Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Um 220 spiUrar tóku þátt I keppninni. Undankeppni í bridge: Magnús Ólafsson og Jónas P. Erlingsson sigurvegarar ________Bridge Arnór Ragnarsson Magnús Ólafsson og Jónas P. Erlingsson sigruðu nokkuð óvænt í undankeppni íslandsmótsins í tvímenningi sem fram fór um helg- ina. Gífurlegur fjöldi, eða um 220 manns, tók þátt í keppninni sem var spiluð í þremur lotum, 30 spil í bverri lotu. Magnús og Jónas voru meðal efstu para eftir tvær fyrstu loturnar og skoruðu mjög vel í síð- ustu lotunni og sigurinn var þeirra. Mótið fór fram í Tónabæ. Þar var spilað á allri efri hæðinni þar sem hægt var að koma fyrir borðum. Flest pörin sem spila til úr- slita eru frá Bridgefélagi Reykjavíkur og aðeins örfá utan af landi. Bræðurnir Vilhjálmur Sigurðsson og Þráinn Sigurðs- son, elsta par mótsins, stóðu vel fyrir sínu í keppninni og urðu í 14. sæti. Þá urðu Akureyr- ingarnir Frímann Frímannsson og Páll Pálsson i 20. sæti og kostar þá væntanlega aðra bæj- arferð. Selfyssingarnir Sigfús Þórðarson og Vilhjálmur Páls- son urðu í 24. sæti. Ef nefna á eitthvert par sem ekki komst í úrslit sem þar á heima má nefna Hörð Arnþórs- son og Jón Hjaltason, en þeir eru 1. varapar. Mótið gekk snurðulaust fyrir sig undir öruggri stjórn ólafs Lárussonar, keppnisstjórans Agnars Jörgenssonar, Björns Theodórssonar forseta BSl og fleiri góðra manna. Pörin sem spila í úrslita- keppninni: Magnús Ólafsson — Jónas P. Erlingsson 772 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 762 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 756 Guðbrandur Sigurbergsson — Ásgeir P. Ásbjörnsson 750 Rúnar Magnússon — Stefán Pálsson 748 Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 743 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 741 Valur Sigurðsson — Aðalsteinn Jörgensen 737 Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórðarson 736 Óli Már Guðmundsson — Hermann Lárusson 735 Páll Valdimarsson — Sigtryggur Sigurðsson 733 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 726 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 720 Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 715 Jón Páll Sigurjónsson — Sigfús örn Árnason 713 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 703 Björn Eysteinsson — Guðmundur Sv. Hermannss. 701 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 696 Kristján Blöndal — Sverrir Kristinsson 692 Frímann Frímannsson — Páll Pálsson 691 Geirarður Geirarðsson — Sigfús Sigurhjartarson 690 Jóhann Jóhannsson — Kristján Sigurgeirsson 690 Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 685 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 684 Varapör: Hörður Arnþórsson — Jón Hjaltason 680 Ármann J. Lárusson — Sigurður Sigurjónsson 680 Hallgrimur Hallgrímsson — Sigmundur Stefánsson 678 Úrslitakeppnin fer svo fram á Hótel Loftleiðum dagana 4.-5. maí. Þá verður spilaður baro- meter 5 spil milli para. Núver- andi íslandsmeistarar eru Jón Baldursson og Hörður Blöndal. Yngri spilararnir stóðu sig með miklum ágætura. Að eignast þak yfír höfuðið — eftir Sigurbjörn Þorkelsson 1. Ráðgjafarþjónusta Áð mínu áliti ætti ríkið eða Húsnæðisstofnun ríkisins að koma á fót ráðgjafarþjónustu. Veit ég vel að Húsnæðisstofnun veitir ráðgjafarþjónustu þeim sem komnir eru í þann vanda að erfitt er að komast út úr honum. Áð mínu áliti á að bjóða upp á ráðgjöf eða aðstoð áður en kaupsamning- ur er gerður eða rétt eftir að hann er gerður, þ.e.a.s. áður en kaupin eru gerð, og svo áður en greiðsl- urnar á fyrsta árinu fara fram. Að sjálfsögðu verður fólk að bera sig eftir þessari þjónustu sjálft. Ég er viss um að það yrði gert ef þjón- ustan væri auglýst. Ef möguleiki er á að leiðbeina fólki með þessi mál áður en allt er komið í vitl- eysu tel ég að vandamálin yrðu ekki eins stórvægileg og þau eru nú. t annað eins fer nú skatt- peningur almennings að ekki sé hægt að halda úti örfáum mönnum til að veita ráðgjöf þeim sem vilja eignast þak yfir höfuðið. Þessi ráðgjöf eða aðstoð yrði vel þegin af flestum. Það er of seint að veita ráðgjöf þegar allt er kom- ið í óefni og reyna einungis að telja mönnum trú um að þeir hafi byggt of stórt eða keypt of dýrar íbúðir. Hjálp verður að bjóða tail að fyrirbyggja að vandræðin verði að veruleika. 2. Ríkisvaldið standi við sitt Húsnæðisstofnun ríkisin hefur ekki getað staðið við skuldbind- ingar sínar vegna þess að 185 milljónir vantaði inn í kerfið. En skyndilega eins og hendi væri veif- að finnur okkar hæstvirti fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, 150 milljónir og þar með var Byggung (tengdasyni fjármálaráðherra) og öðrum sem von áttu á láni frá rikinu bjargað fyrir horn, þó seint hafi verið. Hefði ekki verið eðlilegra að láta þetta fjármagn streyma inn i kerfið eins og lög gera ráð fyrir, þ.e.a.s. jafnóðum. Ljóst er að ríkis- sjóður stendur illa, en ég held að það hafi vel verið hægt að láta þetta fjármagn streyma jafnóðum inn í kerfið, það hefði verið mun eðlilegra og þá hefðu íbúðakaup- endur og húsbyggjendur sloppið við þau óþægindi sem biðinni eftir lánunum fylgdi. Það finnur enginn skyndilega 150 milljónir, ekki einu sinni sá hæfi maður Albert vinur minn Guðmundsson. Minnstu íbúðir kosta i dag varla undir einni og hálfri milljón og fátt ungt fólk á undir kodda sínum þá upphæð, en samt þarf þetta sama unga fólk að eignast þak yfir höfuðið. Þess vegna fer það til traustra manna, vina og stofnana og biður um lán. (Viðráðanleg lán.) Einn þessara aðila sem lofar láni er okkar elskulega ríki. En hvað gerist. Fyrstu svikin eru þau að sjálft rikisvaldið stendur ekki við sitt. Það sem rikisvaldið hafði lofað að lána er oft stærsta lánið sem íbúðarkaupandinn eða hús- byggjandinn fær á einum og sama staðnum. Þess vegna verða þessi svik reiðarslag fyrir þá sem von áttu á láninu. Á meðan þeir sem setja lög og reglur í þjóðfélaginu geta ekki staðið við loforð sin, þá geta þessir sömu menn og konur aldrei búist við að þegnar þeirra geri það. Nýjar leiðir Það hljóta að vera til fleiri fær- ar leiðir til að auðvelda lánsgetu Húsnæðisstofnunar rikisins en þær sem nú eru farnar. Hvernig Sigurbjörn Þorkelsson „Það hljóta að vera til fleiri færar leiðir til að auðvelda lánsgetu Hús- næðisstofnunar ríkisins en þær, sem nú eru farnar.“ væri að stofna til hugmyndabanka um þetta málefni? Ég læt mér nægja að nefna eina auðvelda leið sem ég held að mætti athuga. Sú leið sem ég hef í huga er landshappdrætti, líkt happdrætti Háskóla íslands. Það yrði dregið einu sinni í mánuði um skattfrjálsa vinninga að sjálf- sögðu og helst yrði spilað um beinharða peninga. Ég tel það mun vinsælla en annað. Með þessu gæfist einstaklingum kostur á að styðja við bakið á þeim sem eign- ast þurfa þak yfir höfuðið, og þarna geta þeir heppnu unnið góða aukasummu sem væri vel þegið hjá allflestum. Ég er viss um að ekki myndu færri taka þátt í þessu happdrætti en í happdrætti Háskóla fslands og ég tel einnig víst að ekki muni happdrætti há- skólans eða önnur lík happdrætti bíða tjón af. Ég er ekki svo vel að mér að vita hversu háskólinn fær mikið út úr sínu happdrætti en ef happdrætti Húsnæðisstofnunar ríkisins yrði að veruleika myndi það alla vega auðvelda Húsnæð- isstofnun eða ríkissjóði að standa við loforð sín. Kæru ráðamenn! Reynið að leita eftir nýjum fjáröflunarleiðum fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins því það er ekkert grín að vera svikinn um lán frá ykkur og bfða i óvissu í nokkra mánuði. Sigurbjörn Þorkelsson i sætí í stjórn Heimdallar, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og rinnur rið heildrerslun Guðmund- ar Arasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.