Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
VIKTORIA
MULLOVA
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Áttundu tónleikar tónlistarfé-
lagsins voru haldnir fyrir fullu
húsi í Austurbæjarbíói sl. laug-
ardag. Svo sem búast mátti við á
þeim skyldi Viktoria Mullova
leika tónverk eftir Mozart, Bart-
ók, Brahms og Paganini. Tón-
leikarnir hófust á fiðlusónötu
K.378 eftir Mozart og var leikur
Mullovu glitrandi fallegur. Það
sem gerði leik hennar ef til vill
um of áberandi, var veikur und-
irleikur Abramovic. Það er auð-
heyrt að hann kann vel á píanó,
en svona mikil tillitssemi rændi
verkið spennu og þrótti.
Bæði í Mozart-sónötunni og í
Brahms er píanóið samleiksaðili
en ekki til undirleiks. í Brahms
sýndi Mullova mikil tilþrif en
var ekki studd nægilega af pí-
anóinu, sem vel hefði mátt því
svo skýr og sterkur er tónn
hennar. Það má vera vegna æsku
hennar að ekki var virkilegt
bragð að fyrri hluta einleiks-
sónötunnar eftir Bartók en í síð-
asta þættinum fór hún á kostum.
La Campanellan eftir Paganini
var á köflum frábærlega vel leik-
in. Þó gætti á köflum þreytu sem
ekki er að furða. Það sem er eft-
irtektarvert í leik Mullovu, er að
auk þess að vera virtuos hefur
hún sterka tilfinningu fyrir tón-
list Brahms og var fyrsti kafli
sónötunnar einkar vel leikinn,
enda frábærlega falleg tónsmíð.
Það er engum vafa undirorpið að
Mullova er í fremstu röð fiðlu-
leikara af yngri kynslóðinni og
að leikur hennar er ekki aðeins
tæknisýning, heldur og gæddur
sterku músikölsku innsæi. Abr-
amovic er góður píanóleikari en
fyrir smekk undirritaðs allt of
taminn sem undirleikari, jafnvel
fyrir Mozart, hvað þá Brahms og
á köflum var hreint eins og Mul-
lova væri ein að leika. Slík til-
litssemi á vel við í La Campan-
ella en ekki í Brahms.
Fiölusnillingurinn Viktoria Mullova
ORGELTÓNLEIKAR
Orthulf Prunner
Þriðju tónleikar orgelleikara-
félagsins voru fyrir stuttu
haldnir í Kristkirkju og fluttu
sjö orgelleikarar ýmis verk eftir
J.S. Bach. Undirritaður var van-
trúaður á gildi þess þess að fela
um það bil fimmtíu íslenskum
orgelleikurum það hlutverk að
flytja öll orgelverk kennd við
snillinginn Bach, því trúlega
væru þeir orgelleikarar ekki svo
margir er vel réðu við þá tónlist.
Á þriðju tónleikunum sem voru
vel sóttir kom undirritaður um
það bil er þeir voru hálfnaðir,
því um sama leyti voru söngtón-
leikar haldnir í Norræna húsinu,
sem var er til kom aflýst. Og það
sem áður hafði verið leikið var
Alla breve af Jóni Björnssyni,
Concerto í d-moll eftir Vivaldi,
af Orthulf Prunner, tveir sálm-
forleikir af Hilmari Erni Agn-
arssyni og prelúdía og fúga í
g-moll af Úlrik Ólafssyni. Það
sem undirritaður heyrði fyrst
var organsláttur Kjartans Sig-
urjónssonar, en hann lék með
töluverðri reisn sálmforleik yfir
sálmalagið Christ lag in Todes-
banden. Ingibjörg Þorsteindóttir
lék fantasíu yfir sama sálmalag
og Úlrik Ólafsson sálmforleik yf-
ir sálmalagið Ich hab’ mein’
Sach’ Gott heimgestellt. Síðast
sálmforleikurinn Herzlich tut
mich verlangen var fluttur af
Guðmundi Þorsteinssyni. Leikur
Kjartans var yfirvegaður en
leikur Ingibjargar og Guðmund-
ar var merktur reynsluleysi.
Leikur Úlriks bar merki þess að
hann er kappsfullur, eins og
reyndar kom vel fram í öðru
verki er hann lék síðar á tónleik-
unum. Eftir hlé lék Orthulf
Prunner fjórðu sónötuna, þá í
e-moll, sem er umritun á kirkju-
kantötunni Die Himmel erzálen
die Ehre Gottes. Bach samdi sex
sónötur fyrir orgel og er gerð
þeirra eins konar útfærsla á
þeirri gerð tónverka sem kölluð-
ust tríósónötur. Öll verkin eru
þriggja radda og þykja mjög erf-
ið í flutningi, ekki síst fyrir þá
sök hve sjálfstæðar raddirnar
eru. Ekki munu menn á eitt sátt-
ir um „registurskipan" radd-
anna. Trúlega var það ætlan
Prunners að skapa röddunum
blæbrigðalegt sjálfstæði en und-
irrituðum fannst raddskipanin
orka tvímælis. Prunner er leik-
inn í besta lagi og flutti þetta
erfiða verk af öryggi. Tvö síð-
ustu verkin voru prelúdíur og
fugur og flutti þá fyrri í e-moll
Úlrik ólafsson eins og fyrr sagði
með nokkru kappi en vantaði að
valda verkinu fyllilega. Síðasta
verkið prelúdía og fúga í a-moll
var leikin af Prunner. Prelúdían
er frekar stutt, eins konar glæsi-
tokkata, og var hún vel leikin.
Fúgan er hins vegar mjög löng
og stórbrotin tónsmíð og lék
Prunner fúguna af festu. Prunn-
er er góður orgelleikari sem trú-
lega á eftir að takast á við meist-
ara Bach á einhverjum af fyrir-
huguðum orgeltónleikum organ-
istafélagsins og mun þá gefast
kostur á að heyra Prunner leika
heila tónleika.
LYRAN
Finnski kvennakórinn Lýran
hélt tónleika í Félagsstofnun
stúdenta og söng finnsk og ís-
lensk þjóðlög og tónverk eftir
m.a. Brahms, Schubert, Holst,
Nystedt, Rechberger og Heiniö.
Undirleikari var Gustav Djup-
sjöbacka og einsöngvari Paula
Jokinen, en stjórnandi kórsins er
Lena von Bonsdorff. Tónleikarn-
ir hófust á nokkrum finnskum
söngvum eftir Linnala og Kosti-
ainen, skemmtilega unnin lög og
kórinn söng mjög fallega. Tvö
finnsk þjóðlög og eitt lappneskt
lag voru næst á efnisskránni og
þá tvö íslensk þjóðlög, Sofðu
unga ástin mín og Móðir mín í
kví kví. Kórinn söng þessi lög
mjög vel og eftirtektarvert
hversu framburður íslenska
textans var skýr. Tónleikunum
fyrir hlé lauk með verkum eftir
Brahms, Schubert, Hos Holst og
Nystedt. Eftir hlé voru tvö verk,
fyrst hljóðleiksverk er nefnist
Dynkur eftir Rechberger yfir
texta níu ára gamallar stúlku,
Nínu að nafni, um vélmenni er
gerir uppreisn gegn mannlegum
tilfinningum. Verkið er
skemmtilega unnið hljóðleiks-
verk og var mjög vel og sannfær-
andi flutt af kórnum. Tónleikun-
um lauk með finnsku tónverki
eftir ungan tónsmið, Mikko
Heiniö við texta eftir Edit Söd-
ergram, Landet som ikk icke ár.
Paula Jokinen söng smá sóló i
verkinu en undirleik á píanó
annaðist Djupsjöbacka. Verkið
er fallega unnið og sérstaklega
píanóundirleikurinn, sem gefur
verkinu „mystískan" blæ. Flutn-
ingur söngfólksins var mjög góð-
ur og sömuleiðis leikur píanó-
leikarans, sem var frábærlega
útfærður. Lýran undir stjórn
Lenu von Bonsdorff er mjög góð-
ur kór. Hingað til lands var kór-
inn fenginn til að taka þátt í
flutningi „Næturljóðanna“ eftir
Debussy, sem verða leikin og
sungin á næstu tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands.
Lena von Bonadorff
STIL
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það er eins og gangi yfir
nokkurs konar alda af vatnsl-
itasýningum um þessar mund-
ir. I Ásmundarsal, Norræna
húsinu og nú síðast í Gallerí
Langbrók. Allt er þetta sam-
tímis, og er næst við að segja,
já, það er af sem áður var.
Sagan er nefnilega sú, að
oftast nær hafa myndir undir
gleri vakið litla athygli og orð-
ið heldur lítill söluvarningur.
íslendingar hafa einhvern
veginn ekki viljað leggja
myndir undir gleri að jöfnu
við til að mynda olíumál-
verkið. Sérstakt íslenzkt fyrir-
bæri, sem enginn botnar neitt
LUR
í og enginn getur útskýrt. Já,
það má með sanni segja, að
íslenzk menning sé sérstæð á
köflum, svo að ekki sé meira
sagt. Ef til vill er þetta eitthv-
að að breytast, vonandi til
hins betra, þannig að listam-
enn, sem einbeita sér að
vatnslitum, verði ekki hornr-
eka.
Kristín Þorkelsdóttir er
þekkt á sviði auglýsinga, en
færri hafa vitað, að hún
stundar myndlist jöfnum
höndum og gerir það í vatnsl-
itum. Nú hefur hún tekið sig
til og hengt upp allt að þrjátíu
myndir í Gallerí Langbrók, en
eins og allir vita er húsrými
ekki mikið á þeim stað, og því
eru þetta litlar myndir, sem
samt standa fyrir sínu og sýn-
ingin í heild er ekki ofhlaðin
þrátt fyrir margar myndir.
Kristín mun hér í fyrndinni
hafa tekið þátt í samsýningu
og fengið heldur þurrar mót-
tökur og dregið sig í hlé, en nú
er öldin önnur og allir að sýna,
og Kristín kemur fram að nýju
og hefur nú margvíslega
reynslu að baki og sannast það
greinilega á því, hver árangur
hennar er. Þetta eru litlar, en
mjög snotrar myndir, sem eru
stíliserað landslag að mestu og
eru gerðar af nærfærni og
smekkvísi. Ég segi ekki, að um
mikil átök sé að ræða, en það
er viss fínleiki í þessum verk-
um, sem fyllilega gera þau
gjaldgeng. Þingvallavatn er í
henni uppspretta til allskonar
tilbrigða, og það er Reykjavík
einnig. Hér er ekki hermt eftir
fjallinu, heldur er fjallið notað
til að koma hönd og huga á
stað, ef orða má það þannig.
Litirnir eru mjúkir og hafa að-
laðandi kraft, sem er persónu-
legur hjá Kristínu. Þetta er í
stuttu máli afar geðþekk sýn-
ing, sem kemur manni dálítið
að óvörum.
Mappa með litprentuðum
kortum hefur verið gerð eftir
myndum Kristínar, og er hún
bæði skemmtileg og eiguleg,
þótt lítil sé. Ég hafði ánægju
af þessari snotru sýningu og
gekk út í góða veðrið með vor í
brjósti.