Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1986 Hlakka til að byrja nýtt líf í Kanada - segir pólski flóttamaðurinn Jerzy Rundsztuk „Ástandinu í Póllandi er best lýst meó því aö vísa til dönsku heimildarmyndarinnar, sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld," sagði Pólverjinn Jerzy Rundsztuk í samtali við blaða- mann Morgunbiaðsins. Rund- sztuk, sem er 29 ára gamall, hefur dvalist hér á landi frá því í haust, en fór í gær til Kanada, þar sem hann hefur fengið landvist sem pólitískur flóttamaöur. í sjónvarpsmyndinni.sem hann nefndi, kemur glögglega í ljós það pólitíska og efnahags- lega ófremdarástand, sem nú ríkir í Póllandi, og hefur valdið því að þúsundir Pólverja hafa flúið land á undanförnum mán- uðum. Rundsztuk sagði, að al- mennt pólitískt ástand í Pól- landi, og þó einkum hin bágu lífskjör þar, hafi ráðið því, að hann yfirgaf heimaland sitt. Jerzy Rundsztuk kom hingað til lands i október á síðasta ári með knattspyrnufélaginu Wisla Kraków, sem lék við Vestmann- eyinga. Hann er ekki knatt- spyrnumaður sjálfur, en hefur lengi verið í félaginu og af þeim sökum var honum leyft að fara með því til íslands, en slíkt er mjög óvanalegt. Það var í fyrsta sinn, sem hann kom til Vestur- landa. „Ég hafði oft velt því fyrir mér að yfirgefa Pólland," sagði hann, „en tók ekki endanlega ákvörðun um það fyrr en eftir símtal við bróður minn, sem er búsettur í Kanada og stundar þar veitingahúsrekstur.“ Rundsztuk dvaldi þá á hóteli í Reykjavík og hafði samband við útlendingaeftirlitið eftir að hann tók hina afdrifaríku ákvörðun. Meðan hann beið eftir svari frá Kanadamönnum fór hann huldu höfði í borginni og naut góðs af liðsinni þeirra fjölmörgu Pól- verja, sem hér eru búsettir. Rundsztuk er frá borginni Kraków í suðurhluta Póllands. Hann starfaði þar sem verk- stjóri í prentsmiðju og er lærður bókagerðarmaður. „Launin voru lág og starfið að auki ótryggt,“ sagði hann. Hann á foreldra og systkini í Kraków og sagði að móðir sfn hafi ekki tekið tíðind- unum um landflóttann vel. „Það er erfitt að segja fyrir um það hvort þau eigi eftir að verða fyrir einhverjum óþægindum vegna flótta míns,“ sagði hann. Bróðir hans, sem er búsettur í Kraków, hafði sótt um leyfi til að heimsækja kunningja sinn á Vesturlöndum í tvo mánuði, en var synjað um það. „Kannski var það vegna þess að annar bróðir minn er flóttamaður í Kanada.“ Á ekki von á breytingum í Póllandi Rundsztuk vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um hið pólitíska og efnahagslega ástand, sem nú ríkir í Póllandi, að öðru leyti en því, að hann að hann staðfesti að danska sjónvarpskvikmyndin, sem áður var nefnd, væri um það góð heimild. Hann kvaðst ekki hafa verið félagi í Kommúnista- flokknum, en vildi ekki svara því hvort hann hefði tekið þátt í starfi Samstöðu, óháðu verka- lýðsh rey f i ngari n nar. Blaðamaður Morgunblaðsins MorgunblaAið/Árni Sœberg Jerzy Rundsztuk spurði Rundsztuk að því hvort hann ætti von á því að einhverj- ar breytingar yrðu á hinu póli- tíska ástandi f Póllandi á næst- unni. „Ég veit það ekki,“ sagði hann, „ég á ekki von á því, en auðvitað getur allt gerst þar.“ Jerzy Rundsztuk lét vel af dvölinni á Islandi sl. hálft ár og bað Morgunblaðið að koma á framfæri þakklæti sínu til Pól- verjanna og íslendinganna, sem aðstoðuðu hann, svo og til út- lendingaeftirlitsins og ræð- ismanns Kanada hér. „Ég hlakka til að byrja nýtt lif í Kanada og held þangað glaður í bragði,“ sagði Rundsztuk. „Til Póllands fer ég aldrei aftur.“ GM Fákur. Firmakeppni Hestamannafélagið Fákur heldur sína árlegu firmakeppni á morgun, sumardaginn fyrsta, og hefst hún kl. 14.30 á svæði félagsins á Víðivölium. Alls hafa um þrjúhundruð fyrirtæki skráð sig til keppni og verður keppt í karla-, kvenna- og unglingaflokki. Nú er verið að leggja síðustu hönd á nýtt félagsheimili Fáks, sem er staðsett rétt fyrir ofan skeiðvöllinn. Þaðan er gott útsýni yfir völlinn og þar verða Fákskon- ur með kaffisölu á meðan á firma- keppninni stendur. Einnig munu Fáksfélagar gefa börnum kost á að skreppa á hest- hak Myndin var tekin á fírmakeppni Fáks í fyrra af fímm efstu keppendum í kvennafíokki. MorgunblaAia/SíK- Sigm. *Wbjr ¥ wKádSk1 1 r M wsk 9gf Wv pír ' 1 Orkustofnun: Hvetur til sam- starfs um fersk- vatnsmál ORKUÍfTOFNUN hefur ritað eig- endum vatnsréttinda á Suðurnesjum bréf ásamt greinargerð um fersk- vatnsmál á svæðinu og hvatt þá til að stofna hið fyrsta til samstarfs um þau mál. Sérstaklega er bent á nauð- syn þess að skipuleggja vinnslu ferskvatns og meðhöndlun úrgangs- efna á svæðinu í því skyni að koma í veg fyrir óhöpp vegna blöndunar við salt vatn, eða vegna mengunar. Greinargerðin var tekin saman vegna umræðna í fjölmiðlum um ferskvatnsmál á Suðurnesjum, en þær urðu i framhaldi af heimild sem stjórnvöld veittu SÍS-fyrir- tækinu Islandslaxi hf. til vatns- töku í landi ríkisjarðarinnar Stað- ar við Grindavík. í bréfinu er það tekið fram að ennþá hafi engin al- varleg óhöpp orðið vegna blöndun- ar við salt vatn eða vegna meng- unar, en að hætta á þeim aukist ört með vaxandi vinnslu fersk- vatns nema fyllsta aðgæsla sé viðhöfð og fullt tillit tekið til þess að ferskvatnslagið á svæðinu er ein heild. Undir lok greinargerðar Orkustofnunar segir: „Þó mikið vatn renni til sjávar á utanverðum Reykjanesskaga, þá er samt langt frá því, að það sé óþrjótandi. Það verður því að nýta þessa auðlind með gát og nota til þess þá þekk- ingu, sem þegar er fyrir hendi, og afla viðbótarþekkingar eftir þörf- um. Sérstaklega er nauðsynlegt að rannsaka áhrif nýtingar á þessa auðlind og fela einhverjum ákveðnum aðila ákvörðunarvald til að grípa inn í, ef þörf krefur. Af framansögðu má ljóst vera að samvinna landeigenda, sveitar- félaga og annarra sem hagsmuna hafa að gæta er nauðsynleg varð- andi nýtingu á ferskvatnsauðlind- inni. Landeigendur hafa einungis takmörkuð ráð yfir grunnvatninu, því það virðir ekki landamæri eignarréttarins og það þarf ekki mikið til að spilla því fyrir þeim sem nýta vatn neðar í straumn- um.“ — INNLENT Athugasemd vegna fréttar um veiðar á friðuðum svæðum VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um dóma yfír skipstjórum fímm togbáta fyrir veiðar á friðuðu svæði útaf Stafnesi og töku togar- ans Klakks VE á friðuðu svæði á Selvogsbankatá, birtir blaðið hér á eftir í heild fréttatilkynningu sjáv- arútvegsráðuneytisins frá 20. mars sl. um lokanir þessara svæða og frétt Morgunblaðsins frá 27. marz sl. sem unnin var uppúr þeirri fréttatilkynningu. Fréttatilkynningin „Fréttatilkynning frá Sjávar- útvegsráðuneytinu um stöðvun veiða smábáta, bann við þorsk- netaveiðum um páska og um neta- og línusvæði. Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um stöðvun veiða smábáta, bann við þorskaneta- veiðum um páska og um sérstök línu- og netaveiði. Samkvæmt reglugerð þessari eru: 1. Allar veiðar báta minni en 10 brl. aðrar en grásleppuveiðar, bannaðar frá og með 27. mars til kl. 12.00 á hádegi 9. apríl 1985. 2. Allar þorsknetaveiðar bann- aðar frá kl. 22.00 2. apríl 1985 til kl. 12.00 á hádegi 9. apríl 1985. 3. Allar togveiðar bannaðar frá og með 9. apríl til og með 15. maí 1985 á eftirgreindum svæðum: A. Norðan línu, sem dregin er réttvísandi 270° frá Stafnes- vita í punkt 63°58’3 N, 23°40’5 V og þaðan í eftirgreinda punkta: 1) 64°04’9 N, 23°45’0 2) 64°04’9 N, 23°42’0 3) 64°20’0 N, 23°42’0 og þaðan í 90° réttvísandi. B. Á svæði, sem markast af lín- um sem dregnar eru milli eft- irgreindra punkta: 1) 63°10’0 N, 22°00’0 V 2) 63°25’3 N, 22°00’0 V 3) 63°33’7 N, 23°03’0 V Sjávarútvegsráðuneytið, 20. mars 1985.“ Frétt Morgunblaðsins „Sjávarútvegsráðuneytið: Reglugerð um stöðvun veiða. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um stöðvun veiða smábáta, bann við þorsk- netaveiðum um páska og sér- staka línu- og netaveiði. Samkvæmt reglugerðinni eru allar veiðar báta minni en 10 brl. aðrar en grásleppuveiðar bann- aðar frá og með 27. mars til klukkan 12.00 á hádegi 9. apríl næstkomandi. Þá eru allar þorsknetaveiðar bannaðar frá klukkan 22.00 2. apríl til klukkan 12.00 á hádegi 9. aprfl. Einnig eru togveiðar bannaðar frá og með sama degi til og með 15. maí á eftirgreindum svæðum: A. Norðan línu sem dregin er réttvísandi 270 frá Stafnes- vita f punkt 63°58’3 N, 23°40’5 V og þaðan í eftir- greinda punkta: 1. 64°04’9 N 23°45’0 2. 64°04’9 N 23°42’0 3. 64°20’0 N 23°42’0 og það- an í 90° réttvísandi. B. Á svæði sem markast af lín- um sem dregnar eru milli eft- irgreindra punkta: 1. 63° 10,0 N 22°10,0 V 2. 63°25,3 N 22°00’0 V 3. 63°33,7 N 23°03’0 V I frétt Morgunblaðsins í gær kom fram, að skipstjórar togbát- anna fimm og skipstjóri Klakks VE töldu sig hafa verið á lögleg- um veiðum á friðuðu svæðunum og bentu máli sínu til stuðnings á ofangreinda frétt Morgun- blaðsins. Skipstjórar togbátanna töldu fréttina gefa til kynna að svæð- inu útaf Stafnesi yrði lokað ' C«Mltigi<Ml«jiigtN VAHI* * ' All/il' VI lOAlf 4 4 ♦ 27/3-'VS 6’j’ ----L—I----1--1---1--1___1__i___|___|__1___|__|___l--L... .1_J--1 ...J _L...I 24* 23' 22" Kort af bannsvæðunum, sem fylgdi fréttatilkynningu sjivarútvegsráðu- neytisins. klukkan 12 á hádegi 9. apríl en ekki á miðnætti eins og segir í reglugerðinni. Ef hins vegar fréttatilkynning ráðuneytisins og frétt Morgun- blaðsins eru bornar saman kem- ur í ljós, að þær eru samhljóða um þetta atriði. Togveiðar eru bannaðar frá og með 9. aprfl til og með 15. maí á hinum tilteknu svæðum en ekki er sérstaklega getið á hvaða tíma dags bannið hefst eða því lýkur. Aftur á móti er ein prentvilla í frétt Morgunblaðsins þegar til- greindir eru viðmiðunarpunktar friðuðu svæðanna. í fréttinni segir um 1. punkt svæðis B, þ.e. svæðið, þar sem Klakkur VE var tekinn, að hann sé 63°10’0 N, 22°10’0 V en í fréttatilkynningunni stóð 63°10’0 N, 22°00’0 V. Sjá ennfremur forystugrein- ina „Morgunblaðið og Stjómar- tfðindi* á miðopnu blaðsins. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.