Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 37 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: „Vona að friður haldist“ „ÉG LEGG mitt traust á það að þetta sé ákveðið að svo vel athug- uðu máli, að þarna sé um eðlilega leiðréttingu að ræða,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, er hann var spurð- ur álits á úrskurði kjaradóms varðandi kjör BHM-félaga. Forsætisráðherra var spurður hvort hann teldi að friður myndi haldast á vinnumarkaði þeirra að- ila sem kjaradómur úrskurðaði um kjör hjá, einkum og sér í lagi hjá kennurum: „Ég skal ekkert um það segja. Ég veit ekki hvernig kennara meta þennan úrskurð, en auðvitað vona ég að friður hald- ist,“ sagði forsætisráðherra. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: „Nógu þungt fyrir ríkissjóð“ „ÞETTA verður alveg nógu þungt fyrir ríkissjóð og efnahagskerfi þjóðarinnar," sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra er blm. Mbl. spurði hann álits á niðurstöðum kjaradóms varandi úrskurð um kjör BHM félaga. Launamáladeild fjármálaráðu- neytisins telst til að kennarar inn- an BHM fái 16 til 20% iauna- hækkun. Albert var spurður hvort hann teldi að kennarar myndu una þessum dómi: „Ja, verða ekki allir að una úrskurði kjaradóms?" spurði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra sagðist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um úrskurð kjaradóms, þar sem hann ætti eftir að kynna sér hann í smáatriðum. Indriði Þorláks- son formaður samninganefndar ríkisins: Talsvert meira en ég átti von á „HÆKKUNIN sem niðurstaða Kjaradóms felur í sér er talsvert meiri en ég átti von á,“ sagði Ind- riði H. Þorláksson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður samninganefndar ríkisins, er Mbl. leitaði álits hans á dómnum. Indriði sagði að sér reiknaðist til að meðaltalshækkun á launa- töxtum félaganna væri um hálft fimmtánda prósent en um 12% ef meiri hækkanir kennarafélaganna væru ekki reiknaðar með. „Þetta kemur nokkuð misjafnlega út hjá félögunum, það ræðst meira af starfsaldri nú en gerði áður,“ sagði hann. „Það var viðurkennt af okkur að það vantaði talsvert upp á að BHM hefði fengið sömu hækkanir og BSRB og félög á almennum vinnumarkaði fengu í haust og vetur," sagði hann. „Mér sýnist að BHM hafi vantað 6—9% til að ná upp í hina þannig að verulegur hluti af þessari 14—15% hækkun stafar af hækkunum, sem aðrir hafa þegar fengið. Hvað þessi hækkun er miklu meiri en aðrir hafa fengið hefur ekki verið metið ennþá nema hvað að mér sýnist að kennarar hafi fengið 4—6% um- fram aðra, sem raunar hafði verið fallist á áður.“ Launamálaráð BHM kom saman til fundar síðdegis í gær og ræddi niðurstöðu Kjaradóms. Morgunbi«ftií/Bj»rni Tveir skiludu sératkvæði: Gæti leitt til nýrra átaka og aukinnar verðbólgu — segir Jón G. Tómasson, þyrfti 46 % hækkun, segir Pétur Ingólfsson TVEIR dómarar í Kjaradómi, þeir Jón G. Tómasson borgarlögmaður og Pétur Ingólfsson, verkfræðing- ur, skiluðu sératkvæðum er dómur- inn komst að niðurstöðu á sunnu- dagskvöldið. Jón taldi meirihluta Kjaradóms dæma BHM-félögunum of miklar hækkanir, Pétur of litlar. f sératkvæði Péturs Ingólfsson- ar segir m.a.: „Ég tel að á þessu samnings- timabili eigi laun áðurnefndra viðmiðunarhópa að hækka um 11 launaflokka umfram tilboð varn- araðila (ríkisins, innsk. Mbl.), sem leiðir til þess, að laun þess- ara hópa hækkuðu um u.þ.b. 46% frá 1. desember 1984. Með þessu væri stigið fyrsta skref til að jafna launakjör háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna og há- skólamenntaðra manna á al- mennum vinnumarkaði." í sératkvæði Jóns G. Tómas- sonar segir meðal annars: „Taka ber tillit til þess, að rík- isstarfsmenn hafa óvefengjan- lega ýmis réttindi og starfsöryggi umfram þá, sem vinna á einka- markaði og jafnframt, að við úr- lausnir sínar ber Kjaradómi m.a. að hafa hliðsjón af almennum af- komuhorfum þjóðarbúsins. Veru- legar kjarabætur til háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna um- fram það, sem orðið hefur hjá öðrum ríkisstarfsmönnum og launþegum getur leitt til nýrra kjaraátaka, aukins misvægir í efnahagsmálum og aukinnar verðbólgu, sem til lengri tíma lit- ið vinnur á móti kjarabótum og hefur alvarleg áhrif á afkomu þjóðarbúsins.“ Segir Jón að þegar atriði máls- ins séu virt sé niðurstaða hans sú, að hafna verði kröfum aðildarfé- laga BHMR um almennar og verulegar launahækkanir. s í málum BHM-félaga gegn manna hjá riki og á almennum markaði sé 10 til 20%, eftir því hvort miðað er við heildarlaun eða föst mánaðarlaun. Ennfremur tel- ur varnaraðili, að sóknaraðili van- meti stórlega þau hlunnindi, sem ríkisstarfsmenn njóti umfram aðra. Þá telur hann, að könnun Þjóðhagsstofnunar sem áður er getið styðji þá staðhæfingu hans, að launamismunur háskólamennt- aðra manna, sem starfa hjá ríki og öðrum, sé ekki nálægt því eins mikill og sóknaraðilar halda fram og því ekki tilefni til stórfelldra launabreytinga. Þá hefur af hálfu varnaraðila verið lögð rlk áhersla á niðurlagsorð 21. gr. laga nr. 46/1973 um að hafa skuli hliðsjón af almennum afkomuhorfum þjóð- arbúsins. Sóknaraðilar telja hinsvegar að könnun Þjóðhagsstofnunar sé ekki marktæk í sambandi við þessi ágreiningsefni, bæði vegna þess að gögn þau, sem hún byggist á, séu orðin of gömul, og af ýmsum öðr- um ástæðum, sem þeir hafa fært fram. Mjög mikið af gögnum hefir verið lagt fyrir Kjaradóm og verða þeim ekki gerð frekari skil hér. III Vegna túlkunar sóknaraðila á 21. gr. laga nr. 46/1973 tekur Kjaradómur fram, að í ákvæðum hennar felst einungis almenn leiðbeiningarregla sem vísar bæði til menntunarkrafna og saman- burðar á störfum. Málflutningur hér fyrir dómi hefir leitt I ljós, að ekki er einfalt mál að kveða upp úr um það, hver séu sambærileg kjör. Svipuðu máli gegnir um sam- anburð á því, hver séu hliðstæð störf. Þá er heldur ekki gefið, að lögmál einkarekstrar og opinbers rekstrar séu þau sömu. Kjaradóm- ur getur heldur ekki fallist á að grein 1.3.1. í aðalkjarasamningi um að innbyrðis samræmis skuli gætt sé túlkuð á þann veg, að finn- ist eitthvert starf hjá ríkinu, sem eigi sér algera hliðstæðu við starf hjá öðrum, hafi hækkun á röðun þess starfs í för með sér tilsvar- andi breytingu á öllum öðrum störfum hjá ríkinu. Loks er ljóst, að leiðbeiningar- reglan í fyrri hluta 21. gr. um ákvörðun launa takmarkast af lokaákvæði greinarinnar um, að hafa skuli hliðsjón af almennum afkomuhorfum þjóðarbúsins. Engin fullnægjandi skýring hef- ir fengist á þeim gífurlega mis- mun, sem er á kröfugerðum aðila, þrátt fyrir sameiginlega viðleitni þeirra til þess að finna eðlilega og sanngjarna viðmiðun við lausn málsins með launarannsóknum þeim, er þeir hafa látið fram- kvæma. Hinn 5. janúar sl. ákvað Kjara- dómur laun ýmissa æðstu emb- ættismanna ríkisins samkvæmt lögum nr. 41/1984 um breytingu á lögum nr. 46/197^. Við könnun á launakjörum þessara embætt- ismanna kom I ljós, að ýmsir þeirra fengu greidda þóknun fyrir ómælda yfirvinnu og sumir fasta yfirvinnu að auki. Þessar yfir- vinnugreiðslur voru felldar inn I mánaðarlaun embættismanna og jafnframt tekið fram, að ekki skyldi greiða yfirvinnu þótt vinnu- tími þeirra væri að jafnaði lengri en 40 klst. á viku, nema um sér- stakar og óvenjulegar aðstæður væri að ræða. Kröfur sóknaraðila í þessum málum ganga mun lengra en ákvörðun Kjaradóms frá 5. febrúar um laun æðstu embætt- ismanna. Undir rekstri þessara mála hef- ur einnig komið fram, að hjá rík- inu er um verulegar yfirvinnu- greiðslur að ræða til ýmissa starfshópa. Hinsvegar virðast báðir aðilar sammála um það, að þessi yfirvinna sé raunverulega unnin og því ekki um dulbúna kauphækkun að ræða. Þetta atriði liggur þó ekki nægilega Ijóst fyrir og þarf nánari athugunar við. Yfirvinnugreiðslur orsaka það, að samkvæmt kjarakönnuninni er mun minni munur á kjörum ríkis- starfsmanna og annarra, þegar heildarlaun eru borin saman. Fallist er á það sjónarmið sókn- araðila, að eðlilegt væri að miða samanburð á launakjörum þeirra og annarra við dagvinnulaun, eins og varnaraðili hefur raunar einnig samþykkt, en aðila greinir mjög á um það, hvaða vinnumagn liggi að baki þeim upplýsingum, sem safn- að hefir verið um laun á almenn- um vinnumarkaði. IV í forsendum Kjaradóms fyrir aðalkjarasamningi 16. febrúar sl. kemur fram, að kjararannsókn sú, sem aðilar hafa byrjað á, gefi vísbendingu um, að meðallaun há- skólamenntaðra manna, sem starfa hjá öðrum en ríkinu, séu hærri en meðallaun þeirra, sem þar vinna. Aðrar upplýsingar um almenn laun utan ríkisgeirans renna einnig stoðum undir það mat, að laun háskólamenntaðra manna I þjónustu ríkisins séu um þessar mundir lægri en laun á hin- um almenna markaði, þegar litið er á dagvinnulaunin ein. Upplýs- ingar um samanburð á launum gefa einnig vísbendingu um, að það viðnám, sem veitt hefur verið gegn verðbólgu á síðustu misser- um, m.a. með afnámi vísitölubind- ingar launa og aðhaldi i launa- breytingum, hafi haldið betur gagnvart þeim ríkisstarfs- mönnum, sem hér eru til umfjöll- unar, en hjá sambærilegum hóp- um á almennum markaði. Um- ræddur launamunur hefir hins vegar ekki verið nægilega skil- greindur, en hann virðist hafa ver- ið að nokkru brúaður með greiðsl- um úr ríkissjóði fyrir fasta yfir- vinnu hjá sumum starfshópum. Allur samanburður á þessu efni er mjög erfiður og vandasamur vegna þess, hve ólík launakerfi ríkisins og hins almenna markað- ar eru. f þessu sambandi hefur m.a. komið fram, að yfirvinnu- greiðslum virðist hagað með mjög ólíkum hætti. Þannig eru yfir- vinnugreiðslur til hærra launaðra ríkisstarfsmanna mun hærra hlutfall af heildarlaunum þeirra en hjá sambærilegum aðilum á al- mennum vinnumarkaði. Þetta virðist hins vegar snúast við, þeg- ríkinu ar neðar dregur í launastigann. Eigi að færa laun ríkisstarfsm- anna fyrir dagvinnu til samræmis við launakjör á almennum mark- aði þarf frekari rannsókna við, jafnframt því sem hækkun dag- vinnulauna hjá ríkisstarfs- mönnum, umfram hækkun hjá öðrum, kallar á endurskoðun vinnutilhögunar og greiðslna fyrir fasta yfirvinnu hjá þeim ríkis- starfsmönnum, sem hennar hafa notið. Ríkisstjórnin hefur gefið yfir- lýsingu um, að tryggt verði eðli- legt samræmi á kjörum ríkis- starfsmanna og manna í sambæri- legum störfum á hinum almenna vinnumarkaði. í því skyni verði áfram unnið að samanburðarat- hugunum aðila og að gengnum þessum dómi skipuð sérstök nefnd til að leysa úr ágreiningi innan samanburðarnefndar. Niðurstöður þessa samanburðar verði svo lagð- ar til grundvallar við endurskoðun á samningum BHMR. Þrátt fyrir það, að störf sam- anburðarnefndar aðila séu skammt á veg komin og áformað- ar eru frekari rannsóknir á þessu sviði, telur Kjaradómur, með hliðsjón af því, sem rakið er hér ð framan, svo og öðrum atriðum, sem Kjaradómi ber að hafa í huga, að sóknaraðilar eigi nú þegar rétt á nokkurri leiðréttingu launa um- fram það, sem varnaraðili hefur boðið. Við ákvörðun Kjaradóms nú er einnig höfð hliðsjón af kjara- dómsákvörðun frá 5. janúar sl. um laun æðstu embættismanna ríkis- ins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.