Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1985 Minning: Oliver Steinn Jóhannes- son bókaútgefandi Fæddur 23. raaí 1920 Dáinn 15. aprfl 1985 Kveðja frá barnabörnum Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, ogallter orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin bjórt upp runnin ábakvið dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en þaö er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Við stöndum nú frammi fyrir þeirri bitru staðreynd, að elsku afi er ekki lengur meðal okkar. Við eigum erfitt með að trúa því og við skynjum það, hvert á sinn hátt, allt eftir aldri og þroska. Hitt er ljóst, að á slíkri kveðjustund er margs að minnast, margt er að þakka og um leið er margs að sakna. Við þökkum Honum, sem ðllu ræður, fyrir þær stundir, sem Hann gaf okkur með afa. Við þökkum allar samverustundirnar í sumarbústaðnum „í sveitinni", sem var afa svo kær. Þar undi hann hag sinum best úti í náttúr- unni og þangað leitaði hann frá amstri dagsins. Þá þðkkum við samverustundirnar heima á Arn- arhrauni, þar sem hann tók okkur alltaf opnum örmum. Nú, þegar hin langa þraut er lið- in, biðjum við góðan Guð að geyma hann og biðjum honum allrar blessunar á ókomnum veg- um og erum þess fullviss, að hann mun áfram vaka yfir velferð okkar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kveðja frá starfsfólki í Bókabúð Olivers Steins Ævi er liðin. Að lifa verður ekki árum mælt. Margs er að minnast og sakna. Við sendum'kveðju syrgjendum. Oliver Steinn er genginn. Hann var okkur vel. Þökk við leiðarlok. Fari hann vel. Örfáar vikur eru liðnar frá því ég síðast átti tal við Oliver Stein í síma. Er ég spurði hann um líðan hans, svaraði hann að bragði: „Árni minn, þú getur byrjað að skrifa um mig minningargrein- ina.“ Mér varð að vonum hverft við svo afdráttarlaust svar frá vini mínum, sem ég vissi að var alvarlega sjúkur. Ég svaraði því til, að enginn vissi sína ævi fyrr en öll væri. „Jú, hjá mér er komið að leiðarlokum,“ svaraði Oliver og í rödd hans var enginn beygur. Hann vissi vel hvert stefndi og gekk æðrulaus á vit örlaga sinna. Það var í samræmi við skapgerð hans og lífshlaup. Oliver Steinn var Snæfellingur að ætt og uppruna, fæddur í ólafsvík 23. maí 1920, sonur hjón- anna Jóhannesar Magnússonar sjómanns og Guðbjargar Olivers- dóttur. Ungur að árum flutti hann með foreldrum sínum til Hafnar- fjarðar. Þar lauk hann gagn- fræðaprófi frá Flensborgarskóla, en hóf að því loknu verzlunarstörf og við slík störf átti hann síðan eftir að vinna til æviloka. Hann starfaði og átti um skeið heima í Reykjavík, en Hafnarfjörður var hans fyrirheitna land og þangað flutti hann aftur fyrir tæpum 30 árum. Stofnaði hann þá sína eigin bókaverzlun, sem hann hefur rek- ið siðan. Jafnframt gerðist hann umsvifamikill bókaútgefandi og er forlag hans „Skuggsjá” löngu landsþekkt. Við bókaútgáfuna var hann í senn vandvirkur og kröfu- harður, svo sem margar af þeim bókum, sem hann gaf út á löngum ferli, bera glöggt vitni um. Meðal seinustu útgáfa hans var Saga Hafnarfjarðar, sem nýlega er komin út í þremur bindum. Lagði Oliver mikla vinnu í það verk og hafði sérstaka ánægju af þeirri út- gáfu. Oliver Steinn var um margt óvenju þróttmikill maður. Á unga aldri lagði hann stund á frjálsar íþróttir. Þar var hann afreksmað- ur, setti íslandsmet í sínum grein- um og skaraði fram úr. Síðar á lífsleiðinni átti sá þróttur og það keppnisskap, sem hverjum íþróttamanni er nauðsynlegt, eftir að einkenna athafnamanninn Oliver Stein. Það munaði um, þar sem hann lagði hönd að verki. Því var eftir honum sóst til starfa og forystu, ekki síst að margs konar félagsmálum, en þar var hann víða virkur félagi. { átta ár starfaði Oliver Steinn að bæjarmálum í Hafnarfirði sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann var varabæjarfulltrúi 1970—1974 og síðan bæjarfulltrúi til ársins 1978. Á þessum tíma átti hann einnig sæti i Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Oliver Steinn sótt- ist ekki eftir sæti í bæjarstjórn, en til hans var leitað, sökum þess trausts, sem samborgararnir báru til hans. Enda þótt ég hefði kynnst Oliver allvel áður, þá urðu kynni okkar og samstarf nánust þau ár, sem við unnum saman í bæjar- stjórn. Hann hafði lítil afskipti haft af stjórnmálum fram til þess tíma, en þar eins og annars staðar gekk hann fram af dugnaði og áhuga og lagði sig fram um að leggja þeim málum lið, sem hann taldi leiða til velfarnaðar fyrir byggðarlagið. Oliver naut líka starfa sinna i bæjarstjórn og gladdist yfir þeim áföngum, sem þá náðust. Hann kaus sjálfur að draga sig í hlé, en fylgdist engu að síður stöðugt með gangi mála og i síðasta samtali okkar, sem ég vitnaði til í upphafi þessarar greinar, spurði hann margs um bæjarmálin. Hugur hans var til hinstu stundar bundinn Hafnar- firði og honum þótti vænt um bæ- inn sinn. Oliver Steinn var maður hár á velli og svipur hans bjartur og karlmannlegur. Hann var skap- ríkur og hreinskiptinn og þoldi enga hálfvelgju. I daglegri um- gengni var hann manna ljúfastur, glettinn og spaugsamur og vildi hvers manns vanda leysa. Þyrfti hann hins vegar að berjast fyrir sinni skoðun og vilja, þá var hann beinskeyttur og ákveðinn og gaf ekkert eftir. Keppnisskapið, sem gerði hann á unga aldri afreks- mann í íþróttum, kom þá skýrt fram og fylgdi honum alla ævi. Oliver Steinn var tryggur og ættrækinn. Konan mín og hann voru náskyld, móðir hans og föð- uramma hennar voru systur. Nut- um við bæði, eins og margt annað venslafólk Olivers, þessa skyld- leika. Skeði það og ósjaldan, að menn teldu mig tengdason Olivers Steins, enda tengdafaðir minn og hann nafnar. Höfðum við báðir gaman af. Oliver hafði og mikinn áhuga á átthögum sínum, byggð- inni við Breiðafjörð. Gaf hann út ýmsar bækur með margvíslegum fróðleik og frásögnum þaðan. Sýndi hann þar í verki þann hug, sem hann bar til uppruna síns og æskustöðva. Árið 1946 kvæntist Oliver Steinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Þórdísi, en hún er dóttir Bergs Jónssonar, fyrrum bæjarfógeta í Hafnarfirði og fyrri konu hans, Guðbjargar Lilju Jónsdóttur. Sigríður er hin mæt- asta kona og hefur í gegnum árin staðið við hlið síns manns og tekið þátt í störfum hans, ekki síst í bókabúðinni. Á heimili þeirra hef- ur verið gott að koma. Þar hefur ríkt fölskvalaus alúð og rausn. Börn þeirra Olivers og Sigríðar eru þrjú, Guðbjörg Lilja, og Jó- hannes Örn, sem bæði vinna við bókabúðina og Bergur Sigurður, sem er héraðsdómslögmaður. Fráfall Olivers Steins hefur borið að með skjótum hætti. Veik- indi hans áttu sér að visu nokkurn aðdraganda, en fram að jólum gekk hann að vinnu sinni dag hvern og lét engan bilbug á sér finna. Hann hafði áfram mörg járn í eldinum og var fullur áhuga fyrir lífinu og tilverunni. En eng- inn má sköpum renna. Laugardag- inn fyrir páska varð Oliver að fara á sjúkrahús og rúmri viku síðar var hann allur. Það er mikill sjón- arsviptir að Oliver Steini. Ég mun sakna þess að hitta hann ekki framar á Strandgötunni, svo sem verið hefur nær daglega í mörg ár. Hafnarfjörður hefur á bak að sjá dugmiklum athafnamanni, margir munu sakna vinar í stað en mestur er þó missirinn hjá hans nánustu. Konan mín og ég sendum Sigríði og börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við biðjum guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg og blessa minningu hins látna vinar okkar. Árni Grétar Finnsson „Þegar þú skrifar minningar- greinina mundu eftir Grafar- körlunum, ég er stoltur af þeim frændum mínum, þetta voru af- burðamenn bæði til líkama og sál- ar.“ I þessum orðum, sem komu upp í síðasta samtali okkar Olivers Steins, fyrir um mánuði, fólst að það væri sjálfgefið, að ég minntist vinar míns eftir 40 ára kynni, þar sem á ýmsu gekk, skarpar brýnur með góðum hléum og loks algerum sáttum og ég náði að meta þennan vin minn að verðleikum og hann varð mér kær. Það vil ég að fyrirgefist mér, að ég er ekki fyllilega búinn að átta mig á, að Oliver Steinn sé allur og kannski bera þessi minningarorð því fremur svipmót afmælisgrein- ar en dánarminningar. Þegar menn taka að fullorðnast, þá fer þeim að bregða með öðrum hætti við ýmis váleg tíðindi en í æsku, það sem gerzt hefur er oft lengi að síast inn i hinn fullorðna mann og þegar um ferðafélaga um langa tíð er að ræða, sem hverfa skyndilega, þá er enginn grátur né harma- kvein í stundinni, heldur kemur söknuðurinn í smáskömmtum, at- vik rifjast upp í minninu og menn eru þá sífellt að finna fyrir missi. Ég veit, sem ég skrifa þessar línur, að Oliver Steinn á oft eftir að minna á sig í mínu lífi. Oliver Steinn verður mörgum minnis- stæður, þótt minni hafi haft af honum kynni en ég. í móðurættina var Oliver af þeim mönnum, sem kenndir eru við Gröf í Grundarfirði, ættmenn Bárðar Þorsteinssonar, sem kom „sunnan yfir fjall“, var fæddur í Dal í Miklaholtshreppi, og kvænt- ist ekkju, Þuríði Bárðardóttur Árnasonar og þau bjuggu í Gröf. Oliver, móðurafi Olivers Steins, var sonur þessa Bárðar. Grafar- menn eru miklir atgervismenn og er Bárður yngri Þorsteinsson þeirra frægastur, því að meiri orustu hefur enginn maður á Is- landi, ekki einu sinni Egill Skalla- grímsson, háð en Bárður yngri í Gröf og bróðir hans Kristfinnur, þegar þeir bræður börðust við ekki minna en 80—100 Norðmenn á Siglufirði 1912 og ekki færri en 27 Norðmenn leituðu Guðmundar Tómassonar læknis-eftir orustuna. Þeir bræður börðust þarna að næturþeli fyrir lífi sínu, því að Norðmennirnir, drukknir að koma af dansleik, beittu hnífum og hlaut Bárður svöðusár, hnífs- stungu í gegnum sig og marga aðra áverka og Kristfinnur var einnig mikið meiddur. Hvorugur þeirra varð samur maður eftir þessa orustu og má um hana lesa í „Breiðfirzkir sjómenn“ sem Jens Hermannsson tók saman. Graf- armenn voru og skynsamir menn, sjómenn ágætir og Bárður for- ystumaður í málum sveitar sinn- ar. Það var ekki að ófyrirsynju, að Oliver Steinn væri hreykinn af þessum frændum sínum, enda seg- ir svo um Oliver Bárðarson, afa hans, að hann hafi verið krafta- maður mikill, „talinn vitur maður og komu ekki allir hlutir á óvart“ og um Grafarmenn segir Jens Hermannsson: „Gáfurnar eru traustar og skoðanir svigna ekki í hverjum goluþyt. Ræturnar sterkar og seigar. Þannig er ætt- in.“ Af þessari lýsingu held ég megi fullyrða, að Oliver Steini hafi kippt í Grafarkynið. Móðuramma Olivers var Stein- unn Sveinsdóttir frá Hálsi í Eyr- arsveit bónda Jónssonar og konu hans, Kristínar Eggertsdóttur, og voru þau hjón Skógstrendingar og Dalamenn að ætt. Af systkinum Steinunnar, ömmu Olivers, má nefna Svein búfræðing og kennara á Klungubrekku. Föðurafi Olivers var Magnús Jóhannesson, ólafsvíkingur, sem og kona hans, Þórunn Árnadóttir, og hef ég ekki spumir af þeirra ættum, en það held ég að þau hjón hafi bæði verið Snæfellingar fram í ættir. Oliver Steinn fæddist 23. maí 1920 í Ólafsvík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Magnússon sjómaður og Guðbjörg Olivers- dóttir. Oliver fluttist sem ungling- ur til Hafnarfjarðar með foreldr- um sínum og gekk þar f Flens- borgarskóla og árið sem hann lauk prófi þaðan 16 ára, missti hann föður sinn og bróður. Jóhannes fórst með línuveiðaranum Ernin- um og með honum sonur hans, Magnús, á síldveiðum 1936, að al- mennt var talið í norðvestan ill- viðri, sem gekk yfir dagana 9,—10. ágúst og síðast var vitað um skipið á leið fyrir Melrakkasléttu og þar fundust nótabátarnir. Þótt ég muni ekki fyllilega ástæðuna fyrir því, þá man ég að það héldu marg- ir aö skipið hafi ekki farizt undan veðri, þótt væri slæmt, heldur hafi orðið ketilsprenging í skipinu, en það var með gufuvél og katlar orðnir gamlir. Við þetta sviplega fráfall fyrir- vinnunnar var námsferli Olivers lokið. Hann var námsmaður efni- legur, en þetta var í hörðustu kreppunni og segja mátti að al- þýðu manna væri fyrirmunað að ganga skólaveginn, ef hún átti ekki einhverja að til að styðja við bakið á sér fjárhagslega. Oliver fór að vinna fyrir sér og leggja heimili sínu. Hann réðst fyrst til KRON í Hafnarfirði og síðan í Reykjavík og í þeim starfa var hann til 1942, að hann réðst til ísafoldarprentsmiðju. Þar varð hann fljótlega verzlunarstjóri bókaverzlunar ísafoldar og það held ég sé ekki ofmælt, að röskari bóksali var þá ekki í Reykjavík. Bókaverzlun tsafoldar var þá langstærsta bókaverzlun landsins, ásamt Eymundsson, og vegur þeirrar gömlu og grónu verzlunar hefur líklega aldrei verið meiri en þann tíma, sem Oliver var þar verzlunarstjóri, en það var hann fram til 1955, eða í full sjö ár. Á þessum árum stundaði Oliver mik- ið íþróttir og var einn af okkar fremstu köppum í þann tíma í frjálsíþróttum, einkum stökkum og setti íslandsmet í langstökki 1944 og það met stóð, að ég held, alllengi. Sökum mikilla anna í starfi gat Oliver ekki nema í íhlaupum æft sig og fór oft lítt þjálfaður í keppni, en maðurinn skapharður og kappsfullur og hefur þetta trú- lega valdið honum því heilsutjóni, sem síðar herjaði á hann. Honum biluðu mjaðmarliðirnir og var hann oft þjáður í daglegu starfi, þótt aldrei sæjust þess önnur merki en þau að hann stundi við og lagði hönd á mjöðmina, þá sem veikari var, einkum þegar hann reis á fætur eftir langa setu. Hann reyndi að hlífa veika fætinum, stökkfætinum á íþróttaskeiðinu, en þegar loks var gerð aðgerð á þeim mjaðmarlið, var hinn einnig orðinn bilaður af því að svo mikið hafði mætt á honum árum saman. Oliver varð því einnig að gangast undir aðgerð á þeim fæti. Oliver gekk þannig ekki heill til skógar svo árum skipti, en það gat engan grunað, sem ekki hafði af honum náin kynni, að svo væri um þennan frísklega og hressa mann, svo harður var Oliver af sér. Það var leitun á manni, sem virtist af framkomu sinni heilbrigðari en Oliver Steinn. Sjúkdóms þess, sem dró hann til dauða, krabbameins, kenndi hann ekki fyrr en fyrir tveimur árum. Á þeim árum, sem Oliver var verzlunarstjóri i bókaverzlun Isa- foldar, urðu kynni hans og Gunn- ars Einarssonar, forstjóra Isafold- ar, mjög náin og má reyndar kalla það undarlegt, því báðir voru mennirnir skapríkir og ráðríkir. En Gunnar mat þennan unga verzlunarstjóra strax mikils og fór oft að ráðum hans og þessi harðgreindi og ráðríki maður, Gunnar, sagði tíðum við verzlun- arstjórann: — Ef þér sýnist þetta rétt, Oliver, þá gerirðu það. Af engum manni sagðist Oliver hafa lært meira en Gunnari Ein- arssyni og engra óvandabundinna minntist hann oftar, og þá einkum í því efni, að setja sig strax af fullum krafti inn í málin og taka síðan umsvifalaust ákvörðun, velt- ast aldrei lengi með neitt í skúff- um sinum. Á ísafoldarárunum, að mig minnir 1947, hóf Oliver bókaút- gáfu ásamt bróður sinum Þorkeli og hét hún Röðull. Fyrstu bækurn- ar voru unglingabækur, sem met- seldust og olli ekki litlu um það, að þær voru mjög snotrar að útliti og öllum frágangi, til dæmis kápur litríkar, sem minna var um í þenn- an tíma en nú. Fyrsta bókaskráin, sem ég sá frá Röðli, var með fjór- um eða fimm bókartitlum og þá kynntist ég Oliver, þar sem hann var með konu sinni að vinna að bókunum heima í stofu á Ljós- vallagötunni, en þessi útgáfa var öll unnin á kvöldum og um helgar. Þau hjón, Sigríður og Oliver, höfðu búið fyrsta búskaparár sitt í Hafnarfirði, en fluttust 1948 til Reykjavíkur, á Ljósvallagötu 8, og þar áttu þau heima til 1957 að þau fluttu aftur til Hafnarfjarðar. Þá hóf Oliver rekstur bókaverzlunar sinnar i Hafnarfirði og ári síðar (1958) stofnaði hann bókaforlagið Skuggsjá. Það bókaforlag dafnaði strax með afbrigðum vel. Það var varla hægt að segja, að Oliver brygðist bók í sölu ár eftir ár, allur frá- gangur og öll afgreiðsla var til fyrirmyndar, en í íslenzkri bók- sölu, sem er að mestum hluta gjafasala til jóla, er það mjög áríðandi að bækur séu smekklega útgefnar. Ekki er það síður áríð- andi í okkar strjálbýla landi, þar sem samgöngur geta orðið erfiðar á tíma aðal bóksölunnar, að útgef- andinn geri sér ljóst, hvað senda þurfi af bókum á hina ýmsu staði, en þá voru bækur sendar í um- boðssölu. Oliver var ævinlega snemma tilbúinn með bækur sinar og sendi þær oftast í tvennu lagi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.