Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 24. APRlL 1985 7 Morgunbladið/ól.K. Mag. Hluta hraungjallsins var skipað um borð í Hafnarfjarðarhöfn. 1 JyH IBM á íslandi: Yfir 300 Austurrík- ismenn á ráðstefnu Önnur fjölmenn ráðstefna fyrirhuguð hér í júní RÁÐSTKFNA á vegum IBM á fslandi hefst í Reykjavík í dag og sækja hana 330 Austurríkismenn frá IBM þar í landi. f bvrjun júní verður efnt til annarrar fjölmennrar ráðstefnu á vegum IBM á íslandi og sækja hana 380 IBM-menn frá Norðurlöndunum. Gunnar Hansson, forstjóri IBM á fslandi, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mjög væri vandað til undirbúnings þessara ráðstefna enda þýðingarmikið að vel tækist til með tilliti til áframhaldandi ráðstefnuhalds hér á landi í fram- tíðinni. Gunnar sagði að það gæfi augaleið, að fjölmennar ráðstefnur af þessu tagi hefðu í för með sér auknar gjaldeyristekjur og benti m.a. á varðandi ráðstefnuna nú, að Flugleiðir annast alla flutninga á ráðstefnugestum til og frá landinu. Gunnar sagði að litið væri í æ rík- ari mæli til fslands varðandi ráð- stefnuhald, enda væru aðstæður hér hinar ákjósanlegustu. IBM-ráðstefnan, sem hefst í Reykjavík í dag, verður haldin í húsi fslensku óperunnar, og verða fyrirlestrar fyrir hádegi, en síðan géfst ráðstefnugestum kostur á að heimsækja fyrirtæki og stofnamr og skoða sig um. Er meðal annars ráðgert að ráðstefnugestir sæki Vestmanneyinga heim. Ráðstefn- unni lýkur nk. laugardag. Ráðstefnan með ÍBM-mönnum frá Norðurlöndunum verður haldin í Þjóðleikhúsinu dagana 2. til 5. júní næstkomandi. Hana sækja 380 manns, eins og áður segir, og fara þar saman umræður og fyrirlestrar um málefni ÍBM svo og landkynn- ing, eins og á ráðstefnunni nú. 6.000 tonn af hraun- gjalli til Ameríku Stofnuð söluskrifstofa í Kanada Á VEGUM fyrirtækisins Bústofns í Garðabæ fóru 6 þúsund tonn af hraun- gjalli með skipi áleiðis til Kanada í gærkvöldi. Stofnað hefur verið sérstakt fyrirtæki, Norræna útflutningsfélagið NORREX hf., til að sjá um þennan útflutning í framtíðinni og hefur það sett á stofn söluskrifstofu í Kanada sem fullvinnur vöruna og kemur henni á markað í Norður-Ameríku. Jón Einar Jakobsson, aðaleig- andi og framkvæmdastjóri Bú- stofns og NORREX, sagði í sam- tali við Mbl. í gær að Bústofn hefði í fyrra sent einn 1.500 tonna farm af hraungjalli til Kanada. Hefði sú tilraun gengið það vel að nú væri ráðist í að senda 6 þúsund tonna farm með ms. Balsa 6, sem er leiguskip Skipafélagsins Víkur hf. Hraungjallið var unnið á Reykjanesi og í Ölfusi af verk- takafyrirtækjunum Miðfelli hf., Fossvélum og Hafnarsandi sf. Jón Einar sagði að gjallið væri notað sem garðaprýði og sem grillstein- ar í gasgrill. „Góðu lofar um fram- haldið, enda er markaðurinn vax- andi í Ameríku," sagði Jón Einar. Vestur-íslendingurinn Thor Nicolaison veitir söluskrifstofunni í Ameríku forstöðu. Á vegum skrifstofunnar er hafinn flutning- ur og sala á amerískum jarðefnum til notkunar í görðum og á opnum svæðum til Evrópu. Iðnskólinn í Hafnarfirði: Kynnir starfsemi sína á sumardaginn fyrsta IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði ætlar að kynna starfsemi sína á morgun, sumardaginn fyrsta. Þá verður skól- inn opinn fyrir alla sem vilja kynna sér hvað þar fer fram, bæði verklegt nám og bóklegt. Nemendur og kennarar úr verk- deildum hár-, málm-, raf- og tré- iðna verða við störf sín í skólanum. Samningsbundnir iðnnemar kynna bóklegt nám sitt bæði í sérgreinum og almennum greinum. Nemendur halda málfund sem gestum gefst kostur á að fylgjast með og taka þátt í, en munnleg tjáning er mikill þáttur í íslensku- kennslu í skólanum. Einnig verða nemendur í tækni- teiknun við störf sín. Þá munu kennarar og nemendur veita gestum almennar upplýs- ingar um iðnnám og iðnfræðslu. Starfsemi skólans fer fram á tveimur stöðum. Bóklegt nám, hár- snyrtigreinar og verklegt fer fram á ReykjaVíkurvegi 74, en verklegt nám málm-, tré- og rafiðna fer fram við Flatahraun. Opið hús verður á báðum stöðunum á sumar- daginn fyrsta frá kl. 11.30—16.00. (Frétutilkrnning.) Félag harmonikkuunnenda: Vorfagnaður á Hótel Borg VORFAGNAÐUR Félags harmon- ikkuunnenda verður haldinn í kvöld, síðasta vetrardag á Hótel Borg. Verður þar ýmislegt til skemmtunar og „nikkan" að sjálfsögðu þanin óspart, eins og jafnan er harmon- ikkuunnendur koma saman. Félagsstarfsemi harmonikku- unnenda hefur staðið með miklum blóma, en félagið hefur nú verið starfandi í nær átta ár. Hljóm- sveit félagsins telur nú um 20 manns og hefur hún komið víða fram, svo sem á sjúkrahúsum, elli- stofnunum, í sjónvarpi, útvarpi og víðar. Þá má einnig geta 10 manna danshljómsveitar harmonikku- leikara, sem einnig hefur gert garðinn frægan. Félagið hefur efnt til samskipta við harmon- ikkuunnendur á öðrum Norður- löndum og tvívegis hafa norskar harmonikkuhljómsveitir komið hingað til lands í boði félagsins og stór hópur farið héðan til Noregs í boði þarlendra. Rétt er einnig að geta skemmtifunda, sem haldnir eru á sunnudögum einu sinni í mánuði, en síðasti fundurinn á þessu starfsári verður haldinn í TemplarahöHinni hinn 5. maí nk. (Úr fréttatilkynningu.) Sydney — hin glæsilega heimsborg miöpunktur Ástralíudvalar í Heimsreisu VI. Arsfagnaður Heimsreisiikliibbsins Kynning á heimsreisu VI til Bangkok, Astralíu, Nýja Sjálands og Balí og heimsreisu III til Kenya í (efri hæð) föstudaginn 26. apríl. Kl. 19.00 Húsiö opnaö — fordrykkur og létt tónlist. Kl. 20.00 Þríréttaður veizlukvöldveröur. Verö aðeins kr. 1.180. Ingólfur Guðbrandsson forstjóri kynnir heimsreisur Útsýnar 1985. Anna Vilhjálmsdóttir og Einar Júlíusson syngja dúetta. — Þórskabarett. Hátíðín er opin öllu áhugafólki um heimsreisur meðan húsrúm leyfir, en húsið lokað öðrum gestum til kl. 23.30. Boröapantanir í Þórscafé sími 23333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.