Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1985 Áhrif reykinga á hjarta og æðar — eftirGuðmund Þorgeirsson Hjarta- og æðasjúkdómar valda flestum dauösföllum allra sjúk- dóma á íslandi í heild u.þ.b. 47%, auk þess að leggja stóran skerf til þjáninga og fötlunar í landinu. Mestu munar um hlut kransæða- sjúkdóma, en heilablóðföll, há- þrýstingur, lokusjúkdómar og þrengsli í útlimaæðum komast einnig ofarlega á blað. Á undan- förnum árum og áratugum hefur fjölbreytilegra gagna verið aflað, sem styrkja þá skoðun að reyk- ingar, einkum sígarettureykingar, stuðli að hjarta- og æðasjúkdóm- um. Ný löggjöf um tóbaksvarnir á íslandi gefur tilefni til að staldra við og spyrja: Hverjar eru stað- reyndir málsins? Hvert er sam- band reykinga og æðasjúkdóma? Með hvaða hætti vinnu tóbaks- reykur tjón á æðakerfinu? Og ekki síst: Hvað vinnst með því að hætta að reykja? Þótt hér verði eingöngu fjallað um áhrif reykinga á hjarta og æð- ar, en áhrifum þeirra á lungu, tennur og önnur líffærakerfi ekki gerð nein skil, er viðfangsefnið um margt flókið. Talið er að meira en 4000 mismunandi efni séu í tób- aksreyk, þannig að þar eru margir hugsanlegir skaðvaldar á sveimi. Þar við bætist, aö æðakölkunin sem er stærsta vandamálið og undirrót margra hinna, er eir.nig flókið samspil fjölmargra þátta, áskapaðra og áunninna, erfða og lifnaðarhátta. Samt eru ýmsar staðreyndir ljósar og benda svo eindregið í eina átt, að val þess sem reykir ætti að vera auðvelt ef staðreyndir og þekking réðu ferð- inni. Hvert er samband reyk- inga og hjarta- og ædasjúkdóma? Mörgum ólíkum rannsóknarað- ferðum hefur verið beitt til að leita svara við þessari spurningu, ferilrannsóknum á stórum hópum, samanburðarrannsóknum á sam- bærilegum einstaklingum, klínisk- um og meinafræðilegum athugun- um. Eins og nánar verður vikið að síðar í þessari grein hefur vægi reykinga sem áhættuþáttar hjarta- og æðasjúkdóma reynst mjög mismunandi í mismunandi þjóðlöndum. Ekki eru til upplýs- ingar um hlut reykinga að þessu leyti á íslandi, en slíkra upplýs- inga er að vænta innan skamms úr hóprannsókn Hjartaverndar. Á þessu stigi máls verður að telja líklegt, að íslendingar flokkist að þessu leyti í hóp þjóða Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, sem búa við svipaöa tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og svipað blóðfit- ustig. Rannsóknir í þessum lönd- um hafa gefið mjög áþekkar niðurstöður. I töflu I eru sýndar niðurstöður úr stórri ferilrann- sókn sem um árabil hefur verið í gangi í Framingham í Bandaríkj- unum. Þar kemur fram, að heild- ardánarlíkur svo og dánarlíkur af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðasjúkdóma sérstaklega og fjöldi þeirra sem deyja skyndi- dauða eykst í beinu hlutfalli við fjölda sígaretta sem reyktar eru á dag. Sérstaklega skal bent á að dauðsföll af völdum kransæða- sjúkdóma og skyndidauða-tilfelli eru meira en tvöfalt fleiri í hópi þeirra sem reykja meira en einn pakka á dag, en í hópi þeirra sem ekki reykja. En dánartölur eru ekki allt, þjáningar og kröm af völdum sjúkdóms skipta ekki minna máli. í töflu II eru sýnd áhrif sígarettureykinga á nýgengi hinna ýmsu hjarta- og æðasjúkd- óma (ekki dauðsfalla), einnig í borginni Framingham í Banda- ríkjunum. Þar kemur fram, að reykingar magna öll þessi vanda- mál, en í mismunandi mæli. Áhrifin eru mest á æðaþrengsli í útlimum, þar næst heilablóðföll. Síðan koma kransæðasjúkdómar og hjartabilun. Margt er óljóst um orsakir þessara mismunandi áhrif á mismunandi greinar æðakerfis- ins, t.d. hvers vegna slagæðar í út- limum verða svo mjög fyrir barð- inu á tortímandi áhrifum tóbaks- reyksins. Líkleg skýring er hins vegar til á því hvers vegna reyk- ingar hafa meiri áhrif á tíðni kransæðastíflu og skyndidauða en annarra vandamála sem krans- æðaþrengslum tengjast. Eins og nánar mun vikið að síðar stafar þetta sennilega af espandi áhrif- um nikótíns á blóðflögur, sem leitt geta til bóðsegamyndunar, einkum þegar þrengsli hafa þegar mynd- ast í æðunum. í annan stað eykur nikótín líkur á hjartsláttaróreglu af ýmsu tagi, en hjartsláttar- óregla (sleglatif, „venticular fibrillation") er einmitt algengust orskök skyndidauða, en þó oftast í tengslum við kransæðastíflu. Dr. Guðmundur Þorgeirsson, lækn- ir. „í annan stað eykur nikótín Iíkur á hjart- sláttaróreglu af ýmsu tagi, en hjartsláttar- óregla (sleglatif, „venti- cular fibrillation“) er einmitt algengust orsök skyndidauða, en þó oftast í tengslum við kransæðastíflu.“ Auk þess að standa í beinu hlutfalli við daglegt reykinga- magn aukast líkur á kransæða- sjúkdomum einnig í hlutfalli við árafjölda sem viðkomandi hefur reykt, einnig ef menn draga reyk- inn ofan í lungu og ef menn byrja reykingar á ungum aldri. Áhrif reykinganna fara minnkandi þeg- ar kemur á efri ár og eftir 65 ára aldur eru sígarettureykingar Tafla I Dánarlíkur: Dánir /1000 íbúar / ár Sígarettur/ Hjarta og Skyndi- Kransæða- Heildar- dag æðasjúkd. dauði sjúkd. dánartíðni 0 7,0 1,3 2,4 12,0 <20 8,4 1,7 3,1 144 20 10^ 24 4,0 18,4 >20 12,4 3,1 54 22,4 Eftir heimild 2) Tafla II Líkur á hjarta- og æðasjúkdómum í 20 ár. Karlar 45- —74 ára. Fjöldi nýrra tilfella á ári per 1000 íbúa (aldursstaölað). Kransæða- Þrengsli í Hjarta- og æðasjúk- Sígarettur/dag sjúkdómar Heilablóðfall útlimaæðum Hjartabilun dómar í heild 0 124 2,7 24 34 144 <20 14,7 34 34 3,7 18,9 20 174 4,0 4,6 4,0 22,7 >20 20,1 44 64 4,4 274 Áhættuhlutfall 1,6 14 3,0 14 1,7 (>20/0) * Eftir heimild 2) óverulegur áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóm. t því sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir, að áhrifa reykinganna gætir tiltölulega snemma á ævinni. Reykingarnar stytta þvi ekki ævina með því að skera aftan af elliárunum, heidur kalla þær sjúkdoma og hrörnun yfir fólk á miðjum aldri og í þeim skilningi má segja að reykingarnar lengi ellina, því hún gengur í garð löngu fyrir aldur fram. Reykingar hafa meiri áhrif á æðakerfi karla en kvenna. Undantekningar eru þó þær konur sem bæði taka getnað- arvarnartöflur og reykja. Áhætta þeirra er margföld á við þær sem hvorugt gera og einnig í sambandi við þær sem taka getnaðarvarn- artöflur en reykja ekki. Samverkun áhættuþátta Reykingar hafa mismunandi áhrif á nýgengi kransæðasjúk- dóma á mismunandi stöðum í heiminum (sjá mynd 1). I Fram- ingham, títtnefndri borg í Banda- ríkjunum, aukast líkur þess að fá kransæðasjúkdóm á tveggja ára tímabilí í réttu hlutfalli við magn reykinga og er þrefaldur munur á þeim sem reykja tvo sígarettu- pakka á dag og þeim sem ekki reykja. f Honolulu eru líkur stór- þyrpingunni eru engir aðrir áhættuþættir til staðar og súlurn- ar eru allar fremur lágar. í ann- arri þyrpingu hefur skert sykurþol og hár blóðþrýstingur bæst við og allar súlurnar hafa hækkað að mun, sú hæsta er næstum sexfalt hærri en sú hæsta í fyrstu þyrp- ingu, þar sem kólesteról er sam- bærilegt. f þriðju þyrpingu hafa reykingar bæst í hóp áhættuþátt- anna og enn verða margföldunar- áhrif, hæsta súlan er nú næstum nífalt hærri en sú hæsta í fyrstu þyrpingu. í fjórðu þyrpingu er bætt við hjartaritsbreytingum (stafa af þykknum hjartavöðvans vegna álags af völdum háþrýst- ings) og þegar allir þessir fimm áhættuþættir koma saman stefna súlurnar til himins. Vegna þess- ara margfeldisáhrifa er mikilvægi hvers áhættuþáttar um sig aug- ljóst, en jafnframt gildi þeirrar stefnu að segja öllum viðráðanleg- um áhættuþáttum stríð á hendur samtímis. Sennilega er þetta sam- spil áhættuþáttanna skýring þess hve reykingar vega misþungt sem áhættuþáttur hjarta- og æða- sjúkdóma i mismunandi þjóðlönd- um. Þar sem blóðfita er almennt lág komast margir upp með að reykja án þess að æðakerfið láti mjög á sjá. MYNDI Karlmenn 45—64 ára. reykingamannsins á að fá krans- æðasjúkdóm þrefaldar við þann sem ekki reykir en nýgengi sjúk- dómsins er miklu lægra við hvert reykingastig og jafnvel stórreyk- ingamenn fá kransæðasjúkdóma lítið oftar en þeir sem ekkert reykja í Framingham. f Puerto Rico eru kransæðasjúkdómar fá- gætir og reykingar hafa engin áhrif á tíðini þeirra þótt þar eins og alls staðar annars staðar i heiminum haldi þær sínu sem að- alorsakavaldur langvinnrar berkjubólgu, lungnaþembu og lungnakrabbameins. Hvernig stendur á þessu mismunandi vægi reykinga sem áhættuþátta æða- sjúkdóma? Ekkert einhlítt svar er til við þeirri spurningu, en al- mennt má segja að reykingarnar valdi mestu tjóni á kransæðum þar sem kransæðasjúkdómar eru algengir og kólesteról í blóði er almennt hátt (V-Evrópa, N-Amer- íka), en séu tiltölulega léttvægur áhættuþáttur, þar sem kólesteról í blóði er lágt og kransæðasjúkdóm- ar eru fágætir (S-Evrópa, Japan og mörg önnur Asíulönd). Því mið- ur er ísland í fyrri hópnum bæði hvað snertir styrk kólesteróls í blóði og algengi kransæðasjúk- dóma. I hóprannsóknum hefur komið á daginn, að áhættuþætt- irnir magna hver annan. í mynd II sýnir hver súluþyrping hvernig nýgengi kransæðasjúkdóma eykst með hækkandi kólesteróli i blóði á bilinu 185 mg/dl til 335 mg/dl. Hæð súlnanna, þ.e. sjúkdómstíðn- in, ræðst hins vegar einnig af til- vist annarra áhættuþátta. I fyrstu MeÖ hvaöa hætti vinna sígarettureykingar tjón á æöakerfínu? Eins og að framan getur hafa yfir fjögur þúsund mismunandi efni og efnasambönd fundist í tób- aksreyk. Því er erfitt og e.t.v. ómögulegt að staðfesta bein eða óbein áhrif hvers og eins á slagæð- ar og blóðrás. Þar við bætist hið flókna samspil margra áhættu- þátta sem að framan var gert að umtalsefni. Athygli hefur mjög beinst að nikótíninu. Reykingaf- íknin virðist að mestu beinast að þessu efni, sem hefur bein áhrif á miðtaugakerfið, örvar fyrst en slævir síðan. Nikótínið hefur einn- ig margháttuð áhrif á blóðrásar- kerfið. Það hækkar blóðþrýsting og eykur hjartsláttarhraða. Þar sem báðar þessar breytingar auka súrefnisneyslu og súrefnisþörf hjartans eykur nikótínið hjarta- öng (angina pectoris) meðal sjúkl- inga sem hafa kransæðaþrengsli, auk þess að minnka slagkraft vinstra slegils í sömu sjúklingum. Það veldur breytingum á hjartar- iti, sérstaklega aukinni boðleiðni og aukinni tilhneigingu til hja- rtsláttaróreglu, sem kann að geyma skýringu á aukinni tíðni skyndidauða meðal reykingafólks. Loks hefur nikótfn áhrif á blóðfl- ögur og æðaþel, frumulagið sem klæðir æðakerfið að innan. Það espar blóðflögur til klumpunar en dregur úr hæfni æðaþelsins til framleiðslu á sérstöku prosta- glandíni, sem nefndist prosta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.