Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 • ítalinn Michele Alboreto á Ferrari hefur foryatu ( heimameiatarakeppnínni í kappakstri, en hann néði öðru saati í erfiðri keppninni í Portúgal. Senna sigrar í Portúgal „Viss um að hann drekkur vélarolíu með morgunmatnum“ „AÐSTÆDURNAR hér í Estroli voru svo hættulegar að ég vildi láta stöðva keppnina er hún var hálfnuö. Ég hef ekki lengur tölu á því hve oft ég var nærri búinn aö missa stjórn á bílnum. En sigur- inn var ánægjulegur og ég til- eínka hann fjölskyldu minni,“ sagöi Brasilíumaðurinn Ayrton Senna eftir að hafa sigraö Portú- galska Formula 1-kappaksturinn á sunnudaginn. Ók hann Lotus Renault og kom heilum hring á undan öllum keppendum í mark, nema ítalanum Michele Alboreto á Ferrari, sem varö annar. Keppnin var mjög erfiö vegna mikilla rigninga og aðeins 9 af 26 ökumönnum luku keppni. Marg- Heimsmeistarinn Niki Lauda (t.h.), Michel Alboreto og Rene Arnoux ræðast við. Arnoux hefur misst sæti sitt hjá Ferrari, og óljðst er hvort hann fær vinnu hjá öðru keppnisliöi. Hermann heiðraður íþróttasamband Færeyja hefur nýlega sæmt Hermann Guö- mundsson, framkvæmdastjóra íþróttasambands íslands, silfur- nál sambandsins. Hermann Guömundsson er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu, en hann hef- KS leikur þrjá æfingaleiki í Reykjavík Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirbýr sig af krafti undir keppnistímabilið. Liöið kemur til Reykjavíkur í dag og mun leika þrjá æfingaleiki hár fyrir sunnan. Þann fyrsta á morgun kl. 14.40 gegn Val á gervigrasvellinum í Laugardal. Síöan leika þeir gegn Þrótti á föstudag og unglinga- landsliðinu á laugardag. ur áöur hlotiö fjölda heiðursviöur- kenninga frá öörum íþróttasam- böndum á Norðurlöndunum. • Hermann Guömundsson fram- kvæmdastjóri ÍSÍ heiðraður af Færeyingum. sinnis kom þaö fyrir aö bílar hringsnerust á hálli brautinni og stöövuöust, sem skapaöi mikla hættu þvi hraöi þeirra var oft nærri 200 km á klukkustund. Frakkinn Alain Prost, sigurvegari síöustu keppni, missti McLaren-bíl sinn út- af á fullri ferö, skemmdi hann en slapp ómeiddur. Félagi hans hjá McLaren féll einnig úr keppni, en vegna úrbræddrar vélar. Var þaö í fyrsta skipti sem TAG/Porsche- vélin bilar, en McLaren-liöiö haföi sigraö átta sinnum i röö í Formula 1 fyrir þessa keppni. Finninn Keke Rosberg fór útaf í sautjánda hring á Williams Honda, en hann og fé- lagi hans, Nigel Mansell, áttu í erf- iöleikum meö aö stjórna bílunum vegna vélarvandræöa. Á tímabili leit út fyrir aö Lotus Renault næöi fyrsta og ööru sæti, en Senna haföi forystu á meöan Elio de Angelis hélt ööru sæti á samskonar bíl. Hann missti þó af verölaunasæti þegar leka fór úr einu dekkjanna undir bílnum og endaöi hann i fjóröa sæti. Þeir Michel Alboreto á Ferrari og Patr- ick Tambay á Renault skutust upp fyrir hann, en sá fyrrnefndi fór létt með aö halda ööru sætinu. Senna sigraöi sannfærandi, en Portú- galski kappaksturinn var sá fyrsti er hann sigrar. Hann hefur átján sinnum tekiö þátt í keppni og besti árangur hans var annaö sætiö í Monaco-kappakstrinum í fyrra, en hann varð í níunda sæti í heims- meistarakeppninni á því ári. Senna er aðeins 25 ára og þykir eiga mikla möguleika á heimsmeistara- titlinum á komandi árum. Eins og margir Formula 1-ökumenn byrj- aöi hann í go-kart keppni og fór síöan aö keppa í Formúla 3-kapp- akstri. Þar uppgötvaði keppnisliöiö Toleman Hart kappann, en síöan komst hann á samning hjá Lotus Renault í ár. Hann er sagöur lifa fyrir íþrótt sina og einn mótherji hans, Svíinn Stafan Bellof, hefur komist þannig aö oröi um hann: „Hann hefur þetta svo mikiö í blóö- inu og hugsar svo mikiö um kapp- akstur aö ég er viss um aö hann drekkur vélarolíu í morgunmat Staðan í heimsmeistara- keppni ökumanna: stig Michel Alboreto ital. (Ferrarí) 12 Alain Prost Frakkl. (McLaren) 9 Ayrton Senna Brasil. (Lotus) 9 Elio de Angelis ital. (Lotus) 7 Patrick Tambay Frakkl. (Renault) 6 Rene Arnoux Frakkl. (Renault) 3 Marlboro KA gerði TVEIR leikir fóru fram í KRA- mótinu í knattspyrnu á Akureyri um helgina. KA sigraði Vask 6—0 (1—0). Mörk KA gerðu Stefán Olafsson 2, Tryggvi Tryggvason 1, Njáll Eiðsson 1, Bjarni Jónsson 1 og Þorvaldur Þorvaldsson 1. KA sigraöi síðan Leiftur frá Ólafsfiröi í seinni leiknum á sunnu- dag 3—0 (0—0). Mörk KA geröu Njáll Eiðsson 2 (bæöi úr víti), Bjarni Jónsson 1. I Knattspyrna) 9 mörk Fjögur liö taka þátt í KRA-mót- inu. Þaö eru KA, Þór, Vaskur og Leiftur. KA meistari KA TRYGGÐI sér Akureyrar- meistaratitilinn í meistaraflokki karla í handknattleík, er þeir gerðu jafntefli viö Þór, 26—26, ( seinni leik þessara liða. Fyrri leiknum lauk með eins marks sigri KA, 26—25. Marka- hæstur í seinni leiknum var Sigurö- ur Pálsson, Þór, sem geröi 16 mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Flest mörk KA geröi Friöjón Jóns- son, 8. Risamir í úrslitin? Fra Gunnari Valgeirssyni, fréttamanni Mbl. i Bandariklunum. NÚ ER úrslitakeppnin í körfubolt- anum hafin af fullum krafti hér í Bandaríkjunum. Sextán líð leika í tveimur riðlum. Það fer ekkert á milli mála að þau tvö lið sem mjög líklega koma til með að leika enn eitt áriö til úrslita eru Boston Celtics og Los Angeles Lakers. Celtic-liöiö sigraöi í 63 leikjum áöur en til úrslitakeppninnar kom. Liðiö tapaöi hins vegar 19 leikjum. Þar af fimm leikjum af síöustu 10. Margir spá því aö fariö sé aö halla undan fæti hjá liöinu. En ég held aö svo sé ekki. Þeir hafa hvílt stjörnuleikmann sinn, Larry Bird, aö undanförnu og munar um minna. Bird hefur leikiö af slíkri snilld í vetur aö meö ólíkindum er. Hann er lykilmaöurinn í öllum leik- fléttum Celtics-liösins svo og einn besti varnarmaöur liösins. Þaö sem einna helst háir Celtics-liöinu er aö breiddin er ekki nægilega mikil. Svo til allur hiti og þungi leikja hvílir á heröum sex leik- manna. Meiðist einhver þeirra gæti illa fariö. Los Angeles Lakers sigruöu i 62 leikjum en töpuöu í 20. Liöiö hefur sigraöi í síöustu níu af tíu leikjum sínum og leikiö af mikilli grimmd og hörku. Þeir ætla sór ekkert ann- aö en meistaratitilinn i ár. Lakers hafa mestu breiddina, 10 leik- menn, sem varla er hægt aö gera upp á milii. Þeirra fremstur er þó hinn hávaxni og leikreyndi Karem Abdul Jappar. Ein liöin sem gætu komiö á óvart og gert þessum tveimur áö- urnefndu liöum lífiö leitt eru Mill- ewahe Bucks og Philadelphia. • Dennis Johnsson bakvörður í liði Celtic er ásamt Larry Bird sem sóst í bakgrunni myndarinn- ar máttarstólpi Celtic-liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.