Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 24. APRÍL1985 29 Sjónvarpsþáttur í BBC: Ekkert annað en stöðug f járkúgun - sagði Helmut Kohl um greiðslurnar fyrir fólk frá Austur-Þýskalandi Ixindon. 23. aprfl. AP. PENINGARNIR, sem Austur-Þjóðverjar krefjast af Vestur-Þjóðverjum fyrir hvern þann mann, sem fær að flytjast úr landi, eru ekkert annað en „stöðug fjárkúgun", sagði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, f viðtali við breska sjónvarpið BBC í gter, mánudag. Helmut Kohl kom fram í sjón- varpsþætti sem hét „Er skipting Þýskalands varanleg", og var þar fjallað um líkurnar á því, að þýsku ríkin fengju að sameinast á ný. Kom þar m.a. fram, að fyrir óbreyttan verkamann krefjast ráðamenn í Austur-Þýskalandi 10.000 punda (524.000 ísl. kr.), fyrir andófsmann er gjaldið 14.000 pund (734.000 ísl.) og fyrir lækni 25.000 pund (1310.000 ísl.) „Ég lít svo á, að við séum sið- ferðilega skyldugir til að inna þess- ar greiðslur af hendi en ég vil taka fram, svo ekkert fari á milli mála, að þetta er ekkert annað en stöðug fjárkúgun," sagði Kohl þegar hann var spurður um þessar greiðslur. „Þetta fólk, þessir landar okkar, hafa verið neyddir til að búa í sum- um löndum Austur-Evrópu og þess vegna borgum við fyrir, að það fái að fara frjálst ferða sinna. Pen- ingar skipta auðvitað miklu en samkenndin með fólki er þó þyngra á metunum." í þessum sama sjónvarpsþætti var viðtal við Horst Brasch, sem sæti á í miðstjórn austur-þýska kommúnistaflokksins, og neitaði hann því, að kommúnistastjórnin tæki við nokkrum peningum fyrir fólkið. Vopnahlésbrot í Suður-Líbanon Sidon, 23. aorfl. AP. PALESTÍNSKUR skæruliði og líb- anskur hermaður féllu í skotbardaga við kristna þjóðvarðliða skammt frá Sidon ¦ dag þegar þjóðvarðliðarnir hörfuðu frá nokkrum hæðavígjum eftir 25 daga bardaga við múham- eðska stríðsmenn. Bardaginn geisaði í flóttamanna- búðunum Mieh Mieh, 4 km suðaust- ur af Sidon. Þar áttu palestínskir skæruliðar, múhameðskir þjóð- varðliðar og líbanskir hermenn í höggi við bakvarðarlið liðsafla kristinna Líbana. Bardaginn stóð í hálftfma og beitt var vélbyssum og sprengju- vörpum. Atökin voru brot á vopna- hléi, sem yfirmaður libanska liðs- aflans, Samir Geagea, lýsti yfir í Suður-Líbanon í gær áður en brottflutningurinn hófst. Fresta varð í minnst sólarhring áformum um að flytja stríðsmenn- ina burtu með vöruflutningaskip- inu „Charlie I" til kjarna byggðar kaþólskra Marónita umhverfis Beirút, þar sem skipið gat ekki lagzt að bryggju vegna sjógangs. Hinn „líbanski liðsafli" Maróníta umhverfis Sidon er skipaður 350 stríðsmönnum og embættismenn segja að flestir þeirra fylki nú liði skammt frá Jieh, 10 km norður af Sidon, eftir takmarkaðan brott- flutning. Fréttamaður AP segir að nokkr- ar sveitir kristinna manna haldi kyrru fyrir í stöðvum á hæðum austan við borgina. Útvarpsstöðvar múhameðstrú- armanna herma að nokkrir kristn- ir menn sæki í átt til bækistöðvar Maróníta í Kfar Falous, 10 km austur af Sidon. Eftir bardagana í dag hafa 113 fallið síðan 29. marz. Rúmlega 450 hafa særzt í bardögunum í og um- hverfis Sidon. Svíþjóð: Lítill drengur látinn úr AIDS Stokkbólmi, 23. an-fl. AP. N11 í ÁRA gamall drengur, sem var haldinn dreyrasýki og sýktist af áunni ónæmisbæklun, AIDS, fyrir nokkrum árum, er látinn í sjúkrahúsinu í Lundi. Skýrði sænska fréttastofan frá þessu f dag. Drengurinn hafði verið í hugsanlegar AIDS-veirur. sjúkrahúsinu frá því í desember Vegna þess hve veikin er lengi og er hann sá níundi sem deyr úr að búa um sig varð hennar ekki AIDS af þeim 22 Svíum, sem hafa vart í drengnum fyrr en á sfðasta tekið veikina frá þvf hennar varð ári. fyrst vart árið 1982. Læknar segj- Margir aðrir sænskir dreyra- ast vissir um, að drengurinn hafi sjúklingar hafa fengið sama sýkst árið 1979 þegar honum var bandaríska blóðvökvann en sam- gefinn blóðvökvi, sem fluttur var kvæmt rannsóknum í Bandaríkj- inn frá Bandaríkjunum. í Svíþjóð unum fær aðeins einn af þúsund er nú gætt sérstakrar varúðar sjúkdóminn þótt finna megi veir- með blóðvökva frá Bandaríkjun- una eða mótefni við henni í blóði um og hann hitaður til að drepa 70% blóðþeganna. Vestur-Evrópusambandið: Vill móta afstöðu til geimvarnaáætlunar Bonn. 23. aprfl. AP. VESTUR-Evrópusambandið (WEU) samþykkti í dag að stuðla að því að sam- eiginleg afstaða verði tekin til rannsókna Bandaríkjamanna á varnarkerfi í geiramim, svokallaðrar „stjörnustríðs"- eða geimvarnaáætlunar. Utanríkis- og landvarnaráðherr- ar sjö aðildarrikja WEU sögðu í tilkynningu, sem gefin var út í lok tveggja daga fundar þeirra, að þeir mundu reyna að samræma við- brögð sín við boði Bandaríkja- manna um þátttöku í geimvopna- rannsóknum. Utanríkisráðherra Vestur- Þjóðverja, Hans-Dietrich Gensch- er, sagði á blaðamannafundi eftir fundinn í dag að ráðherrarnir hefðu ekki sett sér tímamörk til að móta sameiginlega afstöðu. Banda- ríkjamenn fóru þess á leit t siðasta mánuði að bandalagsrfki þeirra svöruðu boðinu um þátttöku í geimvarnaáætluninni innan 60 daga. Landvarnaráðherra Breta, Michael Heseltine, sagði, að yfir- lýsing WEU táknaði að Evrópu- menn væru enn að kanna hvernig þeir gætu tekið þátt í geimvarna- rannsóknum Bandaríkjamanna. Hann sagði að um það væri ekkert hægt að segja hvort orðið gæti af þátttöku. í lokayfirlýsingunni sagði að WEU mundi reyna að efla „tækni- getu" Evrópu í von um að álfan gæti orðið „tæknisamfélag", sem gæti keppt við Bandaríkin. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti hvatti í síðustu viku til sameiginlegra tæknirannsókna Evrópuþjóða, að því er virðist til að reyna að mynda mótvægi gegn geimvarnaáætlun Bandarikja- manna. Heimildir í Bonn herma að allir ráðherrarnir hafi fagnað tillögu Mitterrands, einkum þó þeir vest- ur-þýzku og hollenzku. Hlutabréf Til sölu eru hlutabréf í Bæjarleiðum hf. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á augl.deild Mbl. fyrir 29. apríl merkt: „H — 8752". SOVÉSKIR DAGAR MIR1985 Rússneskir tónleikar Ljúdmíla Zykina, frægasta þjöölagasöngkona Sovétríkjanna, og þjóölagasveitin „Rossía" undir stjórn Viktors Gridin, koma fram á tónleikum MiR, Menningartengsla Islands og Ráöstjórn- arríkjanna, í næstu viku sem hér segir: Þjóoleikhúsinu manudaginn 29. apríl kl. 21. þriöjudaginn 30. apríl. miövikudaginn 1. maí. fimmtudaginn 2. maí. töstudaginn 3. maí. Missið ekki af þessum einstæöu tónleikum. Sala aðgöngumíða aö tónleikunum í Þjóöleikhúsinu í miöasölu leikhússins. MÍR. Neskaupstaö Egilsstóoum Akureyn (Sjallanum) Húsavík TÖLVUNAM5KEIÐ WORD5TAR RitvinnsluKerfið Wordstar ertvímælalaust útbreiddasta ritvinnsluKerfið sem fram hefur Komið. Hérlendis er það m.a. notað á Televideo tölvur. EFHl: • Valmyndir kerfisins • Skipanir útskýrðar • Staðlar • Skjalavarsla • Stýrikerfið flámskeiðið er að langmestu leyti í formi verKlegra æfinga og miðast við að þátttaKendur geti staðið á eigin fótum við vinnu í Wordstar að námsKiði loKnu. TIMI: 29. apríl—2. maí M. 13.30-17.30 IIIÐBEIMAMDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen Ath! Starfsmannafélag Reykjavikur, Starfsmenntunarsjóður starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeið- inu. STJÓRNUNIARFÉIAG \ÍSIANDS !M&>23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.