Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985 Kollafjarðarstöðin: Öllum yngstu seiðunum eytt Óvíst með framtíð eldri seiðanna LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hef- ur ákveðið að láta eyða öllum kviðpokaseiðum og seiðum sem byrjað er að fóðra úr klaki frá síð- Grímsnes: Bíl stolið í GÆR og fyrradag leiUði lögreglan á Selfossi að bíl sem stolið var frá sumarbúsUð í Grímsnesi aðfaranótt sunnudags. í bflnum var ávísanahefti ásamt fleiri munum. f gaer kom f Ijós að ávísun úr heftinu var notuð til kaupa á bensíni í Suðarskála á sunnu- dag og beinast athuganir lögreglunnar því einnig að Norðurlandi. Eigandi sumarbústaðarins sakn- aði bílsins á sunnudag. Þá voru líka horfnir piltar sem verið höfðu með I gleðskap í bústaðnum um nóttina. Beinist því grunurinn einkum að þeim. Bifreiðin er ljósgrá Toyota Corolla station, árgerð 1980 og ber hún ein- kennisstafina R-52513. Þeir sem orð- ið hafa bifreiðarinnar varir eru vin- samlegast beðnir um að láta lögregl- una á Selfossi vita. asU ári í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði vegna nýrnaveiki sem þar kom upp í vetur. Þá biður hann um að eldri seiðin í stöðinni, þau sem verða að gönguseiðum í vor, verði rannsökuð nánar. Ekkert liggur enn- þá fyrir um það hvort þeim verður sleppt í hafbeit í sumar eða þeim eytt eins og minni seiðunum. Sérfræðingi fisksjúkdóma- nefndar og héraðsdýralækni var falið að annast eftirlit með niður- skurði seiðanna og sótthreinsun stöðvarinnar. Sótthreinsun verður að vera lokið fyrir næsta haust. Niðurskurður seiðanna er langt kominn og ljóst að tjón vegna sjúkdómsins er þegar farið að skipta milljónum kr. Sigurður Helgason, sérfræðing- ur fisksjúkdómanefndar, sagði f samtali við Mbl. f gærkvöldi að lítilsháttar smit hefði fundist f sýnum úr eldri seiðunum en ekki sýking. Sagði hann forvitnilegt að rannsaka seiðin og sjá þróun sjúkdómsins fram á sumar. Með því fengjust mikilsverðar upplýs- ingar um sjúkdóminn sem komið gætu að gagni annars staðar þar sem þessi sjúkdómur kynni að koma upp. Laugamesskólasöfnunin: MorgunbUftið/Friðþjófur Helg&son Unnið við kvikmyndatökur á Snæfelbnesi í sL viku. Þá var ma. tekið atriði inni í „Skúla T“, langferðabifreið aem leikhópurinn Svart og sykurlaust hefur til umráða, og hyggst reyndar taka með f Ítalíuferðina. Fyrir framan bifreiðina má sjá Tom Fahrmann, kvikmyndatökumann, og Lutz Konermann, leikstjóra (Lh.). SOS: Kvikmyndatökur hafnar Kvikmyndatökur á þýsk- íslensku myndinni SOS hófust á Snæfellsnesi sl. fimmtudag og lýk- ur í Reykjavfk f þessari viku. í hópnum á Snæfellsnesi eru sex leikarar úr leikhópnum Svart og sykurlaust, auk þriggja annarra fs- lendinga. Þjóðverjarnir f hópnum er þrír, auk leikstjórans, Lutz Kon- ermann, en aðstoðarleikstjóri er Þorgeir Gunnarsson. íslandstökunum verður vænt- anlega lokið um 27. apríl og heldur þá hópurinn utan, en stærstur hluti myndarinnar verður tekinn á ítalfu f maf og júnímánuði. Upplýsingar veittar í kvöld MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá fjáröfhinarnefnd gamalla nem- enda Laugarnesskólans: „Laugarnesskóli verður 50 ára á þessu ári og verður afmælisins m.a. minnzt með sýningu um næstu helgi. Sýningin verður væntanlega opin kl. 14—18 á laug- ardag og sunnudag 27. og 28. aprfl. Fyrrverandi nemendur skólans hafa að undanförnu safnað fé fyrir afmælisgjöf handa skólanum og stendur söfnunin ennþá yfir. Framlag hvers og eins er 300 krón- ur. Ekki hefur tekizt að ná til allra fyrrverandi nemenda og til þess að gefa sem flestum kost á að taka þátt í fjársöfnuninni verður tekið við tilkynningum um þátttöku og veittar upplýsingar í síma kl. 20—22 í kvöld, þriðjudagskvöld 23. aprfl. Simanúmerin eru: 33634, 33635, 32285, 32305, 32827 og 32975. Þeim, sem ekki hefur verið talað við og geta ekki hringt f kvöld, er bent á gfróreikning 500801, Laugarnesskólinn 50 ára, pósthólf 4263,124 Reykjavík. Fólk, sem lauk námi f skólanum fyrir 1950, er sérstaklega hvatt til að hringja eða nota sér gfróreikning- inn. Vegna óska, sem fram hafa komið um að gömul skólasystkin geti hist í skólanum, verður gert ráð fyrir því sýningardagana 27. og 28 apríl. Þeim, sem útskrifuð- ust 1936—1959, er ætlað að koma á sunnudag, en þeim, sem útskrifuð- ust eftir 1959, á laugardag." Þorsteinn Pálsson um ályktanir miðstjómar Framsóknarflokksins: Koma til móts við sjónarmið okkar „MÉR SÝNIST af ályktunum þeim sem samþykktar voru á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, að fundurinn hafi verið tiltölulega sléttur og felldur, og að ekkert sem þar kemur fram sé fallið til stórárekstra,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hann var spurður álits á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn var nú um helgina, og því sem þar var ályktað. Þorsteinn sagði að það kæmi sér ekkert á óvart að fram- sóknarmenn hefðu tekið til varna fyrir SÍS. „Ég átti alveg von á því,“ sagði Þorsteinn, „þeir eru svo sem að reyna að lepja það upp eftir Þjóðviljan- um að greina Sjálfstæðisflokk- inn í einhverjar tvær fylkingar. Slíkt er svo út í hött, og allar Davíð Ólafsson seðlabankastjóri um sveiflur á gjaldeyrismörkuðum: Lækkun dollars hefur stæð áhrif á erlendar skuldir hag- ÞAÐ HEFUR væntanlega ekki farið framhjá neinum að undan- farnar vikur og mánuði hafa orðið miklar sveiflur á gjaldeyris- mörkuðum. Dollarinn hækkaði um 8—9% á einu bretti fyrr í vetur, og Evrópugjaldmiðlar féllu að sama skapi. Nú upp á síð- kastið hafa Evrópugjaldmiðlar aftur styrkt stöðu sína verulega, einkum sterlingspundið, en dollarinn aftur fallið. Davíð Ólafsson seðlabanka- stjóri sagði í gær er Morgun- blaðið spurði hann um þessar sveiflur „Dollarinn hækkaði mjög mikið um tíma, en undan- farnar vikur hefur hann farið lækkandi og Evrópumyntir hafa hækkað á móti.“ Aðspurður hvaða áhrif þessar sveiflur hefðu haft á gengis- þróun hér, sagöi Davið: „Þau áhrif koma undireins fram, þeg- ar breytingar verða erlendis. Til dæmis hafði dollarinn hækkað um á milli 9 og 10% um tima i vetur, en seinustu vikurnar hef- ur hann aftur farið lækkandi. Miðað við það sem hann var þeg- ar gengisbreytingin var gerð 20. nóvember, þá er hækkunin á dollar núna 4,7% frá þeim tima, eða um helmingur þess sem var orðið þegar hækkunin var hvað mest. Á móti þessu, hafa orðið miklar breytingar á Evrópu- gjaldmiðlunum og þar hefur sterlingspundið sýnt mesta breytingu, en frá því að það var lægst í siðasta mánuði, hefur það hækkað yfir 22% gagnvart dollar. Hækkunin frá 20. nóv- ember á sterlingspundinu gagn- vart krónunni nemur 7,7%. Aðr- ar Evrópumyntir hafa hækkað verulega og þetta hefur að megn- inu til gerst á sl. mánuði. Danska krónan hefur hækkað um 5%, franskur franki um 5%, þýska markið um 4,7% og aðrar Evrópumyntir hafa hækkað svipað, eða um 4—5%. Þetta miðast allt við 20. nóvember, þó að hækkanirnar hafi að lang- mestu leyti átt sér stað sl. mán- uð.“ Davíð var spurður hvaða áhrif þessar gengisbreytingar hefðu á íslenskt efnahagslif: „Þróun á gengi dollars er okkur hagstæð að þvi er varðar okkar erlendu skuldir. Þar að auki hafa vextir lækkað á sama tima, og er það auðvitað einnig hagstætt. Hins vegar hefur þetta ekki eins hag- stæð áhrif fyrir þá sem selja i dollurum. En hækkunin á Evr- ópugjaldmiðlunum hefur komið mjög vel út fyrir þá sem selja til Evrópu og þó nokkur hluti af okkar fiskútflutningi fer jú til Evrópu og er seldur i sterlings- pundum og mörkum." Meðalgengi erlendra gjald- miðla gagnvart krónunni hefur á þessu tímabili hækkað um 4,7%, en það er nánast sú hækkun sem orðið hefur á SDR-gengi, að sögn Daviðs. Davið sagði að ómögulegt væri að segja til um hvort þessi þróun á gjaldmiðlum kæmi til með að vara eða ekki. Hann sagði að enginn treysti sér til þess að spá um það. umræður á síðasta landsfundi sýna það betur en nokkuð ann- að að áróður stjórnarandstöð- unnar um þetta efni er ekki í neinum takt við raunveruleik- ann. Þeir eru sjálfsagt að reyna að gera þetta til þess að sýna að þeir geti unnið í fleiri áttir og það kemur ekki heldur á óvart,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hvort hann teldi að þessi fundur flýtti fyrir því að verkin töluðu sagði Þorsteinn: „Þessi fundur breyt- ir því í sjálfu sér ekki, en þó kemur þarna ýmislegt fram sem verður að skoðast sem jákvætt. Við lögðum áherslu á það í fyrra að skattalækkanir næðu bæði til einstaklinga og atvinnufyrirtækja og náðum fram nokkrum umbótum sem miðuðu að því að örva fjárfest- ingu í atvinnulífinu. Við töldum að ef þetta ætti að bera árang- ur, þá þyrfti að ganga lengra í ýmsum efnum, en Framsóknar- flokkurinn hafði þá ekki skiln- ing á því, og taldi að þetta væri býsna langt gengið í frjáls- hyggjuátt. Núna taka þeir upp hugmyndir sem ganga lengra og koma þannig til móts við sjónarmið sem við höfum áður sett fram og þetta tel ég vera jákvætt og það gefur auðvitað vonir um að það verði unnt að láta verkin tala.“ o INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.