Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
47
þungA
MIÐJAN
FINNBOGI MARINÓSSON
JENS ÓLAFSSON
Eitt var það sem mér fannst
sameÍKÍnlegt öllum hljómsveit-
unum þetta kvöld en það var að
söngur var æði misjafn. Virðist
mér sem skortur sé á góðum
söngvurum og mæli ég með að
hljómsveitir sleppi frekar söng
en að láta hann draga sig niður.
Þegar Ofris hafði lokið flutn-
ingi sínum var hafist handa um
að telja atkvæðin og á meðan
spiluðu Dúkkulísurnar. Mikil
eftirvænting ríkti meðal áhorf-
enda hver úrslitin yrðu og sýnd-
ist mér sem heilu skips- og rútu-
farmarnir af áhangendum hefðu
fylgt hljómsveitunum. Úrslitin
urðu síðan þau að Special Tre-
atment var efst með 2625 stig og
í öðru sæti var Jónas með 2053
stig. Þessar tvær hljómsveitir
keppa síðan á úrslitakvöldinu. í
þriðja sæti var Ofris með 1833
stig, fjórða var Fidus með 1689
stig, fimmta var Voice með 1513
stig og neðst var Autobahn með
1483 stig. Annað kvöld verður
síðan tilraunakvöld númer þrjú
og þær hljómsveitir sem koma
þá fram eru: Fásinna, No Time,
Falskir Tónar, F-929 og Trinity.
Gestahliómsveit verður Rik-
shaw. A föstudagskvöld verða
svo úrslitin og hvet ég alla til að
mæta bæði þessi kvöld.
Annað kvöld Músíktllrauna ’85
Tvær stuttar plötufréttir
að hefur frést að hljóm-
sveitin Grafík sé um þessar
mundir á leið inn í hljóðver til
upptöku á efni á nýja plötu.
Áætlað er að platan komi út í
júní og verður það fjórða plata
sveitarinnar en síðasta plata
þeirra, Get ég tekið sjéns, vakti
umtaisverða athygli enda mjög
góð í alla staði.
Ég hef einnig fengi þær fréttir
að væntanleg hljómplata Drýsils
hafi tafist ögn í framleiðslu og
komi því seinna út en áætlað var
í fyrstu. Biðin verður þó vonandi
ekki löng því vonast er til að hún
komi út fljótlega eftir mánaða-
mótin.
þrjú lögin voru allþokkalega
spiluð fyrir utan hörmulegan
söng, en síðasta lagið hefði alveg
mátt missa sig.
Síðasta hljómsveit kvöldsins
var Ofris frá Keflavík. í Ofrisi
eru þeir Þröstur Jóhannesson
(gítar + söngur), Magnús Ein-
arsson (bassi) og Helgi Víkings-
son (trommur). Tónlist þeirra
var frekar hrá og minntu þeir
mig nokkuð á U2.
Síðastliðið fimmtudagskvöld
var haldið annað tilrauna-
kvöld Músíktilrauna ’85. Þetta
kvöld mættu 6 hljómsveitir til
leiks auk gestahljómsveitar
kvöldsins sem í þetta sinn var
hljómsveitin Dúkkulísurnar.
Fyrsta hljómsveitin þetta
kvöld var Voice úr Reykjavík.
Hljómsveitina skipa Davíð
Traustason (söngur), Jóhann
Álfþórsson (hljómborð), Gunnar
Eiríksson (gítar), Össur Haf-
þórsson (bassi) og Einar
Ormsson (trommur). Það hefur
verið sagt um þessa stráka að
tónlist þeirra minni á Sex
Pistols þegar sú hljómsveit var
upp á sitt besta. Ég er ekki það
vel að mér í tónlist Sex Pistols
að ég þori að fullyrða eitt eða
annað þar um en allavega spil-
uðu strákarnir í Voice geysi-
kröftugt og hrátt rokk. Spila-
mennskan var ágæt og vakti það
athygli að trommuleikarinn og
bassaleikarinn voru báðir örv-
hentir. Hljómsveit númer tvö
kom frá Hveragerði og nefndist
Jónas.
Jónas skipa Ágúst Jóhannsson
(bassi), Magnús Snorrason (gítar
+ söngur), Birgir Sveinsson
(trommur) og Heimir Eyvindar-
son (hljómborð). Tónlist þeirra
var að mörgu leyti frumleg og
nefni ég þar sérstaklega fyrsta
lagið sem þeir fluttu. Hljóðfæra-
leikur var allgóður og þá sér-
staklega gítar og hljómborð.
Næsta hljómsveit, Fídus, var
einnig utan af landi, nánar til-
tekið frá Akranesi. Fídus skipa
Theodór Hervarðsson (hljóm-
borð), Logi Guðmundsson
(trommur), Jón Páll Pálsson
(bassi), Ingimundur Sigmunds-
son (gítar) og Anna Halldórs-
dóttir sá um söng. Hljóðfæra-
leikur var góður og lögin ágæt,
þó fannst mér þau heldur keim-
lík.
Næst til að stíga á svið var svo
sigurhljómsveit kvöldsins, Spe-
cial Treatment frá Húsavík. Spe-
cial Treatment skipa Jón I.
Valdimarsson (bassi), Kristján
Halldórsson (hljómborð + söng-
ur), Sveinbjörn Grétarsson (gít-
ar) og Gunnar Gunnarsson
(trommur). Hljóðfæraleikur hjá
Sérstök meöferð í fyrsta sæti
Morgunblaöið/ Bjarni
Special Treatment Kristján Halldórsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Valdimarsson og Sveinbjörn Grétarsson.
Gestahljómsveit kvöldsins, Dúkkulísurnar.
þeim var góður og lögin nokkuð
góð en mér fannst númer þrjú,
sem ég náði ekki hvað hét, held-
ur væmið og var ég ekki einn um
þá skoðun. Á eftir Special Treat-
ment kom ung hljómsveit úr
Reykjavík og kallaðist hún
Autobahn. Autobahn skipa Pét-
ur Einarsson (hljomborð), Árni
Gústafsson (hljómborð + söngur)
og Jóhann Jóhannsson (hljóm-
borð + trommuheili). Þeir piltar
höfðu aðeins æft í viku og tel ég
að þeim hafi ekki veitt af nokkr-
um vikum til viðbótar. Fyrstu
Hundaræktarfélag
íslands:
Kaffisala
og hlýðni-
sýning
Hundaræktarfélag íslands
gengst fyrir kaffisölu á fimmtu-
dag, sumardaginn fyrsta, í
Þróttheimum við Sæviðarsund. í
tilefni af kaffisölunni verða tvær
sýningar á vegum hlýðniskóla fé-
lagsins þar sem starfsemi skól-
ans verður kynnt.
Kaffisalan hefst kl. 14.30 en
hundarnir og eigendur þeirra úr
hlýðniskólanum sýna kl. 15.30 og
16.30.
Vörubfll með
gröfu valt
VÖRUBIFREIÐ með traktorsgröfu á
pallinum valt um miðjan dag á laug-
ardag á þjóðveginum við SHELL-
skálann við sporð Borgarfjarðarbrúar
í Borgarnesi. Vörubifreiðin og grafan
eru mikið skemmd, jafnvel ónýt, en
ökumaðurinn meiddist Iftið.
Bifreiðin var á norðurleið. Hún
valt í beygjunni við SHELL-skál-
ann en að sögn lögreglunnar i
Borgarnesi er ekki vitað um ástæð-
ur óhappsins. ökumannshús bif-
reiðarinnar dældaðist mikið við
veltuna og talið er að krani, sem
staðsettur er aftan við húsið, hafi
komið i veg fyrir að það legðist
alveg saman og bjargað því að ekki
fór verr. Gert var að meiðslum
ökumannsins, sem ekki voru taiin
alvarleg, á heilsugæslustöðinni.