin í ógöngur vegna gegndar- lauss rekstrar og eyðslu á öllum sviðum og hvorki bæjarstjóri né vinstri meirihlutinn í bæjarstjórn hafa gert sér neina grein fyrir stöðu fjármála bæjarins. Merkilegast við þetta allt er samt sú staðreynd, að svona skyldi fara með fjárhag bæjarins einmitt á árinu 1984. Á því ári höfðu sveit- arfélögin sérstakt tækifæri til að rétta af og bæta fjárhag sinn, þar sem lækkun verðbólgunnar á sl. ári veitti það svigrúm, sem þau mörg vantaði. Útsvörin voru líka að sama skapi stórlega íþyngjandi skattur á borgarana árið 1984. Fjöldi sveitarfélaga bætti líka mikið fjárhagsstöðu sína á árinu og nægir að vitna þar til Reykja- víkurborgar. Hinsvegar var allt þveröfugt í Kópavogi, fjárhags- staðan versnaði mikið. Undir lok viðtals síns við Mbl. segir bæjarstjóri: „Til þess að kippa þessu i iiðinn höfum við nú ákveðið frestun á framkvæmdum og það fer enginn nýr rekstur í gang á þessu ári.“ Jú, mikið rétt, vinstri meirihlutinn sá sitt óvænna að kokum og lagði á hill- una áform sín um nýjan rekstur á þessu ári. En ætli að framkvæmd- ir verði nokkuð ódýrari seinna á árinu? Það þarf eitthvað meira til „að kippa fjárhagsstöðunni í lið- inn“. Vinstri meirihlutinn í Kópavogi áætlar líka að taka ný lán að upp- hæð 24,7 millj. kr. á þessu ári, sum af þeim eru meira að segja eyrna- merkt sem skammtímalán þegar í upphafi, því enginn veit hver á að fá þessi lán, það er því alveg eftir að sjá hvað verður úr því að vinstri meirihlutinn í Kópavogi bæti fjárhagsstöðu bæjarsjóðs á árinu 1985. í viðtali sínu við Mbl. verður bæjarstjóra oft á að gera ýmsan samanburð við Reykjavíkurborg og halla þá yfirleitt á Reykjavík, en hann lætur alveg hjá líða að segja frá hvað Kópavogsbær skuldar borginni og fyrirtækjum hennar, en þær skuldir námu um 8,3 millj. kr. í lok marsmánaðar sl. Höíundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæöisflokksins í Kóparogi. wiiRvmARimr MAZDA 626 er margfaldur verðlaunabíll og metsölubíll á Islandi sem annars staðar. Verð: 626 LA 5aloon 1.61 Kr. 426.059. Til öryrkja ca kr. 320.059. Kjarnorku- sprengjan og framtíðin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Karl Jaspers: Die Atombombe und die Zukunft des Menschen. Politische Bewustsein in unserer Zeit R. Piper og Co Verlag — Miinchen Ziirich 1982. Bók þessi kom fyrst út 1958 og hefur ekki verið fáanleg i rúma tvo áratugi. Það hefur mikið verið ritað um kjarnorkuvopn og kjarn- orkukapphlaup stórveldanna en skoðanir Karls Jaspers skera sig úr. Hann var meðal kunnustu heimspekinga okkar tíma, exist- entialisti og samtíma gagnrýn- andi framar öðrum. Jaspers var fyrstur heimspekinga til þess að ihuga þær róttæku breytingar sem hlutu að fylgja í kjölfar hugsan- legrar útþurrkunar alls lífs á jörð- inni. Slík staða hafði ekki þekkst áður og hlaut að verða kveikja að nýrri pólitískri meðvitund og einnig endurskoðun á mennskum verðmætum og tilgangi mannlegs lífs. Jaspers fjallar um þessi efni í þessu riti. Hann skrifaði fyrstu drögin um það leyti sem uppreisn Ungverja hófst og sovéskar hersveitir voru sendar inn í Ungverjaland og Suez deilan stóð sem hæst. Spenna þessara tíma mótaði íhuganir Jaspers, status quo og detente var þá ekki komið til sögunnar sem frestun á ósköpunum. Styrjöld virtist vera eina lausn pólitískra deilumála og í nýfrjáls- um ríkjum Afríku voru pólitísk deilumál leyst á þann hátt. Alræð- isstjórnir stefndu alls staðar að auknu alræði og stóðlun innan- lands og útþenslu í þriðja heimin- um. Útlitið var vægast sagt ískyggilegt. Til þess að koma í veg fyrir dauða jarðarinnar taldi Jaspers að hugmyndin um sjálf- stæðar ríkisheildir og einstefnu- akstur pólitískra hagsmunahópa yrðu að víkja fyrir annars konar pólitískri meðvitund þar sem frið- ur og frelsi, reist á raunsæi, sann- leika og skynsemi væru aðalatrið- ið. Hann ræðst gegn terror alræð- isríkjanna og hræsni lýðræðisríkj- anna og skrifar þar með samtíð- arsögu og niðurstöður hans eru, að gjörbylting í mati og meðvitund þurfi að koma til, ef forða eigi út- þurrkun. Jaspers álítur að æðsta gildi mannlegs lífs sé falið í orðum Sokratesar um flekklaust líf, líf byggt á siðgæði. Menn geta lifað án þessarar kröfu, en sé slegið af þeirri kröfu þá sé lífið lítils virði sem slíkt. Ef það er skylda manns- ins að fórna lífi sínu fyrir gildi sem eru lífi einstaklingsins æðri, lægi þá ekki sama skylda á mannkyninu sem heild? Jaspers álítur að svo sé, án siðræns frelsis er lífið varla þess vert að lifa því. Jaspers hélt því fram að ef frið- urinn yrði aðeins tryggður með kúgun mannkynsins, þá ætti slík- ur friður engan rétt á sér, þar sem hann byggðist á algjörri kúgun og terror og þá væri dómurinn eina réttlætingin. Jaspers fjallar um líkindin á sigri kúgunaraflanna frá sjónar- miði vestrænnar heimsmyndar í öðrum kafla ritsins og þar fjallar hann um framanskráð efni í löngu og ítarlegu máli. í lokakaflanum ræðir hann síðan um leiðir út úr ófærunni. Þessi bók er löng hugvekja, um 500 þéttprentaðar síður, og er af mörgum gagnrýnendum talið vera skýrasta úttekt á pólitík 20. aldar sem hingað til hefur birst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.