Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1986 50 stund til að hampa og leika við barnabörnin sín, þegar þau komu í heimsókn til afa og ömmu á Arn- arhraunið. Oliver var harður stjórnandi í fyrirtaeki sínu og gerði miklar kröfur til starfsfólks síns, en ekki síður til sjálf síns. Hann var virtur af starfsfólki sínu og þvi þótti vænt um hann. Oliver háði harða baráttu við erfiðan sjúkdóm, þann sjúkdóm sem svo allt of marga leggur af velli langt fyrir aldur fram. Mikl- ar vonir voru bundnar við lækn- ismeðferð sem hann fór í til Kaup- mannahafnar. Og kom hann heim úr þeirri ferð fullur af gleði og ekki síst góðri von um bata. En vonin brást og háði hann margra mánaða erfiða baráttu við sjúkdóminn sem sigraði að lokum. Það var mikill styrkur fyrir Oliver að hafa sér við hlið í veikindunum eiginkonu sína, Sigríði Þórdísi, þessa hægu og prúðu konu, sem studdi hann í baráttunni við þenn- an erfiða sjúkdóm. Siddý, eins og hún er kölluð af vinum og vandamönnum, átti ekki síður erfiða daga í veikindum hans en hann sjálfur. Siddý mín, ég veit að það voru margar andvökunæturnar hjá þér nú síðustu vikurnar. En minning- in um góðan og traustan lífsföru- naut verður sterkari. Oliver var í eðli sínu dulur maður og var ekki að flíka tilfmningum sínum. Hann hafði líka ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós en sagði ekki eitt í dag og annað á morgun. Margar góðar stundir áttum við Oliver saman, en því miður voru þær allt of fáar. Margar voru stundirnar við silungsveiðar á Þingvallavatni og víðar, og alltaf var hann reiðubúinn að veita tengdasyni sínum góð ráð, hvort heldur það var við veiðiskap eða annað sem upp kom, en sagði svo á eftir, Sævar minn, láttu mig ekki hafa of mikil áhrif á þig. Þannig var hann í lífi og starfi. Og veit ég að ég mun alla tíð búa vel að ráð- leggingum hans. Því hann vildi vel og gerði vel. Það er stórt skarð sem myndast hefur í fjölskyldu okkar og vina- hópinn en við munum minnast hans hvar sem við erum. Börn þeirra Sigríðar og Olivers eru Guðbjörg Lilja verslunarmað- ur, gift þeim er þessar línur ritar, Jóhannes örn, bókasafnsfræðing- ur, ógiftur, Bergur Sigurður, lögfræðingur, giftur Sigríði Ingu Brandsdóttur. Nú skilja leiðir um sinn. Þegar ég kveð Oliver Stein, tengdaföður minn, er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hans. Ég þakka Oliver fyrir tryggðina og hversu góður afi hann var dætrum okkar Lilju, þær munu minnast hans sem góðs afa á Arn- arhrauninu. Blessuð sé minning Olivers Steins Jóhannessonar. Sævar Stefánsson Allir sem forsjónin hefur út- hlutað langri ævi, þurfa meðal annars að gjalda fyrir það með þeirri reynslu, að sjá á bak mörg- um ættmennum og góðvinum yfir landamæri lífs og dauða. Og þegar fer að líða að ævilokum þeirra, sem háaldraðir verða, er sá hópur oft orðinn æði stór, sem á undan þeim er farinn hinztu ferðina í þessum heimi. Okkur skortir skilning á því hvers vegna til dæmis fólk í blóma lífsins er skyndilega hrifið burt frá ættingj- um og vinum, fólk sem ætla mætti að átt hefði miklum verkefnum hér ólokið og því mikill skaði og söknuður að. En þeir sem ekki trúa að slíkt sé aðeins tilviljunum háð, verða sem skýringu að láta sér nægja þau orð skáldsins, að „til þess veit eilífðin alein rök“. Þessar línur eiga aðeins að vera kveðjuorð til vinar míns Olivers Steins Jóhannessonar, sem nú hef- ur verið burt kvaddur fyrir aldur Lokað Vegna jaröarfarar OLIVERS STEINS JÓHANNESSONAR veröur verslunin lokuö þriöjudaginn 23. apríl. Bókabúö Olivers Steins. Lokað Vegna jaröarfarar ÞORGRÍMS G. GUOJÓNSSONAR, forstjóra, höfum viö lokaö i dag, þriöjudaginn 23. april. Jérn og gler hf. Smiójuvegi 18d. Lokað Lokaö frá klukkan 13-16 i dag vegna jaröarfarar OLIVERS STEINS JÓHANNESSONAR. Andvari hf. Lokaö Skrifstofum okkar veröur lokað í dag vegna útfarar heiö- urskonunnar KRISTÍNAR ÞORVALDSDÓTTUR ARA- SON. Hfbýli sf. & Þorvaldur Ari Arason hrl., Smíöjuvegi D-9,200 Kópavogi. ™^?aogávísan'r' töWuW1' . „ r>a \nn\e99í° *ur nu á reiKnin9 .5 0g'eny . netut l?u \ít»ð tn'^^arVinng'nn- .. átt e\tt nSabart»"ka,'U'"a gfc Grens^sut*^. AKureV^jJfútibúi Yi6 loHUm Iðnaðarbankmn SSSÍS* . > i ; j i . . i. i i * i i i * i r. ...» J. . Jk Jt I I i t . L ) . I 'i * t. 1 I I . 1 jk. i I 1 « i fram, að okkar mannanna dómi, aðeins tæpra sextíu og fimm ára, sem ekki er talinn hár aldur nú á dögum. Aðrir munu eflaust rita um ætt hans og uppruna, aðalævi- starf hans og samskipti við hann á þeim vettvangi og ýmsum félags- málum. Kynni okkar Olivers Steins hóf- ust fyrir mörgum árum, framan af ekki náin, en ég held samt að við höfum fljótlega fundið að við ætt- um ýmislegt sameiginlegt, líkar lífsskoðanir og áhugamál. Síðar urðum við svo félagar í Frímúr- arareglunni, sem við töldum báðir mikið gæfuspor. Þar áttum við gott og mér ógleymanlegt sam- starf, og þar með fuilkomnaðist sú vinátta, sem fyrri kynni höfðu verið nokkur vísir að, vinátta, er ég fæ aldrei fullþakkað, og varð- veitir minninguna um hann í huga mínum sem einn hugljúfasta vin, sem ég hef eignast um ævina. Hann var félagslyndur og einkar skemmtilegur maður, kærkominn til fagnaðar í vinahópi. Gaman var einnig að ferðast með Oliver. Ég átti þess raunar sjaldnar kost en æskilegt hefði verið. Mér eru minnistæðar ferðir, sem við fórum saman til Akureyr- ar ásamt vini okkar Friðþjófi heitnum Jóhannessyni og fleirum, í erindum fyrir Frímúrararegl- una. Við bjuggum þar á hóteli. Þegar við vorum komnir þangað heim á kvöldin sátum við alltaf nokkra stund og spjöiluðum sam- an áður en við fórum að hátta. Sá hugblær, sem Oliver átti mestan þátt í að skapa þarna, varð okkur félögum hans oft að umræðuefni síðar. Sjálfur hafði hann líka mik- ið yndi af jtessum ferðum og öllu sem í jjeim gerðizt, og hafði oft orð á því, að við þyrftum að fara fleiri slíkar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hve gaman var að vera með honum í vinahópi og hversu lagið honum var að gera þær stundir ánægjulegar. Iþróttamaður ágætur var Oliver á yngri árum og einnig iðkaði hann lengi stangveiði. Munu allir, sem þar voru með honum, á einu máli um að hann hafi verið góður og tillitssamur veiðifélagi og sannur sportmaður. Oliver átti um nokkurt skeið við heilsufarsleg óþægindi að stríða og þurfti af þeim sökum að ganga undir læknisaðgerðir. Þau voru ekki þess eðlis að af þeim stafaði lífshætta og hann fékk á þeim all- góða bót. En eftir að hann kenndi þess sjúkdóms, sem að lokum bar hann ofurliði, þurfti hann að heyja harða baráttu við þann vá- gest um alllangt skeið. En sálar- þrek hans var með þeim ólíkind- um, að ég hygg að fáum verði þar til hans jafnað. Harin brá á glens og gaman við kunningjana og lét á engu bera, þótt hann eflaust grun- aði að illt væri f efni. Og þegar hann var orðinn þess fullviss að hverju stefndi, tók hann þvf meö stillingu og jafnaðargeði, þakklát- ur fyrir það góða, sem honum hafði hlotnast f lffinu og viðbúinn að hlíta þeim dómi, sem ekki varð áfrýjað. Þegar ég talaði síðast við hann f sfma, þá orðinn helsjúkan, bar hann sig að venju karlmannlega, og þaö svo, að hefði ég ekki vitað, hve langt hann var leiddur, hefði ég vart ráðið í það, að svo stutt væri til vistaskiptanna. Hann sagði að vísu við mig eitthvað á þá leið, að hann hefði að sjálfsögðu kosið að fá að lifa svo sem tfu ár- um lengur, en úr því að þess væri ekki kostur þýddi ekki annað en sætta sig við það sem koma skyldi. Þannig bregðast hetjur við dauð- anum. í einkalífi sfnu var Oliver mikill gæfumaður. Kona hans, Sigrfður Þórdfs Bergsdóttir, er búin þeim kostum, sem beztu eiginkonur prýða. Þau eignuðust þrjú börn, eina dóttur og tvo syni, og áttu barnaláni að fagna. Að lokum kveð ég þennan holl- vin minn með hjartans þökk fyrir allt og allt og óska honum heilla á þeirri vegferð, sem hann er nú að hefja. Eiginkonu hans og börnum bið ég styrks i sorg þeirra og sendi þeim með djúpum söknuði inni- lega samúðarkveðju. Víglundur Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.