Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 53 Minning: Erlingur Guðmunds- son vélvirki áhrifaríkt hugtak og oröið heild- sali hafði sumstaðar miður fagran hljóm. En af raunsæi sínu sá Þorgrímur fljótt, að einnig á þessu sviði má vinna þjóðnýtt starf. Þó að hann skildi vel lögmálin sem gilda í þeim leik, fannst mér hann jafnan vilja vinna í þeim anda, að það kæmi sem flestum að gagni, sem gert var. Ég undraðist líka stundum hve vel honum tókst að gera góðan hlut sumra, sem aðra hefði e.t.v. ekki langað til að eiga mikil skipti við. Hann var fljótur að finna hjá hverjum einum, hvað sá hafði til brunns að bera. Ef Þorgrímur réði væri enginn atvinnulaus. Hvatn- ingin til að vinna kæmi þá til manna á annan hátt. Samstarf okkar Þorgríms var orðið langt og gott, þegar honum var nú skyndilega kippt í burtu, ef svo má að orði komast. Og ekki má sleppa því alveg að minnast á lífsskoðanir hér, enda ætti það ekki að þurfa að vera neitt óleyfi- legt. Og alveg er það víst að aldrei gætti neinnar þvingunar frá at- hafnamanninum Þorgrími gagn- vart skrifandi manninum Þor- steini. Hann var ekki þeirrar teg- undar að vilja fara að framfylgja „réttiæti almenningsálitsins" gagnvart einhverjum, sem bregð- ur frá venju í orði og háttum. Lík- ari var hann í eðli þeim fornmönn- um vorum sem lögðu sig í hættu vegna einhverra, sem ekki áttu vinsældum að fagna, og var það þá stundum kallað drengskapur. — Það kom fyrir stöku sinnum, en ekki oft, að Þorgrímur vék að fyrra bragði að því sem ég hef ver- ið að fást við um ævina. Einu sinni spurði hann mig nokkurra stað- góðra spurninga um þau mál hverrar af annarri, en ég svaraði jafnharðan. „Ég sé það, að við er- um þó nokkuð sammála um þessi efni“ og gat ég ekki kosið mér betri ályktunarorð. Það var háttur hans að setja málin fram á þenn- an hátt. Oll tilgerð og uppstrílun lá honum fjarri. En það vil ég nú ætla, að Þor- grímur sé nú þegar orðinn virkur og vakandi þátttakandi í fram- faramannfélagi á öðrum hnetti, en slík mannfélög hygg ég mjög mörg til vera. Grónar grafir i görðum eru eftir þeim skilningi aðeins minningarmerki. Þorsteinn Guðjónsson Fæddur 1. maí 1918 Dáinn 13. april 1985 Þegar samtíðarmenn eru kvadd- ir á braut leitar hugurinn aftur til liðinna daga. Þannig var þegar sú fregn barst að Erlingur á Melum væri látinn. Þá liðu um hugann góðar minningar um sómadreng, sem átti virðingu samferðamanna sinna. Það er ekki ætlun mín að fara að skrifa einhverja ævisögu eða langa lofgjörð um Erling, slíkt hefði verið honum á móti skapi, heldur aöeins að minnast hans í fáum orðum. Erlingur bjó á Melum í Mela- sveit lengst af eða þar til hann brá búi fyrir u.þ.b. 20 árum og réðst til íslenskra Aðalverktaka, en hjá þeim starfaði hann til dauðadags, fyrst í Hvalfirði en síðan á Kefla- víkurflugvelli. Hann vann sem vélvirki og hafði fyrir fáeinum ár- um fengið réttindi sem slíkur. Á búskaparárum sínum vann hann mikið að félagsmálum, sér- staklega í Ungmennafélaginu Hauk, en þar var hann m.a. for- maður um 10 ára skeið. Öll störf hans fyrir félagið einkenndust af dugnaöi og áhuga sem aldrei verð- ur fullþakkað. Sem þakklætis- og virðingarvott fyrir vel unnin störf var hann gerður að heiðursfélaga á 60 ára afmæli félagsins árið 1971. Það segir meira en mörg orð hug félagsins til Erlings. Er hann starfaði í Hvalfirði lét hann verkalýðsmál til sín taka, var um skeið í stjórn verkalýðsfé- laginu Herði, Hvalfirði. Sennilega verður Erlings þó lengst minnst fyrir annað starf gjörólíkt félagsmálum. En það var lagni hans sem dýralæknir. Þær eru ófáar mjólkurkýrnar sem hann hefur bjargað um dagana, og ég veit að sveitungar hans bera til hans hlýjan hug, fullir þakklætis. Því að það var alveg sama hvenær hringt var í Erling, hvort það var nótt eða dagur, brakandi þurrkur eða norðan stórhríð, alltaf kom Elli. Tryggð Erlings við átthagana eftir að hann fluttist suður var mikil, það sýnir að öll þau ár sem hann starfaði á Keflavíkurflug- velli kom hann heim nánast um hverja helgi. Hann hélt góðu sam- bandi við sveitunga sína og var aufúsugestur á hverjum bæ. Erlingur var ókvæntur og barnlaus en átti marga vini og fé- laga sem sjá nú á bak honum langt um aldur fram. Ég veit að ég mæli fyrir munn sveitunga minna er ég færi honum þakklæti fyrir allt það sem hann var sveit sinni og samferðamönnum. Við sem í dag kveðjum Erling Guðmundsson sjáum á bak góðum vini og félaga, en minningin um þennan sómadreng lifir. Blessuð sé minning Erlings á Melum. Elinbjörg Magnúsdóttir Hafnarfjörðun Verðlaun fyrir skipulag Víðistaðasvæðis B/EJARSTJÓRN Hafnarfjarðar ákvad árið 1982 að efna til hug- myndasamkeppni um skipuiag Víði- staðasvæðis. Upphafiega átti þetta svæði að vera fyrir íþróttastarfsemi ýmiss konar, en frá því var fallið og skal það verða opið útivistarsvæði fyrir almenning. Átta tillögur bárust. Á fimmtudag var kunngjört um úrslit keppni þessarar. Fyrstu verðlaun hlutu Þráinn Hauksson, Reynir Vilhjálmsson og Ragnheið- ur Skarphéðinsdóttir, en þau eru öll landslagsarkitektar, ásamt Helga Hafliðasyni arkitekt og Sig- ríði Jóhannsdóttur, tækniteikn- ara. Dómnefndin samþykkti ein- róma að veita þeim verðlaunin og var tekið fram í úrskurði nefndar- innar að heildarmynd svæðisins væri sérlega góð í tillögu þeirra. 1 dómnefnd voru þrír fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þeir Sigþór Jóhannesson verkfræðing- ur, sem var formaður hennar, Snorri Jónsson fulltrúi og Bjarni Snæbjörnsson arkitekt. Einn full- trúi Pélags íslenskra arkitekta átti sæti f nefndinni, Gunnar Óskarsson, og loks átti þar sæti landslagsarkitektinn Einar E. Sæmundsen. MorgunbladiA/Bjarni Verðlaunahafar í samkeppni Hafnarfjarðarbæjar um skipulag Víðistaðasvæðis. Yst til vinstri er Sigríður Jóhannsdótt- ir tækniteiknari, þá Ragnheiður Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt, Helgi Hafliðason arkitekt, Þráinn Hauksson og Reynir Vilhjálmsson, en þeir eru báðir landslagsarkitektar. Yst til hægri er bæjarstjórinn i Hafnarfírði, Einar I. HaUdórsson. hefur aldrei staðió betur Daihatsu Charade hefur létt mörg þúsund íslendingum lífiö sökum ótrúlegrar sparneytni og alhliöa lægsta reksturskostnaöar ásamt hæsta endursöluveröi. Á tímum þrenginga og erfiöleika hjá heimilum er Charade öflugt vopn gegn lífskjaraskerð- Landsþekkt gæði og þjónusta tryggja endursöluna. 329.3°0’ ót„og «minn4-Œ um bensintanw tuH- Daihatsu-umboðið Ármúla 23, sími 685870 • 81733 ■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.