Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985 5 Vinnslustöðin í Vestmaiuiaeyjum: Sjálfvirkt innmötun- arkerfí tekið í notkun Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um hefur látið setja upp sjálf- virkt innmötunarkerfí frá mót- töku að flökun en Marel hf. hef- Hækkun Bygginga- vísitölu: Verðbólgan hægir á sér VÍSITALA byggingarkostnaður mið- að við marsverðlag 1985 var 199,94 stig, og hefur vísitalan hækkað um 0,2% frá mars til aprfl 1985. Þessi hækkun svarar til 2,5% árshækkun- ar. Undangengna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,6%sem svar- ar til 15,2% árshækkunar, en hækk- unin undanfarna tólf mánuði er 24,2%, segir í frétt frá Hagstofu Is- lands. ur haft yfirumsjón með verkinu. Var kerfíð formlega afhent sl. föstudag. Ljóst þykir að rafeinda- og tölvutækni muni á næstu árum verða notuð í æ ríkara mæli í frystihúsum og öðrum fisk- iðnaðarfyrirtækjum, og kerfi það sem nú er komið í notkun í Vestmannaeyjum er eitt af fyrstu skrefunum í þessa átt og jafnframt einn hlekkur í tæknivæðingu Vinnslustöðvar- innar. Kerfið sér um að vigta fiskiskammtana og flytja þá á sjálfvirkan hátt frá þvottakör- um til flökunarvéla og hand- flakara en um leið og það flyt- ur fiskinn milli staða vigtar það og skráir fiskmagnið sem flutt er. Hjá verkstjóra er síð- an stjórnskápur og tölvuskjár þar sem hann getur skipulagt vinnsluna hverju sinni, haft yfirsýn yfir hvaða er að gerast og fengið viðvörun ef eitthvað fer úrskeiðis. Allar vogir og safnstöð 1 þessu kerfi eru frá Marel hf. og Þorkell Jónsson tæknifræðing- ur og Marel hf. hafa hannað rafbúnað og sjálfviknina í kerfinu en flutningskerfið sjálft er hannað af Bergi Olafssyni, tæknifræðingi. Um smiði færibanda sáu smiðir stöðvarinnar undir stjórn Sig- urðar Sigurbergssonar, vél- virkjameistara en Árni G. Gunnarsson rafvirkjameistari stöðvarinnar sá um raflagnir með aðstoð Geisla hf. MorgufíDiaoið/Sigurgeir Sjálfvirka innmötunarkerfíð í Vinnslustöóinni í Vestmannaeyjum. Hagstofan hefur reiknað vísit- ölu byggingarkostnaður eftir verðlagi í fyrri hluta apríl 1985. Reyndist hún vera 200,35 stig (desember 1982 = 100). Samsvar- andi vísitala miðuð við eldri grunn (október 1975 = 100) er 2969 stig. Engin hækkun varð á launalið- um vísitölunnar, en smávægileg hækkun á nokkrum efnisliðum. Tekið skal fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu Lyggingarkostnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitöiur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, sept- ember og desember, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísi- tölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikningsmánuði skipta hér ekki máli. Lánskjara- vísitala hækk- ar um 1,18% milli mánaða SEÐLABANKINN hefur reiknað lánskjaravísitölu fyrir maímánuð 1985 og reyndist hún vera 1119 stig og hafði hækkað milli mánaða úr 1106 stigum eða um 1,18%. Ef mælikvarði er lagður á verð- bólguhraðann út frá þessari hækkun lánskjaravísitölu, er verð- bólguhraðinn nú á einu ári 15,1%. Pétur Jónsson RE: Dómsátt með 50 þús. kr. sekt DÓMSÁTT varð í máli skipstjórans á nótaskipinu Pétri Jónssyni RE 14, sem tekinn var fyrir ólöglegar veiðar á miðjum Breiðafirði á föstudag. Skip- stjórinn viðurkenndi brot sitt og fékk 50 þúsund kr. sekt. Báturinn hafði ekki leyfi til þorskfiskveiða, en átti von á leyfinu. Gaf sjávarútvegsráðuneytið leyfi út klukkustund eftir að þyrla Land- helgisgæslunnar stóð hann að verki á Breiðafirði. Málið var tekið fyrir hjá sýslumannsembættinu í Stykkishólmi og gerði fulltrúi sýslu- manns dómsátt við skipstjórann sem áður segir, þegar hann viður- kenndi brot sitt. meö aukasýningu í Broadway síðasta vetrardag 24. apríl nk. Eins og alþjóö veit þá voru skemmtanirnar meö Ómari Ragnars- syni sl. vetur einhverjar þær allra hressustu og léttustu sem sviðsettar hafa verið hér á landi — þar sem ómar fór sannarlega á kostum og gladdi gesti af sinni alkunnu snilld. Vegna fjölda áskorana höldum viö nú áfram meö Ómari, Hauki Heiöari, Hljómsveít Gunnars, Björgvin og Þuríði á síöasta vetrardag og hvetjum fólk til aö tryggja sér miöa og borö í tíma í Broadway, sími 77500, sem allra fyrst því síöast þurftu hundruö frá aö hverfa. VERIÐ VELKOMIN A GLEÐIKVÖLD MEÐ GRÍNARANUM MIKLA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.