Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 47
annan hlutann strax og þær komu út, og þegar hann vissi að bókin seldist, sendi hann annan skammt um miðjan desember eða svo, og fór nærri um hvað duga myndi en yrði þó ekki mikið um of, því að það gat orðið bókaútgefendum dýrt að sölubækur í Reykjavík lægu óseldar í stöflum úti um land. Afgerandi röggsemi og hag- sýni samfara vandvirkni og góðu skyni á söluefni gerði Skuggsjá fljótlega að einu af stærstu forlög- um landsins. Það var engin skyndilukka í góðum viðgangi þessa forlags, það byggðist upp jafnt og þétt af dugnaði og hæfni útgefandans. Oliver tók fljótlega að hneigjast að útgáfu þjóðlegra fræða og Skuggsjá er það einkaforlag, sem hin síðari ár hefur mest sinnt þeim fræðum, gaf út stór verk, svo sem íslendingasögurnar með nú- tíma stafsetningu í mjög vandaðri útgáfu í 9 bindum, Æviskrár sam- tíðarmanna í 3 bindum, verk Ein- ars Benediktssonar í 6 bindum, Einar Jónsson (listaverkabók ásamt Skoðunum og Minningum), Kvæði Páls Ólafssonar, Ritsöfn Benedikts Gröndals og Þorgils gjallanda, og fjöldann allan af þjóðlegum fróðleik af ýmsu tagi og stórum og efnismiklum ævisög- um. Það hef ég fyrr nefnt, að fyrsta bókaskráin frá Oliver Steini hafi verið með fjórum titlum, en nú eru á skrá hjá Skuggsjá 260 titlar og eru þá vitaskuld margir horfnir útaf skrá og heildar útgáfubæk- urnar á þessum aldarfjórðungi, sem Skuggsjá hefur starfað, miklu fleiri. Það liggur mikið starf að baki milli þessara tveggja bóka- skráa. Oliver setti metnað sinn i að vinna sem mest sjálfur, ásamt fjölskyldu, að hinni stóru útgáfu sinni og á forlaginu voru ekki aðr- ir fastir starfsmenn en þeir feðg- ar, Jóhannes og Oliver, þótt það væri orðið með stærstu forlögum landsins. Jafnframt bókaforlaginu rak Oliver svo sína stóru bóka- verzlun í Hafnarfirði. Bókaútgáfa og bókasala eru feikilega vinnufrekar verzlunar- greinar; bókaútgáfan svo vand- stunduð, að nú er enginn eftir af öilum þeim fjölda einstaklinga, sem reyndi fyrir sér í þessari verzlunargrein á fimmta og sjötta áratugnum, eða í þann mund sem Oliver var að byrja sína útgáfu, nema Arnbjörn í Setbergi og Valdimar i Iðunni. Þessum ólíku mönnum þremur var sameiginleg- ur dugnaður, vinnusemi og útsjón- arsemi og allir einstakir reglu- menn í starfi sínu, en það er eitt hið mikilsverðasta í útgáfustarf- semi að hafa góðar reiður á öllum rekstri — og á sama tíma og þeirra samtímamenn gáfust upp, hafa þessir allir komizt í álnir. I engri grein meir en bókaútgáfu veldur hver á heldur. Oliver gaf sig allmikið að fé- lagsmálum. Hann sat í stjórn Fé- algs íslenskra bókaverzlana 1953—’55, í stjórn Bóksalafélags tslands (nú Félags íslenzkra bóka- útgefenda) frá 1959 og formaður 1964—’69 og 1980—’84, í stjórn Styrktarfélags aldraðra í Hafnar- firði frá stofnun 1968, f stjórn Fimleikafélags Hafnarfjarðar um langt árabil og í fyrstu stjórn Frjálsíþróttasambands íslands. Þá var Oliver kjörinn varabæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði 1970—74 og bæjar- fulltrúi 1974—78, og var fulltrúi flokksins í fræðsluráði Hafnar- fjarðar 1970—78 og í stjórn BÚH 1978. Þrátt fyrir þessi félagsmála- umsvif efast ég um, að það hafi átt vel við Oliver að starfa í nefndum og ráðum, því að hann var mjög fastur á skoðunum sínum og ósýnt um að láta af þeim. Oliver Steinn kvæntist 31. des- ember 1946 eftirlifandi konu sinni, Sigríði Þórdísi, dóttur Bergs Jónssonar bæjarfógeta Jenssonar yfirdómara Sigurðssonar rektors, og fyrri konu Bergs, Guðbjargar Lilju Jónsdóttur verkamanns Er- lendssonar. Börn þeirra hjóna, Sigríðar og Olivers eru Guðbjörg Lilja, gift Sævari Erni Stefáns- syni, lögreglumanni, Jóhannes Örn, bókasafnsfræðingur og sam- verkamaður föður síns og Bergur MORGUNBLADIP, ÞRIÐJUPAGUR 23. APRÍL 1985 Sigurður, lögmaður, kvæntur Sig- ríði Ingu Brandsdóttur. Það er heldur marklítið að gefa látnum mönnum einkunnir í eftir- mælum, þær eru háðar mati þess sem einkunnina gefur og þeim kynnum, sem hann hefur haft af þeim látna, en sitt sýnist jafnan hverjum um náunga sinn. Mitt mat á þeim, sem hér er mælt eftir, er af 40 ára kynnum, að hann hafi verið maður skynsamur, duglegur, skapmikill og hreingerður og hinn besti drengur að innræti. Blessuð sé minning Olivers Steins og góðar vættir haldi til með ekkju hans og vandamönnum og geri þeim mikinn missi bæri- legan. Ásgeir Jakobsson Þegar ég leit inn til Olivers á heimili hans fyrir nokkrum vikum héldum við enn í vonina um ein- hvern bata á erfiðum veikindum hans. Hann ráðgerði að fara snemma í sumarbústaðinn og endurnýja kunningsskapinn við margan gjöfulan veiðistaðinn við Þingvallavatn, sem hann þekkti orðið eins og fingurna á sér. Allt frá því að hann keypti bústaðinn hafði hann haldið veiðibók, þar sem hann skráði af stakri ná- kvæmni, eins og hans var von og vísa, allar þær upplýsingar sem máli skiptu og komið gætu að not- um síðar: veðurlýsingu, hitastig í vatninu, tökustað, tegund og stærð flugunnar o.fl., o.fl. Það var því ætíð tilhlökkunarefni fyrir okkur veiðifélaga hans, þegar ákveðið var að fara til Þingvalla og heimsækja Oliver og fá að njóta félagsskapar hans og til- sagnar við vatnið, en umfram allt annað að verða aðnjótandi frá- bærrar gestrisni þeirra hjóna og hins glaða og góða viðmóts. Þær sumarferðir verða okkur öllum eftirminnilegar og ylja hugar- heimi minninganna. Þessi kvöld- stund á heimili hans varð þvl til þess að glæða vonir mínar á ný um að honum tækist að yfirvinna sjúkdóminn, þótt ekki væri nema um stundarsakir. En því miður reyndist þetta bara draumur, stund milli stríða. Kannski var þetta hans aðferð til að telja í okkur kjark, því eflaust vissi hann best sjálfur hvað honum leið og hvert stefndi. Því miður átti hann ekki afturkvæmt í sitt fagra umhverfi við vatnið til að sækja sér líkamlegan þrótt og andlega vellíðan. Enn einu sinni sannaðist það spakmæli að „eigi má sköpum renna". Oliver Steinn Jóhannesson var Snæfellingur að ætt og uppruna, fæddist í Ólafsvík þann 23. maí 1920. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Oliversdóttir og Jóhann- es Magnússon sjómaður, sem þar bjuggu. Árið 1933 fluttust þau til Hafnarfjarðar og þegar Oliver hafði aldur til innritaðist hann í Flensborgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1936. Síðsumars það ár reið ógæfan yfir fjölskyld- una. Faðir hans og bróðir voru skipverjar á línuveiðaranum „Erninum" frá Hafnarfirði, sem það sumar var á síldveiðum fyrir Norðurlandi, en í norðvestan ill- viðri, sem gekk yfir norðanvert land í ágústmánuði, hvarf skipið með 19 manna áhöfn og kann eng- inn frá að segja hvernig slysið vildi til. Það eina sem fannst úr skipinu voru nótabátarnir, sem fundust tómir á reki út af Mel- rakkasléttu. Þessi sorglegi atburð- ur varð hinum unga sveini þungur kross. Oliver var vel af Guði gerður, greindur í besta lagi, og hafði jafnframt góðar námsgáfur. Hann hafði ríkan metnað, enda stóð hugur hans mjög til frekara náms. Þegar svo var komið högum fjölskyldu hans var sá draumur úr sögunni. Nú var ekki um annað að ræða en að reyna að afla ein- hverra tekna til heimilisins og um haustið fór hann að vinna fyrir sér, fyrst sem sendill hjá Pöntun- arfélagi verkamanna og síðan var hann innanbúaðarmaður hjá KRON, fyrst á Selvogsgötunni í Hafnarfirði en síðan í Reykjavík. Árið 1942 söðlar hann um og geng- ur í þjónustu Bókaverzlunar ísa- foldarprentsmiðju þar sem hann starfaði við góðan og vaxandi orð- stír til ársins 1955, fyrstu tvö árin sem verzlunarmaður en síðan var hann ráðinn verzlunarstjóri og því starfi gegndi hann unz hann réðst sölustjóri hjá Sameinuðu verk- smiðjuafgreiðslunni í Reykjavík. Árið 1957 verða þáttaskil í lífi Olivers og þau með nokkuð tilvilj- unarkenndum hætti. Hann var þá að byggja íbúðarhús í Hafnarfirði og hafði hug á að skipta um bíl, sem ekki væri í frásögur færandi, ef ekki hefði komið fleira til. Þannig var að hann frétti að kunnur bóksali hér í bæ, Valdimar Long, hygðist selja bíl, sem hann átti. Oliver hringdi til hans og spurðist fyrir um bílinn. Valdimar svaraði því til að þetta væri á mis- skilningi byggt, en hins vegar hefði hann annað á boðstólum sem hann vildi gjarnan selja honum. Þegar Oliver innti hann frekar eftir því hvað það væri, svaraði Valdimar að hann vildi selja hon- um bókabúðina sína. Þetta voru tildrögin að því að Oliver hóf rekstur bókaverzlunar í Hafnar- firði sem hann rak með miklum myndarbrag allt til dauðadags. Mér hefur skilist að efnin hafi ekki verið mikil fyrst í stað, og fjárhagsáhyggjur miklar, en með frábærum dugnaði og elju, geysi- mikilli vinnu, þar sem nótt var lögð við dag, ef á þurfti að halda, útsjónarsemi en umfram allt heið- arleika í viðskiptum við alla menn, ávann hann sér virðingu og traust lánardrottna sinna, sem og ann- arra er hann átti skipti við. Þetta allt til samans fleytti honum yfir erfiðasta hjallann og varð til þess að um 10 árum síðar lagði hann út í það stórvirki að reisa eitt stærsta verzlunar- og skrifstofu- hús bæjarins að Strandgötu 31, þar sem bókaverzlunin og útgáfu- fyrirtæki hans, Skuggsjá, fengu veglegan samastað. Segið svo að tími ævintýranna sé liðinn. Þrátt fyrir miklar annir gaf Oliver sé ætíð tíma til að sinna félagsmálum. Hann sat í stjórnum Félags isl. bókaverzlana 1953— 1955 og Félags ísl. bókaútgefenda frá 1959 þar til á síðasta ári, að hann baðst lausnar er kraftar tóku að þverra. í því félagi var hann formaður stjórnar 1964—1969 og aftur 1980 og þar til hann lét af störfum í stjórninni. En það var ekki aðeins á hinu faglega sviði, sem hann haslaði sér völl í félags- málum. Oliver bar alltaf mikla umhyggju fyrir öldruðum sam- borgurum sínum og þegar Styrkt- arfélag aldraðra var stofnað hér í Hafnarfirði árið 1968 var hann kjörinn í stjórn þess og sat þar æ síðan. Oliver var í tvígang a.m.k. fararstjóri, af hálfu félagsins, fyrir hóp aldraðra Hafnfirðinga er fóru til sumardvalar að Bifröst í Borgarfirði. Eru mér minnisstæð ummæli fullorðinna hjóna um þá eiginleika Olivers að laða að sér fólk. Þau sögðust ætíð minnast þessara samverustunda með mik- illi geði og þakklæti til þeirra hjóna, svo mjög hefðu þau gert sér far um að ferðin yrði fólkinu til ánægju á allan hátt. Oliver Steinn var ekki pólitískur maður í venjulegum skilningi þess orðs. Hins vegar hafði hann mjög eindregnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki dult með. Hann tók þátt í bæjarmálum Hafnarfjarðar um árabil, var kjörinn varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins árið 1970 og aðal- fulltrúi í bæjarstjórn var hann á árunum 1974—1978. í fræðsluráði Hafnarfjarðar sat hann 1970—1978 og einnig átti hann sæti í stjórn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar um tíma. Oliver var einn þeirra manna, sem bar málefni Hellis- gerðis fyrir brjósti. Hann var áhugasamur félagi í Málfunda- félaginu Magna sem ræktaöi og rak Hellisgerði og formaður þess á árunum 1971—1974. Á þessari þurru upptalningu á margþættum félagsmálastörfum Olivers, sem þó eru engan veginn upp talin, má glöggt sjá, að hann unni sér ekki mikillar hvíldar um dagana, þegar það er haft í huga hversu anna- samt og tímafrekt lífsstarf hans var. Eigi verður skilist svo við áhugasvið Olivers að ekki sé minnst á íþróttirnar, svo ríkan þátt sem þær áttu í lífi hans. Sjálfur var hann á yngri árum landsþekktur afreksmaður i frjálsum íþróttum og margfaldur Islandsmeistari og methafi í mörgum greinum. Hann var skap- mikill og það kom honum til góða í harðri keppni svo sem árangur hans ber bezt vitni um. Oliver var gæddur ríkri kímnigáfu og var oft gaman að hlýða á hann, þegar hann sagði frá ýmsum spaugi- legum uppákomum á íþróttamót- um og ekki síst á ferðum íþrótta- manna innanlands og utan. Þrátt fyrir kímniblandaðar frásagnir leyndi sér ekki hve hlýjan hug hann bar enn til sinna gömlu fé- laga í íþróttahreyfingunni. Oliver lét ekki sitja við það eitt að sinna æfingum og keppni. Hann tók einnig virkan þátt í uppbyggingu og stjórnarstörfum í félagi sínu FH og vann þar mikil og góð störf, enda átti hann félagi sínu gott að gjalda því að þar varð uppspretta gæfu hans í lífinu. Það mun hafa verið á dansleik, sem félagið efndi til að hann kynntist fyrst þeirri konu, sem siðar varð lífsförunaut- ur hans og styrkasta stoð, Sigríði Bergsdóttur, dóttur Bergs Jóns- sonar, bæjarfógeta í Hafnarfirði og konu hans, Guðbjargar Lilju Jónsdóttur. Þann 18. apríl sl. voru liðin nákvæmlega 40 ár frá því að þau Oliver og Siddý opinberuðu trúlofun sína, en í hjónaband gengu þau 31. desember 1946. Oliver fór ekki leynt með það hann unni konu sinni heilshugar enda voru þau einkar samhent í lífinu. Hygg ég að hann hafi engu ráðið svo til lykta hvort sem var í at- vinnurekstri hans eða öðru, að hann bæri það ekki fyrst undir hennar dóm. Hún var honum hvoru tveggja í senn, hollur ráð- gjafi og góður vinur, enda mat hann hana mikils. Börn þeirra eru þrjú: Guðbjörg Lilja, Jóhannes Örn og Bergur Sigurður og barna- börnin, augasteinar afa og ömmu, þegar orðin sex að tölu. Hér hefur verið stiklað á stóru um lífshlaup góðs vinar. Á kveðju- stund hrannast upp í huganum Ijúfar minningar um samveru- stundir við ár og vötn, á einhverj- um fcgurstu stöðum á jarðríki þegar vel veiðist: Norðurá í Borg- arfirði, Þingvellir og Hlíðarvatn í Selvogi, svo einhverjir séu nefnd- ir. Þessar minningar verða mér ómetanlegur fjársjóður. Frímúrarabræður hans kveðja nú góðan vin og bróður þakka hon- um samfylgdina og aílt það, er hann lét þeim í té fyrr og síðar. Þeir óska honum fararheilla á þeim brautum, sem hann nú geng- ur, sannfærðir um að aðskilnaður- inn sé aðeins tímabundinn og að hann muni taka á móti þeim þegar þeirra stund rennur upp, hvort sem þess verður langt eður skammt að bíða. Sigríði og fjöl- skyldu hans allri sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Eggert ísaksson Þegar mér barst sú fregn að morgni sl. þriðjudags, að Oliver Steinn væri látinn, fannst mér svo ótrúlega stutt síðan við ásamt fleirum sátum á samningafundum um bóksölumál, sem hann stjórn- aði markvisst af sinni alkunnu festu. Þessum fundum, sem sann- arlega voru oft erfiðir, lauk eftir langar viðræður með samkomu- lagi sem allir máttu vel við una. Við slíkar aðstæður naut Oliver sín vel. Hann gat verið harður og ákveðinn, en beitti sér ekki nema hann væri þess fullviss að hann hefði rétt fyrir sér. Það er vert fyrir okkur sem fáumst við bókaútgáfu og bóksölu að minnast þess, að hann vann af alúð og festu allt sl. ár, þá orðinn sársjúkur, við að finna lausn á þeim margvíslegu vandamálum sem steðjað hafa að íslenskri bókaútgáfu síðustu fjögur árin. Og þegar hann hætti störfum sem formaður Félags ísl. bókaútgef- enda í haust var kominn grund- völlur fyrir því að sameina kraft- ana í þágu bókarinnar, en Oliver var sífellt að minna menn á að láta ekki stundarhagsmuni ráða gerðum sínum, heldur taka mið af —.......................H4t7 því hvað bókinni væru fyrir bestu þegar til lengri tíma væri litið. Þegar ég kynntist Oliver fyrst var ég að læra prentverk, en hann byrjaður að fást við bókaútgáfu. Það vakti strax athygli mína hversu ákveðinn hann var í öllum sínum verkum. Okkur þótti hann stundum full harður við okkur, en lærðum síðan að meta þann eigin- leika hans að standa við ákvarð- anir sínar svo Iengi sem honum fannst þær réttmætar. Oliver Steinn Jóhannesson bókaútgefandi var fæddur 23. maí 1920 í ólafsvík. Foreldar hans “ voru hjónin Jóhannes Magnússon sjómaður og Guðbjörg Olivers- dóttir. Oliver lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnar- firði árið 1936 og stundaði síðan verslunarstörf hjá KRON í Hafn- arfirði og Reykjavík á árunum 1936 til 1942 og hjá Bókaverslun " ísafoldar frá 1942 til 1955, þar af sem verslunarstjóri frá 1944. Hann rak eigin bókaverslun í Hafnarfirði og jafnframt forlagið Skuggsjá frá 1957 til dauðadags. Hann var í stjórn Félags ísl. bóka- verslana 1953—1955, í stjórn Bóksalafélags íslands, sem nú heitir Félag ísl. bókaútgefenda, frá árinu 1959, og formaður þess 1964 til 1969 og aftur 1980 til 1984. Oliver Steinn kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Þórdísi Bergsdóttur, árið 1946. Börn þeirra eru: Guðbjörg Lilja, Jó- hannes Örn og Bergur Sigurður. Af hálfu bókaútgefenda verður Olivers Steins ætíð minnst sem H mikilhæfs forystumanns og drengskaparmanns. Okkur sem er vel kunnugt um hvað starf útgef- andans og bóksalans getur verið erilsamt reyndist oft erfitt að skilja hvernig hann komst yfir að reka umfangsmikið útgáfufyrir- tæki og glæsilega bókaverslun, og verja þó svo miklum tíma sem raun bar vitni í félagsmálastörf sem snertu margt fleira en bækur og bókaútgáfu. Við í Félagi ísl. bókaútgefenda minnumst með — þakklæti þess sem Oliver Steinn var okkur og félaginu og sendum aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur á sorgarstund. F.h. Félags ísl. bókaútgefenda, Gyjólfur Sigurðsson. Kveðja frá FH-ingum Sú sorgarfrétt barst okkur FH-ingum um miðjan dag þann 15. þ.m. að vinur okkar og heiðurs- félagi í FH, Oliver Steinn Jóhann- esson, hefði látist þá um daginn, löngu fyrir aldur fram, tæplega 65 ára. Okkur var reyndar ljóst að Oliv- er hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið, en engan grun- aði að svo stutt yrði i endalokin, því ótrúlega stutt er síðan við hitt- um þennan hressa mann, sem allt- af var sami glettni og uppörvandi „strákurinn“ er fylgdist með bar- áttu félaganna. Þannig var Oliver sífellt að velta fyrir sér hvað betur mætti fara í starfi og leik, svo ungu íþróttamennirnir okkar mættu ná lengra og árangurinn yrði erfiðisins virði. Oliver þekkti stöðu hins unga íþróttamanns — af eigin raun — þar sem efnalítill drengur gat ekki nýtt hæfileika sína til hlítar, vegna erfiðrar lífsbaráttu, — - greindur ungur maður, sem ekki átti þess kost að ganga mennta- veginn. Þessi lífsreynsla Olivers Steins kom best fram í löngun hans til að greiða veg unga fólks- ins. Oliver Steinn var ein af stærstu íþróttastjörnum okkar og sá sem varpaði fyrst mestum frægðar- ljóma á nafn FH. í frjálsíþrótta- feril Olivers eru greyptir margir íslandsmeistaratitlar, en sérgrein hans var langstökk. Þar naut sín hans mikia keppnisskap er hann geystist einn fram óháður. Eitt hið eftirminnilegasta úr íþróttaferli Olivers var er hann í hópi frækinna íslenzkra frjáls- íþróttamanna tók þátt í Evrópu- mótinu í Osló 1946. Það var aðeins óheppni að sú þátttaka hans varð ekki gullverðlaunaför, en Oliver tognaði í úrslitakeppninni og þar með var draumurinn búinn. Þrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.