Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Innflutt fjölmiölaefni Vegna umræðna um jafn sjálfsagðan hlut og þann, að ríkið afsali sér ein- okun á innflutningi á tób- aksvörum, hefur athyglin beinst að þeirri gamalkunnu staðreynd, að bannað er að auglýsa tóbaksvörur hér á landi. Áður en þetta bann gekk í gildi fyrir allmörgum árum mátti oft sjá vindlinga auglýsta í dagblöðum svo að ekki sé minnst á slíkar aug- lýsingar í kvikmyndahúsum. Menn geta haft ólíkar skoð- anir á gildi þess að banna tóbaksauglýsingar í íslensk- um fjölmiðlum. Flest bendir til að bannið hafi ekki megn- að að sporna verulega gegn notkun tóbaks, hins vegar er það í samræmi við þá al- mennu viðleitni að halda slíkri notkun sem mest í skefjum. Rolf Johansen, tóbaks- innflytjandi, sagði í samtali við sjónvarpið á dögunum, að bann við auglýsingum í inn- lendum fjölmiðlum kæmi auðvitað við innflytjendur á tóbaki en bætti því við, að það væri bót i máli, að tölu- vert væri flutt hingað af er- lendum blöðum, þar sem menn gætu séð tókaksvörur auglýstar. Þessari staðreynd mótmælir enginn og vonandi verður auglýsingafrelsi í út- löndum ekki til þess að takmarka innflutningsfrelsi á blöðum eða vikuritum hingað til lands. Mestu skiptir þegar litið er til innfluttra fjölmiðla, að þeir hafi upp á eitthvað það að bjóða sem eykur menn- ingarlega fjölbreytni hér á landi eða stuðlar að upplýs- ingu þjóðarinnar um þau málefni í stjórnmálum, vís- indum, viðskiptum eða tækni er til heilla horfa. Aldrei verður nægilega oft ítrekað að einangrun í hvaða mynd sem hún er hefur reynst ís- lendingum hættuleg. í því sambandi má rifja upp ítrek- uð mótmæli Morgunblaðsins við þeim hindrunum sem lagðar voru í götu þeirra er kaupa bækur beint frá út- löndum með því að toll- heimtumenn fengu húsaskjól í nýju pósthúsi í Reykjavík. Nýleg könnun sýnir, að á 38% heimila á íslandi eru myndbandstæki, sem mun vera heimsmet. Áður hefur verið leitt getum að því hér á þessum stað að áhugi íslend- inga á myndböndum eigi rætur að rekja til einhæfni í dagsskrá ríkissjónvarpsins. Auðvitað er ekki góður ilmur af öllu því sem unnt er að fá afnot af hjá myndbandaleig- um og af sumu efni þar er beinlínis fnykur. Frá því var skýrt í Helg- arpóstinum í síðustu viku, að Rolf Johansen hafi fengið umboð „fyrir tvö þekktustu slúður- og léttmetisblöð Bandaríkjanna, National Enquirer og Star, sem hann hyggst selja í matvöruversl- unum hérlendis, svo og myndbandaleigum og hótel- um.“ Fyrsta sem kemur í hugann við lestur þessrar klausu í Helgarpóstinum með hliðsjón af ummælum Rolfs í sjónvarpinu er það, hvort mikið sé um tóbaks- auglýsingar í þessum banda- rísku blöðum. Að hinu er svo einnig að hyggja, að síst af öllu höfum við þörf á því að fá þessi bandarísku blöð í ís- lenskar matvöruverslanir. Fnykurinn af þeim minnir helst á sorphaugana, enda fólst rannsóknablaða- mennska National Enquirer í því á sínum tíma að gramsa í öskutunnunni við heimili Henrys Kissinger. Um leið og varað er við hvers kyns einangrun í þess- um efnum skal á það minnt, að innflutningur á fjölmiðla- efni ætti að vera mönnum metnaðarmál eins og annað er þeir taka sér fyrir hendur. Stundum má efast um að ríkissjónvarpið hafi nægi- legan metnað á þessu sviði. Þegar aðeins er kostur á einni sjónvarpsrás fer ótrúl- ega mikið af góðu efni fram hjá okkur íslendingum. Lík- lega fáum við til dæmis aldr- ei tækifæri til að sjá sjón- varpsþáttinn með Yves Montand, leikara í Frakk- landi og fyrrum kommún- ista, sem í síðustu viku gekk á hólm við friðarhreyf- ingarnar meðal annars með þessum orðum: „Land eða álfa, sem ekki er lengur fær um að tryggja eigin varnir, verður fljótt og sjálfkrafa öðrum háð. I stað slagorðanna „Betra er að vera rauður en dauður", sem vestur-þýska friðarhreyfing- in hefur tileinkað sér, kýs ég fremur að hafa: „Hvorki rauður né dauður — heldur frjáls." Hvað segja þau um niðurstöður Kjaradóms: Stefán Ólafsson form. samninga- nefndar BHMR: Gerðum okkur vonir um allt að 40% hækkun „VIÐ ÁTTUM von á að fá miklu meira en þetta, ekki síst eftir yfir- lýsingar frá ríkisstjórninni um að dagvinnulaun okkar myndu ná jöfnuði við það, sem gerist á al- mennum markaði," sagði Stefán ólafsson, formaður samninga- nefndar BHMR, í samtali við blaðamann Mbl. um niðurstöður kjaradóms frá því á sunnudags- kvöldið. „Þetta er afar lítið miðað við væntingar okkar," sagði hann. „Við gerðum okkur vonir um að við fengjum um 40% hækkun því allir vita að dagvinnulaun hjá rík- inu eru ekkert annað en grín. Það er þó mjög þýðingarmikið, að dómurinn féllst á rök okkar um dagvinnulaunastefnu, þeirri stefnu verður fylgt framvegis. Þeir vilja þó ekki fara alla leið — telja sig þurfa betri upplýsingar um launamismun, meiri rann- sóknir. Við teljum hinsvegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir um þetta atriði. Þessi stefna felur í sér að dag- vinnulaun hækka en draga á úr eftirvinnu að sama skapi, þannig að menn fái sömu laun fyrir 40 tíma og þeir fá nú fyrir 50 tíma, sem er sá tímafjöldi sem ríkis- starfsmenn í BHM vinna að jafn- aði í hverri viku. Þetta þarf að vera næsta skref ekki síst með til- liti til þess, að í nágrannalöndun- um keppa menn að því að stytta raunverulega vinnuviku úr 40 stundum i 35 eða 38. Hér heima eigum við langa leið fyrir höndum á því sviði.“ Stefán sagðist hafa orðið var við mikla reiði og óánægju með niður- stöðu kjaradóms og kvaðst eiga von á að sú óánægja myndi brjót- ast út á næstu dögum. „Það hafa margir verið í startholunum með uppsagnarbréf sín og ég á von á að margir láti verða af því nú að leita fyrir sér hjá einkafyrirtækjum. Þetta er að vísu aðeins áfanga- hækkun en við þurfum að fá um það mjög skýr svör á næstu dögum hvert verður næsta skref ríkis- valdsins," sagði Stefán ólafsson. Kristján Thor- lacius formaður Hins íslenska kennarafélags: „Eins og svartsýn- ustu menn bjuggust viÖ“ „ÞETTA var eins og svartsýnustu menn bjuggust við,“ sagði Krist- ján Thorlacius, formaður Hins ís- lenska kennarafélags er hann var inntur álits á úrskurði kjaradóms, en launadeild fjármálaráðuneytis- ins metur það svo að HÍK-félagar fái að meðaltali 16 til 20% launa- hækkun með úrskurði kjaradóms. Kristján sagði jafnframt: „Mað- ur er ýmsu vanur frá kjaradómi, en satt að segja, þá hélt ég að dómurinn myndi nú stíga svolítið skref í átt til leiðréttingar. Því bjóst ég við eftir allt sem á undan var gengið og eftir alla þá vinnu sem búið var að leggja í sönnun á þeim mismun sem fyrir hendi er. Við vorum sannfærð um að við vorum með eins gott mál og við gátum fengið fyrir kjaradómi." Kristján harmaði það að starf það sem farið hefði fram á vegum menntamálaráðuneytisins varð- andi mat á starfi kennarans hefði verið algjörlega forsmáð af kjara- dómi. Hann sagði að nú myndu þeir hjá HÍK knýja á með að nefnd sú sem stjórnvöld hétu að sett yrði á laggirnar, með bréfi í vetur, myndi hefja störf hið fyrsta. Kristján sagðist ekki búast við að til fjöldauppsagna kennara kæmi 1. júní nk. a.m.k. ekki til skipulagðra. Engu að síður sagðist hann eiga vona á mörgum upp- sögnum kennara, og að þeir myndu mæta treglega til kennslu i haust. „Auðna Ágústs- dóttir, fulltrúi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga: „Kjara- dómur ýtir vandanum á undan sér“ „MÉR finnst sem kjaradómur hafi valið þá leið að ýta vandanum á undan sér. Það er verið að hafa að engu alla þá vinnu sem lögð hefur verið í að sanna þann mismun sem á sér stað og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Auðna Ágústsdóttir, fulltrúi Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í launamála- ráði BHM er hún var spurð álits á úrskurði kjaradóms. Áuðna sagði að ómögulegt væri að segja til um hver viðbrögð há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga yrðu við þessum úrskurði. Ljóst væri að óánægja yrði mikil með þennan úrskurð, en hjúkrun- arfræðingar ættu alveg eftir að ræða til hvaða aðgerða yrði gripið, eða hvort gripið yrði til einhverra aðgerða. Forsendur Kjaradóm FORSENDUR Kjaradóms fyrir niðurstöóum sínum í málum BHM-félaganna 24 voru eins í öllum málunum. Þar segir í upphafi, að málið hafi verið þingfest 22. mars síðastliðinn og dómtekið að loknum málflutningi sama dag. Síðan segir: „Hinn 16. febrúar 1985 kvað Kjaradómur upp dóm um aðal- kjarasamning i máli launamála- ráðs ríkisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóös. Með þessum dómi var ákveðinn nýr og breyttur launastigi með átta þrepum í stað fimm áður, jafnframt því að starfsaldurs- hækkanir voru felldar inn í launa- stigann. I kjölfar kjaradómsákvörðunar um aðalkjarasamning hófust við- ræður á milli hinna einstöku að- ildarfélaga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um sérkjarasamn- inga félaganna. Þær viðræður báru ekki árangur og var sér- kjarasamningsmálum hinna 24 fé- laga vísað til Kjaradóms um miðj- an mars. Málflutningur um sér- kjarasamninga fór fram 21.—29. mars. Hinn 6. apríl fór fram sérstakur málflutningur um athugun Þjóð- hagsstofnunar á launakjörum há- skólamenntaðra manna á árinu 1983, samkvæmt skattframtölum, en könnun þessari, sem var gerð að beiðni samanburðarnefndar fjármálaráðherra og launamála- ráðs BHMR, lauk ekki fyrr en eftir dómtöku málanna. Launastigi sá sem Kjaradómur ákvað hinn 16. febrúar 1985 var með 30 launaflokkum eða frá 126 til 155, en sóknaraðilar hafa með kröfugerð sinni aukið launaflokk- um við launastigann, sbr. grein 1.1.2. í aðalkjarasamningi. Kröfur hinna einstöku félaga um mánaðarlaun eru á bilinu frá 147. til 168. launaflokks, sem í krónum talið og miðað við 5. þrep og 6 ára starfsaldur eru 41.041 til 76.348 kr„ en 46.835 til 87.126 kr. sé miðað við 8. launaþrep og 18 ára starfsaldur. Með sama hætti eru kröfur varnaraðila þær, að mánaðarlaun verði ákveðin á bilinu frá 128. til 146. launaflokks eða 23.405 til 39.846 kr. sé miðað við 6 ára starfsaldur, en 26.709 til 45.471 kr. sé miðað við 8. þrep og 18 ára starfsaldur í sðmu launaflokkum. Samkvæmt hinum nýja launastiga er mismunur á milli flokka 3%. Á milli neðri marka kröfugerðar að- ila munar 19 1. fl. eða um 75%, en í efri mörkum 22 launaflokkum eða um 92%. Af framansögðu er ljóst, að mjög mikið ber á milli í kröfugerð málsaðila. Kröfur launamálaráðs BHMR í aðalkjarasamningsmál- inu voru um 60—70% hækkun launastigans, en kröfur hinna ein- stöku aðildarfélaga nú eru í ýms- um tilvikum um tvöföldun launa. II Sóknaraðilar vísa til þess, að samkvæmt 21. gr. laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna beri kjaradómi að gæta þess við úrlausnir sínar, að ríkisstarfsmenn njóti sambæri- legra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð, sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Kröfur um launahækkun byggja sóknaraðilar á túlkun sinni á fyrstu áfangaskýrslu samanburð- arnefndar fjármálaráðherra og launamálaráðs um rannsókn, sem gerð var af Hagstofu íslands fyrir samanburðarnefnd og lögð var fram í aðalkjarasamningsmálinu. Sóknaraðilar telja einkum þrjú félög hafa beina viðmiðun við al- menna markaðinn, þ.e. félög verk- fræðinga, tæknifræðinga og við- skipta- og hagfræðinga. Kjarafé- lag verkfræðinga byggir kröfur sínar alfarið á 21. gr. laga nr. 46/1973 og beinni viðmiðun við al- mennan markað. Taka önnur fé- lög, sem ekki hafa ytri viðmiðun við störf utan ríkisgeirans, mið af þessari kröfu verkfræðinga með vísan til 1.3.1. i aðalkjarasamningi um, að gæta skuli innbyrðis sam- ræmis við röðun í launaflokka. öll félögin hafa lagt áherslu á að hlunnindi ríkisstarfsmanna, svo sem vegna atvinnuöryggis og líf- eyrissjóðsréttinda, séu ekki um- talsverð og eigi því ekki að hafa áhrif til lækkunar á launum fé- lagsmanna. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram, að sóknaraðilar mis- túlki það talnaefni, sem er að finna í fyrstu áfangaskýrslu sam- anburðarnefndar, og dragi af því rangar ályktanir. Telur hann að munur á launum sambærilegra hópa háskólamenntaðra starfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.