Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 45 Minning: Bjarni Guðjónsson framkvœmdastjóri í dag fer fram frá litlu kapell- unni í Fossvogi kl. 15 útför Bjarna Guðjónssonar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra heildverslunarinn- ar Eddu hf. í Reykjavík. Bjarni var Norðlendingur að ætt, nánar tiltekið frá Leysingjastöðum í Húnavatnssýslu. Kynni okkar hóf- ust í marsmánuði 1938 er ég stóð uppi atvinnulaus í Reykjavík en undanfarin ár hafði ég verið í sigl- ingum á skipum Eimskipafélags fslands. Það var lítið um vinnu á þessum árum og fleiri manns buðu sig fram ef eitthvað starf var í boði og var þá ekki spurt um hvaða starf það var. Ég frétti af tilviljun, að ráða ætti sölumann í Eddu, sem var þá með stærri heildverslunum hér í bæ. Þar sem slíkt starf var eftirsótt, voru margir um boðið. Ég herti þó upp hugann og fór á skrifstofuna sem þá var á Lauga- vegi 3, 4. hæð, og hitti annan framkvæmdastjórann, Karl Þor- steins. Kvað hann það rétt, að til stæði að ráða sölumann, en ekkert yrði gert í þeim málum fyrr en féiagi hans, Bjarni Guðjónsson, kæmu úr söluferð sem hann væri í úti á landi, og yrði það næstu daga. Eg kom aftur síðar og var þá svo heppinn að hitta þá báða á skrifstofunni, og tjáðu þeir mér þá, að þeir hefðu, þrátt fyrir margar umsóknir sölumanna, ákveðið að ráða óvanan mann til prufu. Síðar, þegar ég kynntist verkaskiptingu þeirra í firmanu, finnst mér líklegast að Bjarni hafi ráðið mestu um ráðningu mína þar eða ég átti að taka við því starfi sem hann hafði haft, að fara í söluferðir út á land. Starfsandinn í fyrirtækinu var með ágætum, bæði hjá okkur starfsmönnum svo og samband okkar við yfirmennina. Bjarni var alltaf til í ýmislegt glens með okkur starfsmönnum, og fór með okkur í skíðaferðir og fleira, og Ingibjörg Jóm- dóttir - Minning í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför ömmu minnar Ingibjargar Jónsdóttur, en hún lést þann 16. þ.m. Amma fæddist 5. febrúar 1900. Hún var því aldamótabarn eins og sagt var, hafði því lifað tímana tvenna. Ég man hún sagði eitt sinn við mig; „Hugsaðu þér, ekki hefði mig órað fyrir því að geta setið heima í stofu og horft á sjón- varp.“ Amma var yngst af tíu systkin- um sem öll eru látin. Foreldrar hennar voru Jón Runólfsson og Geirlaug Björnsdóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stuðlakoti við Bókhlöðustíg. Þann 4. október 1930 giftist amma Lúðvík Bjarnasyni og áttu þau þrjú börn. Afi lést 1956 þá tæplega sextugur að aldri. Mikill var missir ömmu þá. En nú hafa þau hist aftur. Ég vil þakka elsku ömmu minni allar okkar samverustundir sem ófáar urðu. Éinnig hversu góð hún var mér alla tíð og syni mínum sem hún kallaði „Gullið mitt“. Kallið er komið, komin er nú stundin, vina skilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. vann með okkur i afgreiðslu og við sölu vara. Karl sá aftur um peningahliðina og var hinn trausti bakhjarl firm- ans sem við gátum alltaf leitað til. Ég vil og geta þess, að ég hygg að sé mjög fátítt, að þegar við starfsmennirnir, ég og Teitur Finnbogason, ákváðum að stofna nýtt fyrirtæki þá gerðust þeir meðeigendur okkar, og lögðu fram helming af hlutafénu og ábyrgðust þar að auki fyrir okkur yfirdrátt í Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er sakna. Guð þerri tregatárin stríð. banka þannig að við yrðum starfshæfir. Þrátt fyrir það, að fyrirtæki okkar ætlaði að versla með líkar vörutegundir og þeir voru með. Ég vil þakka sérstaklega fyrir þá velvild.sem þau hjón Elna og Bjarni sýndu mér fyrir rúmum 30 árum þegar ég veiktist og þau buðu mér að dvelja á heimili sínu í Ameríku um 3ja mánaða skeið, meðan ég leitaði mér lækninga. En þar hafði hann stofnsett versl- unarfyrirtæki sem einnig hét Edda og var aðalforstjóri þess um 20 ára skeið. Það sýnir best hve miklum söluhæfileikum hann var gæddur, að geta náð fótfestu í landi hinnar hörðu samkeppni. Ég vil og minnast margra ánægju- stunda á heimili þeirra hjóna í samskiptum milli þeirra og minn- ar fjölskyldu. Þegar ég nú á gamals aldri lít yfir farinn veg finnst mér árin sem ég vann í Eddu vera eitt skemmtilegasta tímabil í lifi mínu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég nú kveðja minn gamla vinnuveitanda og félaga með þökk fyrir margar góðar stundir og votta konu hans, Elnu Guðjóns- son, og dóttur þeirra, Björgu, og hennar fjölskyldu mína innileg- ustu samúð. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð i himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar, göngum vér nú héðan. Fylgjum þér vinur, far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut." Blessuð sé minning ömmu minnar. Ingibjörg Sprengja sprakk í húsi Siemens lhÍHHeldorr og BruHsel, 22. aprfl. AP. ÖFLUG sprengja sprakk í skrif- stofuhúsnæði rafeindafyrirtækisins Siemens í DUsseldorf í dag. Olli hún miklura skemmdura, en engan mann sakaði. Á sunnudaginn sprakk einnig sprengja við húsa- kynni AEG-Telefunken í Brussel, miklar skemmdir urðu á húsnæð- inu og tveir menn særðust. Vinstri sinnaðri öfgamenn lýstu ábyrgð á tilræðunum á hendur sér. Sprengjutilræðið í Dússeldorf var annað tilræðið á jafn mörg- um dögum þar sem ráðist var að rafeindafyrirtækjum sem skipta við herafla NATO: Siemens á auk þess mikil viðskipti við vestur- þýska herinn. Af þessum sökum virðist augljóst að tilræðin eiga sér pólitískar rætur. Leiðrétting Nafn Sigríðar Einarsdóttur flugmanns misritaðist í þættinum „Fólk í fréttum“ í blaðinu í gær (stóð þar Sigrún). Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistökum. Fréttabréf úr Jónshúsi í Kaupmannahöfn: Innfæddir sem aðfluttir langeygir eftir vorinu JónfihÚHÍ, 12. apríl. EKKI KEMUR vorið enn, þótt ís- inn hafi horfið af vötnunum fyrir fáum dögum, og eru margir, inn- fæddir sem aðfluttir, orðnir lang- eygir eftir hlýjum vindum. Svo bef- ur líka ríkt vetrarkuldi á öðrum sviðum, verkfallsaðgerðir verið miklar og mætt gjarnan á þeim sem sízt skyldi. Þannig hafa sjúkl- ingar á nokkrum sjúkrahúsum fengið mat sinn seint og illa og hreinlæti verið lítt sinnt. Þekkjum við bezt dæmin af Ríkisspítalan- um, þar sem íslenzkir sjúklingar dveljast oftast, þótt venjulega sé öll umönnun og aðbúnaður þar til mikillar fyrirmyndar og starfsfólk- ið framúrskarandi alúðlegt við sjúklingana og ættingja þeirra. — Póstur kom í fyrsta sinn í dag eftir 2 vikna hlé, en öskutunnur eru enn fullar og rúmlega það. Um mánaðamótin síðustu var fluttur einþátturinn Messi eftir Eyvind Eiríksson lektor. Hlut- verkin 3 léku Ingunn Jensdóttir leikkona, sem nú dvelur í fræði- mannsíbúðinni ásamt eigin- manni sínum, Friðjóni Guð- röðarsyni sýslumanni; höfundur- inn og sonur, hans Eiríkur Ey- vindsson, sem hyggst stunda leiklistarnám. Tókst sýningin vel, þott ekkert svið sé í félags- heimilinu, og voru áhorfendur margir. Ein teikninga Hauks Dórs. Hátíðaguðsþjónustan i St. Pálskirkju á páskadag var fjöl- sóttari en nokkru sinni. Að þessu sinni stjórnaði og raddæfði Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir 20 manna kirkjukór íslendinga i Kaupmannahöfn og lék á orgel- ið. Einnig léku tveir kórfélagar með Kristjönu, þau Sigriður Helga Þorsteinsdóttir á fiðlu og Gunnar Gunnarsson á flautu. tvíleik við orgelið og að hluta undir sönginn. Um páskana var opin sýning á teikningum hjá Hauki Dór Sturlosyni á Tinggaarden i Hels- inge. Færri komust þangað en vildu vegna bensínskorts, en þó komu margir gestir. Eru myndir Hauks unnar með koli, tússi og blýanti, alls 40 á sýningunni, sem sett var upp í hinum vistl- egu veitingasölu Þingbæjar. Var sýningunni hrósað í dagblöðum nágrannabæjanna. Er ástæða til að minna íslenzka ferðamenn á veitingastað Hauks Dórs og fjöl- skyldu hans, sem verður opinn á kvöldin og um helgar í sumar. — Haukur Dór er nú á heimleið til sýningar sinnar i Gallerí Borg i Reykjavík, sem standa mun frá 20.-30. apríl. Helga Bachmann leikkona fer senn í hálfsmánaðar sýningar- ferð um Norðurlönd með einleik- inn um Gertrude Stein eftir Marty Martin. Sýningar verða í Jónshúsi föstudaginn 26. april kl. 20. og eftir guðsþjónustu og messukaffi sunnudaginn 28. apr- il kl. 16.30. Er tilhlökkunarefni að fá tækifæri til að sjá hér hina athyglisverðu sýningu i túlkun Helgu Bachmann og er búizt við fjölmörgum áhorfendum. G.L. Ásg. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell 6/5 Dísarfell 20/5 Dísarfell 3/6 ROTTERDAM: Dísarfell 7/5 Dísarfell 21/5 Dísarfell 4/6 ANTWERPEN: Dísarfell 8/5 Disarfell 22/5 Dísarfell 5/6 HAMBORG: Dísarfell 26/4 Disarfell 10/5 Dísarfell 24/5 Dísarfell 7/6 HELSINKI/TURKU: Hvassafell 2/5 FALKENBERG: Arnarfell 2/5 LARVÍK: Jan 29/4 Jan 13/5 Jan 28/5 Jan 10/6 GAUTABORG: Jan 30/4 Jan 14/5 Jan 29/5 Jan 11/6 KAUPMANNAHÖFN: Jan 1/5 Jan 15/5 Jan 30/5 Jan 12/6 SVENDBORG: Jan 2/5 Jan 16/5 Jan 1/6 Jan 13/6 ÁRHUS: Jan 2/5 Jan 16/5 Jan 1/6 Jan 13/6 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell 9/5 NEW YORK: Jökulfell 10/5 PORTSMOUTH: Jökulfell 12/5 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ...... 15/5 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, sími 82895.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.