Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
27
um og aukna þekkingu almenn-
ings sem leitt hafi til þess að fólk
leiti nú mun fyrr til læknis ef
eitthvað bjátar á en áður tíðkað-
ist.
Krabbameinsfélag íslands hóf
skipulega leit að leghálskrabba-
meini árið 1964 með þeim árangri
að dánartíðni þess sjúkdoms hefur
minnkað og hefur félagið fengið
alþjóðlegar viðurkenningar fyrir
þann árangur sinn. Skipuleg leit
að brjóstkrabbameini hófst hins
vegar ekki fyrr en árið 1973 og
munu hin nýju röntgentæki vænt-
anlega gera þá leit mun markviss-
ari og árangursríkari þar sem
greina má nú krabbameinið á
frumstigi. Að auki er hægt að fá
stækkaða mynd af meininu og
staðsetja það nákvæmlega. Þegar
meinið hefur verið staðsett er tek-
ið úr því frumusýni. Ef ljóst er að
krabbameinið er illkynjað er
psrautað litarefni í meinið og eiga
skurðlæknar þá auðveldara með
að finna það og fjarlægja. Þetta
gerir það að verkum að ekki er
nauðsynlegt að fjarlægja stóran
hluta brjóstsins, eða brjóstið allt,
til að vera þess fullviss að öll
meinsemdin hafi verið numin
brott. Eins og málum hefur verið
háttað hefur þrautalendingin
oftast orðið sú að fjarlægja allt
brjóstið, þar sem krabbameinið
greinist of seint og hefur náð að
breiðast út um líkamann. Síðbúin
greining veldur því oft að læknis-
aðgerðir verði umfangsmeiri en
ella.
„Það er okkar draumur sem að
þessu störfum að unnt verði að
nota þessi nýju brjóstaröntgen-
tæki til rannsókna á öllum konum
sem til okkar leita, hvort sem
grunur leikur á að þær séu með
brjóstakrabbamein eða ekki. Þess
eru fjölmörg dæmi að krabbamein
í brjósti sem alls ekki fannst við
Frá fundi Krabbameinsfélags fslands á Egilsstöðum.
hefðbundna skoðun með þreifingu
hefur fundist við röntgentmynda-
töku,“ sagði Snorri.
Þá er í athugun að fá sérstök
röntgenmyndatæki, farandtæki,
sem nota má við brjóstkrabba-
meinsleit í hinum dreifðu byggð-
um landsins á tveggja ára fresti
eða svo. Ætla má að hartnær 50%
kvenna i slíkri skoðun þarfnist
nákvæmari skoðunar í Leitarstöð-
inni í Reykjavík.
Að loknum framsöguerindum
sátu þeir Gunnlaugur og Snorri
fyrir svörum og voru margs spurð-
ir.
f stjórn Krabbameinsfélags
Austurlands, sem er deild innan
Krabbameinsfélags fslands, sitja
nú Helga Snæbjarnardóttir,
Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir
og Snædís Jóhannsdóttir.
Ólafur
Framsögumenn á fundinum, læknarnir dr. Snorri Ingimarsson og dr. Gunn-
laugur Snædal.
Guðbjörg
Lind sýnir
á ísafirði
fsifirAi, 21. april.
Myndlistarsýningar eru nú í
fullum gangi í Slunkaríki, sýn-
ingarsal Myndlistarfélagsins á ís-
afirði, en salurinn var opnaður fyrr
í vetur. Guðbjörg Lind Jónsdóttir
myndlistarmaður sýnir nú níu olíu-
málverk sem hún hefur málað á
þessum vetri.
Guðbjörg Lind er að útskrifast
úr Myndlista- og handíðaskólan-
um nú í vor, og er þetta hennar
fyrsta sýning.
Mótív sýningarinnar, eru
skepnur í abstraktformi, þar
sem leikið er með liti og fleti.
Guðbjörg Lind er fædd á ísa-
firði 1961 dóttir hjónanna Ingu
Ruth Olsen og Jóns Hermanns-
sonar ljósmyndara og myndlist-
armanns. Allar myndirnar á
sýningunni eru til sölu.
Úlfar
Morgunblaðið/ Júlíus
Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðhcrra, flutti ávarp við setningu
Myndlistaþings 1985.
notað og væri unnt að nýta það
fyrir listamenn. Halldór kvað
einnig athugandi hvort starfs-
menn íslenskra sendiráða erlendis
gætu ekki komið listamönnum á
framfæri og greitt fyrir því að
þeir eigi þess kost að sýna verk sín
eða efna til tónleikahalds.
Mikil gróska í
myndlistinni
Svava Jakobsdóttir rithöfundur
og fyrrum alþingismaður rakti
baráttu rithöfunda fyrir því að fá
viðurkennt að ritstörf væru ekki
hjáverk heldur fullt starf og
nefndi þar stofnun Launasjóðs rit-
höfunda árið 1975. Hún sagði
mikla grósku einkenna myndlist í
landinu og tímabært að stjórnvöld
og aðrir sem peningum ráða legg-
ist á sveif með myndlistar-
mönnum til að hindra að kyrking-
ur hlaupi í gróðurinn vegna
skammsýni og skilningsleysis.
Svava sagði að listamenn yrðu
að gera sér grein fyrir þvi að laun
til þeirra væru engin ölmusa. Þeir
mættu aldrei bila í þeirri sann-
færingu að í raun og veru ættu
þeir það fé sem þeir væru að biðja
um. Listaverkið sjálft væri háð
lögmálum markaðarins um kaup
og sölu, en starfið sem að baki
liggur yrði aldrei metið.
Svava Jakobsdóttir sagði að lok-
um: „Tími, ferðalög, húsnæði,
vinnustofur, efni til að vinna úr,
alls þessa þarf listamaðurinn við
en þeirra er tíminn mikilvægast-
ur. Listamaðurinn getur keypt sér
tíma með starfslaunum og öðru
móti, en við fjárveitingu til haA
og úthlutun verður réttur skiln-
ingur á tíma listarinnar að vera
fyrir hendi svo frumleikinn fái
svigrúm."
Frelsi, frumkvæði
og baráttuvilji
Síðastur frummælenda talaði
Gunnsteinn Gíslason formaður
Sambands íslenskra myndlistar-
manna. Hann rakti aðdraganda að
stofnun SÍM og sagði það hafa
komið skýrt í ljós á fyrra Mynd-
listaþingi 1981 að þörf væri á
heildarsamtökum allra mynd-
listarmanna. Árið 1982 hefði fé-
lagið verið stofnað og fyrsti for-
maður þess var Sigrún Guðjóns-
dóttir. Gunnsteinn sagði að lista-
menn þyrftu og ættu að lifa við
sömu skilyrði og aðrir. Hér á landi
væri áhugi manna á myndlist
mikill og listamenn yrðu að taka
þátt í að upplýsa, miðla og mennta
almenning. Listin risi hæst ef
frelsi, frumkvæði og baráttuvilji
einstaklingsins fengi að njóta sín.
Þegar frummælendur höfðu lok-
ið máli sínu voru umræður og
fundarmenn komu með fyrir-
spurnir. Var þá m.a. rætt um
starfslaun til listamanna, skatta-
frádrátt þeirra sem listaverk
keyptu, sérstakt húsnæði fyrir
myndlistarmenn, stefnu eða
stefnuleysi i menningarmálum og
söluskatt af afsteypum högg-
mynda.
Eftir hádegi á föstudag tóku
umræðuhópar til starfa og lögðu
þeir niðurstöður sínar fram á
jaugardag, en Myndlistaþingi 1985
^vpr slitið síðari hluta dagsins.
Klassískt kvöld
í Arnarhóli
í kvöld
Marakvartettinn
leikur kammertónlist undir borðhaldi.
NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL
í Koníaksstofunni
Vegna fjölda áskorana syngur aftur fyrir gesti
okkar í kvöld sigurvegarinn í söngvakeppni
sjónvarpsins, Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Ingibjörg hefur stundað nám við Tónlistar-
skóla Garðabæjar sl. 3 ár undir Ieiðsögn Snæ-
bjargar Snæbjarnardóttur. Undirleik annast
Olafur Vignir Albertsson.
Vinsamlegast pantið borð tímanlega.
Med ósk um a<) jiid eigid ánœgjulega kvöldstund.
ARHARHÓLL
Áhorni Hverfisgötu og Ingólfsstrœtis.
Boróapantanir í sh na 18833.
...i ■i ■ i